Fréttablaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 26
Björgvin Guðmundsson skrifar „Þetta eru sambærilegir samn- ingar og gerðir hafa verið við aðra stjórnendur í fjármálafyrir- tækjum,“ segir Þórður Már Jóhannesson, nýráðinn forstjóri Straums – Burðaráss Fjárfest- ingarbanka, um nýleg kaup sín á hlutabréfum í bankanum fyrir 1.350 milljónir króna. Stjórn Straums samdi þannig við Þórð að ef gengi bréfanna lækkar á næstu tveimur árum fær hann kaupverðið að fullu greitt til baka auk kostnaðar vegna lána sem hann kunni að hafa tekið. Þórður Már segir að hann hafi ekki fengið lánað fyrir þessum kaupum hjá Straumi og borgi vaxtakostnaðinn sjálfur. Sam- kvæmt heimildum Markaðarins er það rétt svo lengi sem Þórður hagnast á viðskiptunum. Fyrir átti Þórður fimmtíu milljónir að nafnvirði í Straumi. Samanlagt á hann nú 150 milljónir króna, sem jafngildir um tveimur milljörð- um að markaðsvirði miðað við gengið sem Þórður keypti hluta- féð í september á. Samningurinn við stjórnina nær yfir allt hlutafé í eigu Þórðar. Séu tveir milljarðar teknir að láni, sem samansett er af nokkrum erlendum gjaldmiðlum, og miðað við fjögurra prósenta ársvexti eru vaxtagreiðslur um fjörutíu milljónir króna á ári. Straumur tók yfir rekstur Burðaráss í lok sumars og var Þórður forstjóri sameinaðs fyrir- tækis. Honum er skylt að eiga þessi hlutabréf í tvö ár. Sam- kvæmt heimildum Markaðarins eru rökin fyrir þessum samningi þau að verið sé að tryggja for- stjórann í starfi næstu árin. Það sé alþekkt að umbun stjórnenda fari saman við gengi félagsins um leið og hann sé skuldbundinn bankanum. Líka er bent á að ólík- legt sé að hluthafar þurfi á end- anum að greiða fjármagnskostn- að forstjórans miðað við hvernig hlutabréfaverð hafi þróast. Sambærilegir samningar voru gerði við lykilstjórnendur í Ís- landsbanka og KB banka í lok árs 2003. Samkvæmt þeim upplýsing- um sem Markaðurinn hefur aflað sér var tryggt að starfsmenn KB banka þyrftu ekki að greiða fjár- magnskostnað vegna hlutabréfa- kaupa í ef gengi bankans lækkaði. Starfsmenn Íslandsbanka tóku hins vegar þá áhættu þótt þeim hefði verið tryggður söluréttur á ákveðnu gengi. Aðrir samningar voru þó gerðir við starfsmenn Ís- landsbanka þar sem þeir þurftu ekki að taka þá áhættu. Samningur Þórðar er því ekki einsdæmi í fjármálafyrirtækjum. Vika Frá áramótum Actavis Group 0% 4% Bakkavör Group -2% 74% Flaga Group -20% -51% FL Group -5% 40% Grandi 2% 16% Íslandsbanki -4% 29% Jarðboranir 4% 2% Kaupþing Bank -1% 32% Kögun 0% 15% Landsbankinn -4% 76% Marel 6% 31% SÍF -7% -9% Straumur -8% 33% Össur 0% 12% *Miðað við gengi í Kauphöll á mánudaginn MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN2 F R É T T I R G E N G I S Þ R Ó U N Gulltryggðir gegn tapi Samningar forstjóra fjármálafyrirtækja gera ráð fyrir að þeir fái kaupverð hlutabréfa endurgreidd sem og vaxta- kostnað ef bréfin lækka í verði. Skortur er á vinnuafli víða á landsbyggðinni en Markaður- inn greindi frá því í síðustu viku að þensla væri á Austur- landi sem helst má rekja til mikilla framkvæmda við Kára- hnjúka. Bændablaðið greinir frá því í gær að í byrjun september hafi verið á þriðja hundrað laus störf á skrá hjá Svæðisvinnu- miðlun Suðurlands. Þar sé gríð- arlegur skortur á vinnuafli. Haft er eftir Sigurði Jónssyni hjá Svæðisvinnumiðluninni að helst væri þensla í byggingar- vinnu og verktakastarfsemi og byggingafyrirtæki væru að fá til sín erlent vinnuafl í stórum stíl. - hb Stjórn eignarhaldsfélagsins Ex- ista hefur ákveðið að færa eignir félagsins í KB banka, Bakkavör Group og Flögu Group inn í hol- lenska eignarhaldsfélagið Exista B.V., sem er að