Tíminn - 15.08.1975, Qupperneq 2
2
TÍMINN
Föstudagur 15. ágúst 1975
Sama húsið - fyrr og nú
t mörgum borgum og bæjum erlendis er mikil áherzla lögö á
viöhald gamalla bygginga i upprunalegri mynd. Sem dæmi sliks má
nefna bæ, sem margir tslendingar hafa heimsótt, þ.e. Helsingjaeyri
IDanmörku. Þar er gamli miðbærinn enn við liði og allt gert til þess
að halda húsum öllum í upprunalegu horfi eða sem næst þvf. Húsin
eru i eigu einstaklinga, sem sjálfir sjá um að halda þeim við, en
njóta til þess aðstoðar verkfræðinga og arkitekta bæjarins, sem
veita mönnum upplýsingar um það hvernig bezt verði að verki
staðið við endurnýjunog viðhald, þannig að húsin haldi upprunaleg-
um einkennum og stil. t Reykjavik er fjöldi gamalla húsa, sem er
vel viö haldið, en svo eru aftur mörg dæmi þess, að húsum hafi verið
breytt á voðalegan hátt. Vafalaust myndi eigendur margra
þessara húsa fýsa að færa þau til fyrra horfs, en liklega vita fæstir
þeirra hvernig húsin litu út I upphafi og af hálfu borgarinnar, er
ekkert gert til þess að aðstoða þetta fólk. A myndunum hér að ofan
— sem sjá má ásamt mörgum öðrum af svipuðu tagi á húsfriðunar-
sýningunni, sem nú stendur yfir i Norræna húsinu — sest sama
húsið. Efri myndin sýnir hvernig húsið leit út I upphafi, en sú neðri
hvemig það litur út nú. Ekki verður betur séð en húsið þarfnist
viðgerðar — og bá væri ef til vill ekki úr vegi að færa það um leið til
upprunalegs horfs, enda munu allir samdóma um það að þannig er
húsið augnayndi, en það er meira en sagt verður um það i þeirri
mynd, sem það er nú. — Þetta hús stendur á horni Þingholtsstrætis
og Amtmannsstigs i Reykjavik.
Nú hafa bilabryggjur Akraborgarinnar verið teknar i notkun, þannig
aö nú er hægt að aka beint um borð og frá borði eins og til er ætiazt.
Fyrsta daginn fluttiskipið 120-130 bila á milli Akraness og Reykjavikur
og var sá stærsti 27 tonna vöruflutningabill. Þessa Tlmamynd tók Ró-
bert, þegar bilum var ekið um borð i Akraborgina í Reykjavlkurhöfn.
Borgarleikhús afgreitt í borgarrdði:
Md ekki koma n/ður
á nauðsynlegustu
þ jónustustofnunum
— segir í bókun Alfreðs Þorsteinssonar
Sverr/r
byrjaður
að blanda
í GÆR átti að hefja blöndun með
blöndunarvél Sverris Runólfsson-
ar á Kjalarnesi. Blandað verður
burðarlag i 100 metra kafla á veg-
arspotta þeim, sem Vegagerðin
úthlutaði Sverri. Að sögn Sverris
hefur hann lagt mikla áherzlu á
staðblöndun burðarlagsins, þvi að
,,ég álit veg eins góðan og undir-
staða hans er” eins og hann
orðaði það i viðtali við Timann.
Áætlað var, að kostnaður við veg-
arspottann yrði 8,4 milljónir, en
hann er þegar kominn yfir 20
milljónir, auk þess sem verkið
hefur tekið miklu lengri tima, en
áætlað var I upphafi. Ekki vildi
Sverrir segja neitt um það hvað
ylli þessu, en sagði aðeins, að
„ýmsir annmarkar hefðu verið i
veginum.”
BH-Reykjavik. —Á aukafundi,
sem haldinn var i borgarráði i
gær, samþykkti borgarráð með
fjórum samhljóða atkvæðum
teikningar þær, sem byggingar-
nefnd Borgarleikhússins hefur
lagt fram. Þeir, sem greiddu at-
kvæði, voru Alfreð Þorsteinsson,
(F), Sigurjón Pétursson (Ab),
Markús örn Antonsson (S), og
Magnús L. Sveinsson (S), en
Albert Guðmundsson (S),sathjá.
Á fundinum voru lagðar fram
bókanir frá Albert Guðmunds-
syni, Birgi Isl. Gunnarssyni,
Alfreð Þorsteinssyni og Sigurjóni
Péturssyni.
