Fréttablaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 12.10.2005, Blaðsíða 36
Ísland er eitt minnsta gjaldmiðlasvæði heims og því hafa margir spurt sig hvort hagkvæmt sé að hér sé notaður sérstakur gjaldmiðill. Helst hefur verið horft til kosta og galla þess að ganga inn í myntbandalag Evrópu (EMU) í því samhengi og taka hér upp evru sem gjaldmiðil. Þó hægt sé að taka upp evru einhliða sem lögeyri á Íslandi án þess að ganga inn í Evrópusambandið finnst hagfræðingum sem Markaðurinn talaði við það óráðlegt og ótrú- verðug leið. Stofnanaleg aðkoma íslenskra stjórnvalda að banka- ráði Seðlabanka Evrópu yrði ekki fær og Alþingi gæti ekki krafist ábyrgðar af hendi bankans – hvort sem hlustað yrði á þær raddir eða ekki. Af þeim sökum verður því að ræða um leið aðild Íslands að Evrópusambandinu í þessu samhengi, sem er skilyrði fyrir aðild að myntbandalaginu. Sú spurning snýr fremur að póli- tík en hagfræði. Umræðan um það hvort Ísland eigi að taka upp evru hefur að mestu leyti snúist um þrennt. Í fyrsta lagi er spurt hvort hagsveiflan á Íslandi sé sambærileg hagsveiflu svokall- aðra evrulanda. Í því sambandi velta hag- fræðingar og aðrir fyrir sér hvort vaxta- stefna Seðlabanka Evrópu muni vera í sam- ræmi við hagsveifluna á Íslandi. Sem dæmi eru vextir í dag mjög lágir í Evrópu en háir á Íslandi. Miðast vaxtastefnan þá oft við stóru evrulöndin, Frakkland og Þýskaland, þar sem lágir vextir eiga að ýta undir eftir- spurn í hagkerfi þessara landa og fleiri. Þessu er öfugt farið á Íslandi þar sem Seðla- banki Íslands reynir að draga úr eftirspurn til að slá á verðbólgu. Eins og staðan er núna er hagsveiflan því ekki samhverf í þessum ríkjum. ATVINNA HANDA ÖLLUM Jafnframt er spurt um hvort vinnumarkað- urinn á Íslandi sé nógu sveigjanlegur til að þola það að sjálfstæðar peningamálaaðgerð- ir Seðlabankans yrðu engar. Þó markmið Seðlabankans sé að halda hér verðstöðug- leika er það mikið kappsmál stjórnmála- manna að halda atvinnuleysi í algjöru lág- marki og undir því sem telst æskilegt fyrir jafnvægi í efnahagslífinu. Meðal annars sagði Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra í Kastljósi Ríkissjónvarpsins í síðustu viku að hann væri ekki svo ósáttur við verðbólg- una því nær allir hefðu vinnu. Það væri það mikilvægasta í hans huga. Með upptöku evr- unnar yrði þetta líklega að snúast við því at- vinnuleysi þyrfti til svo sveigjanleiki launa yrði tryggður og þau gætu lækkað þegar á þyrfti að halda. Annars gæti orðið hér svo- kallað kreppuatvinnuleysi þegar launa- kröfur eru ekki í samræmi við efnahags- ástand á hverjum tíma. Þriðja atriðið sem oft er nefnt í þessu sambandi er viðskiptakostnaðurinn við að halda úti sérstökum gjaldmiðli sem Ingi- björg Sólrún sagði vera eins og hverja aðra viðskiptahindrun í tilviki krónunnar. Það tengist líka vaxtamuninum við útlönd. Það síðarnefnda hefur verið mjög til umfjöllun- ar meðal starfsfólks fjármálafyrirtækja að undanförnu þar sem erlendir fjárfestar nýta sér mikinn vaxtamun til að ávaxta háar fjár- hæðir á íslenskan mælikvarða. Þessi munur stafar af því að hér á landi eru vextir háir til að slá á þenslu en lágir í Evrópu eins og áður sagði. Hafa verið gefin út skuldabréf erlend- is í íslenskum krónum fyrir um áttatíu millj- arða króna. Ekki er enn ljóst hvaða áhrif þessi útgáfa hefur til lengri tíma á gengi krónunnar þegar umsvifin í hagkerfinu minnka og gengið lækkar aftur. MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 MARKAÐURINN12 Ú T T E K T Það vakti athygli þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði það jafngilda hverri a halda í íslensku krónuna og rétt væri að taka upp evruna. Ummælin virðast ekki mæta eins harðri andstöðu o krónunnar, mikill vaxtamunur við útlönd og óstýrilát verðbólga kunna að vera skýringarnar á því að mati Björ Til þess að fullyrða megi að Ísland sé hagkvæmt gjaldmiðlasvæði þarf að sýna fram á svo að hafið sé yfir vafa að þjóðhags- legur ávinningur af sjálf- stæðri peningastefnu sé ekki aðeins jákvæður heldur vegi hann þyngra en ávinningur þess að ryðja úr vegi þeirri við- skiptahindrun sem óstöðugur gjaldmiðill er, segir Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. Krónan er viðskiptahin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.