Tíminn - 09.08.1975, Qupperneq 2

Tíminn - 09.08.1975, Qupperneq 2
2 TÍMINN Laugardagur 9. ágúst 1975 Viðbyggingin veröur þrjár haeðir, og þegar henni verður lokið 1978, verður sjúkrahúsið 10 þús. rúmmetr- um stærra en nú er. Tímamynd ET LOKIÐ VIÐ NÝJU SJÚKRAHÚS- ÁLMUNA Á NORÐFIRÐI 1978 1 gær var ætlunin að taka i notkun bilaferjuna f Reykjavík, sem ger- ir það að verkum, að Akraborgin nýtist mikiö betur en nú. En til- raunin i gær tókst ekki sem skyldi, hönnunaratriði i sambandi við tengingu brúar og skips þarf aö endurskoða, en þvi verki á að vera lokið á þriöjudaginn, en þá er ætlunin aðreyna að nýju. Timamynd: Róbert. Ö.B.—Rvik. — Unnið er nú að byggingu nýrrar álmu við sjúkra- húsið á Neskaupstað. Lokið hefur verið við að steypa upp kjallara og fyrstu tvær hæðir hússins, en það inun eiga að verða alls þrjár hæðir, cða um 10.000 rúmmetrar að stærð. Áætlað er, að byggingu sjúkrahússins verði lokið á árinu 1978. Stefán Þorleifsson, fram- kvæmdastjóri sjúkrahússins á Neskaupstað sagði i viðtali við Timann að i kjallara hússins yrði komið fyrir endurhæfingarstöð, sem tæki yfir megniö af kjallar- anum, en auk hennar verða þar þvottahús, likskurðarstofa, geymslur fyrir sjúkrabila o.fl. — t „efri kjallara”, sem kallaður er, verður vinnuaðstaða fyrir fjóra lækna. Þar á að koma heilsu- gæzlustöð, tvær skurðstofur, röntgendeild, rannsókna- og tannlæknastofa. A þriðju hæð verður fæðingadeild. Þar verður aðstaða fyrir 31 sjúkrarúm og munu flest herbergin verða þri- og fjórbýli, en þó verða tvö til þrjú einbýli fyrir gjörgæzlu. t tengibyggingunni, sem tengir það gamla og hið nýja sjúkrahús saman, verða búningsherbergi og önnur slik aðstaða fyrir starfsfólk hússins. Er fyrirhugað að þrjár deildir verði við spitalann, þ.e.a.s. skurðdeild, lyfjadeild og röntgendeild. Yfirlæknir sjúkrahússins er Daniel Danielsson. 800 lögfræðingar koma saman á norrænt lög- INNVEGIÐ MJÓLKURAAAGN Á LANDINU MUN MINNA EN í FYRRA VEGNA KULDA OG LÉLEGRAR SPRETTU fræðingamót í Reykjavík SAMTALS hafa mjólkurbúin i landinu tekið á móti 54,2 millj.kg. af mjólk fyrri hluta þessa árs. Það er 920 þús. kg. minna magn en á sama tima árið 1974, eða 1,67%. Fyrstu mánuði þessa árs var innvegið mjólkurmagn svipað og var i fyrra, en i júni verður veru- leg breyting, þvi þá er mjólkur- framleiðslan i landinu 901 þús. kg. minni en i júni i fyrra. Þessi sam- dráttur i mjólkurframleiðslunni má rekja til mikilla kulda i júni- mánuði og lélegrar sprettu á túnum. Bændur hafa treyst um of á beitina og margir hverjir látið kýrnar of fljótt út. Reikna má með að innvegið mjólkurmagn verði mun minna i sumar og haust en var i fyrra, bæði er það að útlit fyrir háar- sprettu er lélegt þar sem svo seint er slegið, og svo hefur grænfóöur sprottið illa viðasthvar á landinu. Fyrstu 6 mánuði þessa árs seld- ust 24,6 millj. ltr. af nýmjólk, það Eldsvoði á Gsal-Reykjavik — i fyrrinótt kom upp eldur i húsinu Bakkavegur 1 á Þórshöfn á Langanesi, en luisið er þriggja liæða meö útveggjum úr steini, en að