Tíminn - 08.08.1975, Síða 3
Föstudagur 8. ágúst 1975
TÍMINN
3
Nýr vegur úr Eyja-
firði upp á hálendið
ASK-Akureyri. Undanfarin ár
hefur verið erfiðleikum bundið
fyrir ferðamenn að komast nið-
ur af hálendinu f Eyjafjörð.
Hingaðtil má segja, að einungis
hafi verið um tvær aðalaksturs-
leiðir að ræða niður af þvi I dali
Norðanlands, eða i Skagafjörð
og Bárðardal. En nú i haust á að
gera lokaátakið i vegarfram-
kvæmdum i botni Eyjafjarðar,
þannig að næsta sumar á þar aö
vera greiðfær leiö.
Að sögn Eiriks Björnssonar
oddvita eru tvö vegarstæði inni i
Eyjafjarðarbotni, Vatnahjalla-
leið að vestan og vegur um
Hólsfjall að austan, sem liggja
upp á hálendið, en báðir þessir
vegir eru brattir og raun'ar var
vegur sá er Ferðafélag Akur-
eyrar lagði um Vatnahjalla
aldrei notaður.
Helmingi nýja vegarins er
fulllokið, en hann er um það bil
20 kilömetra langur. Eirikur
sagði einungis vanta tæki til
framkvæmdanna, fé væri þegar
fyrir hendi. En þaö eru hrepp-
arnir i innanverðum Eyjafirði,
Akureyrarbær og Fjallvega-
sjóður, sem lagt hafa til fjár-
magn. Hins vegar hefur Vega-
gerð rikisins útvegað tækin.
Þegar þessi vegur opnast mun
verða um auðvelda leið að ræða,
en vegurinn liggur hvergi mjög
hátt, og ætti þvi að verða mun
lengur færent.d. Hólsfjallsveg-
ur. Þá opnast fyrir ferðamenn
ný og þægileg leið,
Nauðlentu í
Jökulsá á Brú
íþróttafélagið Þór á Akureyri heldur afmælismót:
NÝR KNATTSPYRNUVÖLLUR
VÍGÐUR í GLERÁRHVERFI
JK-Egilsstöðum. — Um tiuleytið
á miðvikudagskvöidið nauðlenti
eins hreyfils flugvél, af gerðinni
Cessna 150 á grynningum i
Jökulsá á Brú. Tveir menn voru i
vélinni, báðir flugmenn úr
Reykjavik, Sigurður Björgvins-
son og Ingvi Grétarsson, og sak-
aði þá ekki, en flugvelin er talin
vera ónýt, þar sem hún marar i
kafi úti i fljótinu, 50 m frá landi.
Tíminn ræddi við Sigurð
Björgvinsson á Egilsstöðum
i gær. Kvað hann þá félaga
hafa verið á leiðinni til Vopna-
fjarðar,frá Egilsstöðum. Er þeir
voru komnir út undir Kollumúla
skall á þá svo mikið dimmviðri,
að þeir afréðu að snúa við, og
urðu skömmu siðar að freista
nauðlendingar, er þeir voru
staddir yfir Jökulsá. Heppnaöist
nauðlendingin þannig, að vélin
lenti út I ánni en mennirnir sluppu
báðir ómeiddir.
Urðu þeir að vaða ána, sem
þarna er ill yfirferðar og yfir 50
metra ál að fara, en eftir tveggja
tima för, eða undir miðnættið,
komu mennirnir heim að Hólma-
tungu, þar sem þeir gátu látið
vita af sér.
Hafði þá þegar verið hafin leit,
er flugturninum á Egilsstöðum
þótti óeðlilega langt siðan heyrzt
hafði frá vélinni, og voru leitar-
menn lagöir af stað.
í gær héldu fulltrúar Loftferða-
eftirlitsins austur til að kanna
málavöxtu.
ASK—Akureyri — Um helgina
minnist Iþróttafélagið Þór af-
mælis sins, sem var 6. júnisiðast-
liðinn. t tilefni afmælisins verður
vígður nýr knattspyrnuvöllur I
Glerárhverfi, en vigsluleikurinn
verður milli núverandi meistara-
flokks Þórs og liðs skipað knatt-
spyrnumönnum, sem voru i eld-
linunni árið 1965 og árunum þar á
undan.
Laugardaginn 9. ágúst verður
knattspyrnukeppni yngri flokka á
Þórsvellinum milli liða Þórs og
Vanfær ferðakona sótt
fársjúk inn á öræfi
Gsal—Reykjavik — 1 gærdag um
klukkan fjögur barst hjálpar-
beiðni til Slysavarnafélagsins frá
Landamannalaugum, þar sem
frá þvi var greint, að þritug kona
sem væri I hópi brezkra ferða-
manna við Strútslaug austan
Torfajökuls, væri mjög alvarlega
veik. Konan var ófrisk og var
komin þrjá mánuði á leið. Hún
fékk heiftarlegar blæðingar og
þótti ekki ráðlegt að flytja hana
landveginn til byggða.
