Fréttablaðið - 12.10.2005, Síða 25

Fréttablaðið - 12.10.2005, Síða 25
410 4000 | www.landsbanki.is Við færum þér fjármálaheiminn Nú býðst þér að eiga milliliðalaus verðbréfaviðskipti með E*TRADE í gegnum netið á stærsta verðbréfamarkaði heims, NYSE, Nasdaq og AMEX í Bandaríkjunum, og á mörkuðum í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Kynntu þér málið á www.landsbanki.is Verslandi vélmenni Heldur á pokunum Real Madríd tekjuhæst Skákar Manchester United Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 12. október 2005 – 28. tölublað – 1. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Gott sumar | Gistinóttum fjölgaði um níu prósent í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra. Alls voru gistinætur í ágúst samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Ís- lands 151.070 en voru 138.250 í sama mánuði í fyrra. Forsendur brostnar | Tíu pró- sent hluthafa í Skandia höfnuðu yfirtökutilboði Old Mutual. For- sendur yfirtökutilboðsins eru því brostnar þar sem Old Mutual setti það sem skilyrði að níu prósent eigenda gengju að því. Kuoni kaupir | Kuoni Scandinav- ia hefur keypt sjötíu prósent í Langferðum ehf. sem verið hefur umboðsaðili fyrirtækisins hér á landi í á annað ár. Sigurjón kaupir | Sigurjón Sig- hvatsson hefur keypt danska fast- eignafélagið VG Investment. Það er fasteignafélag Sigurjóns, Heimiliskaup ehf., sem fjárfestir í félaginu. Símasalan dýr | Einkavæðing Landssíma Íslands kostar ríkis- sjóð 750 milljónir króna. Þar af nemur þóknun til breska fjár- málafyrirtækisins Morgan Stanley, ráðgjafa einkavæðingar- nefndar við söluna, 696 milljónum króna. Lokavika Somerfield | Frestur- inn sem yfirtökunefnd í Bretlandi veitti bjóðendum í bresku versl- unarkeðjuna Somerfield rennur út á föstudag. Skuldabréfin vinsæl | Skulda- bréfaútgáfan í íslenskum krónum heldur áfram. Í heild hafa verið gefin út skuldabréf erlendis fyrir um áttatíu milljarða íslenskra króna. TAKA VIÐ TAUMUNUM Framkvæmda- stjóri Eyris, Árni Oddur Þórðarson, til hægri, hefur tekið við stjórnarformennsku í Marel. Eyrir tekur við stýri Árni Oddur Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Eyris fjárfesting- arfélags, tekur við stjórnarfor- mennsku í Marel af Friðriki Jó- hannssyni. Eyrir er næststærsti eigandinn í Marel, á eftir Lands- bankanum, með tæpan þrjátíu prósenta hlut. Það að stærsti hluthafinn, með tæpan 37 prósenta hlut, gefi eftir stjórnarformannssætið til þess næststærsta er talið vera merki um að Landsbankinn muni minnka hlut sinn í félaginu og gefa Eyri eftir forystuhlutverkið. „Marel er félag sem ég þekki vel og hef fylgst með því frá 1997 þegar þegar ég annaðist fjár- mögnun á yfirtöku félagsins á Carnitech. Við höfum tekið kjöl- festustöðu í félaginu og ætlum að fylgja því eftir til vaxtar á næstu árum,“ segir Árni Oddur í sam- tali við Markaðinn. Heildareignir Eyris eru á bilinu tólf til fjórtán milljarðar, þar af þriðjungur á Norðurlöndum. - eþa Hjálmar Blöndal skrifar Samkvæmt heimildum Markaðarins mun samloku- fyrirtækið Sómi leggja fram tilboð í Júmbó samlok- ur í lok vikunnar. Ef af samruna fyrirtækjanna tveggja verður, eða það færist undir sama eignar- hald, má búast við að til verði fyrirtæki sem ekki er óvarlegt að ætla að verði metið á um átta hundruð milljónir króna. Sala á samlokum og tilbúnum brauðréttum hefur aukist mikið undanfarin ár og er velta félaganna tveggja áætluð um sjö hundruð milljónir króna. Talsverður hagnaður hefur verið af rekstri Sóma en minni af Júmbó. Fyrirtækin tvö eru talin hafa langstærstu mark- aðshlutdeildina á samlokumarkaðnum, um 95 