Fréttablaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 38
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN14 F Y R I R T Æ K I F Ó L K Á F E R L I Þegar Hanna Katrín Friðriksson, framkvæmdastjóri stjórnunar- sviðs Eimskips, var að stíga sín fyrstu skref sem stjórnandi fékk hún ráðleggingu frá gömlum læriföður sem hún hafði miklar mætur á: „Taktu verkefnin sem þú tekur að þér mjög alvarlega en sjálfa þig síður.“ Hanna Katrín hefur síðan alltaf haft þetta heil- ræði bak við eyrað og hún er ekki í neinum vafa um að með því að fylgja því eigi menn meiri líkur en ella á því að skapa það and- rúmsloft og þá liðsheild sem lík- leg er til þess að ná árangri. Hugtakið „Þú vinnur ekki silf- ur – þú tapar gulli“ er Hönnu Katrínu einnig hugleikið. Það felur í sér að á meðan maður stendur í baráttu á maður ekki að sætta sig við neitt annað en full- kominn árangur. Hún nefnir bók- ina Good to Great: Why Some Companies Make the Leap and Others Don’t, eftir Jim Collins. Sú bók tekur á þessu á áhugaverðan hátt. Í henni er rauði þráðurinn hvers vegna sumum góðum fyrir- tækjum tekst að verða frábær, á meðan önnur verða aðeins góð í ákveðinn tíma og lenda svo á tímabili hnignunar. Höfundur bókarinnar fjallar um það hvern- ig það að vera góður í einhverju getur hindrað mann í því að verða frábær. Hanna Katrín segir gott að hafa það til hliðsjónar því „ef maður er innst inni ágætlega sátt- ur við silfrið – eða bronsið – er ólíklegt að maður nái gullinu“. - hhs B E S T A R Á Ð I Ð Guðbjörg Glóð Logadóttir hefur verið áhugamanneskja um fisk svo lengi sem hún man eftir sér. Þegar hún byrjar að tala um fiskinn er henni mikið niðri fyrir og auðsýnilegt að henni þykir margt skorta í meðhöndl- un okkar Íslendinga á okkar helstu auðlind. Hún segir Íslend- inga hafa staðið sig vel í að þróa fiskveiðitækni og kunna margt í verkun og vinnslu en hafi látið meðhöndlun á hráefninu og nálg- unina við kúnnann sitja á hakan- um. Henni þykir jafnvel gæta virðingarleysis í garð fisks hér á landi og finnst við ekki átta okkur á því að um náttúruauðlind er að ráða sem er ekki óþrjótan- leg. „Af hverju þá ekki að gera vel við það hráefni sem við erum hvort sem er að tína upp úr sjón- um?“ segir Guðbjörg Glóð. FYLGIFISKAR Í MAGANUM Árið 1992 fór Guðbjörg Glóð til Boston til að vinna í fiskbúð þar sem hún sá hvað er hægt að gera margt með framsetningu og mat- reiðslu á fiski. Upp frá því kynnti hún sér hvernig málum var hátt- að víða um heim og henni fannst sama uppi á teningnum alls stað- ar – að fiskurinn hefði verið lát- inn sitja eftir. Mikil þróun væri að eiga sér stað í öðrum smásölu- greinum varðandi þjónustu við viðskiptavini og meðhöndlun varanna en sama væri ekki að segja um fiskinn. Svona gekk Guðbjörg Glóð með Fylgifiska í maganum í ára- tug og því er fyrirmyndin að versluninni engin ein heldur samtíningur af hugmyndum héð- an og þaðan úr heiminum. Fyrir- tækið var stofnað sumarið 2002 þegar Guðbjörg Glóð hitti mat- reiðslumanninn Svein Kjartans- son og þau báru saman bragð- lauka sína, sem í ljós kom að áttu afbragðsvel saman. Eig- endahópurinn samanstendur af tíu fiskunnendum, að þeim með- töldum, sem höfðu þá sameigin- legu hugsjón að auka vegsemd fisks á Íslandi. Í upphafi