öðru lcyti timbur- vcrk. Enginn bjó i húsinu, en unn- ið hafði verið að endurbótum á þvi um skeið og ýmsum breyting- um. Ilúsiö varð alelda á skammri stundu og fékk slökkviliö litið við ráðið. Mildi var að vindur stóð af húsinu, þvf ella hefðu næstu hús verið i liættu. Eldsins varð fyrst vart kl. rúm- lega eitt i fyrrinótt og breiddist hann fljótt út. Húsiö er talið nær ónýtt. Eldsupptök eru ókunn. Húsið var byggt árið 1930 og það er i eigu Skúla Friðrikssonar. var aukning frá fyrra ári um 8,1%. Sala a rjóma var 7,1% meiri en i fyrra. Heldur hefur dregið úr sölu á skyri, samtals var salan 814 tonn, það var tæpum 2% minna en i fyrra. Nokkur aukning varð i sölu undanrennu eða tæp 10%. Framleiðsla á ostum hefur minnkað um tæp 8%. Framleiðsla á smjöri fyrstu 6 mánuði ársins voru 647 tonn, það var 12% minna, en fyrri helming ársins 1974. Birgðir af smjöri 1. júli voru 246 tonn. Seld voru 709 tonn i ár á móti 1060 tonnum i fyrra. Mest munar þar um söluna i júnimánuði i fyrra, þá seldust hvorki meira né minna en 345 tonn en i sama mán- uði i ár seldust 106 tonn. Stööugt verður aukning i sölu Kvikmynda- sýningar fyrir útlenda ferðamenn VILHJALMUR Knudsen kvik- myndagerðarmaður hefur nú i mánuð sýnt myndirnar „Eldur I Heimaey”og „Þjóðhátið á Þing- völlum” i vinnustofu föður sins, Ösvalds heitins Knudsen, i Hellu- sundi 6A, Reykjavik, við góða að- sókn, kl. 9 á hverju kvöldi. Sérstakar sýningar eru fyrir erlenda ferðamenn kl. 3 á daginn. Eru þá sýndar með ensku tali kvikmyndirnar „Eldur i Heima- ey”, „Sveitin milli sanda”, og „Heyrið vella á heiðum hveri”. Sýningum átti að ljúka 9. ágúst en Vilhjálmur hefur nú ákveðið að halda sýningum áfram, út þennan mánuð. osta, i ár hafa selzt innanlands fram til fyrsta júli 589 tonn, það var tæp 10% aukning frá fyrra ári. A fyrri helmingi þessa árs voru flutt út 251 tonn af ostum en 422 tonn á fyrra helmingi ársins 1974. Ö.B.—Rvik. —Miðvikudaginn 20. ágúst verður sett i Háskólabiói i Reykjavik 27. þing norrænna lög- fræðinga. Þingið mun standa dagana 20.-22. ágúst, og mun dr. Ármann Snævarr, scm er for- maður islandsdeildar norrænu lögfræðingaþinganna setja þing- ið. Þátttakendur verða um 800 talsins, að inökum undanskildum, sem verða um 500. Þátttaka skiptist þannig: að frá islandi verða 110, Sviþjóð 320, Danmörku 120, Norcgi 140 og Finnlandi 80. Er þetta mun stærri hópur en fyrirfram var búizt við. Þó mun takast að útvega gistirými fyrir alla, en margir munu búa á heim- ilum, sem Ferðaskrifstofa rikis- ins visar á. Árið 1972 voru rétt eitthundrað ár liðin frá þvi fyrsta þingið var haldið, en einmitt það ár var 26. norræna lögfræðinga- þingið haldið i Helsinki i Finn- landi. Framkvæmdastjóri þingsins er Birgir Guðjónsson. Sérstakt póst- hús verður opið i tengslum við þingið. Timinn biðst afsökunar á mistökum, sem urðu við birtingu fréttar á bls. 3 i blaðinu í gær um mál kyn- ferðisafbrotamanns i Kópa- vogi og hörmulegt fráfall ungs inanns. Eins og tekið var fram i fréttinni telur lögreglan i Kópavogi