Fréttablaðið - 15.09.2005, Qupperneq 53
Verkir eru leið líkama þíns til að segja þér að eitthvað sé ekki í
lagi. Ef þú veist ekki um uppruna verkjarins ættir þú að fara
varlega í að slá á hann umhugsunarlaust með verkjalyfjum.
Reyndu frekar að komast fyrir rót vandans.[ ]
Við mælum
blóðfitu
Pantaðu tíma
í Lágmúla í síma 533 2308
Smáratorgi í síma 564 5600
Heilsurækt á
Rey›arfir›i
Iceland Spa & Fitness opnar
í nóvember.
Ríflega tvö hundruð fermetra
heilsuræktarstöð opnar á Reyðar-
firði í nóvember. Það er heilsu-
ræktarsamsteypan Iceland Spa &
Fitness sem opnar stöðina en fyr-
irtækið rekur nú þegar fjórar
stöðvar á höfuðborgarsvæðinu.
Geta viðskiptavinir nýju stöðvar-
innar á Reyðarfirði notað heilsu-
ræktarkortin sín í Reykjavík og
öfugt, ásamt því að geta þjálfað í
Sporthöllinni á Hornafirði og
Vaxtarræktinni á Akureyri. Þetta
kemur fram á heimasíðu Fjarða-
byggðar.
Í stöðinni verða tíu upphitun-
artæki í fullkomnum tækjasal
ásamt eróbikksal og spinningsal.
Eins og í hinum stöðvum ISF
verður boðið upp á æfingaað-
stöðu, leikfimitíma og lyftingaað-
stöðu.
Reyðfirðingar geta nú aldeilis farið í rækt-
ina.
Í ræktinni ári› um kring
Orri Hlöðversson, bæjarstjóri í Hveragerði, gerir ekki upp á
milli árstíða þegar kemur að heilsuræktinni og stundar hana
grimmt árið um kring.
„Ég er í ræktinni allt árið um
kring svona tvisvar til þrisvar í
viku en þegar maður fer í burtu
yfir sumarið slakar maður auðvit-
að örlítið á,“ segir Orri. „Á móti
kemur náttúrulega miklu meiri
útivera og hreyfing þannig. Ég er
líka í hestum og ríð mikið út á
sumrin og það er heilsubætandi,
skal ég segja þér.“
Aðspurður um
hvort hann hreyfi
sig þá bara jafnt yfir
allan veturinn segir
Orri að það sé nærri
lagi. „Auðvitað
koma kaflar, til
dæmis vegna vinnu
og fjarveru, sem
maður fer sjaldnar
en þetta er tiltölu-
lega jafnt hjá mér
yfir árið.“
Engan skal því
undra að hann legg-
ur mikla áherslu á
að vera við góða
heilsu. „Ég veit al-
veg að það hefur úr-
slitaþýðingu bæði
upp á bætta líðan og
svo bara afköst í
vinnu. Það er lykil-
atriði að hreyfa sig
þegar maður vinnur
kyrrsetuvinnu eins
og ég.“
Orri leggur mikið upp úr
heilsuhreysti.
Eru vandamál vi› matarbor›i›?
Sum börn eru ófáanleg til að borða matinn sinn. Önnur virðast sísvöng og allt að því óseðjandi.
Hólmfríður Þorgeirsdóttir, nær-
ingarfræðingur hjá Lýðheilsu-
stöð, var spurð til hvaða ráða
væri best að grípa vegna mat-
vendni barna eða annarra hegðun-
arvandamála þeirra við borðið.
„Það getur verið erfitt að vita
hvað liggur að baki slæmri hegð-
un en matarvenjur barna skapast
oft af umhverfinu sem þau búa
við. Þess vegna er mjög mikil-
vægt að móta þær vel frá byrjun.
Þegar börn vilja ekki borða geng-
ur hins vegar ekki að þvinga þau
heldur reyna að fá þau til að
smakka bara lítinn bita, með ein-
hverjum ráðum. Þegar um lítil
börn er að ræða þarf stundum að
fara í smá leik. Svo getur reynst
nauðsynlegt að setja þeim reglur.
Til dæmis að þau þurfi að smakka
lítinn bita af öllu nema kannski
einhverju einu og þó svo að börn-
in hafi hafnað fæðutegund einu
sinni á að halda áfram að bjóða
þeim hana næst þegar hún er á
borðinu. Það má ekki gefast upp
og ákveða að þetta vilji þau ekki.“
Hólmfríður segir fyrirmyndir
mikilvægar. „Ef foreldrarnir
borða ekki eitthvað þá er hætta á
að börnin fari á mis við það líka.
Þau læra það sem fyrir þeim er
haft og það á við um mat eins og
annað.“
En hvað ráðleggur Hólmfríður
ef börn virðast hafa fíkn í mat?
„Þá er það reglan um að skammta
bara einu sinni á diskinn og reyna
að stjórna því að ef þau fá sér
meira þá sé það af grænmeti eða
öðrum orkuminni mat. Við setjum
hins vegar aldrei börn í megrun.“
Hólmfríður segir til í dæminu að
megrun foreldra bitni á börnum
og telur það geta verið varasamt
því þau þurfi sinn mat og börn
innan tveggja ára þurfi heldur
feitara fæði en þau sem eldri eru.
Að lokum er hún spurð um álit sitt
á barnamat í krukkum og hún
svarar: „Hann er ágætur að grípa
til, sérstaklega þegar barnið er
ekki farið að borða sama mat og
fjölskyldan. Hins vegar mælir
margt á móti því að nota tilbúið
mauk alla daga, sérstaklega eftir
níu mánaða aldur.“
gun@frettabladid.is
Þessi börn á leikskólanum Mánagarði eru þæg og dugleg að borða matinn sinn.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R