Fréttablaðið - 12.10.2005, Page 31

Fréttablaðið - 12.10.2005, Page 31
Dagana 12.-17. október árið 1810 var Októberfest haldin há- tíðleg í fyrsta sinn í München í Þýskalandi til að fagna brúð- kaupi Lúðvíks fyrsta prins Bæjaralands og prinsessunnar Theresu af Sachsen-Hildburg- hausen. Hátíðin sló rækilega í gegn og hefur síðan verið haldin árlega með nokkrum undan- tekningum vegna stríða, sjúk- dómsfaraldra og annarra óhjá- kvæmilegra aðstæðna. Nú á tímum er Októberfest oftast haldin í septembermán- uði til að krækja í endann á sumrinu, sem ýtir enn meira undir vinsældir hátíðinnar. Hún teygir sig yfir tveggja vikna tímabil og lýkur hinn 3. október, á þjóðhátíðar- degi Þýskalands. Margar aðrar borgir í Evrópu halda svipaðar hátíðir en bjórhátíðin í München skákar þeim öllum í stærð. Borgin tekur stakkaskiptum þegar hún gengur í garð enda flykkjast þangað um sex til sjö milljónir manna alls staðar að til að taka þátt í þessu mesta bjórsvalli heims. Hátíðargestir renna niður hvorki meira né minna en 5,7 milljónum lítra af bjór auk þess að innbyrða gífurlegt magn af mat. 220 þúsund pyls- ur og 460 þúsund steiktir kjúklinga hverfa ofan í svanga og þyrsta hátíðargesti. Sérstakur bjór sem ber nafn- ið Märzen er sérstaklega brugg- aður fyrir Októberfest og seldur í tjöldum sem brugghús borgar- innar setja upp. Hann er eilítið sterkari og dekkri en venjuleg- ur bjór og borinn fram í eins lítra krúsum sem algengt er að hátíðargestir reyni að taka með sér heim til minja. Það er stranglega bannað og lögreglan þarf að hafa sig alla við til að hirða krúsir af fólki um alla borg. Borgarstjórinn í München opnar ætíð fyrstu flöskuna formlega með orðunum „O’zapft is“ – „hann er opnaður“ og setur þannig hátíðina. - hhs S Ö G U H O R N I Ð Októberfest í fyrsta sinn MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 7 Ú T L Ö N D ÞJÓNUSTUSTÚLKA BER FRAM BJÓR Á OKTÓBER- FEST Árlega renna hátíðargestir niður um 5,7 milljón- um lítra af bjór og borða 220 þúsund pylsur. Nokkrir gallharðir stuðningsmenn knattspyrnu- liðsins Bournemouth, sem leikur í ensku annarri deildinni, ætla að búa til lífeyrissjóð í samvinnu við líftryggingafélagið Standard Life með því að kaupa heimavöll liðsins, The Fitness First Stadium. Leggja þeir fram fimmtíu þúsund punda lífeyr- iseign á mann og ætla að safna samanlagt tveimur milljónum punda en að auki tekur sjóðurinn 3,6 milljóna punda lán. Alls hafa 35 áhangendur félags- ins skuldbundið sig til að leggja fram lífeyrinn sinn og vantar aðeins fimm í viðbót. Um fimm milljónir punda þarf til að kaupa heimavöll Bournemouth og landsvæði í kringum völlinn. Völlurinn verður svo leigður félaginu til níu mánaða í senn fyrir 360 þúsund pund á ári en félagið losar á móti fjármagn sem er bundið í fast- eignum og lagar erfiða fjárhagsstöðu sína veru- lega. Fleiri knattspyrnulið fylgjast grannt með gangi mála, þar á meðal Brighton & Hove Albion og Chesterfield. „Ef hægt verður að nota lífeyriseign til að styðja liðið fjárhagslega erum við tilbúnir að skoða hugmyndina,“ segir Alan Walters, fjármála- stjóri hjá Brighton, við The Sunday Telegraph. - eþa Fjárfest í fótboltavöllum Áhangendur Bournemouth búa til lífeyrissjóð og bjarga klúbbnum. FJÁRFEST Í VÖLLUM Stuðningsmenn enskra fótboltaliða íhuga að kaupa heimavelli félaganna með því að nota lífeyriseign sína.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.