voru fimm starfsmenn hjá verslun- inni sem var til húsa á Suður- landsbraut 10 og nú, þremur árum síðar, hafa þau bætt við sig annarri verslun á Skólavörðu- stígnum og starfsmenn orðnir tíu. Svo virðist sem fleiri hafi saknað verslunar af þessu tagi og þau hafi veitt svar við ákveð- inni vöntun á markaðnum því Fylgifiskum var vel tekið frá fyrsta degi. MATUR FYRIR KRÖFUHARÐA SÆLKERA Markhópur Fylgifiska er í víðasta skilningi þeir sem vilja spara sér tíma og fyrirhöfn í eldamennsk- unni en borða samt hollan og góð- an mat. Verslunin er opin til hálf sjö dag hvern til þess að vinnandi fólk nái að renna við og sækja sér kvöldmatinn tilbúinn en þar er í leiðinni hægt að kaupa allt með- læti sem til þarf. Á boðstólum eru tilbúnir fiskréttir sem nánast allir eru sköpunarverk Sveins, sem leikur sér að því að blanda saman ólíkum áhrifum. Hann hefur verið mikið erlendis í ólíkum menning- arheimum og réttirnir hans bera þess merki. Vöruúrvalið breytist líka eftir vikudögum og árstíma, allt eftir því hver eftirspurnin er hverju sinni. Auk þessa eru þau með heitan mat í hádeginu svo þar er alltaf yfirfullt í hádeginu og veisluþjónusta er einnig stór hluti starfsemi þeirra. FISKUR EKKI ÞAÐ SAMA OG FISKUR Mesta áskorunin við rekstur Fylgifiska er að hráefnið þarf alltaf að vera ferskt, allt frá olí- unum og kryddunum sem not- uð eru til fisksins sjálfs. „Fólk virðist stundum gleyma því að þetta eru dýr sem við erum að veiða og það þarf að sækja þau út á sjó,“ segir Guðbjörg Glóð og bendir á að stundum veiðist einfaldlega ekki fiskur. Þá sé nauðsynlegt að hafa góða þekkingu á hvert þurfi að fara til að finna hann. Faðir og bróðir Guðbjargar, Logi Þor- móðsson og Gunnar Logason, sjá um þessa daglegu leit að ferskum fiski en hann er keyptur unninn beint af ferskfiskframleiðendum sem eru sérfræðingar hver á sínu sviði og í sínum fiski. Guðbjörg Glóð segir mikinn mun á fiskinum eftir því á hvern- ig veiðarfæri hann var veiddur, af hvaða svæði og svo framvegis og það fari meira að segja eftir tegund fisksins á hvaða veiðar- færi hann er bestur veiddur. Neytendur finni mun meira bragð af fiskinum sé hann fersk- ur og því geti ferskfiskframleið- endur aldrei leyft sér annað en að krækja í besta fiskinn. GÓÐUR ORÐSTÍR MIKILVÆGAST- UR Frá opnun fyrirtækisins hefur veltan og kúnnahópurinn marg- faldast frá ári til árs og í dag er dagsalan þrisvar til fjórum sinn- um meiri en fyrsta árið í rekstri. Ákvörðunin sem tekin var í upp- hafi Fylgifiska um að auglýsa ekki heldur láta veginn aukast af orðsporinu einu saman virðist því hafa skilað sínu. Eftir tvö ár í rekstri prófuðu þau að auglýsa og hafa síðan af og til auglýst í útvarpi til að minna á sig en samt sem áður er góður orðstír þeirra langsterkasta markaðsvopn. Guðbjörg Glóð segir að til- koma þeirra hafi breytt smásölu- markaðnum með fisk að mörgu leyti og að margir fisksalanna af gamla skólanum hafi aukið úrval sitt af tilbúnum réttum með til- komu þeirra. Það er engin fisk- verslun á landinu af sömu gerð og Fylgifiskar og hún lítur ekki endilega á hefðbundnu fisksal- ana sem aðalsamkeppnisaðilana. Samkeppnin snúist fyrst og fremst um að veita svar við spurninginni „hvað á að borða í kvöld?