Tíminn - 08.08.1975, Qupperneq 9

Tíminn - 08.08.1975, Qupperneq 9
Föstudagur 8. ágúst 1975 TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500' — afgreiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. íslendingar óttast ekki þorskastríð Samkvæmt fréttum útvarpsins i fyrrakvöld, svaraði einn af aðstoðarutanrikisráðherrum Bretlands, Roy Hattersley, þá fyrr um daginn fyrirspurnum um væntanlegar viðræður milli Breta og íslendinga i tilefni af útfærslu fiskveiði- lögsögu íslands i 200 milur. Ef svar ráðherrans er rétt eftir honum haft, virðist hann hafa svarað digurbarkalega. Samkvæmt svari hans hyggjast Bretar ekki sitja aðgerðarlausir vegna einhliða útfærslu islenzku fiskveiðilögsögunnar i 200 milur. Brezka stjórnin mun semja við Islendinga, sagði Hattersley, af eins mikilli hörku og ákveðni og hún getur til að fá viðurkenndan rétt Breta til að veiða á íslandsmiðum. Erfitt er að sjá hvaða hörku ráðherrann er að boða, nema hann eigi við nýtt þorskastrið. Is- lendingar eru þegar beittir refsitollum i Efna- hagsbandalagslöndunum vegna þess, að þeir hafa ekki samið við Vestur-Þjóðverja, og þar að auki löndunarbanni i Vestur-Þýzkalandi. Þetta viðskiptastrið er að sjálfsögðu hægt að auka, og jafnvel stöðva alla verzlun milli íslands og Efna- hagsbandalagslandanna, en það yrði meira tap fyrir þau en Island, þvi að viðskiptajöfnuðurinn við þau er íslandi mjög óhagstæður. Þegar þessu sleppir, má svo gripa til herskipa, eins og Bretar hafa gert tvivegis áður. Það er bezt að láta Breta vita það strax, að slikar hótanir munu Islendingar láta sem vind um eyrun þjóta, og það er bezt að vera ekki að setjast neitt að samningaborði, ef til þess á að ganga með sliku hugarfari. íslendingar láta ekki hræða sig til eins eða neins i þessum efnum. Bret- ar hafa orðið sér til skammar i tveimur þorska- striðum, og geta orðið það einu sinni enn, ef þeir vilja. Islendingum er ljóst, að fiskistofnarnir við landið þurfa aukna vernd, og að afkoma þjóðar- innar veltur á þvi, að þeir fái þessa vernd. Ef Bretar geta ekki sætt sig við þetta, og hyggjast gripa til herskipa enn einu sinni,geta þeir strax farið að búa þau undir að koma hingað eftir 13. nóvember. íslenzk stjórnvöld hafa léð máls á þvi, að ræða við viðkomandi erlend riki um þessi mál, en engir samningar koma til greina, nema þeir feli i sér mikinn samdrátt á veiðunum við ísland. Seinheppni Þjóðviljans Undanfarið hafa farið fram umræður milli Timans og Þjóðviljans um efnahagspiálastefnu Alþýðubandalagsins i tilefni af þvi, að hér hafa verið færð rök að þvi,að núverandi rikisstjórn hafi beitt nákvæmlega sömu efnahagsaðgerðum og vinstri stjórnin og Alþýðubandalagið þá talið þær góðar og gildar. Þjóðviljinn reyndi i fyrstu að mótmæla þessu, en hefur nú gefizt svo fullkom- lega upp, aðhann reyniraðhefjaumræður um allt annað og óviðkomandi mál eða fjárreiður Fram- sóknarflokksins og gefur jafnvel til kynna, að hann hafi þegið mútur af ameriskum auðhring- um. Ekki batnar hlutur þeirra Þjóðviljamanna við slik ósannindi, en seinheppnir eru þeir hér sem oftar. Enginn hérlendur stjórnmálamaður nefur nefnilega verið fúsari til samninga við ameriskan auðhring, en einmitt einn af stjórn- málaritstjórum Þjoðviljans. -Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Brézjnef gekk vel á leiðtogafundinum Fundur kommúnistaflokkanna getur orðið honum erfiður Brézjnef ENN er mikið rætt I erlend- um fjölmiðlum um leiðtoga- fundinn i Helsinki og yfir- lýsinguna, sem þar var undir- rituð. Flestum kemur saman ' um, að þar hafi verið stigið þýöingarmikið spor i rétta átt, en þó velti mest á þvi hver framkvæmdin verður. Þess vegna leggja llka flestir mesta áherzlu á þann þátt yfir- lýsingarinnar, sem fjallar um mannleg samskipti, enda má segja, að þar sé um eitthvað nýtt að ræða. Sá hluti yfir- lýsingarinnar, sem fjallar um landamæri og skyld atriði, segir raunverulega ekkert nýtt, heldur aðeins staöfestir það, sem orðið er. Endanlegur dómur um öryggisstefnuna munbersýnilega fara mest eft- ir þvi, hvernig tekst að fram- fylgja fyrirmælum hennar um mannleg samskipti, og hvort I framhaldi af henni næst sam- komulag um að draga úr vig- búnaði I Evrópu, eins og nú er rætt um á afvopnunarráð- stefnu Evrópurikja I Vinar- borg, en Bandarikin og