Bókun Alfreðs var
svohljóðandi:
,,Ég vil taka fram, að ég er
samþykkur áformum um
byggingu borgarleikhúss, en vil
leggja áherzlu á, þar sem hér er
um fjárfreka framkvæmd að
Eins og lesendur kann að reka
minni til var það ætlunin siðast-
liðið vor, að Helvi Sipilá frá Sam-
einuðu þjóðunum héldi fyrirlestur
i Norræna húsinu.
A siðustu stundu brugðust þó
samgöngurnar, svo að hún komst
ekki til íslands i tæka tið og fyrir-
lestrinum varð að aflýsa að sinni.
Nú er hins vegar öruggt, að
ræða, að þess verði jafnan gætt
að farið verði eftir fjárhagsgetu
borgarsjóðs á hverjum tima um
framlög til byggingarinnar, og
þau verði ekki látin koma niður á
nauðsynlegum þjónustustofnun-
um.”
1 stuttu samtali sagði Alfreð, að
kostnaðaráætlunin hljóðaði upp á
einn milljarð, en vafalaust ætti sú
upphæð eftir að hækka. Brýnt
væri, með tilliti til bágborinnar
fjárhagsstöðu borgarinnar, að
fara gætilega I sakirnar með
þetta verkefni og það mætti ekki
ganga út yfir brýnustu verkefnin
eins og t.d. byggingar fyrir
aldraða.
Alfreð sagðist vera ánægður
með teikningar af hinu fyrir-
hugaða borgarleikhúsi. Þær væru
frumlegar og djarfar, og ætti
hið nýja borgarleikhús eftir að
setja svip sinn á Reykjavik.
Helvi Sipilá kemur til tslands i
næstu viku, og hún heldur fyrir-
lestur i Norræna húsinu miðviku-
daginn 20. ágúst kl. 20:30 og ræðir
þar stöðu kvenna I dag.
Allir eru velkomnir að hlýða á
fyrirlesturinn, sem verður nánar
auglýstur i fjölmiðlum i næstu
viku.
Helvi Sipila á íslandi
Leirvogsá
Hlynur Þór Magnússon frá
Leirvogstungu hafði samband
við Veiðihornið I gær, og það var
gott hljöð i honum yfir veiðinni i
ánni.
— Nú þegar er árið 1975 orðið
metveiðiár i sögu Leirvogsár,
þó að enn sé meira en mánuður
eftir af veiðitimanum, sagði
Hlynur Þór. Að kvöldi 12. ágúst
voru komnir 510 laxar á land, en
aðeins einu sinni áður hafa veiðzt
yfir 500 laxar. Það var árið 1970,
en þá vpiddust 508 laxar. Meðal-
tal veiddra laxa á árunum
1970-1974 er 448 laxar á ári.
Við báðum Hlyn Þór að segja
okkur nánar frá veiðinni i
sumar, og kvað hann veiði hafa
byrjað 1. júli og standa fram til
19. september. 1 júli og septem-
ber væru 2 stengur leyfðar i
ánni, en 3 stengur i ágúst. Mest
hefur veiðin á dag verið 38 og 40
laxar, en mesta dagveiði á eina
stöng er 28 laxar. Þyngsti
laxinn, sem veiðzt hefur til
þessa er 14 pund.
Við þetta bætist svo ágætis
sjóbirtingsveiði, sem kemur
sem góð búbót á góða lax-
veiðina.
— Ekkert lát er á laxagengdinni
og veiðinni, sagði Hlynur Þór að
lokum, — enda er laxinn jafnan
seinn til. Hefur þess vegna ekki
þótt taka þvi að stunda veiði I
ánni frá 20. júni til júniloka, eins
og þó er heimilt. Nú mun þetta
þó vera að breytast vegna nýrr-
ar tilhögunar á ræktun.
Laxá í Aðaldal
— Það er nú heldur dauf veiðin
hjá okkur núna, sagði Helga
Haraldsdóttir, ráðskona I
veiðihúsinu að Laxamýri, við
Veiðihornið í gær, hitinn er svo
mikill, að áin er blátt áfram
heit. Annars er áin aðeins
hreinni núna en hún var fyrir
helgina, og alveg full af slýi, svo
að til er tekið. Mér er sagt, að
óhreinindin i henni hafi stafað af
þvi, að leirinn i Mývatni hafi
losnað upp vegna hitanna og
borizt út I ána.
