Fréttablaðið - 12.10.2005, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 12.10.2005, Qupperneq 42
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN18 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Allan Strand Olesen hóf að byggja upp starf- stöð Íslandsbanka í Lúxemborg í upphafi árs 2003. Starfseminni þar hefur vaxið fiskur um hrygg og ætla má að eignir bankans í Lúxem- borg séu um 750 milljónir evra, ríflega fimm- tíu milljarðar íslenskra króna. Bankinn var rekinn sem útibú í byrjun en hefur nú fullt bankaleyfi og er rekinn sem dótturfélag Ís- landsbanka. Íslandsbanki er hins vegar ekki fyrsti bankinn sem Allan vinnur fyrir. „Í Lúxem- borg vann ég fyrst fyrir norskan banka og síðar fyrir Búnaðarbankann.“ Landsbankinn keypti starfsemi Búnaðarbankans í Lúxem- borg og Allan tók til við að byggja upp starf- semina fyrir Íslandsbanka. Sjálfur er hann af alþýðufólki. „Ég er úr sveitinni á Jótlandi og engir bankamenn í fjölskyldunni,“ segir hann og hlær. Hann bætir því við að kannski þess vegna kunni hann því svo vel að vinna með Ís- lendingum. „Þið eruð ekki með lagskipt sam- félag heldur ríkir frumkvöðlastemning og mikill metnaður hjá ykkur.“ Hann segir það einkenni á Íslendingum að þeir sjái markmið- in og hiki ekki við að stefna á þau. HRIFINN AF SKIPULAGINU Allan segist hafa þekkt vel til Bjarna Ár- mannssonar, forstjóra bankans, áður en hann gekk til liðs við hann. „Það sem gerði það að verkum að ég gekk til liðs við bankann var sú skýrt markaða stefna sem bankinn hafði fylgt og náð árangri með. Þá skipti mig miklu máli orðspor Bjarna og það traust sem hann nýtur. Ég var hrif- inn af skipulagi bankans og hvernig honum var stjórnað. Það var því auðveld ákvörðun fyrir mig að ganga til liðs við bankann.“ Allan segir bankann hafa sýnt skynsemi í uppbyggingu erlendis. Ís- landsbanki hafi sérhæft sig og fylgt því eftir. Bankinn hefur lagt áherslu á þjónustu við sjávarútvegs- og matvælafyrirtæki. „Það var rökrétt framhald af sérhæfingunni að koma sér fyrir á Norðurlöndunum, sérstaklega í Noregi.“ Bankinn byrjaði með kaupum á Kreditbanken sem er lítill banki. „Með þeim hætti kom bankinn sér fyrir, kynntist um- hverfinu vel og komst í tengsl við hæft fólk, sem er lykillinn að góðum árangri fyrirtækis af þessu tagi. Bankinn hefur vaxið að mestu leyti í gegnum útlán og eftir að hafa komið sér fyrir í Noregi var eðlilegt að taka næsta skref, sem var BN bank sem er með traust og gott lánasafn.“ Í Lúxemborg fæst bankinn við eignastýr- ingu, einkabankaþjónustu og fyrirtækjaþjón- ustu. „Sérhæfing bankans markast annars vegar af stefnu í alþjóðaviðskiptum og svo svæðisbundinni sérhæfingu. Hjá okkur í Lúx- emborg snýst þetta um svæðisbundin verk- efni með áherslu á norrænan markað. Verk- efnin eru fyrirtækjaráðgjöf, fjármögnun hlutafjár og lánafyrirgreiðsla til fyrirtækja. Við höfum unnið að fasteignafjármögnun á Norðurlöndunum og í Þýskalandi.“ Nýlegt dæmi um verkefni Íslandsbanka í Lúxemborg er fjármögnun kaupa fjárfesta undir for- ystu Sigurjóns Sig- hvatssonar á fast- eignafélagi í Kaup- mannahöfn. FINNUM EKKI FYRIR TORTRYGGNI Allan segir að þótt þjónustan sé fjölþætt missi menn ekki sjónar af því að marka sér bás. „Við leggjum áherslu á að veita ráðgjöf. Í Lúxem- borg er hægt að nálgast alla anga fjármálaþjónustu og við beinum viðskiptavinum okkar á réttan stað ef verk- efnið er utan okkar sér- sviðs.“ Hann segir náið sam- starf við fyrirtæki gefa tækifæri á að fylgja þeim eftir í sókn á alþjóðlega markaði. Fyrirtækjum sem dafna vel fylgja svo eigend- ur sem efnast vel og þurfa í kjölfarið á ýmiss konar bankaþjónustu að halda. Umræða um fjárfesting- ar Íslendinga á Norðurlönd- um hefur ekki öll verið já- kvæð og bankinn lítur það al- varlegum augum. Allan segir sóknina á nor- rænan markað hafa gengið vel. „Okkur var vel tekið og bankinn nýtur mikils trausts. Við höfum ekki fundið fyrir neinni tortryggni í okkar garð. Bankinn hefur mjög gott orðspor í fjármálaheiminum sem við byggjum á.“ Allan hefur búið í Lúxemborg í um áratug. Hann er kvæntur og á þrjú börn. „Við tókum þá ákvörðun að setja börnin í skóla heima- manna. Margir velja þann kost að setja börn- in í alþjóðlega skóla, en við búum á svæði þar sem heimamenn eru áberandi og við vildum að börnin gengju í sama skóla og nágrannarn- ir.“ Börnin eru fyrir vikið fjöltyngd. „Þau tala eins og innfædd, það gefur þeim for- skot.