Fréttablaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 46
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN22 F Y R S T O G S Í Ð A S T Tekjuskattslækkanir ríkissjóðs að undanförnu hafa að flestra áliti verið veruleg búbót fyrir launþega í landinu. Eftir því sem skattar lækka meira ættu því fleiri krónur að sitja eftir í launaumslagi skatt- greiðenda. Miklar breytingar hafa orðið á skatt- kerfinu á undanförnum árum. Tekjuskattsprósenta fyrirtækja hefur lækkað úr fimmtíu prósentum nið- ur í átján þannig að hún er ein sú lægsta á Evrópska efnahagssvæðinu. En ekki síst er það tekjuskatts- prósenta á tekjur einstaklinga sem tekið hefur tals- verðum lækkunum. Ár frá ári hefur orðið töluverð breyting þar á. Það er þó ekki samdóma álit allra að tekjuskatts- lækkanirnar hafi skilað sér beint í vasa launþeg- anna. Félagið Andríki, sem meðal ann- ars gefur út Vef-Þjóðviljann, kynnti á dögunum samantekt sem félagið gerði á skiptingu tekjuskatts og útsvars. Í úttekt Andríkis kemur fram að ríki leggi nú á 24,75 prósent í staðgreiðslu en veiti svo persónuafslátt sem nemur 28.321 krónu á mánuði. Sveitarfélögin leggi hins vegar á 12,98 prósenta útsvar en veiti engan per- sónuafslátt. Þetta þýði að allir þeir sem hafi undir 125 þúsund krónur í mánaðartekjur greiði engan tekjuskatt til ríkissjóðs en fullt útsvar til sveitar- félagsins. Í samantekt Andríkis kemur einnig fram að á síðasta ári hafi um 67 prósent framteljenda greitt almennan tekjuskatt í ríkissjóð en um 97 prósent hafi greitt útsvar til sveitarfélaganna. Segir í skýrslunni að sveitarfélögin hafi haft meiri stað- greiðsluskatta af launþegum en ríkið. „Á síðasta ári var meðalskatthlutfall almenns tekjuskatts til ríkis- ins 12,5% eftir að tekið var tillit til persónuafslátt- ar. Á sama tíma greiddu menn 13,1% að meðaltali í útsvar til sveitarfélaga af tekjum sínum,“ segir í samantektinni. Heildartekjur ríkisins af tekjuskatti voru um 67,1 milljarður króna á meðan útsvar til sveitarfélaganna var um 69 milljarðar. „Í þessu ljósi telur Andríki mikilvægt að launþegar séu með- vitaðir um þá miklu og vaxandi skattheimtu sem sveitarfélögin stunda af launatekjum einstaklinga.“ Tekjuskattsprósenta einstaklinga var 26,41 pró- sent á árinu 2000 en er nú eins og áður segir 24,74 prósent og hefur því lækkað um 1,67 prósentustig. Á sama tímabili hefur útsvar til sveitarfélaganna vaxið frá 11,96 prósentum í 12,98 prósent eða um 1,02 prósentustig. Áður hefur verið sýnt fram á það að enda þótt skattprósentan hafi lækkað þegar um tekjuskatt ein- staklinga er að ræða hafi tekjur ríkis- sjóðs hækkað. Það sama má segja um tekjuskatt ríkisins af fyrirtækjum. En hvað leggur Andríki til að verði gert? Andríki bendir á að ein leið til þess að launþegar átti sig á hvert skattar þeirra renna sé að sundurliða á launa- seðlum fyrirtækja og stofnana hvernig staðgreiðsla og útsvar skiptist milli ríkis og sveitarfélaga. Þannig munu launþegar skynja hvert tekjur þeirra renni. Með því að nota meðalútsvar sveitarfélaga megi sýna skiptinguna á einfaldan hátt á launaseðli. Indriði H. Þorláksson ríkisskattstjóri tók dræmt undir tillögur Andríkis í sjónvarpsfréttum á dögun- um og sagði að slíkt væri óframkvæmanlegt nema með mjög miklum reiknikúnstum og að launaseðill gæti aldrei gefið rétta mynd af slíku og ruglaði fólk frekar en annað. Hvað sem skoðun hans líður má telja að sú um- ræða sem Andríki hefur komið af stað geti verið áhugaverð, ekki síst þegar og ef menn vilja meta hvort þeir þiggja meiri þjónustu af ríkinu eða sveit- arfélögunum fyrir þá skatta