Fréttablaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 37

Fréttablaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 37
LEIÐIR TIL VELFERÐARTAPS Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðla- banka Íslands, segir flesta halda því fram að viðskiptakostnaðaður ráðist að miklu leyti af umfangi utanríkisviðskipta. Ef lítil lönd þurfi að hafa mikil viðskipti við umheiminn sé hag- ræði þeirra af þátttöku í gjaldmiðlabandalagi meira en stærri ríkja, sem séu að miklu leyti sjálfum sér nóg. Þessi skilningur sé of þröng- ur að hans mati. Horfa verði til fleiri þátta. Í grein sem Arnór skrifaði í Fjármálatíð- indi Seðlabankans seint á síðasta ári segir hann gjaldmiðlaóvissu líklega til að draga úr utanríkisviðskiptum. Sjálfstæður og sveiflu- kenndur gjaldmiðill virðist þannig vera um- talsverð viðskiptahindrun með öllu því vel- ferðartapi sem viðskiptahindranir hafi í för með sér. Almennt séð frá fræðilegu sjónar- horni leiði lítil gjaldmiðlasvæði því til vel- ferðartaps af ýmsum toga. Arnór segir að flestir gefi sér að ávinning- ur af sjálfstæðri peningastefnu felist fyrst og fremst í því að geta hugsanlega stuðlað að minni sveiflum í ráðstöfunartekjum, atvinnu og einkaneyslu. Ávinningurinn sé meiri eftir því sem hagsveiflur viðkomandi lands og helstu viðskiptalandi séu ólíkari. En hann bendir á hvað takmarki þörfina fyrir sjálf- stæða peningastefnu þrátt fyrir að hagkerfi séu ólík og ytri þættir hafi mismunandi áhrif á efnahagslífið, til dæmis hrun á verði sjávar- afurða sem hefur skipt Íslendinga miklu máli í gegnum áratugina. HREYFANLEGIR FRAMLEIÐSLUÞÆTTIR Arnór segir að þær stórframkvæmdir sem nú standi yfir hér á landi sýni glögglega hve hreyfanleiki vinnuafls hafi aukist á undan- förnum árum. Þátttaka í gjaldmiðlabandalagi auðveldi hreyfanleika vinnuafls enn frekar. Með hreyfanleika fjármagns megi ná sama markmiði og með hreyfan- leika vinnuafls. Meðal annars af þessu megi draga þá álykt- un að tölverð óvissa hljóti að ríkja um hvort hægt sé í reynd að draga merkjanlega úr sveiflum í einkaneyslu með sjálfstæðri peningastefnu. Hreyfanleiki framleiðslu- þátta, eins og fjármagns og vinnuafls, ætti einnig að draga verulega úr þörf fyrir sveigj- anlegt gengi. Síðar í greininni segir Arnór: „Af ofangreindu verð- ur að draga þá ályktun að því fari fjarri að hægt sé að ganga út frá því sem vísu að sjálf- stæð peingastefna í smáríki með fljótandi gengi dragi úr sveiflum í einkaneyslu, at- vinnu, ráðstöfunartekjum eða þjóðarbúskapnum í heild mið- að við það sem yrði uppi á ten- ingnum væri landið hluti af gjaldmiðlabandalagi, Efna- hags- og myntbandalagi Evr- ópu í tilfelli Íslands.“ RYÐJA KRÓNUNNI ÚR VEGI Til þess að fullyrða megi að Ís- land sé hagkvæmt gjaldmiðla- svæði segir Arnór að sýna þurfi fram á svo að hafið sé yfir vafa að þjóðhagslegur ávinningur af sjálfstæðri pen- ingastefnu sé ekki aðeins já- kvæður heldur vegi hann þyngra en að ryðja úr vegi þeirri viðskiptahindrun sem óstöðugur gjaldmiðill sé. Þessi orð Arnórs benda til þess að hann telji þau þrjú at- riði sem nefnd voru hér í upp- hafi greinarinnar ekki það veigamikil að þau standi í vegi fyrir því að Íslendingar taki upp evru. Þeir sem það telji verði að sýna fram á að ávinn- ingur af sjálfstæðri peninga- stefnu sé ekki aðeins jákvæð- ur heldur vegi hann þyngra en sú viðskiptahindrun sem krónan er. Í sama tölublaði Fjármálatíðinda og grein Arnórs