Fréttablaðið - 15.09.2005, Page 51

Fréttablaðið - 15.09.2005, Page 51
■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ { BÍLAR } ■■ 15 Alhliða lausn í bílafjármögnun Suðurlandsbraut 8 108 Reykjavík s: 540 1500 www.lysing.is Nýtt heiti hefur verið valið á hinn nýja blæjusportbíl frá Volkswagen, Eos. Nafnið Eos vísar til gyðju dögunar í grískri goðafræði og vekur hug- renningatengsl við þær aðstæður sem kannski eru þær bestu hugsan- legu í akstri blæjubíls, það er árla morguns fagran sumardag. Eos er þar að auki snaggaralegt og skýrt heiti sem auðvelt er að segja um heim allan. Yfirbyggingin á Eos byggist ekki á hefðbundnum lokuðum sportbíl heldur var hún hönnuð með sjálf- stæðan blæjusportbíl í huga. Grundvallartæknibúnaður á borð við vélar 115 hestafla til 250 hest- afla og hjólabúnað er sóttur í nýja Passat-bílinn. Dr. Wolfgang Bern- hard, stjórnarmaður sem ber ábyrgð á Volkswagen-merkinu, afhjúpaði Eos á alþjóðlegu bílasýningunni í Frankfurt á mánudaginn var. Eos er, samkvæmt grískri goðafræði, gyðja dögunar. Nýjasta útgáfan af Yaris er, eins og gildir um fleiri smábíla, stærri en þær fyrri. Nýr Volkswagen Cabriolet-Coupé Kalos er stóri smábíllinn frá Chevro- let. Nafnið Kalos kemur úr forn- grísku og þýðir fegurð. Til að tryggja að bíllinn stæði undir nafni var hinn þekkti bílahönnuður Giorgetto Guiguaro hjá Italdesign fenginn til að hanna bílinn. Við hönnunina var leitast við að há- marka innra rými bílsins og með háum sætum er tryggt gott útsýni og að sem best fari um bæði bílstjóra og farþega. Helstu einkenni Chevrolet Kalos eru falleg hönnun, frábært rými og framúrskarandi hagkvæmni í smágerðum bíl sem sannar greind- arlega hönnun í daglegum rekstri. Mikið er lagt upp úr öryggi í Kalos og eru fjórir líknarbelgir og ABS hemlakerfi staðalbúnaður. Öryggis- búr úr hertu stáli umlykur farangurs- rými allra Chevrolet-bíla. Öryggisbúr þetta samanstendur af styrkingum í gólfi, hliðar- og þakbitum og styrkt- arbita í hurðum. Þar að auki eru sér- stök krumpusvæði í fremsta og aftasta hluta bílsins. Til marks um hversu öruggur Chevrolet Kalos er, er hann eini bíllinn í sínum flokki sem hlotið hefur 5 stjörnur í árekstr- arprófunum Insurance Institute for Highway Safety (IIHS) í Bandaríkj- unum. Þess má geta að IIHS setur bílaframleiðendum enn strangari kröfur en NCAP gerir í Evrópu. Vel búinn og öruggur Kalos er eini bíllinn í sínum flokki sem fær fimm stjörnur í IIHS árekstrarprófunum vestanhafs. CHEVROLET KALOS GT Vélar: 1,4 94 hö (B) Skipting: bsk Dyrafj.: 3 Sæti: 5 Stöðugleikabúnaður: ABS Umboð: Bílabúð Benna Verð: 1.449.000 kr. Bílasýningin í Frankfurt árið 2005 markar upphaf annarrar kynslóðar af Toyota Yaris, sem undanfarin ár hefur verið söluhæsti bíll Toyota í Evrópu. Síðan Yaris leit fyrst dagsins ljós hefur hann unnið til fjölda verð- launa fyrir öryggi, áreiðanleika, aksturseiginleika og útlit og er fyrsti bíllinn sem vann valinn hef- ur verið Bíll ársins bæði í Evrópu og í Japan sama árið. Ný árgerð af Yaris er 110 mm lengri en fyrri árgerðir og haf á milli fram og aftur hjóla hefur verið aukið um 90 mm. Þrátt fyrir þessar breyting- ar er beygjuradíus nýrrar árgerðar af Yaris minni en fyrri árgerða og flestra annarra bíla í sama flokki; 4,7 metrar. Farþegarými í aftursætum hefur aukist til muna og er orðið til jafns við bíla í stærðarflokknum C. Kraftmikil hönnun og framtíðarpakki TOYOTA YARIS Vélar: 1,0 (B), 1,3 (B) og 1,4 (D) Skipting: bsk, MMT Dyrafj.: 3-5 Sæti: 5 Stöðugleikabúnaður: ABS, EBD og BA hemlunarkerfi Umboð: P. Samúelsson Verð frá: Auglýst síðar

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.