Tíminn - 15.08.1975, Síða 1

Tíminn - 15.08.1975, Síða 1
sáttasemjari Múlakvíslarbrú BAÐ UM FREST BH-Reykjavík. — Það var engin ákvörðun tekin i dag, sagði Hilmar Jónsson, formaður Sjómannafélags Reykja- vikur i viðtali við Timann i gærkvöldi. — Við mættum á fundi hjá sáttasemjara, Guðlaugi Þorvaldssyni, háskóla- rektor, og hann fór þess á leit við okkur, að við gerðum ekkert i málinu fyrr en honum hefði gefizt tækifæri til að kanna stöðuna hjá báðum aðilum. Hann kvað nýjan fund sjómanna og útgerðarmanna aftur verða haldinn á mánu- dag kl. 2, og væntanlega lægi þá eitthvað fyrir, a.m.k. þyrfti hann helgina til þess að athuga möguleikana. Þetta fannst okkur, fulltrúum undirmanna á kaupskipunum ósköp anngrörn málalitan, og amþhkktim þett nyrir okkar leyti, þannig að það er ekki búið að boða til verkfalls enn, og verður ekki gert fyrr en i fyrsta lagi eftir að við sjáum, hvað kemur út úr þessum fundi á mánudaginn. DOLLAR HÆKKAR Gsal-Reykjavik — Bandariski doilarinn er nú skráður á 159,80 islenzkar krónur, og hefur hann hækkað verulega á siðustu vikum sem sézt bezt á þvi, að um mánaðamótin mai—júni var hann skráður á rúmlega 150 krónur islenzkar. Þessar breytingar á dollaranum eru okkur islending- um hagstæðar, að þvi leyti til, að við höfum selt verulegan hluta af okkar útflutningi fyrir dollara, eða um 60% — en keypt mun minna inn af vörum fyrir þá mynt. Doliurunum hefur siðan veriðskipt i aðrar erlendar mynt- ir, — og þvi er það ágóði fyrir okkur þegar hann stigur i verði. Sérfræðingar i fjármálum hafa talið, að Bandarikjadalur hafi um langan tima verið of lágt skráður og þvi sé þessi hækkun hans eðli- leg. Telja þeir, að dollarinn geti enn hækkað eitthvað. komin í lag ö.B. Reykjavik. — Tekizt hefur aö koma upp bráðabirgðaoka undir Múlakvislarbrúna, og var allri léttari umferð hleypt yfir brúna klukkan átta i gærkvöldi. Að sögn Helga Hallgrimssonar yfirverkfræðings hjá Vega- gerðinni er vonazt til að hægt verði að hleypa allri umferð yfir brúna einhvern tima i dag. Ekki mun vera búið að ganga endanlega frá viðgerð brúarinnar og mun það taka nokkurn tima að gera varanlega við skemmdirnar sem urðu. Eins og kunnugt er tók áin með sér vestasta stöpul brúarinnar og seig brúin talsvert við það. Um það bil ein vika er liðin siðan þetta gerðist og hefur verið unnið af kappi við að koma hringvegin- um I samband að nýju. Hefur verkið sótzt mjög erfiðlega sakir mikils vatns i ánni, og hefur áin hvað eftir annað brotið sér nýjan farveg þótt reynt hafi verið að hemja hana með þvi að ryðja af henni möl. Utibússtjóri: Ábyrgðin gjaldker- anna en ekki Seðla- bankans Brúarvinnumenn hafa unnið nær sleitulaust að bráðabirgða- viðgerð á brúnni yfir Múlakvisl, og hefur verið stefnt að því, að opna brúna fyrir umferð i dag. Þessi mynd var tekin af við- gerðarmönnum við vinnu sina i gærdag. ÞURRKA HEYIÐ VIÐ HVERAHITA i dag gengur I gildi nýtt verð á fargjöldum innanlands og nemur hækkunin sautján af hundraði. Myndin sýnir eina af Fokker-vélum Flugfélagsins. 