Tíminn - 15.08.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.08.1975, Blaðsíða 9
Föstudagur 15. ágúst 1975 TÍMINN 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: t>órarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð I lausasölu kr. 40.00. Askriftargjaid kr. 700.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. Góður arfur Það er nú orðið óumdeilanlegt, að rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar skilaði góðum arfi i hendur núverandi rikisstjómar, þvi að þeir efnahagsörð- ugleikar, sem hún hefur þurft að glima við, geta ekki á neinn hátt skrifazt á reikning fyrri stjórnar. Þeir eiga rætur sinar að rekja til versnandi við- skiptakjara og hinna óraunsæju kjarasamninga, sem voru gerðir i febrúár 1974, en rikisstjórn ólafs Jóhannessonar varaði mjög við þeim. Vegna þeirra byrjunaraðgerða, sem stjórn ólafs Jóhannessonar var búin að gera, hefur núv. rikis- stjórn orðið mun auðveldara að fást við efnahags- málin en ella. Það hefur t.d. ekki haft litið að segja, að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Al- þýðubandalagið, var búinn að viðurkenna bæði nauðsyn kaupbindingar og gengisfellingar meðan hann sat i rikisstjórn. Hinn hagstæði viðskilnaður rikisstjórnar ólafs Jóhannessonar fólst framar öðru i tvennu, eða annars vegar i hinni miklu uppbyggingu fiski- skipaflotans og fiskvinnslustöðvanna viðs vegar um landið, og hins vegar útfærslu fiskveiðilögsög- unnar i 50 milur. Hin mikla atvinna, sem er nú viða um land, rekur að miklu leyti rætur sinar til þessa. Þvi má þó ekki gleyma i þessu sambandi, að ef ekki hefðu komið til efnahagsaðgerðir núverandi rikisstjórnar, hefðu þessi miklu atvinnutæki stöðv- azt og þá væri nú að sjálfsögðu öðru visi um að lit- ast á útgerðarstöðunum. Þannig eiga þessar tvær stjórnir sameiginlegan þátt i hinni blómlegu at- vinnustarfsemi, sem núblasir við augum viðs veg- ar um land. Útfærsla fiskveiðilögsögunnar á lika tvimæla- laust mikinn þátt i þessu. t þvi sambandi má ekki aðeins hafa i huga þann samdrátt, sem hefur orðið á veiðum Breta, Vestur-Þjóðverja og Belgiu- manna hér við land, heldur hitt, sem ekki er minna mikilvægt, að stórir fiskiflotar Rússa, Pólverja og Austur-Þjóðver ja höfðu tvimælalaust orðið mikinn augastað á fiskimiðunum við Island, en hættu við áform sin i þeim efnum, þegár fiskveiðilögsagan var færð út i 50 milur. útfærslan hefur þannig dregið miklu meira úr veiðum útlendinga hér við land en hægt er að sýna með beinum tölum. Núverandi rikisstjórn tók við góðum arfi frá rikisstjórn ólafs Jóhannessonar á margan annan hátt en þegar hefur verið greint. Hún hóf alhliða sókn i byggðamálum, og uppbyggingu fiskiskipa- flotans og hraðfrystihúsanna var aðeins einn þátt- ur hennar. Hún brást fljótt við, þegar verðhækkun oliunnar kom til sögunnar, og lagði grundvöll að nýrri sókn i orkumálum. Með þeim efnahagsráðstöfunum, sem núverandi rikisstjórn hefur gert, hefur þessi góði arfur vinstri stjórnarinnar komið að fullum notum og á sinn rika þátt i þvi hagstæða atvinnuástandi, sem er hér nú. En núverandi rikisstjórn hefur gert meira. Hún hefur reynt eftir megni að halda áfram þvi uppbyggingarstarfi, sem hafið var i tið rikis- stjórnar ólafs Jóhannessonar, t.d. i byggðamálum og orkumálum, þrátt fýrir miklu örðugri aðstæð- ur. Ýmislegt nú gæti bent til þess, að brátt væri komið yfir örðugasta hjallann, en ekki má þó draga neitt úr gætninni i efnahagsmálum, þvi að batinn getur komið seinna og hægar en menn vona. Og þess ber að minnast, að vegna arfsins frá rikis- stjórn ólafs Jóhannessonar, hefur verið auðveld- ara að fást við efnahagsmálin að undanförnu en ella. Þ.