Tíminn - 09.08.1975, Side 12
12
TÍMINN
Laugardagur 9. ágúst 1975
Höfundur: David Morrell
Blóðugur
hildarleikur
89
— Ertu viss? Ég get hæglega sagt henni að þú sért ekki
við.
— Gerðu eins og ég segi maður. Gefðu mér samband
við hana.
FJÓRTÁNDi KAFLI.
Teasle settist á skrif borðsstólinn og kveikti sér í síga-
rettu. Annað hvort myndi sígarettan skýra hugsun hans
eða umlykja hugsun hans þoku og sljóleika. Það var þess
virði að reyna, því hann treysti sér ekki til að tala við
hana svo óstyrkur sem hann var. Hann hinkraði við svo-
litla stund og leið strax betur. Svo lyfti hann símtólinu
upp að eyranu.
— Halló, Anna? sagði hann hljóðlega.
— Will?
— Já.
Rödd hennar var kverkmæltari og hásari en hann
minntist, og röddin brast í sumum orðum hennar. — Ertu
slasaður, Will? Ég óttaðist um þig.
— Nei.
— Það er satt. Þú ræður hvort þú trúir því eða ekki, en
ég óttaðist um þig.
Teasle teygaði að sér sígarettureykinn. Enn voru þau
byrjuð á að misskilja hvort annað. — Ég meinti að ég er
ekki slasaður.
— Guði sé lof. Hún þagði og dró að sér andann, rétt eins
og hún væri einnig með sígarettu. — Ég hef hvorki horft
á sjónvarpið, lesið blöðin né neitt annað. Það var ekki
fyrr en í kvöld að ég frétti hvað kom fyrir þig. Ég varð
skelf ingu lostin. Ertu viss um aðekkertsé að þér?
— Já. Teasle datt i hug að lýsa fyrir henni öllu, sem
komið hafði fyrir. En það myndi aðeins hljóma eins og
meðaumkvunarbón.
— Ég hefði hringt miklu fyrr, ef ég hefði vitað um
þetta. Ég vildi ekki láta þig halda, að mér stæði á sama
um hvað kemur fyrir þig.
— Ég veit það. Teasle starði á krypplaða ábreiðuna á
sófanum. Það var margt mikilvægt, sem segja þurfti.
En hann gat ekki komið sér til þess. Þetta skipti hann
ekki lengur neinu máli. Þögnin milli þeirra var orðin of
löng. Hann varð að segja eitthvað. Ertu með kvef ? Mér
heyrist þú vera kvefuð.
— Ég er að jaf na mig eftir síðustu pest.
— Orval er dáinn.
Teasle heyrði hana hætta að anda sem snöggvast. Ó —
mér líkaði vel við hann.
— Ég veit það. Þegar allt kemur til alls, þá líkaði mér
mun betur við hann en ég hafði hugmynd um. Singelton
er dauður og nýliðinn Galt, líka...
— Segðu mér ekki meira, í guðs bænum. Ég vil alls
ekki vita meira.
Teasle hugsaði aðeins um orð sín. I raun og veru var
ekkert að segja þegar allt kom til alls. Þó hann heyrði
rödd hennar fann hann ekki til neinnar girndar. Hann
þráði hana ekki. Þó hafði hann óttast það. Nú fann hann,
að hann var loksins f rjáls.— Ertu enn í Kaliforníu?
Hún svaraði ekki.
— Það kemur mér líklega ekkert við, sagði hann.
— Það er allt í lagi. Mér er sama. — Jú — ég er enn í
Kaliforníu.
— Nokkur vandræði? Vantar þig peninga?
— Will?
— Hvað?
— Ekki þetta, Will. Ég hringdi ekki af þeim sökum.
— Ég veit það. En vantar þig peninga?
— Ég get ekki tekið við peningum f rá þér.
— Þú skilur mig ekki. Ég held að allt verði í lagi með
mig. Ég á við að ég tek þetta ekki eins nærri mér núna.
— Það er gott. Ég hafði líka áhyggjur út af því. Þú
máttekki halda, að ég vil ji særa þig, Will.
— Ég á við, að mér líður miklu betur. Ef þig vantar
peninga, er þér óhætta að taka við þeim. Ég er ekki að
reyna að gera þig þakkláta til að geta fengið þig heim
aftur.
— Nei.
