Fréttablaðið - 15.09.2005, Qupperneq 28
28
Hvers vegna er Rope-æfingakerfi› kalla› jóga?
Rope-æfingakerfið hefur undan-
farið verið kynnt í fjölmiðlum sam-
hliða hefðbundnu jóga. Til þess að
svara nemendum og þeim sem hafa
haft samband við mig með spurn-
ingar um þetta svokallaða „jóga“
lagðist ég í smá heimildavinnu. Eft-
ir að hafa lesið kynningarefnið,
vefsíðuna og horft á Rope-æfinga-
myndband vil ég byrja á því að
hrósa Guðna Gunnarssyni, höfundi
kerfisins. Allt kynningarefni er til
fyrirmyndar, módelin í myndband-
inu eru flott, æfingarnar virðast
gera það sem þær eru sagðar gera,
þ.e.a.s. fyrst og fremst styrkja
kviðinn, Guðni er frábær leiðbein-
andi, hefur góðan talanda og mátt-
ugan enskan orðaforða. Að því
sögðu skil ég ekki hvers vegna
hann splæsir orðinu jóga aftan við
Rope. Ég sé því miður ekkert í
kerfinu, hvorki í heimspekinni né
æfingunum, sem réttlætir þessa
tengingu. Rope-æfingakerfið bygg-
ist fyrst og fremst á kviðæfingum
og öndun. Í kerfinu er ekki að finna
neinar grunnæfingar úr hefðbundu
hatha-jóga, svo sem frambeygjur,
baksveigjur eða axlastöðu. Guðni
heldur því fram að með tengingu
öndunar og hreyfinga náist djúp
tenging milli líkama, hugar og sál-
ar og þess vegna sé kerfið kallað
jóga. Eftir að hafa dvalið í návist
mikilla jógameistara og lesið frum-
rit jógafræðanna finnst mér ég enn
vera byrjandi á sviði jógaheim-
speki. En svo mikið veit ég að
meira þarf til en öndun og æfingar
til að öðlast hina eftirsóttu hug-
ljómun. Mörg vestræn æfingakerfi
tengja saman öndun og hreyfingu
án þess að kalla það jóga. Ég nefni
Joseph Pilates, sem vann sitt æf-
ingakerfi að miklu leyti upp úr
hefðbundnu jóga. Hann kallar sitt
kerfi einfaldlega Pilates. Vissulega
næst töluverður huglægur og til-
finningalegur árangur við það að
læra einbeitingu og slökun en þá
hæfni má einnig æfa við aðrar að-
stæður, líkt og í listum og íþrótta-
iðkun, án þess að splæsa orðinu
jóga fyrir aftan. Hver er ástæðan?
Hver er þá ástæða þess að Rope-
æfingakerfið er kallað jóga? Getur
verið að hinar miklu vinsældir jóga
á Vesturlöndum og kynni Guðna af
ávinningum jóga í gegnum tíðina
hafi ýtt undir þessa nafngift? Í
mínum huga væri miklu nær að
tala um kaðalæfingar eða eitthvað í
þá áttina. Ég skil vel hinar gífur-
legu fjárhagslegu skuldbindingar
Guðna og þeirra líkamsræktar-
stöðva og sérhæfðu Rope-æfinga-
stöðva sem bjóða viðskiptavinum
sínum upp á kerfið. Nafnið Rope
jóga er orðið fast í hugum margra.
Grein sem þessi vinnur lítið verk
gegn markaðsherferð kennara
Rope-æfinga. Í raun má frekar bú-
ast við harkalegum viðbrögðum frá
hagsmunaaðilum. Ég vil þó benda á
að ef Guðni getur sýnt fram á það
opinberlega og skýrt þannig að all-
ur almenningur skilji hvernig hægt
er að réttlæta þessa tengingu við
jóga verð ég fyrstur til að viður-
kenna mistök mín og vankunnáttu.
En þangað til að það svar kemur vil
ég biðja fjölmiðla og almenning um
að leggja ekki Rope-æfingakerfið
og hefðbundið jóga að jöfnu. Miðað
við þær upplýsingar sem ég hef í
dag þykir mér ljóst að annað hefur
því miður ekkert með hitt að gera.
Hver toga›i í spotta?
Baugsmálið svokallaða mun vera
eitthvert sérstæðasta og undarleg-
asta sakamál, sem komið hefur
fram hér á landi. Stjórnendur
Baugs eru sakaðir um að hafa
stolið frá fyrirtækinu.En engir
fjármunir hafa horfið. Engra fjár-
muna er saknað og þeir,sem sakað-
ir eru um fjárdrátt halda enn um
stjórnvöl fyrirtækisins. Venjan er
sú, þegar fjárdráttarmál koma upp,
að þá er sá, sem sakaður er um
fjárdrátt, látinn hætta störfum,
annað hvort um stundarsakir eða
til frambúðar. En svo er ekki í
þessu máli.Forstjóri Baugs,sem
sakaður er um fjárdrátt frá fyrir-
tækinu, heldur áfram störfum og
fyrirtækið hefur lýst fullu trausti á
hann. Jón Ásgeir, forstjóri Baugs,
segir: Ég upplifi þetta eins og
lögreglan bankaði upp á heima hjá
mér og segði: „Það var brotist inn
til þín“. Þótt ég mótmæli og segi að
allt sé í lagi þá segir lögreglan
„víst“ og ryðst svo inn og rústar
heimilinu og segir síðan:„Sérðu
ekki maður, heimilið er í rúst“.