birtist fjalla Þórarinn G. Pétursson, hagfræðingur í Seðlabankanum, og Francis Breedon í Tanaka Business School um krón- una og utanríkisviðskipti. Þeir segja að aug- ljósasta ástæðan fyrir upptöku sameiginlegr- ar myntar sé sú að gengissveiflur hverfi, sem dragi úr óvissu og áhættu í utanríkisviðskipt- um. Sameiginleg mynt eyði eða dragi að minnsta kosti úr viðskiptakostnaði við að skipta á milli gjaldmiðla. Það auki gagnsæi í viðskiptum. Betri upplýsingar sem felist í al- þjóðlegu verði auki alþjóðlega sérhæfingu og samkeppni. AUKIN UTANRÍKISVIÐSKIPTI Þeir Þórarinn og Breedon skoðuðu möguleg áhrif á utanríkisviðskipti Íslendinga ef Ísland gengi inn í Evrópusambandið og evra yrði tekin upp sem gjaldmiðill. Samkvæmt þeirra niðurstöðum má ætla að viðskipti Íslendinga við önnur aðildarlönd myntbandalagsins gætu aukist um allt að sextíu prósent við það að ganga í ESB og EMU. Um helming áhrif- anna má rekja til aðildar að ESB og hinn helminginn til upptöku evrunnar. Þeir segja að hagræn áhrif þessara auknu viðskipta væru líklega ekki mikil ef þau væru eingöngu á kostnað viðskipta við önn- ur lönd sem standi utan myntbandalagsins. Hins vegar bendi rannsóknir sem þeir vísa til til þess að við- skipti við lönd utan banda- lagsins gætu aukist. „Því virðist mega ætla að aukin viðskipti Íslendinga við EMU-ríki í kjölfar inn- göngu í myntbandalagið verði ekki á kostnað við- skipta við önnur lönd. Mið- að við fyrrgreindar tölur um núverandi hlutdeild ut- anríkisviðskipta í lands- framleiðslu og hlutdeild viðskipta við ESB-ríki í þeim viðskiptum má ætla að hlutfall utanríkisviðskipta af landsframleiðslu gæti aukist um tólf prósentur, sem svara um það bil einum milljarði Bandaríkjadala í auknum viðskiptum á ári hverju,“ segir í grein Þórar- ins og Breedons. Þessi áhrif væru augljóslega meiri ef ESB-ríkin þrjú sem enn standa utan myntbanda- lagsins, Bretland, Danmörk og Svíþjóð, gengju í það. „Í því tilviki gæti hlutfall ut- anríkisviðskipta af lands- framleiðslu aukist um 18 prósentur og um 20 prósent- ur ef Noregur gengi einnig í myntbandalagið.“ Þetta gæti aukið lands- framleiðslu á mann varan- lega um fjögur prósent, sem samsvara yfir eitt þúsund Bandaríkjadölum. Ef löndin þrjú sem nefnd voru hér áðan bættust í hópinn væri aukningin hins vegar sex prósent. VELFERÐIN MEIRI Þórarinn og Breedon segja að opnara hagkerfi í kjölfar inngöngu í ESB og myntbandalagið gæti jafnframt aukið ráðstöfunartekjur Íslendinga. Klassísk al- þjóðahagfræði gefi til dæmis til kynna að aukin alþjóðaviðskipti geti aukið velferð þar sem þau geri löndum kleift að einblína á framleiðslu þeirra vörutegunda sem þau hafi yfirburði í að framleiða (með lægri fórnarkostnaði). Það er þá sama hvort það er vegna betri tækni eða betri aðgangs að þeim aðföngum sem þarf til framleiðslunnar. Einnig auki sameiginleg mynt samþættingu innlends fjármálamarkaðar við þann evr- ópska, sem stuðli enn frekar að fjármála- stöðugleika og áhættudreifingu. Aðrar leiðir Ýmsar leiðir hafa verið nefnd- ar í gegnum tíðina til að tengja íslensku krónuna við evru- svæðið án þess að taka upp evru. Margir hagfræðingar hafa sett fram efasemdir um þessar leiðir. Þeir hafa talið þær óraunhæfar og jafnvel óæskilegar. 1 . E I N H L I Ð A T E N G I N G V I Ð E V R U Einhliða tenging við evru felur í sér einhliða yfirlýsingu íslenskra stjórn- valda um að halda gengi krónunnar föstu gagnvart evru. Gengi krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum mundi þannig fylgja gengi evrunnar gagnvart sömu gjaldmiðlum. Þessi stefna er tal- in skorta trúverðugleika. 