— Leyfðu mér að minnsta kosti að borga fyrir þetta
símtal. Ég skal borga það.
— Ég get ekki þegið það.
— Leyfðu mér að minnsta kosti að skrifa símtalið á
skrifstof una. Þá er það bærinn sem borgar, en ekki ég. í
guðs bænum leyfðu mér að gera eitthvað f yrir þig.
— Ég get það ekki. Hættu þessu, hættu. Láttu mig ekki
iðrast þess að hringja. Ég óttaðist að þetta myndi gerast.
Það munaði minnstu að ég léti það vera að tala við þig.
Teasle fann símtólið renna til í sveittum lófa sínum. —
Þú ætlar þá ekki að koma aftur?
— Ég ætlaði alls ekki að tala um þetta. Þetta er ekki
ástæða þess.að ég hringdi.
— En þú kemur ekki aftur.
— Nei. Ég kem ekki aftur. Því miður.
mmm
i
i
LAUGARDAGUR
9. ágúst
7.00Morgunútvarp
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veöurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
14.00 A þriðja timanum Páll
Heiðar Jónsson sér um þátt-
inn.
15.00 Miðdegistónleikar
Sinfóniuhljómsveit
Lundúna leikur tónlist eftir
ensk tónskáld. Sir Malcolm
Sargent og Sir Arthur Bliss
stjórna.
15.45 t umferðinni. Fréttir og
veðurfregnir. tslandsmótið i
knattspyrnu 1. deild. Jón
Asgeirsson lýsir siðari hálf-
leik i leik 1A og IBV á Akra-
nesi.
16.45 Hálffimm. Jökull
Jakobsson sér um þáttinn.
17.30 Nýtt undir nálinni. örn
Petersen annast dægur-
lagaþátt.
18.20 Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Hálftiminn Ingólfur
Margeirsson og Lárus
Óskarsson sjá um þáttinn,
sem fjallar i þriðja og sið-
asta sinn um ritskoðun og
tjáningarfrelsi.
20.00 Hljóynplöturabb Þor-
steinn Hannesson bregður
plötum á fóninn.
20.45 A ágústkvöldiSigmar B.
Hauksson annast þáttinn.
21.15 Astarljóðavalsar op. 52
eftir Johannes Brahms
Irmgard Seefried, Raili
Koska, Valdemar Kmentt
og Eberhard Waechter
syngja við pianóundirleik
Eriks Werba og Gunthers
Weissenborns.
21.45 Eyjavaka Óskar
Aðalsteinn rithöfundur les
frumortan ljóðaflokk.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Danslög
23.55 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok
LAUGARDAGUR
9. ágúst 1975
18.00 íþróttir. Meðal annars
myndir frá bikarkeppni
Frjálsiþróttasambands Is-
lands. Umsjónarmaður
Ómar Ragnarsson.
Hlé.
20.00 Fréttir og veöur.
20.25 Dagskrá og auglýsingar.
20.30 Læknir i vanda. Brezkur
gamanmyndaflokkur, eins
konar framhald af „Lækni á
lausum kili”. 1. þáttur.
býðandi Stefán Jökulsson.
20.55 Rolf Harris. Brezkur
skemmtiþáttur, þar sem
ástralski söngvarinn Rolf
Harris og fleiri leika og
syngja og flytja ýmiss kon-
ar gamanmál. Aðalgestur
þáttarins (special guest
star): Val Doonican. Aðrir
gestir: Georgie Fame og
Alan Price. Þýðandi Sigrún
Helgadóttir.
21.35 Hátiðin mikla. (The Big
Carnival). Bandarisk bió-
mynd frá árinu 1951. Leik-
stjóri Billy Wilder. Aðal-
hlutverk Kirk Douglas, Jan
Sterling, Bon Arthur og
Porter Hall. býðandi Dóra
Hafsteinsdóttir. Myndin
gerist i litlum, bandarisk-
um námabæ. Dag nokkurn
lokast verkamaður inni i
námugöngum. Blaðamaður,
sem kemur þar að, sér að
auðvelt er að bjarga mann-
inum, en hann sér lika, að
með þvi að telja björgunar-
menn á að beita óhentugum
aðferðum, getur hann skap-
að stórfrétt handa blöðun-
um og unnið sér frama i
starfi.
23.20 Dagskrárlok.