Fréttablaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 41
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 17 S K O Ð U N Greining Íslandsbanka gerir fasteignamarkaðinn að umfjöll- unarefni í Morgunkorni sínu í gær: „Svo virðist sem íbúða- verð á höfuðborgarsvæðinu hafi haldið áfram að lækka í september en það lækkaði í ágúst eftir miklar hækkanir framan af ári. Samkvæmt gögnum unnum upp úr Verðs- sjá fasteigna sem finna má á vefsíðu Fasteignamats ríkisins lækkaði verð á íbúðarhúsnæði um 0,3% á milli ágúst og sept- ember síðastliðins en það lækk- aði um 0,6% á milli júlí og ágúst. Mikill fjöldi samninga hefur skilað sér inn til Fasteinamatsins fyrir septem- ber og því er niðurstaðan góð vísbending um þróunina í mán- uðinum. Hún kann hins vegar eitthvað að breytast þegar allir samningar hafa skilað sér“. „Mikil umskipti hafa orðið á íbúðamarkaðinum á höfuð- borgasvæðinu á þessu ári. Yfir fyrsta ársfjórðung ársins hækkaði verð íbúðarhúsnæðis um 13,0% en um 2,5% á þriðja ársfjórðungi. Eins og fyrr sagði hefur verðið verið að lækka síð- ustu tvo mánuði. Við reiknum ekki með því að hér sé komið upphafið að mikilli lækkunar- hrinu á verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Markað- urinn er hins vegar að staðna og má reikna með því að á næstu mánuðum skiptist á litl- ar verðhækkanir og -lækkanir á milli mánaða. Meðalverð á íbúðarhúsnæði stendur nú í ríf- lega 198 þús. kr. fyrir hvern fermetra en í maí á þessu ári spáðum við því að verðið myndi staldra við í rétt ríflega 200 þús. kr. í upphafi næsta árs og haldast þar fram undir lok þessara uppsveiflu í efnahags- lífinu. Mat okkar nú á þeirri spá er það að spáin fari nálægt því að ganga eftir. Ekki er hægt að útiloka að þegar líða tekur á næsta ár eða kemur fram á árið 2007, sem að okkar mati mun verða samdráttarár í íslenskum þjóðarbúskap, muni verð íbúð- arhúsnæðis lækka eitthvað og þá sértaklega á stærri eignum og nýju húsnæði,“ segir Grein- ing Íslandsbanka. Vísbendingar um fasteignalækkun AUGL†SINGASÍMI 550 5000 Útboðs- pirringur Þótt ég sé með geðbetri mönnum og fátt í umhverfinu raski ró minni verð ég að viðurkenna að einstaka sinnum verð ég svolítið pirraður. Um daginn fór ég að pirra mig á því litla í eignasafninu mínu sem hefur lækkað. Þar er ekki um neinar stórar upphæðir að ræða, þar sem ég er vanur að hafa rétt fyrir mér í fjárfesting- um. Stundum er það hins vegar svo að einhver sem maður reiðir sig á klikkar illilega. Þá verður maður dáldið pirraður. Hlutafjárútboð eiga að vera þannig að maður græði á þeim. Það er gulrótin til þess að maður ómaki sig við að taka þátt í þeim. Þess vegna verður maður fúll þegar bréf eins og Flaga og SÍF fara niður. Maður er búinn að liggja yfir einhverri fínni útboðs- lýsingu og plægja í gegnum hana og svo er það næsta sem maður veit að fínu áætlanirnar í útboðs- lýsingunni eru farnar út í busk- ann. Sums staðar eru reglur sem segja að ef bréf lækka um meira en tuttugu prósent frá útboði fram að tilteknum tíma geti mað- ur skilað pappírunum og fengið endurgreitt. Þetta finnst mér fín regla og myndi fækka mjög veru- lega því sem pirrar mig í lífinu. Eftir svolítið bitra reynslu var ég hikandi við að kaupa í Mosaic sem selur tískutuskur og leppa. Þeir lækkuðu fyrst, en virðast vera að gera sig ágætlega. Ég hef sjálfur ekki hundsvit á tísku. Skoða verðmiðann meira en merkið sjálft, en passa náttúr- lega að verðmiðinn sé nógu hjár. Þessi leppabransi er náttúrlega fullur af einhverjum leppalúðum sem kunna ekkert í bissness, en ég held að Mosaic-liðið kunni eitthvað fyrir sér. Alla vega er ég sannfærður eftir að hafa hlustað á tvo kynningarfundi eftir upp- gjör að þeir vita hvað þeir eru að gera. Svo hafa þeir bara ágætan húmor eins og margir Bretar. Ég hef látið lítið fyrir mér fara á þessum fundum, enda er ekkert gaman að vera ríkur ef allir þekkja mann. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N Mikil umskipti hafa orðið á íbúðamarkaðinum á höfuðborgasvæðinu á þessu ári. Yfir fyrsta ársfjórð- ung ársins hækkaði verð íbúðarhúsnæðis um 13,0% en um 2,5% á þriðja ársfjórðungi. Eins og fyrr sagði hefur verðið verið að lækka síðustu tvo mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.