Forráðamenn og aðaleigendur
Baugs þeir feðgar, Jóhannes Jóns-
son og Jón Ásgeir Jóhannesson
segja, að hér sé um aðför gegn fyr-
irtækinu að ræða. Ætlunin hafi ver-
ið að knésetja fyrirtækið. Ráða-
mönnum hér á landi hafi þótt fyrir-
tækið orðið of stórt og valdamikið
og ef yfirtakan á Arcadia hefði
gengið eftir hefði Baugur orðið
stærsta fyrirtæki landsins með
meiri hagnað en allur sjávarútveg-
ur landsins.Hér er um mjög alvar-
legar ásakanir að ræða. Í þessu
sambandi nefna Jóhannes Jónsson
og Jón Ásgeir fyrrverandi forsæt-
isráðherra og segja, að hann hafi
boðað að herjað yrði á Baug. Og Jón
Ásgeir segir, að fyrrverandi for-
sætisráðherra hafi kallað þá feðga
mestu skattsvikara Íslandssögunn-
ar. Öllum er löngu orðið ljóst, að
fyrrverandi forsætisráðherra hef-
ur verið mjög í nöp við Baug og er
fjölmiðlafrumvarpið fræga m.a. til
marks um það. Spurningin er sú
hvort fyrrverandi forsætisráð-
herra hafi haft eitthvað með það að
gera, að fyrirvaralaust fékk ríkis-
lögreglustjóri að beiðni Jóns Stein-
ars Gunnlaugssonar lögmanns hús-
leitarheimild hjá Baugi, gat ruðst
þar inn út af einum reikningi og
tekið allt bókhald fyrirtækisins. Sú
innrás varð til þess að Baugur
missti af kaupunum á Arcadia.
Ljóst er, að þarna fékk Jón Steinar
algera flýtimeðferð. Yfirleitt hafa
mál hjá efnahagsbrotadeild ríkis-
lögreglustjóra tekið langan tíma og
ekki hefur verið nóg að veifa einum
reikningi. Það hefur heldur ekki
verið venja að lögreglan gerði inn-
rás í fyrirtæki af ekki meira tilefni
en hér um ræðir.
Tökum dæmi: Segjum, að ein-
hver viðskiptamaður Íslenskrar
erfðagreiningar eða Landsbankans
lenti í útistöðum við annað hvort
fyrirtækið, kærði það til ríkislög-
reglustjóra og legði fram reikning,
sem ætti að sýna, að eigendur fyr-
irtækisins hefðu látið það greiða
fyrir sig kaup á bát (til sjóstang-
veiða) eða t.d. smíði eða kaup á
veiðikofa ( vegna laxveiða). Halda
menn þá að ríkislögreglustjóri
mundi rjúka upp til handa og fóta,
gera innrás í Íslenska erfðagrein-
ingu eða Landsbankann og taka allt
bókhaldið til 3ja ára rannsóknar?
Ég held ekki. Eru menn þá ekki
jafnir fyrir lögunum á Íslandi? Er
nóg að einhverjir ráðamenn togi í
spotta til þess að setja lögregluna
af stað gegn þeim, sem ekki eru
þóknanlegir. Er Ísland orðið eins
og Sovétríkin undir stjórn Stalíns?
Er Ísland orðið eins og bananalýð-
veldi í Suður-Ameriku? Þessar
spurningar vakna hjá óbreyttum
borgurum.
Eins og menn muna fór þetta
mál af stað vegna þess, að Jon Ger-
ald Sullenberger, viðskiptafélagi
Baugs í Bandaríkjunum, kærði
stjórnendur Baugs. Það gerðist eft-
ir að Baugur sagði honum upp
störfum! Sullenberger rak fyrir-
tækið Nordica í Bandaríkjunum og
vann þar ýmis störf fyrir Baug.
Sullenberger kærði stjórnendur
Baugs fyrir að hafa látið Baug
greiða hluta kaupverðs skemmti-
snekkju, sem Sullenberger var
skráður eigandi að en hann segir
Bónusfeðga hafa átt í raun með sér.