Þ. MEX1C0 HONOURAS jManaguaj Matagalpa 5ALVAO0R PANAMA ERLENT YFIRLIT Somoza-ættin að veikjast í sessi Aukin starfsemi skæruliða í Nicaragua INNAN vébanda Sameinuðu þjóðanna mun ekkert riki hafa reynzt Bandarikjunum fylgi- spakara frá fyrstu tið en Nicaragua, sem er stærst • Mið-Amerikurikjanna að flat- armáli, en er mun fámennara en Guatemala og Honduras. Skýringin á fylgisemi Nicara- gua mun ekki sizt sú, að sið- ustu 44 árin hefur sama ættin farið með völd i Nicaragua með beinum og óbeinum stuðningi Bandarikjanna. Sið- ustu misserin hefur skæru- liðahernaður aukizt verulega i Nicaragua og eru völd Somoza-ættarinnar þvi talin i talsverðri hættu. 1 tilefni af þvi hafa Bandarikin ákveðið að kveðja heim sendiherra sinn þar, Turner B. Shelton, en það orð liggur á, að hann hafi i raun verið valdamesti maður landsins i þau fimm ár, sem hann hefur verið þar. Vist er það, að einræðisherrann, Anastasio Somoza Debayle hefur mjög stuðzt við ráð hans og kann það að hafa átt þátt i þvi, að höfuðborgin Managua eyðilagðist að miklu leyti i jarðskjálfta um jólaleytiö 1972, og fórust þar þá um 10 þús. manns. Bandarikin hafa veitt mikla aðstoð við endur- reisn borgarinnar. En Shelton er talinn hafa lagt á ráðin um miklu meira en endurbygg- ingu borgarinnar, og þvi hetur andstaðan gegn rikisstjórn- inni beinzt mjög gegn honum. Utanrikisráðuneyti Banda- rikjanna hefur þvi ákveðið að kveðja hann heim, þrátt fyrir mótmæli Somoza. Jafnframt hefur ráðuneytið tilkynnt, að afstaða Banda- rikjanna til Nicaragua verði óbreytt og þykir það nokkur visbending um það, að hinn nýi sendiherra, James D. The- berge, hefur ritað tvær bækur, sem fjalla um undirróðurs- starfsemi Rússa i rómönsku Ameriku. NICARAGUA var lýst sjálf- stætt 1828 og valt á ýmsu um stjórnarhætti þar fyrstu öld- ina. Arið 1909 sendi Banda- rikjastjóm sjóher til landsins, en tveir Bandarikjaþegnar höfðu þá verið myrtir þar. Bandarikin höfðu svo herlið þar 1912-1925 og aftur 1926-1933. Þá töldu þeir sig hafa þjálfað þjóðvarðarlið landsins svo vel, að þeim væri óhætt að fara þáðan. For- ingi þjóðvarðarliðsins var þá Anastasio Somoza Garcia. Hann vann sér það til frægðar að hand- sama skæruliðaforingjann Sandino, sem hafði haldið uppi baráttu gegn setuliði Bandarikjanna. Siðar lét hann taka Sandino af lifi. Þeir, sem halda uppi skæru- liðastarfsemi i Nicaragua nú, lita á Sandino sem þjóðhetju og kenna hreyfingu sina við nafn hans. Fljótlega eftir frá- fall Sandino tók Somoza sér raunverulegt einræðisvald, en tók þó ekki formlega við for- setaembættinu fyrr en 1936, en yfirleitt er talið að valdaskeið Somozaættarinnar hefjist 1933. Somoza fór samfleytt með völd til 1956, þegar hann var myrtur, og varð þá sonur hans, Luis Somoza, forseti. Hann lézt 1967, og varð þá bróðir hans, Anastasio Somoza Debayle, forseti og hefur gegnt þvi starfi siðan. Þótt þeir feðgar hafi haft raunverulegt einræðisvald all- an þennan tima, hafa þeir haft nokkurt lýðræðisform á Somoza Debayle Turner B. Shelton PMímöcMn Uppdráttur af Nicaragua stjórnarháttum sinum, t.d. iðulega látið