Þyrla Landhelgisgæzlunnar og
SVFl var strax fengin til að fara á
staðinn og fenginn var læknir frá
Landspitalanum með i förina.
Um kvöldmatarleytið bárust þær
fréttir, að þyrlan hefði þurft að
snúa viðsökum þoku og rigningar
á þessum slóðum, — og þá var
gripið til þess ráðs að senda
björgunarsveitina Vikverja i Vik
landleiðina að Strútslaug, en
björgunarsveitin hafði verið
reiðubúin að leggja i þá för strax
eftir að hjálparbeiðnin barst.
Skömmu fyrir kl. 19 I gærkvöldi
lagði björgunarsveitin áleiðis að
Strútslaug með allan nauðsynleg-
an búnað, en leiðin þangað er
Fara til
Skálholts
í 35 rútum
Ö.B. Reykjavík — 1 dag kl. niu
árdegis halda mótsgestir kristi-
lega stúdentamótsins áleiðis til
Skálholts. Haldið verður af stað
frá Laugardalshöllinni, og munu
flestir mótsgesta fara i ferðina,
en til ferðarinnar þarf 35 lang-
ferðabifreiðir. Komið verður við
á Þingvöllum, þar sem sr. Eirik-
ur Eiriksson þjóðgarðsvörður
mun rekja sögu staðarins. Siðan
verðurhaldiðáfram i Skálholt, og
verður þar farið i skoðunarferð
um staðinn og gerð grein fyrir
sögu staðarins. Biskup Islands,
herra Sigurbjörn Einarsson, mun
flytja ræðu á samkomu, sem
haldin verður i Skálholtskirkju.
Að samkomunni lokinni verður
haldið áleiðis til Reykjavikur um
Grimsnes.
Almenn samkoma verður siðan
haldin i Laugardalshöll i' kvöld kl.
20.30 og mun sr. Jörgen
Skydstofte tala. íslenzkur söng-
hópur flytur einnig nokkur lög.
mjög erfið yfirferðarog aðeins að
litlu leyti fær bilum.
Ekki er búizt við að björgunar-
sveitin komi aftur til byggða með
konuna fyrr en undir morgun i
fyrsta lagi.
Við Strútslaug er litið sæluhús.
KA, en aðalhátiðahöldin hefjast
klukkan 10 á sunnudagsmorgun.
Verður safnazt saman við Akur-
eyrarvöll og farið i skrúðgöngu út
að Glerárskóla, þar sem Harald-
ur Helgason, formaður Þórs, flyt-
ur ávarp.
Að aflokinni ræðu Haraldar
verður vlgsluleikur, en þá verður
kvennaknattspyrna. Þess má
geta að nú fyrir skömmu fór fram
fyrsti kappleikurinn i knatt-
spymu kvenna, milli liðs Þórs og
Iþróttabandalags Keflavikur.
Þeim leik lauk með sigri Þórs
með einu marki gegn engu.
Siðar um daginn verður knatt-
spymukeppni i yngri flokkum
milli Þórs og KA, en einnig verð-
ur viðavangshlaup i mörgum ald-
ursflokkum kvenna og karla, þar
sem öllum er heimil þátttaka.
Kynferðisafbrota-
maðurinn var í
tygjum við piltinn
— sem fannst látinn í sundlauginni
í Kópavogi s.l. laugardagsmorgun
Gsal-Reykjavik — samkvæmt
uppiýsingum lögregiunnar i
Kópavogi er ekkert sjáanlegt
samhengi milli dauða Haildórs
Einarssonar, sem fannst látinn I
sundlaug Kópavogs sl. laugar-
dag, — og kynferðisbrota manns-
ins.sem úrskurðaður hefur verið i
30 daga gæzluvarðhald i Kópa-
vogi, en sögusagnir hafa verið á
kreiki um skyldleika þar á milli.
Timinn hefur það eftir áreiðan-
Tveir íslenzkir Norður-
sjávarbdtar sviptir
veiðileyfi vegna ofveiði?
Gsal—Reykjavik — Samkvæmt
upplýsingum hjá sjávarútvegs-
ráðuneytisins, virðist sem Loftur
Baldvinsson EA hafi brotið reglur
um hámarksveiðar á sild I Norð-
ursjó, en I reglum um þær veiðar
er svo kveðið á um, að skipin
megi aðeins veiða 135 lestir af sild
austan við 4 gráðu v.i. Enn hefur
ekki fengizt endanleg staðfesting
á grun sjávarútvegsráðuneytisins
hér að lútandi, en að sögn Jóns B.