“ og því sé öll matvara samkeppnisvara Fylgifiska. Næsta verkefni er að stækka og breyta versluninni á Suður- landsbrautinni til að mæta enn frekar óskum viðskiptavina og stendur til að þær framkvæmdir hefjist á næstu dögum. Hún telur að hugarfar í garð fisks sé að breytast í þjóðfélaginu og Fylgi- fiskar muni halda áfram að taka þátt í þeirri hugarfarsbreytingu með því að vanda áfram til verka og halda áfram að skapa. „Góðir hlutir gerast hægt og við viljum hafa það þannig,“ segir Guðbjörg Glóð og áréttar að þau séu rétt að byrja, heildarhugmyndin um Fylgifiska sé mjög stór og að þeim liggi ekki lífið á. Fylgifiskar ehf. Suðurlandsbraut 10 / Skólavörðustígur 8 Stofnað 2002 Eigendur: Tíu ákafir fiskunnendur Framkvæmdastjóri: Guðbjörg Glóð Logadóttir Starfsmenn: Tíu Fiskur ekki sama og fiskur Helsta ástríða Guðbjargar Glóðar Logadóttur er fiskur. Hólmfríður Helga Sigurð- ardóttir hitti hugmyndasmið Fylgifiska og varð margs vísari um dýrin í sjónum. SIGURÐUR SVERRISSON hefur bæst í hóp ráðgjafa hjá KOM Almannatengslum. Sigurður á að að baki langan feril og mikla reynslu í blaðamennsku, út- varpi og ráðgjafa- störfum í almanna- tengslum. Sigurður hóf blaða- mennskuferil sinn á Tímanum 1978-1979 en starfaði svo á DV 1979 til 1982 og á Morgunblaðinu 1982 til 1984. Sigurður gaf út og ritstýrði Skagablaðinu á Akra- nesi í áratug áður en hann hóf störf sem ráðgjafi hjá almannatengslafyrirtækinu Athygli. Hann var einn stofnenda PR (Pje Err) almannatengsla árið 1999 en lét af störfum þar síðla árs 2000. Sigurð- ur vann um nokkurra ára skeið við þáttagerð hjá Rás 2 og hefur skrifað greinar, fréttir og viðtöl í fjölda blaða og tímarita. Auk þess hefur hann skrifað nokkrar bækur um íþróttamál. Hjá KOM sinnir Sigurður almennri ráðgjöf á sviði almannatengsla og auk þess textagerð, útgáfumálum, samskipt- um við fjölmiðla og ýmsum sérverkefn- um. SVAFA GRÖNFELDT hefur tekið við nýju starfi sem aðstoðarforstjóri Actavis Group. Svafa hóf störf hjá Actavis árið 2004 sem fram- kvæmdastjóri stjórn- unarsviðs. Ábyrgð- arsvið hennar er að samtvinna stefnu og innra skipulag sam- stæðunnar ásamt því að stýra verkefn- um sem lúta að aukinni skilvirkni í rekstri. Svafa mun verða staðgengill forstjóra og talsmaður hans og mun áfram verða hluti af framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Svafa Grönfeldt er doktor í vinnu- markaðsfræði frá London School of Economics and Political Science. Hún er með M.Sc. gráðu í starfsmanna- og boðskiptafræði frá Florida Institute of Technology og einnig með BA-gráðu í stjórnmálafræðum og fjölmiðlun frá Há- skóla Íslands. Svafa starfaði áður í EMEA-stjórnendateymi Deloitte ráðgjaf- ar í Evrópu og var einn eigenda og framkvæmdastjóri ráðgjafar hjá IMG Deloitte á Íslandi. Svafa er lektor í rekstrarhagfræði við viðskipta- og hag- fræðideild Háskóla Íslands og hefur stýrt stjórnendaþjálfun í Bandaríkjunum og Bretlandi. HUGMYNDASMIÐURINN GUÐBJÖRG GLÓÐ LOGADÓTTIR OG LISTAKOKKURINN SVEINN KJARTANSSON Smullu saman bragð- lega séð þegar þau hittust fyrst og nokkru síðar litu Fylgifiskar dagsins ljós. HANNA KATRÍN FRIÐRIKSSON Maður á að taka verkefnin alvarlega en sjálfan sig síður. Að sætta sig ekki við silfrið AUGL†SINGASÍMI 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.