fullu í eigu Exista. Markaðsvirði hlutabréfanna nemur um 85 milljörðum króna. „Við erum að einfalda upp- byggingu félagsins. Þessar eign- ir hafa verið í nokkrum dótturfé- lögum og ætlum við að setja þær í eitt dótturfélag,“ segir Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista. Erlendur segir að það henti vel fjármagnsuppbyggingu Ex- ista að setja hlutina inn í hol- lenskt eignarhaldsfélag. Að öðru leyti verður engin breyting á starfsemi félagsins. Höfuðstöðv- arnar verða áfram í Reykjavík. Erlendur var spurður um hvort eigendur félagsins hefðu uppi áform um að skrásetja fé- lagið á markað: „Það eru engar áætlanir uppi um það í bili.“ - eþa Þensla á landsbyggðinni Hlutabréf Exista komin á einn stað 85 milljarða hlutabréfaeign færð inn í hollenskt félag. STJÓRNARMENN OG FORSTÓRINN Magnús Kristinsson, Þórður Már Jóhannesson og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums – Burðaráss, á sameiningarfundinum. Almennt séð er algengt að góðir forstjórar fái góð kjör þegar þeir kaupa í félögum sem þeir starfa fyrir svo tryggt sé að þeir hlaupi ekki í annað starf. Fréttablaðið/Heiða Meðallaun hjá Högum um 223 þúsund Launagreiðslur Haga voru um 4,36 milljarðar á árinu 2004 eftir því sem fram kemur í ársreikningi félagsins. Meðalfjöldi starfs- manna var 1.625 og eru því meðal- laun á mánuði um 223 þúsund krónur. Heildarlaun stjórnenda, framkvæmdastjóra og stjórnar námu 249 milljónum króna. Alls starfa tólf framkvæmdastjórar hjá félaginu auk forstjóra og ef ekki er tekið tillit til þóknunar stjórnar voru því meðallaun þeirra um 1,6 milljónir á mánuði. - hb Tollasamningur við Úkraínu Ísland og Úkraína hafa undirritað tvíhliða samning um tollalækkanir á ákveðnum íslenskum vöruteg- undum til Úkraínu. Í Stiklum, vefriti viðskiptaskrif- stofu utanríkisráðuneytisins, kemur fram að innflutningur á óunninni síld og kolmunna verði al- gjörlega tollfrjáls þegar Úkraína öðlast aðild að Alþjóðaviðskipta- stofnuninni. Tollar á óunnum loðnuafurðum, laxi og plastvörum lækka enn fremur mikið eða verða felldir niður innan ákveðins tíma. Talið er að heildarverðmæti út- flutnings til Úkraínu í ár verði ná- lægt 780 milljónum króna. - eþa Sögusagnir eru í gangi um að ástand Booker-keðjunnar sem var hluti af Big Food Group sem Baugur keypti ásamt fjárfestum á síðasta ári hafi verið mun verra en kaupendur bjuggust við. Þessi orðrómur hefur ekki verið staðfestur, en samkvæmt heimildum hefur fyrirtækið ekki farið varhluta af samdrætti í smásölu í Bretlandi. Eigendur Booker vinna að endurfjármögnun fyrirtækisins í samvinnu við breska bankann HBSO. Charles Wilson, sem var hægri hönd Stuart Rose hjá Marks og Spencer og vann þar áður með Rose hjá Arcadia, mun innan skamms hefja störf hjá Booker. Hann nýtur mikillar virðingar innan breska smásölu- geirans og binda eigendur Booker miklar vonir við störf hans hjá fyrirtækinu. - hh Mótlæti í Booker ERLENDUR HJALTASON Exista hefur fært eignir sínar í KB banka, Bakkavör og Flögu inn í hollenskt eignarhaldsfélag sem er að fullu í eigu félagsins. Vísitala neysluverðs birt Greiningadeildir spáðu 0,4-0,7 prósenta hækkun milli mánaða. Hagstofan birtir vísitölu neyslu- verðs í dag. Verðbólga mælist nú 4,8 prósent á ársgrundvelli og hefur farið hækkandi að undan- förnu. Greiningadeildir bank- anna spáðu 0,4-0,7 prósenta hækkun vísitölunnar milli sept- ember- og októbermánaða. Það þýðir að verðbólgan síðustu tólf mánuði er á bilinu 4,4-4,7 pró- sent, sem er vel yfir verðbólgu- markmiði Seðlabankans. - hhs ÖLFUSÁRBRÚ Skortur er á vinnuafli á Suðurlandi. Fréttablaðið/Stefán
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.