2 . T V Í H L I Ð A T E N G I N G V I Ð E V R U Með tvíhliða tengingu við evru yrði gert samkomulag við Seðlabanka Evr- ópu um að verja gengi krónunnar gagnvart evru innan ákveðinna marka. Telja margir næsta víst að þó Seðlabanki Evrópu mundi áskilja sér rétt til að hætta stuðningi við krónuna telji bankinn áframhaldandi stuðning ekki samrýmast stefnu sinni í pen- ingamálum. Hér skortir líka trúverðug- leika. 3 . M Y N T R Á Ð Í grófum dráttum er myntráð (e. currency board) fyrirkomulag gengis- mála þar sem innlendur gjaldmiðill er einungis gefinn út í skiptum fyrir er- lendan gjaldmiðil. Þessi leið krefst mjög öflugs gjaldeyrisforða þar sem hann yrði að þola miklar sveiflur. Eitt helsta vandamál sem fylgir stofnun myntráðs er mikið álag á peninga- og bankakerfið. 4 . N O T K U N E V R U S E M L Ö G E Y R I S Notkun evru sem lögeyris er sú skip- an gengismála sem kemst næst beinni þátttöku í myntbandalaginu hvað trú- verðugleika áhrærir. Seðlabankinn gæti ekki lengur gegnt hlutverki lán- veitanda til þrautavara og mundi í raun hætta störfum sem slíkur. Ekki væri um að ræða neina þátttöku í starfsemi Seðlabanka Evrópu og því ekkert tillit tekið til íslenskra að- stæðna í ákvörðunum hans. MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 13 Ú T T E K T narri viðskiptahindun að g við mátti búast. Hátt gengi gvins Guðmundssonar. Tólf evrulönd Höfuðmarkmið Efnahags- og myntbandalag Evrópu (EMU) er samkvæmt skil- greiningu Evrópusambandsins að styrkja stöðugleika og aðstæður fyrir varan- legan efnhagslegan vöxt í Evrópu. Aðeins ESB-lönd geta verið aðilar að EMU og eru tólf þeirra það nú þegar: Austurríki, Belgía, Finnland, Frakkland, Ír- land, Ítalía, Lúxemborg, Holland, Portúgal, Spánn, Þýskaland og Grikkland. Kjósendur í Svíþjóð höfnuðu því að taka upp evru sem gjaldmiðil í sínu landi. Andstaða hefur líka verið við málið í Danmörku. Engin þjóð sem á aðild að EMU hefur kosið þessa mynt yfir sig með beinum kosningum. Bretar hafa ekki kosið um málið og hyggjast ekki gerast aðilar í bráð. Þann 1. janúar árið 2002 komu fram á sjónarsviðið peningaseðlar og mynt í evrum og gömlu gjaldmiðlarnir hurfu svo úr umferð hinn 28. febrúar. Skilyrðin fyrir aðild að EMU voru sett fram í Maastricht-sáttmálanum en þeim er ætlað að tryggja að ekki sé of mikill munur á efnahagslífi þátttökuríkj- anna. Þau taka til verðbólgu, skulda hins opinbera, langtímavaxta, gengisstöðugleika og jafnvægis í ríkisrekstri. Stöðugt verðlag Seðlabanki Evrópu tók til starfa 1. júlí 1998 í Frankfurt. Seðlabankinn nýtur algers sjálfstæðis og ákveður vexti og annað sem fellur undir peningamálastefnu en efna- hagsstjórn verður að öðru leyti í höndum aðildarríkj- anna með sama hætti og fyrr. Aðalmarkmið bankans er að viðhalda stöðugu verðlagi á myntbandalagssvæðinu eins og markmið Seðlabankans er hér á landi. Skilgreiningin bankans á stöðugu verðlagi er minna en tveggja prósenta verðbólga á einu ári eins og hún mælist í sameiginlegri mælingu á verði neysluvara á myntbandalagssvæðinu. Gengi evrunnar getur sveifl- ast nokkuð gagnvart öðrum gjaldmiðlum án þess að það hafi veruleg áhrif á verðlag í ESB vegna mikilla innri við- skipta á svæðinu. ndrun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.