Tíminn - 09.08.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.08.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN mrtOOowrrm Laugardagur 9. ágúst 1975 Kvikmynd um ævi Onassis Heyrzt hefur að nú eigi að gera kvikmynd um ævi Onassis. Ant- hony Quinn, sem er fæddur I Grikklandi, mun eiga að leika Onassis. Julie Christie er sögð eiga að leika Jackie og kvik- myndin muni vera gerð I Túnis. En aðrir segja að kvikmyndin veröi gerð i Grikklandi og aö Jackie sjálf ætli að leika sjálfa sig. Orðrómurinn mun hafa bor- izt til eyrna Kennedyættarinnar 1 Bandarikjunum. Ekkja John F. Kennedy er ekki lengur vel séð f þeim hópi fyrir þetta til- tæki, ef satt reynist. Svipað er að segja um systur Onassis, frú Garofallidou. Hér sjáiö þið mynd af þeim mágkonunum, frú Jackie og frú Garofallidou á göngu á götu I Aþenu. Þeirra vinskapur fer senniiega lika út um þúfur, ef Jackie gefur sam- þykki sitt til þessarar kvik- myndatöku. Sjálf hefur Jackie ekkert sagt opinberlega um þetta mál. „Fuglinn flaug fjaðralaus" Myndarlegi haninn sem maðurinn heldur á er mjög sjaldgæft fyrirbæri. Fjaðrir vaxa ekki á honum. Er verið að rannsaka hanann i hænsna- vísindadeild Marylandháskóla, en þetta fyrirbrigði er þekkt þótt það sé mjög sjaldgæft. Tal- ið er að einn af hverjum 100 milljónum hænsnfugla sé fædd- ur með þeim ósköpum, að ekki vaxi á honum fjaðrir. Eyrnauglan er heldur betur fjöðrum skreytt. Þessi býr i Skotlandi og er öskrandi vond. Þá reisir hún hálsfjaðrirnar og gefur frá sér ógnandi hljóð. Sennilega á ljósmyndarinn sök á skapvonzku uglunnar, er hann hefur orðið full nærgöngull við hana að næturlagi. Jtw 'iite — Hvers vegna valdiröu þessa vinnu, mamma? — Dapurlegasti dagurinn I lifi minu var þegar gamli hundurinn minn lézt. Ég man það svo vel, það var i vikunni, áður en konan min dó. — Þetta þvottþolna veggfóður er svo ágætt, en það er fjand- ans erfiði að ná þvi af. DENNI DÆMALAUSI „Ég ætla að taka þessa garð- slöngu i gegn, sem er ekkert nema óþekktin við niig”.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.