pró- sent. Matvöruverslanir og bensínstöðvar selja sífellt meira magn af tilbúnum réttum frá fyrirtækjunum, sem hafa aukið og breikkað mjög vörulínu sína síð- ustu árin. Auk þess að selja samlokur selja þau ýmsa rétti svo sem pastabakka, heilsurétti og fleira. Enda þótt af samrunanum verði ná samkeppnis- lög ekki til starfseminnar og geta fyrirtækin því sameinast án afskipta samkeppnisyfirvalda. Sam- kvæmt 17. grein samkeppnislaga getur Samkeppn- iseftirlitið ógilt samruna ef það telur að markaðs- ráðandi staða verði til eða myndist en getur auk þess sett slíkum samruna skilyrði. Ákvæðið tekur hins vegar aðeins til samruna þar sem heildarvelta viðkomandi fyrirtækja er einn milljarður króna eða meira. Sómi mun nú vinna að fjármögnun að kaupunum á Júmbó með Íslandsbanka en með samrunanum hyggst fyrirtækið ná fram sparnaði með samlegð- aráhrifunum meðal annars í innkaupum, dreifingu og fleiri þáttum. Mikil gróska er nú á sölumarkaði millistórra fyrirtækja og eins og Markaðurinn hef- ur áður greint frá er ekki óalgengt að fyrirtæki séu seld á sjöfaldan hagnað fyrir afskriftir og fjár- magnsliði. F R É T T I R V I K U N N A R 8 12-13 6 Björgvin Guðmundsson skrifar Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands útvegsmanna, segir ýmsa innan sjávarútvegsins velta fyrir sér hvort betra sé að taka upp evru sem gjaldmiðil á Íslandi þegar stjórn efnahagsmála sé eins og raun beri vitni. Það sé þá að því gefnu að Íslendingar fengju undanþágu frá sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusam- bandsins, en ESB-aðild er skil- yrði fyrir inngöngu í mynt- bandalagið (EMU). Friðrik segir að vegna hás gengis íslensku krónunnar sé eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja og annarra útflutningsfyrir- tækja að brenna upp. Stjórn- endur þessara fyrirtækja hafi reiknað með styrkingu krón- unnar á meðan álversfram- kvæmdir stæðu sem hæst en ekkert í líkingu við það sem orðið hafi. Stóraukning íbúða- lána, hækkandi vextir Seðla- bankans og erlend skuldabréfa- útgáfa í íslenskum krónum hjálpist þar að. Hvorki ríki né Seðlabankinn, sem Friðrik segir stjórna efnahagsmálunum, reyni að bæta starfsumhverfið. Við slíkar aðstæður velti marg- ir fyrir sér hvort staðan gæti nokkuð versnað ef hér yrði tekin upp evra. Óskynsamlegt sé að veikja með þessum hætti atvinnugreinar sem skapi mikl- ar tekjur. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði á fundi um helgina að taka ætti upp evru á Íslandi og henda krónunni. Til þess þyrfti að ganga í Evrópusambandið. Krónan væri eins og hver önnur viðskiptahindrun. – Sjá nánar í miðopnu Útrásarvísitalan óbreytt: Keops stekkur enn Útrásarvísitalan stóð nánast í stað á milli vikna en hún lækkaði um 0,04 prósent frá því í síðustu viku og mælist nú 114,42 stig. Danska fasteignafélagið Keops hækkaði enn á milli vikna en hækkaði mest allra félaga frá því í síðustu viku, um 13,04 prósent. Keops var einnig hástökkvari vikunnar á undan en þá hækkaði gengi félagsins á milli þeirra vikna um 9,21 prósent. DeCode lækkaði mest á milli vikna en gengi félagsins fór undir 8 dali á hlut í viðskiptum á mánudag og lokagengi þess dags 7,99. Félagið lækkar um 9,28 pró- sent frá því í síðustu viku. - hb Sómi verði átta hundruð milljóna samlokufyrirtæki Sómi vill kaupa Júmbó samlokur og leggur fram tilboð. Útvegsmenn daðra við evruna Eigið fé sjávarútvegsfyrirtækja er að brenna upp vegna gengis krónunnar. SAMEINING Á SAMLOKUMARKAÐI Búist er við því að Sómi leggi fram tilboð í Júmbó samlokur í vikunni. Evruumræðan byrjuð Krónan er viðskiptahindrun

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.