Tíminn - 09.08.1975, Qupperneq 16

Tíminn - 09.08.1975, Qupperneq 16
Laugardagur 9. ágúst 1975 Nútima búskapur þarfnasf1 BJtlfEA haugsugu Guöbjörn Guöjónsson Heildverzlun S.röumúla Sfmar 85694 & 85295 fyrir góéan wat ^ KJÖTIÐNAOARSTÖÐ SAMBANDSINS ttalskir kommúnistar fagna afdrifarikum kosningasigri. Ný stjórn í Portúgal — Deilur portúgalskra herforingja fara harðnandi Keuter—Lissabon — Ný rfkis- stjórn — skipuð róttækum vinstri- sinnum — undir forsæti Vasco Goncalves forsætisráðherra tók við völdum i Portúgal i gær. Ljóst er, að á næstunni mun standa mikill styrr um stjórnina, þar eð áhrifamiklir foringjar i her landsins og stærstu stjórnmála- flokkar þess eru andvigir henni. 1 hinni nýju stjórn sitja átján ráðherrar. Þeir eru ýmist her- foringjar, sem taldir eru hliðholl- ir kommúnistum, eða þá tækni- fræðingar er hneigjast að marx- isma, þótt þeir hafi yfirleitt ekki haft bein afskipti af stjórnmálum. Deilur portúgalskra her- foringja fara harðnandi með degi hverjum. í fyrrakvöld gáfu tiu þekktir herforingjar út yfirlýs- ingu, þar sem hin nýja stjórn er harðlega gagnrýnd. T.d. er full- yrt, að hún sé alls ófær um að stjórna landinu, eins og sakir standa. Þristirnið — Goncalves, Fran- cisco Costa Gomes forseti og Otelo Saraiva de Carvalho hers- höfðingi — hefur svarað gagnrýni timenninganna. í svarinu segir, að gagnrýnin þjóni aðeins þeim tilgangi að auka enn á spennuna i landinu. Þá hefur Jorge Correia Jesuino upplýsingaráðherra gefið i skyn, að timenningunum verði refsað. Timenningarnir voru ekki við- staddir, þegar nýja stjórnin sór embættiseið i gær. Carlos Fabio yfirhershöfðingi var og fjarver- andi i mótmælaskyni. Egyptar íhuga að hefja smídi kjarnorkuvopna — Tilkynning í þá átt birt, um leið og likur á nýju friðarsamkomulagi aukast Reuter-Kairo. Egyptalandsstjórn tilkynnti i gær skipun sérstaks ráðs, er fjalla á um alhliða nýt- ingu kjarnorku, þ.á.m. hugsan- lega smiði kjarnorkuvopna. Anwar Sadat forseti er formaður ráðsins. Tilkynning egypzku stjórnar- innar kom nokkuð á óvart, þar eð likur benda til, að bráðabirgða- samkomulag milli Egypta og Verður Japönunum tíu sleppt? Reuter-Tripoli. Libiustjórn ihugar nú, hvort hún eigi að láta lausa þá tiu félaga úr japönsku hryðjuverkasamtök- unum Rauði herinn, er komu til Libiu i gærmorgun með þotu frá Malasiu. Ekki þarf að rekja forsögu þessa máls — hún er flestum kunn. Japanirnir gáfust upp, um leið og þeir stigu út úr þot- unni á flugvellinum við Tripoli. Ekki er ljóst, hvort Libiustjórn hafði áöur heitið þeim frelsi. Israelsmanna um frið á Sinai-- skaga sé á næsta leiti. Frétta- skýrendur benda þó á, að tilkynn- inguna megi skoða sem svar Egypta við þrákelkni Israels- manna við að skrifa undir sátt- mála Sameinuðu þjóðanna um bann við útbreiðslu kjarnorku- vopna. (Sjálfir hafa Egyptar skrifað undir sáttmálann, en ekki staðfest hann.). Von ó ísöld þrótt fyrir hitabylgju Reuter-London. Sem kunnugt er hefur mikil hitabylgja gengið yfir Evrópu að undan- förnu. Það eru þvi margir Evrópubúar — þó ekki Islend- ingar! — sem skopast þessa dagana að kenningum veður- fræðinga um, að ný minnihátt- ar isöld sé i vændum á norður- hveli jarðar. Veðurfræðingar sitja þó fast við sinn keip og benda á, að meðalhiti hafi farið lækkandi siðustu þrjátiu ár. Slik lækkun meðalhita komi þó ekki i veg fyrir, að hitabylgjur gangi yfir við og við. Viöa gætir nú bjartsýni, að nýtt samkomulag um frið á Sinai- skaga verði gert innan tiðar. Gerald Ford Bandarikjaforseti lét svo um mælt i fyrrakvöld, að sterkar likur væru á samkomu- lagi eins og sakir stæðu. Egypzkir embættismenn hafa tekið undir orð Fords; en um leið tekið fram, að Egyptar yrðu að vera við öllu búnir, unz gengið hefði verið frá hinu nýja samkomulagi. Verð á kaffi hækkar á heims- markaði NTB-Ösló. NTB-fréttastofan