Fréttablaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 34
MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN10 F R É T T A S K Ý R I N G Greiningardeildir viðskiptabankanna gera allar ráð fyrir stórauknum hagnaði á þriðja ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra og er spáð áframhaldandi góðæri á hlutabréfamarkaði á næsta ári. Í lok næstu viku hefst uppgjörstímabil í Kauphöllinni þegar Nýherji ríður á vaðið. Alls nemur heildarhagnaður fyrirtækja í Kauphöll Íslands um 33 milljörðum króna að meðaltali, sem er helmingi hærri upphæð en á þriðja ársfjórðungi í fyrra, og sem fyrr eru það fjármálafyrirtækin sem mynda stærstan hluta þess hagnaðar sem fellur fyrirtækjun- um í skaut. BANKAR Í FLUGGÍR KB banki mun hagnast mest, um 9,2 milljarða króna, og verður þá hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðunum kominn í 34 milljarða króna, sem er mesti hagnaður sem sést hefur hérlendis. Bankinn skilaði einnig bestri af- komu á fyrsta ársfjórðungi. Gert er ráð fyrir að innkoma Singer & Friedlander komi að fullu inn í uppgjörið og skili miklum vexti í þóknunartekjum. Íslandsbanki reiknar með að arðsemi eigin fjár verði um 25 prósent á árinu, sem er vel umfram markmið KB banka. Því er spáð að afkoma Íslandsbanka og Straums-Burðaráss Fjárfestingarbanka verði um 4,3 milljarðar fyrir hvort félag fyrir sig. Hagnaður Íslandsbanka vex samkvæmt með- altalsspánni um tæp þrjátíu prósent á milli ára en um nærri fjörutíu prósent í tilviki fjár- festingarbankans. Landsbankinn reiknar með að gengishagnaður Straums-Burðaráss verði um 5,6 milljarðar á tímabilinu. Landsbankinn mun hagnast um 3,7 millj- arða gangi spáin eftir. Það er nokkru minni hagnaður en á sama tíma í fyrra. Bankinn hagnaðist um ellefu milljarða á fyrri ársins þannig að hagnaður hans nálgast fimmtán milljarða fyrir árið í heild. Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar hækkar hlutfallslega mest; fer úr 127 milljón- um króna í 2,6 milljarða á milli ára. Aukning- in skýrist af miklum hagnaði af fjármálastarf- semi en til dæmis er áætlað að gengishagnað- ur TM af eignarhlut í Landsbankanum slagi hátt í tvo milljarða þar sem bankinn hækkaði um þrjátíu prósent á þriðja fjórðungi. FL GROUP Í SÉRFLOKKI Það kemur eflaust á óvart að það skuli vera FL Group sem er spáð næstmestum hagnaði allra félaga á fjórðungnum þegar haft er í huga að fjármálafyrirtæki hafa skipað efstu sæti hagnaðarlistans undanfarin misseri. Rekstur FL Group líkist þó æ meira rekstri fjármálafyrirtækis vegna mikillar áherslu á fjárfestingarstarfsemi. Félaginu er spáð miklum hagnaði af gengishagnaði af hluta- bréfaeign í fjármálafyrirtækjum innanlands og hækkunum á hlutabréfum í easyJet. Actavis eykur hagnað sinn verulega á milli ára. Félaginu er spáð tveimur milljörðum í hagnað, sem er um 67 prósenta aukning frá fyrra ári. Verður fróðlegt að sjá hvort fyrir- tækið standi undir væntingum en uppgjör þess síðustu misserin hafa ekki verið í takt við vonir markaðarins. Bandaríska samheita- fyrirtækið Amide, sem Actavis festi kaup á á öðrum ársfjórðungi, skilar samstæðunni miklum tekjuauka og hærri framlegð. Bakkavör Group tvöfaldar nærri hagnað sinn á milli ára og mun hann nema um átta hundruð milljónum króna. Kemur Geest að fullu inn í rekstur Bakkavarar á fjórðungn- um. Önnur framleiðslufyrirtæki skila minni hagnaði og lítur út fyrir að afkoma bæði Mar- els og Össurar lækki á milli ára. HB Grandi hagnast um 580 milljónir króna en ætla má að gengishagnaður af erlendum lánum vegna styrkingar krónunnar leiki þar stórt hlutverk. SÍF er eina félagið sem skilar tapi vegna erfiðleika í laxi en því er spáð að tap þess nemi rúmum þrjú hundruð milljónum króna. METGRÓÐI Á ÖLLUM STÖÐUM KB banki reiknar með að hagnaður þeirra sautján félaga sem hann spáir fyrir um