kjósa sig forseta, en kosningarnar hafa þó oftast verið hrein sýndarmennska. Flokki þeirra feðga, Frjáls- lynda flokknum, hefur jafnan verið tryggöur sigurinn fyrir- fram. Helzti andstöðuflokkur- inn, íhaldsflokkurinn, sem nú kallar sig Lýðræðisflokkinn, hefur frá upphafi ráðið yfir út- breiddasta blaði landsins. La Prenza, en áhrif þess virðast ekki hafa verið i samræmi við útbreiðsluna, enda hafa senni- lega verið leyniþræðir milli þess og Somoza-ættarinnar á bak við tjöldin. AF HÁLFU rikisstjórnar- innar er reynt að gera litið úr starfsemi skæruliðanna, en margt bendir eigi að siður til þess, að hún sé að færast i aukana. Hinn 27. desember siðastliðinn tókst t.d. skæru- liðum að taka 12 háttsetta fylgismenn rikisstjórnarinnar sem gisla, og fékk siðan skipt á þeim og skæruliðum, sem höfðu verið hnepptir i fangelsi. 1 byrjun þessa mánaðar skýrði svo stjórnin opinber- lega frá þvi að þjóðvarðarliðið hefði fellt sjö skæruliða i vopn- uðum átökum. Frá þvi var hins vegar ekki skýrt opinber- lega, að 15 þjóðvarðarliðar hefðu fallið i þessum átök- um, en erlendir blaða- menn telja sig hafa örugg- ar heimildir fyrir þvi. Heim- ildir þeirra benda einnig til þess að skæruliðar fái stöðugt liðsauka, aðallega úr röðum miðstéttarfólks, og að bændur veiti þeim vaxandi aðstoð, en aðallega hafast skæruliðar við i fjöllunum og gera árásir sinar þaðan. Aðal- styrkur skæruliða viröist vera i fjallahéruðum i nánd viö borgina Malagalpa, sem er 70 km norður af höfuðborginni. Samkvæmt upplýsingum sem erlendir blaðamenn hafa feng- ið þar, hefur þjóðvarðarliðið, sem telur alls um 5000 manns, haft ærið að gera að undan- förnu. Einnig fara margar sögur af illri meðferð, sem þjóðvarðarliðar eru taldir beita þá, sem grunaðir eru um fylgi við skæruliða. Flestum þegnum frá Nicaragua kemur saman um, að stjórn Somoza-ættarinnar hafi verið mjög afturhalds- söm. Framfarir hafi óviða orðið minni.og einkum sé öll alþýðufræðsla á lágu stigi. Somoza-ættin og vandamenn hennar hafi hins vegar safnað miklum auði. Landbúnaður er aðalatvinnuvegur i Nicaragua og eru kjör landbúnaðar- verkafólks sögð mjög bágbor- in. Þegar Spánverjar komu til Nicaragua i byrjun 16. aldar, voru þar allmargir þjóðflokk- ar Indiána og hlaut landið nafn sitt af þeim, sem fjöl- mennastur var. Nú eru ekki nema 4% af ibúum landsins taldir hreinir Indiánar, 70% eru kynblendingar, komnir af hvitum mönnum og Indiánum, 17% eru af hreinum Evrópu- ættum og 7% blökkumenn. Ibúar Nicaragua eru um 2 milljónir. Bandarikjamenn gerðu 1916 samning við stjórn Nicaragua um að mega byggja þar skipa- skurð, sem gæti leyst Panamaskurðinn af hólmi. Þessi samningur er enn i gildi og hefur talsvert komið til orða i seinni tiö, að Bandarikin kynnu aö notfæra sér hann, ef þau yrðu að láta Panama- skurðinn alveg af hendi. Af þeim ástæðum og fleiri, munu Bandarikin vafalaust leggja kapp á að viðhalda vinsam- legri stjórn i Nicaragua/. Ekki er óeðlilegt, að vaxandi starf- semi skæruliða i Nicaragua valdi þeim nokkrum áhyggj- um. Nicaragua hefur oftast verið talið það riki Mið-Ame- riku, sem væri bezt fallið til skæruhernaðar, m.a. sökum þess hve það er fjalllent, viðáttumikið og strjálbyggt. Óliklegt er lika, að Somoza-ættin sé traust i sessi eftir meira en 40 ára valda- feril, sem er næsta óglæsileg- ur. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.