hefur eftir áreiðanlegum heimildum, að verð á kaffi eigi cftir að hækka i haust. Heimsmarkaðsverð á kaffi hefur hækkað að undanförnu vegna uppskerubrests i Brasi- liu. Hve mikil hækkunin verð- ur, er aftur á móti erfitt að sjá fyrir. A.m.k. réð heimildar- maður NTB neytendum frá þvi að hamstra kaffi. Ný stjórnarkreppa í aðsigi á Ítalíu — Dökkt útlit í ítölskum efnahagsmálum Reuter-Róm Italiustjórn lagði fram í gær nýjar tillögur til lausn- ar á aðsteðjandi efnahagsvanda. Tillögúrnar — sem álitnar eru siðasta tilraun núverandi stjórn- ar til að sigrast á efnahagsvand- anum — gera ráð fyrir, að 3500 milljörðum lira (u.þ.b. 800 milljörðum Isl. króna) verði veitt úti efnahagslifið, til að lifga það við. Fréttaskýrendur eru á einu máli um, að dagar minnihluta- stjórnar kristilegra demókrata og lýöræðissinna séu senn taldir. Italskir stjórnmálamenn virðast þó ekki almennilega hafa áttað sig á hinum mikla sigri kommún- ista i héraðs- og sveitarstjórnar- kosningunum fyrr I sumar — sigri, er hlýtur að hafa mikil áhrif á stjórnmálaþróun á Italiu á næstunni. Sérfræðingar segja, að útlit i itölskum efnahagsmálum sé dökkt. Atvinnuleysi er mikið — á að gizka tiu milljónir ítala eru nú atvinnulausir — og að öllum lik- indum á atvinnuleysið eftir að aukast. Það er þvi sýnt, að hverju stefnir á ttaliu: Nýrri stjórnar- kreppu með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Marchais, leiðtogi franskra kommúnista: Förum okkar eigin leiðir án afskipta sovézkra ráðamanna Reuter—Paris — Georges Mar- chais, leiðtogi franskra kommún- ista, lét svo um mælt I gær, að kommúnistar i Frakklandi færu sinar eigin leiðir — óháð þvi, er sovézkir ráðamenn kysu. og sósialista, er ógnað hefur áframhaldandi samvinnu flokk- anna. Agreiningurinn virðist þó ekki vera eins djúpstæður og af hefur verið látið, ef marka má orð Marchais.) Þetta kom fram á fundi með fréttamönnum i gær. Nýlega birti Pravda málgagn sovézka komm- únistaflokksins grein, þar sem öll frávik frá hinni leninisku stefnu eru harðlega fordæmd. Frétta- skýrendur lita svoá, að greinin sé dulbúin árás á þá stefnu franskra kommúnista að hafa nána sam- vinnu við sósialista. Marchais vék að greininni og sagði: — Stefna franskra komm- únistaflokksins er mótuð I Parls, en ekki I Moskvu...... afstaða okkar er byggð á þeim forsend- um, sem eru fyrir hendi i Frakk- landi, ekki utan þess. Fréttamannafundurinn var annars boðaður, til að kynna efnahagsstefnu franskra komm- únista. Marchais sagði I þvi sam- bandi, að kommúnistar stefndu enn að þvi að ná völdum I sam- vinnu við sósialista og önnur öfl á vinstri væng franskra stjórn- mála. (Að undanförnu hefur kom- ið upp alvarlegur ágreiningur milli forystumanna kommúnista Marchais: Gefur Sovétmönnum langt nef. íhaldsmenn 14% yfir í Bretlandi Reuter-London. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönn- unar, er birtar voru I gær, nýt- ur thaldsflokkurinn nú 14% meira fylgis meðal brezkra kjósenda en Verkamanna- flokkurinn. Niu mánuðir eru siðan Bretar gengu að kjörborðinu, svo að Ihaldsmenn, sem að vonum eru ánægðir með niðurstöðurnar, þurfa að biða rúm fjögur ár, unz þeir fá tækifæri til að leggja stjórn Verkamannaflokksins að velli. (Að sjálfsögðu getur stjórnin sagt af sér fyrr.) Minnkandi uppskera innan EBE Reuter-Luxemborg. I skýrslu, er nýlega var gefin út á vegum Efnahagsbandalags Evrópu, er áætlað, að kornuppskera i aðildarrikjum bandalagsins minnki I ár — samanborið við fyrra ár. Það er I fyrsta sinn frá þvi 1970, að kornuppskera dregst saman I EBE-rikjum. Búizt er við, að kornupp- skera i ár nemi 101-102 milljónum tonna, sem er 5-6% samdráltur miðað við árið 1974. Hinir miklu þurrkar i Evrópu nú 1 sumar eiga ef- laust sinn þátt i minnkandi uppskeru innan vébanda EBE.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.