Sem aðalsönnunargagn í málinu
lagði Sullenberger fram nótu,
reikning, sem átti að sýna, að
Baugur hefði greitt hluta snekkj-
unnar og þeir Bónusfeðgar tekið fé
út úr Baugi til einkaþarfa. En ríkis-
lögreglustjóri misskildi þennan
reikning. Hann var vegna afsláttar,
sem Baugur veitti Nordica, fyrir-
tæki Sullenbergers, vegna við-
skipta þeirra í milli. Jónatan Þór-
mundsson prófessor, sem fór yfir
öll sakarefnin fyrir lögfræðistofu
Hreins Loftssonar segir, að sakar-
efnið, sem Sullenberger bar fram
og hratt málinu af stað, sé ekki
lengur fyrir hendi. Forráðamenn
Baugs hafi gefið fullnægjandi
skýringar á því og náðst hafi sætt-
ir milli Baugs og Sullenbergers um
ágreiningsefnin. Jónatan Þór-
mundsson kemst að þeirri niður-
stöðu að ekki séu efni til þess að
dæma stjórnendur Baugs fyrir
nein auðgunarbrot.
En enda þótt upphaflega sakar-
efnið sé ekki lengur fyrir hendi lét
ríkislögreglustjóri ekki staðar
numið. Hann hélt áfram að rann-
saka, hélt áfram að grafa til þess að
reyna að finna ný sakarefni og
hann hefur verið að grafa í 3 ár.
Þetta minnir á bandaríska saka-
málamynd, þegar skúrkurinn seg-
ir: „Reyndu að grafa eitthvað upp.
Það hlýtur að finnast eitthvað.“
Jón Ásgeir Jóhannesson, for-
stjóri Baugs, sagði í Kastljósi sjón-
varpsins, að það væri pólítík í að-
förinni að Baugi, ofsóknum ríkis-
lögreglustjóra og stjórnvalda gegn
stjórnendum Baugs.Hann sagði, að
lögmaðurinn, Jón Steinar Gunn-
laugsson, væri hægri hönd fyrr-
verandi forsætisráðherra. Og þessi
lögmaður hefði krafist lögreglu-
rannsóknar á Baugi. Í Bretlandi
þætti þetta tortryggilegt.
15. september 2005 FIMMTUDAGUR
GUÐJÓN BERGMANN
JÓGAKENNARI
UMRÆÐAN
JÓGA
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON
UMRÆÐAN
BAUGSMÁLIÐ
Sóknarfæri fyrir Framsókn
Ég tel heilmikil sóknarfæri felast í því fyrir
Framsóknarflokkinn ef Samfylking, Vinstri
grænir og Frjálslyndir myndu faru fram í
kosningabandalagi. Sömuleiðis tel ég full-
víst að Sjálfstæðisflokkurinn tæki slíku
fagnandi. En ég er ekki viss um að hinir
nútímalegu jafnaðarmenn í Samfylking-
unni séu hrifnir af slíkum hugmyndum, því
óvíst er að ýmsar hugmyndir þeirra ættu
upp á pallborðið í slíku bandalagi.Ætli þeir
taki undir hugmyndir Össurar Skarphéð-
inssonar? Forvitnilegt verður að sjá hvort
íslenskir fjölmiðlar inna þá eftir því.
Björn Ingi Hrafnsson á bjorn.is
AF NETINU
Kolbrún S. Jónsdóttir verkstjóri skrifar:
Ég sá í fréttum um daginn, að við Ís-
lendingar stæðum öðrum þjóðum
langt að baki hvað menntun varðar.
Mér finnst það ekki skrítið. Við fluttum
heim til Íslands snemma á þessu ári
með unglinginn okkar 16 ára; ég
reyndi að koma honum inn í skóla
strax, en fékk neikvæðar móttökur. Mér
var sagt að við yrðum að bíða fram á
næsta haust, sem við gerðum. Hann
sótti um í skóla sem hann hafði áhuga
á, seint og síðar meir kom bréf þess
efnis að hann kæmist ekki inn þetta
árið. Ég fór þá að hafa samband við
aðra skóla, og það var sammerkt með
þeim öllum að upplýsingar lágu ekki á
lausu. Á öðrum Norðurlöndum, þar
sem ég þekki vel til, er reynt að koma
öllum unglingum í skóla. Unglingar og
foreldrar fá góðar leibeiningar hvert og
hvernig maður á að snúa sér. Þar mæt-
ir maður ekki hroka. Ég held að Íslend-
ingar mættu aðeins hugsa sinn gang
hvað varðar mannleg samskipti. Skól-
inn er mjög mikilvægur og allir ættu að
hafa greiðan aðgang að allri menntun
sem er í boði.
BRÉF TIL BLAÐSINS
Fyrir hverja eru skólarnir?
En enda flótt upphaflega sak-
arefni› sé ekki lengur fyrir
hendi lét ríkislögreglustjóri
ekki sta›ar numi›. Hann hélt
áfram a› rannsaka, hélt
áfram a› grafa til fless a›
reyna a› finna n‡ sakarefni og
hann hefur veri› a› grafa í 3
ár. fietta minnir á bandaríska
sakamálamynd, flegar skúrk-
urinn segir: Reyndu a› grafa
eitthva› upp. fia› hl‡tur a›
finnast eitthva›.