Jónssonar, fulltrúa i ráðuneytinu
bendir allt til þess, að Loftur
Baldvinsson hafi gerzt brotlegur
við þessar reglur. Auk Lofts
Báldvinssonar er annar bátur
grunaður um að hafa brotið sömu
reglur um veiöikvóta, en þaö er
örn KE. Samkvæmt töium sem
ráðuneytið fékk i gær, virðist þó
sein örn KE hafi ekki brotið regl-
urnar, en þaö mál er i rannsókn.
Til þess að fylgjast með veiðum
islenzkra báta á sildveiðunum I
Norðursjó er skipstjórum þeirra
gert skylt að senda upplýsingar
um afla gegnum telex til Lands-
sambands isl. útvegsmanna, og
ennfremur gefa þeir upp það
svæöi, þar sem bátarnir veiða.
LítJ sendir siðan upplýsingarnar
áfram til Fiskifélagsins.
Samkvæmt eigin upplýsingum
skipstjórans á Lofti Baldvinssyni,
hefur skipið brotið reglur um
veiðikvótann, og þvi liggur nán-
ast beinast við að svipta skipið
leyfi til sildveiðanna. Sjávarút-
vegsráðuneytið hefur beðið skip-
stjórann á Lofti um frekari upp-
lýsingar um veiðarnar, en þegar
Timinn hafði tal af Jóni B. Jóns-
syni, fulltrúa i ráðuneytinu i gær,
hafði svar ekki borizt frá skip-
stjóranum.
Þaö sem styrkir grun manna
um ofveiði íslenzku skipanna er
sú staðreynd, að það tekur hátt I
tvo sólarhringa að sigla á þau
mið, er veitt er á, frá Danmörku,
eða um fjóra sólarhringa fram og
til baka, — en islenzku veiðiskipin
hafa landað I Danmörku miklu
tiðar en eðlilegt þykir, og m.a.
landaði Loftur Baldvinsson þrjá
daga i röð i þessum mánuði, þann
5. 6. og 7.
Ef það sannast á bátana, að
þeir hafi brotið reglur um Norð-
ursjávarsildveiðarnar munu þeir
eflaust verða kærðir i ofanálag,
eftir að þeir hafa verið sviptir
leyfi.
legum heimildum, að Halldór
Einarsson hafi siðast, er hann
sást meðal lifenda, verið með
manni þeim, sem úrskurðaður
hefur verið i gæzluvarðhald
vegna ætlaðra kynferðisafbrota.
Samkvæmt heimildum okkar
hafði Halldór heitinn verið i nán-
um tygjum við umræddan mann
og hafði maðurinn launað Hall-
dóri greiðann með ýmsu móti,
þ.á.m. með áfengi. Eins og áður
hefur komið fram i fréttum Tim-
ans hefur umræddur maður verið
úrskurðaður i gæzluvarðhald
vegna ætlaðra kynferðisafbrota á
fjölda unglinga i Kópavogi, og
hafa drengirnir, er maðurinn
hefur leitað á veriö allt frá 11 ára
gamlir. Leiða má likur að þvi, að
maðurinn hafi launað þeim öllum
greiðann á svipaðan hátt og fram
hefur komiö i sambandi við Hall-
dór heitinn.
Umræddur maður fékk hjarta-
áfall við yfirheyrslur hjá rann-
sóknarlögreglunni i Kópavogi i
gær og var fluttur á Borgarspital-
ann, þar sem lögreglumenn gæta
hans. Maðurinn hefur starfað
sem bréfberi i Kópavogi og sam-
kvæmt áreiðanlegum heimildum
okkar, hefur lögreglan um all-
langan tima haft manninn grun-
aðan um þessa iðju sina, en sann-
anir hafa ekki verið handbærar
fyrr en nú.
FLOTBRYGGJAN, sem ætlunin er að nota til að bæta aðstöðu Akraborgar i Reykjavlkurhöfn, stóö
reiðubúin til notkunar þegar Ijósmyndara Timans bar að siðari hluta dags I gær. Var honum tjáö, aö
til stæði að taka flotbryggjuna i gagnið við fyrstu hentugleika, sem munu hafa veriö i gærkvöldi eöa
þá með morgninum. Rætistþá loks langþráður draumur Akraborgar-manna.sem nú geta nýtt skipið
að miklum mun betur, er bifreiðarnar aka beint um borö I stað þess að þurft hefur aö hffa þær upp á
þilfar fram til þessa. Timamynd: Róbert.