Fréttablaðið - 12.10.2005, Side 41

Fréttablaðið - 12.10.2005, Side 41
MARKAÐURINN MIÐVIKUDAGUR 12. OKTÓBER 2005 17 S K O Ð U N Greining Íslandsbanka gerir fasteignamarkaðinn að umfjöll- unarefni í Morgunkorni sínu í gær: „Svo virðist sem íbúða- verð á höfuðborgarsvæðinu hafi haldið áfram að lækka í september en það lækkaði í ágúst eftir miklar hækkanir framan af ári. Samkvæmt gögnum unnum upp úr Verðs- sjá fasteigna sem finna má á vefsíðu Fasteignamats ríkisins lækkaði verð á íbúðarhúsnæði um 0,3% á milli ágúst og sept- ember síðastliðins en það lækk- aði um 0,6% á milli júlí og ágúst. Mikill fjöldi samninga hefur skilað sér inn til Fasteinamatsins fyrir septem- ber og því er niðurstaðan góð vísbending um þróunina í mán- uðinum. Hún kann hins vegar eitthvað að breytast þegar allir samningar hafa skilað sér“. „Mikil umskipti hafa orðið á íbúðamarkaðinum á höfuð- borgasvæðinu á þessu ári. Yfir fyrsta ársfjórðung ársins hækkaði verð íbúðarhúsnæðis um 13,0% en um 2,5% á þriðja ársfjórðungi. Eins og fyrr sagði hefur verðið verið að lækka síð- ustu tvo mánuði. Við reiknum ekki með því að hér sé komið upphafið að mikilli lækkunar- hrinu á verði íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Markað- urinn er hins vegar að staðna og má reikna með því að á næstu mánuðum skiptist á litl- ar verðhækkanir og -lækkanir á milli mánaða. Meðalverð á íbúðarhúsnæði stendur nú í ríf- lega 198 þús. kr. fyrir hvern fermetra en í maí á þessu ári spáðum við því að verðið myndi staldra við í rétt ríflega 200 þús. kr. í upphafi næsta árs og haldast þar fram undir lok þessara uppsveiflu í efnahags- lífinu. Mat okkar nú á þeirri spá er það að spáin fari nálægt því að ganga eftir. Ekki er hægt að útiloka að þegar líða tekur á næsta ár eða kemur fram á árið 2007, sem að okkar mati mun verða samdráttarár í íslenskum þjóðarbúskap, muni verð íbúð- arhúsnæðis lækka eitthvað og þá sértaklega á stærri eignum og nýju húsnæði,“ segir Grein- ing Íslandsbanka. Vísbendingar um fasteignalækkun AUGL†SINGASÍMI 550 5000 Útboðs- pirringur Þótt ég sé með geðbetri mönnum og fátt í umhverfinu raski ró minni verð ég að viðurkenna að einstaka sinnum verð ég svolítið pirraður. Um daginn fór ég að pirra mig á því litla í eignasafninu mínu sem hefur lækkað. Þar er ekki um neinar stórar upphæðir að ræða, þar sem ég er vanur að hafa rétt fyrir mér í fjárfesting- um. Stundum er það hins vegar svo að einhver sem maður reiðir sig á klikkar illilega. Þá verður maður dáldið pirraður. Hlutafjárútboð eiga að vera þannig að maður græði á þeim. Það er gulrótin til þess að maður ómaki sig við að taka þátt í þeim. Þess vegna verður maður fúll þegar bréf eins og Flaga og SÍF fara niður. Maður er búinn að liggja yfir einhverri fínni útboðs- lýsingu og plægja í gegnum hana og svo er það næsta sem maður veit að fínu áætlanirnar í útboðs- lýsingunni eru farnar út í busk- ann. Sums staðar eru reglur sem segja að ef bréf lækka um meira en tuttugu prósent frá útboði fram að tilteknum tíma geti mað- ur skilað pappírunum og fengið endurgreitt. Þetta finnst mér fín regla og myndi fækka mjög veru- lega því sem pirrar mig í lífinu. Eftir svolítið bitra reynslu var ég hikandi við að kaupa í Mosaic sem selur tískutuskur og leppa. Þeir lækkuðu fyrst, en virðast vera að gera sig ágætlega. Ég hef sjálfur ekki hundsvit á tísku. Skoða verðmiðann meira en merkið sjálft, en passa náttúr- lega að verðmiðinn sé nógu hjár. Þessi leppabransi er náttúrlega fullur af einhverjum leppalúðum sem kunna ekkert í bissness, en ég held að Mosaic-liðið kunni eitthvað fyrir sér. Alla vega er ég sannfærður eftir að hafa hlustað á tvo kynningarfundi eftir upp- gjör að þeir vita hvað þeir eru að gera. Svo hafa þeir bara ágætan húmor eins og margir Bretar. Ég hef látið lítið fyrir mér fara á þessum fundum, enda er ekkert gaman að vera ríkur ef allir þekkja mann. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Þ J Ó Ð A R B Ú S K A P U R I N N Mikil umskipti hafa orðið á íbúðamarkaðinum á höfuðborgasvæðinu á þessu ári. Yfir fyrsta ársfjórð- ung ársins hækkaði verð íbúðarhúsnæðis um 13,0% en um 2,5% á þriðja ársfjórðungi. Eins og fyrr sagði hefur verðið verið að lækka síðustu tvo mánuði.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.