“ INNBLÁSTUR ÚR STARFINU Banki eins og sá sem Allan stjórnar vex ekki af sjálfu sér og sólarljósinu. Mikil vinna liggur að baki upp- byggingu fjármálafyrirtæk- is sem nú telur 35 starfs- menn. Allan segir að starfið hafi vissulega áhrif á fjöl- skyldulífið og krefjist mik- illa ferðalaga. „Ég er mikið á ferðinni og konan mín vinn- ur ekki úti, sem felur í sér mikla skuldbindingu. Þegar maður tekst á hendur verk- efni sem þetta er það í raun fremur lífsstíll en starf. Þegar starfið er svona stór þáttur í lífi manns skiptir miklu að hafa ánægju af því sem maður er að gera og að maður fái innblástur úr því umhverfi sem maður er í. Sá andi sem ég vinn í uppfyllir þetta.“ Hann segir fjölskylduna hafa ánægju af ferðalögum. „Við tökum okkur tveggja vikna skíðafrí og ég reyni að haga því þannig að ég geti verið heilshugar með fjölskyldunni þegar við erum saman.“ Hádegisverður fyrir tvo á Laugaási Lauga-ás special Steiktur fiskur gratín Drykkir Kók Vatn Kaffi Alls 4.580 krónur ▲ H Á D E G I S V E R Ð U R I N N Með Allan Strand Olesen forstjóra Íslandsbanka í Lúxemborg Meiðyrðabransinn Aurasálin er friðsöm með endem- um og á sér fáa óvini. Hingað til hefur Aurasálin talið þetta vera hina mestu gæfu og ekki kvartað yfir þessum skorti á óvildarmönn- um. Nú hefur þetta hins vegar snúist á haus. Í dag kæmi sér fátt betur fyrir Aurasálina en ef ein- hver settist niður og skrifaði ein- hvern órökstuddan óhróður, helst á ensku. Málið er nefnilega að Aurasálin sér fyrir sér að geta kært óvini sína í Bretlandi fyrir meiðyrði og grætt fúlgur fjár og ólíkt Jóni Ólafssyni mun Aurasálin ekki leggja það fyrir lögmenn sína að fara hófsamlega fram í kröfu- gerðinni. Nei – ó nei. Það verður farið alla leið. En skortur Aurasálarinnar á flug- mælskum og hatrömmum óvinum er henni fjötur um fót og þess vegna reynir á frumlega hugsun og alþekkta hæfileika Aurasálar- innar til þess að sjá nýja fleti á vandamálum og úrlausnarefnum. Aurasálin hefur nefnilega ákveðið að bíða ekki eftir því að einhver annar hallmæli henni á enskri tungu. The Aurasál has reportedly been involved in questionable dealings both inside the country and abroad. The Aurasál is a very dubious character and those who do business with her should be advised that not all of her wealth has been legally and fairly gained. Voila! Málið er leyst. Aurasálin mun í kjölfar þessa pistils leggja fram kæru í Bretlandi gegn sjálfri sér og græða milljónir. Nú kann einhver að spyrja: Hvernig getur Aurasálin grætt á því að kæra sjálfa sig fyrir meiðyrði? Við þessu er einfalt svar. Þegar Aurasálin hefur fengið dæmdar fimmtíu milljóna króna bætur í Bretlandi mun krafa um greiðslu berast til Íslands. Þar sem Aura- sálin er eignalaus mun hún lýsa sig gjaldþrota en á sama tíma mun hún geta framvísað kröfu um fimmtíu milljóna skaðabóta- greiðslu í bankanum og notað hana sem veð til þess að fá lán á mjög góðum kjörum. Fyrir fimmtíu milljóna bankalánið ætlar Aurasálin svo að stofna lítið félag sem mun reka nokkrar fast- eignir. Aurasálin mun svo kæra menn fyrir meiðyrði af handahófi og kaupa svo af þeim húsin til að forða þeim frá nauðungarsölu. Aurasálin mun því þiggja leigu- tekjur af sakborningunum en á sama tíma eignast húsin þeirra upp í meiðyrðaskuldirnar. Þegar Aurasálin er kominn í dágóðan plús getur hún endurgreitt banka- lánið og borgað skuld sína við sjálfa sig vegna meiðyrðamálsins. Aurasálin skorar á óvini sína að birta sem mestan óhróður í blöð- um og á vefsíðum um land allt. Hún vill þó taka það skýrt fram að móðganir og svívirðingar á öðrum tungumálum en ensku eru vinsamlegast afþakkaðar. A U R A S Á L I N Allan Strand Olesen Starf: Forstjóri Íslandsbanka í Lúxemborg Fæðingardagur: 17. desember 1967 Maki: Gitte Thomsen Börn Celine f. 1996, Julie f. 1997, Emilie f. 2001 HRIFINN AF FRUMKVÖÐLAANDA Allan Strand segir að frumkvöðlaandi Íslendinga eigi vel við hann. Hann segir lykil- inn að því að hann valdi að vinna fyrir Íslandsbanka liggja í traustri stjórnun, góðu skipulagi og skýrri stefnu bankans. Með þeim hætti kom bankinn sér fyrir, kynntist umhverfinu vel og komst í tengsl við hæft fólk, sem er lykillinn að góðum árangri fyrir- tækis af þessu tagi. Bankinn hefur vaxið að mestu leyti í gegnum út- lán og eftir að hafa komið sér fyrir í Noregi var eðlilegt að taka næsta skref, sem var BN bank sem er með traust og gott lánasafn. Fremur lífsstíll en starf Allan Strand Olesen hefur á undanförnum tveimur árum byggt Íslandsbanka í Lúxemborg frá grunni. Hann vann áður fyrir Búnaðarbankann og kann því vel að vinna með Íslendingum. Hafliði Helgason snæddi með honum hádegisverð og ræddi bankann og lífið í Lúxemborg. Fr ét ta bl að ið /H ar i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.