verði 25 milljarðar króna á árshlutanum og hækki um helming á milli ára. Þetta er nokkuð lægri upphæð en hjá hinum bönkunum, sem skýrist að mestu leyti af því að bankinn spáir ekki fyrir um eigin rekstur. FL Group mun skila mestum hagnaði eða 5,4 milljörðum en þar á eftir koma Íslandsbanki og Straumur-Burðar- ás Fjárfestingarbanki með um 4,4 milljarða. Landsbankinn gerir ráð fyrir að hagnaður á þriðja ársfjórðungi þessa árs verði 65 pró- sentum hærri en á sama tímabili í fyrra. Alls gerir bankinn ráð fyrir að heildarhagnaður þeirra sextán félaga sem hann spáir fyrir um verði um 29 milljarðar króna á tímabilinu. Sem fyrr eru það fjármálafyrirtæki sem draga vagninn. Mesta hagnaðaraukingin í krónum talið verður hjá KB banka, sem mun hagnast um rétt tæpa 9,5 milljarða króna. Það er 2,9 milljörðum meira en á sama tíma í fyrra. Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að fimmtán félög skili 29 milljarða hagnaði, þar af skili KB banki níu milljörðum. Nokkrir þættir munu hafa áhrif á hvernig þróun hlutabréfaverðs verði á næstunni og nægir þar að nefna framboð á nýju hlutafé, rekstrarárangur í útrásarverkefnum, hækk- andi skammtímavexti og sterka krónu. ÓSAMMÁLA UM ÞRJÚ FÉLÖG Afkomuspám greiningardeildanna þriggja ber í flestum tilvikum vel saman en þegar rýnt er nánar í þær skera þrjú félög sig úr; FL Group, HB Grandi og Össur. KB banki spáir því að FL Group hagnist um 5,4 milljarða, sem er langt yfir spám Íslandsbanka og Landsbankans sem spá 4,3-4,5 milljörðum. Greiningardeild KB banka er einnig á öndverðum meiði þegar kemur að afkomu HB Granda. Íslandsbanki og Landsbankinn spá um 730 milljóna króna hagnaði en KB banki um 280 milljónum. Hagnaður Össurar verður að mati Íslands- banka um 180 prósentum meiri en Landsbankinn áætlar. Meðaltalshagnaður Össurar verður 83 milljón- ir en Íslandsbanki spáir að hagnaður hans verði 127 milljónir en Landsbankinn 45 milljónir. Aðeins KB banki spáir fyrir um afkomu Jarðbor- ana, sem eru í Úrvalsvísi- tölunni. Markaðsvirði Jarðborana er um níu milljarðar króna, sem er litlu minna en verðmæti Kögunar, sem er undir smásjánni hjá öllum aðil- um. Finna má þess dæmi að félög sem eru minni að markaðsvirði en Jarðbor- anir fái meiri athygli frá greiningardeildum. Engin greiningardeild spáir fyrir um afkomu Flögu Group. Væri það til hagsbóta fyrir fjárfesta ef greiningardeildir gæfu út mat sitt á afkomu allra félaga sem mynda Úrvalsvísitöluna, vegna mikilvægis þeirra á hlutabréfamark- aði. Fyrirtækjum spáð 33 milljarða hagnaði Heildarhagnaður eykst um helming á milli ára. Sex félög hagnast yfir tvo milljarða og sem fyrr græða fjármálafyrirtæki á tá og fingri en ekkert eins mikið og KB banki. Eggert Þór Aðalsteinsson skoðaði afkomuspár greiningardeilda viðskiptabankanna. ÁFRAMHALDANDI VÖXTUR KB banka er spáð mestum hagnaði á þriðja ársfjórðungi. Því er spáð að hagnaður helstu Kauphallar- félaga nemi um 33 milljörðum króna og vaxi um fimmtíu prósent á milli ára. Félag Hagnaðarspá Hagnaður Aukning 3. ársfj. 2005 3. ársfj.2004 Actavis 2.051 1.228 67% Bakkavör 810 434 87% FL Group 4.738 2.670 77% HB Grandi 580 78 640% Icelandic 119 241 -50% Íslandsbanki 4.228 3.308 28% KB banki 9.231 6.577 40% Kögun 84 53 8% Landsbanki 3.738 5.660 -34% Marel 124 154 -20% Mosaic Fashions 700 - - Og fjarskipti 279 122 129% SÍF -316 -1.737 - Straumur 4.351 3.141 39% Tryggingamiðstöðin 2.631 127 1972% Össur 83 338 -76% Samtals: 33.430 22.394 49% * Meðaltalshagnaður A F K O M U S P Á R B A N K A N N A F Y R I R Þ R I Ð J A F J Ó R Ð U N G – Í M I L L J Ó N U M K R Ó N A KB banki mun hagnast mest, um 9,2 milljarða króna, og verður þá hagnaður bankans á fyrstu níu mánuðunum kominn í 34 milljarða króna, sem er mesti hagnaður sem sést hefur hér- lendis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.