En það eru fleiri plágur, sem
herja á þessa sögufrægu lax-
veiðiá.
— Svo er selurinn i ósunum og
gengur eitthvað uppeftir, og
hann er enginn aufúsugestur,
sagði Helga okkur, en bætir svo
við: — En það er svo sem enginn
að kvarta, veðrið er svo dýrð-
legt, að þeir hafa verið að hafa
orð á þvi, blessaðir
veiðikarlarnir okkar, að i
rauninni skipti ekki veiðin öllu
máli, þegar veðrið sé svona
fallegt.
En eitthvað hefur nú veiðzt?
— Já, ætli það séu ekki komnir
eitthvað um 1200 laxar upp úr
ánni I sumar!
Það merkir, að um 300 laxar
hafa veiðzt siðustu vikuna, sam-
kvæmt okkar bókum — og það
myndi nú þykja all-sæmileg
veiði sums staðar.
Grimsá
— Þann 13. ágúst voru komnir
1231 lax upp úr Grimsá, sagði
Jóhannes Sigurðsson, mat-
sveinn i veiðihúsinu, við Veiði-
hornið i gær, og i morgun vissi
ég til þess, að 30 laxar voru
komnir á land til viðbótar. Það
litur út fyrir metveiðidag i dag
og má búast við þvi að það komi
allt að 60 laxar á land I dag.
Er hann kannski að ganga i
ána núna?
— Það litur aldeilis út fyrir það,
svaraði Jóhannes. Ég fæ ekki
betur séð en bezta dagveiðin
hafi verið núna seinustu
dagana. 10. ágúst hafa veiðzt 32
laxar og i gær, miðvikudag hafa
veiðzt 43 laxar.
Við inntum Jóhannes eftir
þeim stærstu, og hann svarar
þvi til, að búið sé að veiða 5-6
laxa 20 punda og álika marga 18
pundá.
— Ain er búin að vera slæm upp
á síðkastið, afskaplega óhrein,
en nú er hún búin að hreinsa sig,
það hefur tekið svona fjöra
daga, og nú er hún ágæt.
Jóhannes fræðir okkúr á þvi,
aö 10 stengur séu leyfðar i ánni,
og það sé a.m.k. allt bókað út
ágúst. Loks fræddi hann okkur á
þvi, að útlendingarnir, sem
verið hafa i ánni, séu að hætta á
sunnudaginn, og þá taki is-
lenzkir aðilar við.
Viðidalsá
Veiðin hérna i Viðidalsá er
heldur meiri nú en á sama tima
i fyrra, sagði Gunnlaug Hannes-
dóttir, ráðskona i veiðihúsinu
við Viðidalsá i viðtali við
Veiðihorniði gær, en við hringd-
um i hana rétt fyrir kvöldmat-
inn, og inntum hana eftir
veiðiskap i þessari frægu á.
— Nú eru komnir 520 laxar á
land, sagði Gunnlaug, og það
segir ekki alla sögu, þvi að
laxinn hefur verið mjög vænn
yfirleitt. Stærsti laxinn er 25
pund og ég sé hérna I
veiðibókinni, að margir eru
þetta 16-21 pund, og má þvi
segja, að meðalvigtin sé mjög
góð.
I gær, fimmtudag, kom góður
gestur I veiðihúsið til veiða, þar
sem Kekkonen Finnlandsfor-
seti. Við spurðum Gunnlaugu að
þvi, hvernig veiðiskapurinn
gengi hjá forsetanum.
— Hann er úti i á þessa
stundina, og ég hef engar
fregnir af þvi, á hvaða svæði
hann er, eða hvað hann hefur
fengið. Hann fór ekki út i á fyrr
en eftir kl. 4, og þess vegna
verður dagurinn i dag stuttur
hjá honum.
Kekkonen Finnlandsforseti er
kunnugur á þessum slóðum.
Fyrir tveim árum, eða árið 1973,
kom hann til veiða i Viðidalsá,
var fengsæll og dvaldi þar i
fjóra eða fimm daga i það
skiptið. Nú er fyrirhugað, að
hann dvelji fjóra daga við
veiðar I Viðidalsá.
Veiðihúsið við Viðidalsá
stendur i Lækjamótslandi, og er
hið vistlegasta og skemmti-
legasta hús, aðstaða mjög góð
en i húsinu eru 11 herbergi fyrir
gesti.
Viðidalsá er ein kunnasta lax-
veiðiá landsins. Þar eru nú
leyfðar 10-stengur.