sem þeir borga. M Á L I Ð E R Útsvar sveitarfélaga Hafa sveitarfélögin hækkað út- svar sitt á meðan ríkið hefur lækkað skatta? Sveitarfélögin hafa svigrúm til álagningar útsvars sem er á bil- inu 11,24% upp í 13,03%. Á ár- inu 2004 var meðalútsvar í landinu 12,83% en hækkaði í 12,98% fyrir árið 2005. Munaði þar mest um að Reykjavíkurborg hækkaði út- svarsprósentu sína upp í há- mark. Á árinu 2005 lækkaði rík- ið tekjuskatts- álagningu sína um eitt prósentu- stig. Ríkisvaldið hefur mikil áhrif á útgjaldaþörf sveitarfélaganna þar sem verkefni þeirra og skyld- ur við íbúana eru að miklu leyti ákveðin með lög- um og reglugerð- um. Oft hefur ríkið aukið við verkefni sveitar- félaganna án þess að tekju- stofnar hafi fylgt með. Þá hafa sum sveitarfélög haft þann möguleika að hækka útsvarið á meðan önnur hafa þegar lagt á hámarksútsvar. Þegar grunn- skólinn var fluttur til sveitar- félaganna árið 1996 þá hækkaði útsvarsálagning sveitarfélag- anna og jafnhliða lækkaði tekjuskattsálagning ríkisins þar sem fjármunir fylgdu með verkefninu frá ríki til sveitar- félaga. Hvernig ráðstafa sveitarfélögin útsvarinu? Útsvarið er nýtt til að fjár- magna þá þjónustu sem sveitar- félögunum er gert skylt að veita íbúunum, svo sem rekstur grunnskólans, rekstur leikskól- ans að stærstum hluta, félags- þjónustu sveitarfélaga, bruna- varnir, umferðar- og samgöngu- mál, hreinlætismál og æsku- lýðs- og íþróttamál svo dæmi séu tekin. Félagið Andríki bendir á í nýrri skýrslu að flest bendi til þess að sveitarfélög muni halda áfram að hafa skattalækk- anir af launa- mönnum. Er það svo? Sveitarfélögin verða að hafa tekjustofna í sam- ræmi við þau verkefni sem þeim eru falin af hálfu ríkisins. Það eru verkefni sem varðar þjónustu við íbúana sam- kvæmt lögum og reglugerðum. Á meðan ríkisvaldið léttir ekki ein- hverjum verkefn- um af herðum sveitarfélaganna er erfitt að sjá að sveitarfélögin geti lækkað skattinn- heimtu sína enda þótt ríkisvaldið lækki sína skattheimtu. Ég get ekki tekið undir orðalagið „að hafa skatta- lækkanir af launamönnum“ þar sem svigrúm sveitarfélaganna til hækkunar útsvars er því sem næst ekkert eins og áður kemur fram. Getur verið hagstætt fyrir ein- staklinga að flytja sig á milli sveitarfélaga til að losna við of háar útsvarsgreiðslur? Það eru örfá sveitarfélög í landinu með útsvarsálagningu í lágmarki eða 11,24%. Ef fólk flytti búsetu til þessara sveitar- félaga myndi það þýða lægri útsvarsgreiðslur en á móti kemur að það getur ýmislegt annað vegið þar á móti þannig að það er spurning þegar upp er staðið hve hagstætt þetta yrði. Sveitarfélög hafa skyldur við íbúana T Ö L V U P Ó S T U R I N N Til Gunnlaugs Júlíussonar sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs íslenskra sveitarfélaga Hirða sveitarfélögin skattalækkanir ríkissjóðs? Félagið Andríki, sem meðal annars gefur út Vef-Þjóðviljann á netinu, kynnti á dögunum skýrslu þar sem félagið veltir því upp hvort hægt verði að sundurliða útsvar til sveitarfélaga og tekjuskatt til ríkissjóðs á launaseðl- um. Hjálmar Blöndal kynnti sér skýrsluna. ÁRNI M. MATHIESEN NÝSKIPAÐUR FJÁRMÁLARÁÐHERRA Hann kynnti á dögunum sitt fyrsta fjárlagafrumvarp sem fjármálaráð- herra. Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir frekari skattalækkunum á tekjuskattsprósentu einstaklinga. Skyldu sveitarfélögin hirða hana af launþegum með hærra útsvari? Fr ét ta bl að ið /S te fá n AUGL†SINGASÍMI 550 5000 FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA Sögurnar, tölurnar, fólki›.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.