17% HÆKKUN FLUGFARGJALDA INNANLANDS Gsal -Reykjavik — Það er kunn- ara en frá þurfi að segja, að óþurrkatið hefur verið með ein- dæmum mikil sunnanlands i sum- ar og það segir sina sögu, að sum- ir bændur hafa ekki komið inn stingandi strái, — og er þó kom- inn miður ágúst. Feðgarnir á Spóastöðum i Biskupstungum, Þórarinn Þorfinnsson og Þorfinn- ur Þórarinsson hafa gripið til þess ráðs i óþurrkatíðinni að þurrka heyið með hverahita og hefur sú aðferð þeirra heppnazt með ágætum og eru þeir feðgar nú langt komnir með heyskap. Þorfinnur sagði i viðtali við Timann i gær, að þeir hefðu ekki reynt þessa aðferð að neinu marki fyrr, en I sumar hefðu þeir fest kaup á elementum úr blikk- smiðju, leitt heitavatnsrör i aðra hlöðuna og tengt þennan útbúnað við súgþurrkunina. — Loftið I hlöðunni hitnar með þessari aðferð upp i 10—12 gráð- ur, mismunamdi eftir þvi hversu heitt er I veðri, og það virðist muna mjög miklu um þessa hita- aukningu, hvað heyið þornar fyrr. Þorfinnur sagði, að allt vatn yrði að vera farið úr heyinu, áður en það væri sett I hlöðuna, og nefndi, að yfirleitt dygði að láta heyið liggja úti daglangt, áður en það væri sett i hlööu. „Við ótt- umst talsvert, að heyið kunni að ofþurrkast með þessari aðferð, en það á eftir að koma I ljós”, sagði hann. Þorfinnur sagði, að þeir væru búnir að fylla þá hlöðu, sem þessi útbúnaður væri i, en ekki k.vaðst hann vilja gizka á hvað marga hestburði þeir hefðu þurrkað á þennan máta. Þorfinnur sagði, að stofnkostnaður væri talsverður, og kvað t.d. elementin hafa kost- að um 180 þús. kr. ,,En þetta getur borgað sig ef mikið af heyi bjargast fyrir þetta eitt”, sagði hann. HHJ-Rvik — A rikisstjórnarfundi i gær var m.a. fjallað um mála- ieitan brezkra stjórnvalda þess efnis, að hafnar yrðu viðræður um útfærslu Islenzku fiskveiðilög- sögunnar. Að sögn Einars Agústssonar var ákveðið að biða frekari skýrslu um málaleitan Breta frá Nielsi P. Sigurðssyni sendiherra, en hans er von til landsins i dag, og taka siðan ákvörðun um hugsanlegar við- ræður við Breta. Þorfinnur sagði, að hey hefði hrakið mikið i Biskupstungum og mikið af heyi bænda væri ekki nema hálfvirði. „Það hefur ekk- ert hrakið hjá okkur fram að þessu, en við eigum enn eftir að hirða tæpan 1/3 og komum ekki meiru i þessa hlöðu, en hin hlaðan er ekki búin svona útbúnaði”, sagði hann. Þorfinnur sagði að lokum, að þeir feðgar myndu nota þessa aðferð áfram á næstu árum, jafn- vel þótt tið yrði góð. Kosturinn væri aðallega sá að geta hirt heyin fyrr en ella. Auk Breta hafa aðeins Vestur-Þjóðverjar farið fram á viðræður um þessi mál. Þá var á fundi rfkisstjórnarinn- ar ákveðið að fela utanrikisráðu- neytinu að svara þeim mótmæl- um Sovétmanna við einhliða út- færslu, sem sagt var frá i blaðinu i gær. Utanrikisráðherra sagði, að I svarinu yrði ítrekað, að við hygðumst færa út I 200 sjómilur eftir tvo mánuði. Gsal-Reykjavlk — Flugfargjöld á öiium fiugieiðum innanlands hafa verið hækkuö um 17% og tekur hækkunin gildi frá og með degin- um i dag. Þessi hækkun var sam- þykkt á fundi verðlagsnefndar i fyrradag, en þá var ennfremur samþykkt að heimila dagblöðun- um að hækka áskriftarverð um kr. 100 á mánuði, þ.e. úr kr. 700.- i kr. 800.- Verðlagsnefnd ákvað einnig á þessum fundi sinum að lækka verð á smjörliki allveru- lega. Hjá Flugfélagi Islands fékk Timinn þær upplýsingar i gærkvöldi að verðbreytingar á helztu flugleiðunum væru þessar, og er mið- að við flug frá Reykjavfk. fyrir eftir hækkun hækkun Akureyri 2870,- 3360,- Hornafjörður 3460.- 4040,- Húsavik 3230,- 3770.- ísafjörður 2660,- 3110.- Vestmannaeyjar 1810.- 2120.- Sauðárkrókur 2560.- 2990.- Egilsstaðir 3900.- 4550,- Tekið skal fram að verð það, sem hér hefur verið skráð á einstök- um fargjöldum er án flugvallarskatts, en hann nemur kr. 350 fyrir hvora leið. Beðið eftir Níels

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.