Kanada taka einnig þátt I henni, eins og öryggisráð- stefnunni. AF BLAÐASKRIFUM virð- ist mega ráða, að Brézjnef hafi tekizt að vera aðalstjarn- an á Helsinkifundinum, ef svo mætti að orði komast. Mest at- hygli virðist hafa beinzt að honum. Mörg vestræn blöð, einkum hægri sinnuð, voru lika búin að undirbúa jarðveg- inn fyrir hann. Þau höfðu ekki aðeins bent á, að Rússar hefðu átt frumkvæði að öryggisráð- stefnunni og að þeir hefðu lagt ofurkapp á að fá opinbera viðurkenningu á landamærun- um. Þau höfðu einnig túlkað ýmsa þætti yfirlýsingarinnar sem undanslátt af hálfu vest- rænu rikjanna, enda þótt hið rétta sé, að raunverulega slökuðu Rússar meira til, einkum þó I sambandi við mannleg samskipti. Þá lögðu sumir aðilar áherzlu á, aö það væri mikill persónulegur sigur fyrir Brézjnef, að það tókst að ljúka ráðstefnunni I valdatið hans, þvi að hann hefði ber- sýnilega stefnt að þvi. Þannig hafði jarðvegurinn veiiö undirbúinn fyrir Brézj- nef. Þvi beindist athyglin sér- staklega að ræðu hans. Brézj- nef tókst lika sannarlega að vekja athygli með ræðunni. Einkum vöktu þó eftirfarandi ummæli hans athygli: „Við göngum út frá þvi, að öll riki, sem eiga fulltrúa á ráðstefnunni, muni láta þá samninga, sem tekizt hafa, koma til framkvæmda. Hvað viðkemur Sovétrikjunum, þá munu þau gæta þess vandlega að vinna á þann hátt’. Það voru m.a. þessi ummæli Brézjnefs, ásamt ummælum hans um sjálfsákvörðunarrétt þjóða, sem komu Wilson til að segja, að innrásin I Tékko- slóvakiu hefði ekki komið til sögunnar, ef Brézjnef hefði sagt þetta fyrir átta árum. óneitanlega var þessum um- mælum Brézjnefs vel tekið, en jafnsennilegt er það lika, að Rússar verði ekki sjaldan minntir á þau. Það er ekki ótrúlegur spádómur, að þetta verði þau ummæli, sem féllu á Helsinkifundinum, er lengst verði haldið á loft. Von manna er samt sú, að með yfirlýsingu öryggisráö- stefnunnar hafi veriö lagður grundvöllur batnandi sam- búöar i Evrópu og að hún verði ekki aðeins þjóðum Evrópu og Norður-Ameriku til eftir- breytni, heldur telji þjóðir i öðrum heimsálfum hana til fyrirmyndar. BRÉZJNEF getur tvimæla- laust verið ánægður með niðurstöður öryggisráðstefn- unnar, en hann á annan leið- togafund eftir, sem getur orðið honum erfiðari, en það er fyrirhugaður fundur kommúnistaflokka Evrópu, sem Rússar beita sér fyrir að verði haldinn næsta vetur, sennilega i febrúar eða mars. Það er úr sögunm, að kommúnistaflokkar utan Sovétríkjanna viðurkenni hús- bóndavald rússneska kommúnistaflokksins, eins og einu sinni var, heldur telja þeir sig sjálfstæða og sumir hafna jafnvel öllum formleg- um tengslum við rússneska kommúnistaflokkinn. Búið er að halda fundi til undirbúnings ráðstefnunni, en ekkert endanlegt samkomulag náðst um fyrirkomulag hennar eða væntanlega ályktun. Fyrir Rússum vakir að fá fram yfir- lýsingu um vissa samstöðu flokkanna og þá fyrst og fremst um beina eða óbeina afstöðu til kinverska kommúnistaflokksins. Kommúnistaflokkarnir i Aust- ur-Evrópu eru sagðir tilbúnir að fallast á þetta, að undan- skildum kommúnistaflokki Rúmeniu, og einnig i Helsinki. kommúnistaflokkum Dan- merkur, Portúgals og fleiri landa i Vestur-Evrópu. Franski kommúnistaflokkur- inn er einnig talinn i þessum hópi. Hins vegar vill kommúnistaflokkur Jugosla viu ekki binda sig neitt og mun hann hafa fengið stuðning kommúnistaflokka Italiu og Spánar. Kommúnistaflokkur Rúmeniu er einnig talinn fallast á þá sveifina. Það getur þvi farið svo, aö Rússum reynist erfitt aö ná samstöðu kommúnistaflokk- anna um samhljóða ályktun, nema þeir sætti sig við loöið og óljóst orðalag, sem hver getur túlkað eins og honum sýnist. Vist er það llka, að Kinverjar róa að þvi bak við tjöldin, að árangur verði ekki mikill hjá Brézjnef og félögum hans. Kommúnistaflokkarnir eru þannig ekki ein samstæð heimshreyfing, eins og var i tið Stalins, heldur gengur þeim meira og minna erfið- lega að vinna saman. Þó telja þeir sig nokkurn veginn sam- mála um lokamarkið. Agrein- ingurinn er um vinnuaðferðir, sem mótast af mismunandi aðstöðu i viðkomandi löndum. Þótt kommúnistar á italiu og Spáni gagnrýni nú aðferðir portúgalskra kommúnista, er ekki vist að þeir myndu haga sér öðru visi, ef þeir væru i sporum þeirra. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.