ekkcrt sjáanlegt samhengi milli láts piltsins og afbrota mannsins. Vatnsdalsá Gisli Pálsson á Hofi i Vatns- dal, hafði samband við Veiði- hornið i gær, og kvað veiði i Vatnsdalsá hafa verið góða á þessu ári. Væru nú komir 434 laxar upp úr ánni, en á sama tima i fyrra höföu veiözt 345 iaxar. Er þvi um verulega aukningu á veiði aö ræða, eða rúmlega 20%. Undanfarið hafa útlendingar verið i ánni, en i dag taka Islendingar aftur við veiðirétt- indum. Veiðifélag um ána hefur verið starfandi I þrjú ár, og hef- ur auglýst hana hverju sinni. Hafa islenzkir aðilar haft veiði- réttinn fyrri hluta sumars og i lokin en um mitt sumar hafa erlendir aðilar haft ána á leigu. Forsvarsmaður þeirra er J.A. Cooper, en Arnaldur Þór er full- trúi hinna islenzku aðila. Eru öll veiðileyfi seld á þessu sumri, og fyrir nokkrum dögum birtist i blöðum auglýsing veiðifélagsins um ána næsta sumar. Hrútafjarðará Eirikur Gislason i Staðar- skála veitti Veiðihorninu þær upplýsingar i gær, að veiði i Hrútafjarðará hefði verið mjög góð i sumar, og væru komnir eitthvað á annað hundrað laxar á land, en ekki kunni hann að segja okkur nákvæma tölu. Leyfi er aðeins fyrir tvær steng- ur i ánni, og halda veiðimenn- irnir til i veiðiskála austan ár- innar, miðja vegu milli brúar og Réttarfoss sem er niðurundan Grænumýrartungu en upp að honum gengur laxinn. Veiði- svæðið er allstórt, þvi að bakkar árinnar liggja góðan spöl út eft- ir firði, norðan brúar. Það eru islenzkir aðilar, sem hafa Hrútafjarðará á leigu, og er litið selt út af veiðileyfum, þar eð þeir nota þau mest sjálf- ir. Eirikur kvað laxinn vænan, sem veiðzt hefði, og þó sérstak- lega seinustu dagana. Þá hefði veður verið einkar heppilegt til veiða. Einnig kvað Eirikur bleikju- veiðina i Hrútafjarðará hafa færzt mjög i aukana á undan- förnum árum, og væri hér um að ræða vænan og fallegan fisk, allt að 7 pundum á þyngd. Hofsá i Vopnafirði Þegar Veiðihornið hafði sam- band við Sólveigu Einarsdóttur um tvö-leytið i gær, var Karl prins ekki kominn frá veiðiskap, en hann lét engan tima fara for- görðum i dvöl sinni eystra og hélt til veiða i býtið I gærmorg- un. Prinsinn veiddi fjóra laxa á fimmtudaginn og hafði þá alls fengið 22laxa, en um veiði hans i gærmorgun vissi Sólveig ekki, þegar við töluðum saman. Taldi Sólveig vist, að Karl prins myndi taka eitthvað af veiðinni heim með sér, svo að búast má við þvi, að islenzkur lax verði á borðum i Bucking- ham-höll einhvern næstu daga, veiddur af Karli prinsi. Sólveig Einarsdóttir kvað um 560 laxa hafa veiðzt i Hofsá á þessu sumri, og myndi stærsti laxinn vera eitthvað um 20 pund. Þá er silungsveiðin að byrja i Hofsá fyrir alvöru, en hún hefur verið hálftreg fram að þessu, og er um að kenna miklu vatni i ánni. öll veiðileyfi á þessu sumri eru löngu seld, bæði hvað snertir lax, 6stengur, og silung, 3 stengur. Veiðimenn hafa aðallega verið útlendingar i sumar, þó hafa islenzkir aðilar haft ána á leigu aðra hvora helgi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.