Tíminn - 15.08.1975, Qupperneq 19

Tíminn - 15.08.1975, Qupperneq 19
Föstudagur 15. ágúst 1975 TÍMINN 19 I Framhaldssaga íFYRIR RÖRN Herbert Strang: Fífldjarfi drengurinn Hjá honum var öll von úti. Niðri i garðin- um hafði lið hans tvistrazt, og nú flýði það i allar áttir. Ým- ist klifruðu menn yfir virkisgarðana eða þeir stukku út á flek- ana. Greifinn af Brent var nú kominn i kast- alann og ruddist gegnum þvöguna, sem var óðum að þynnast. Hann þaut upp stigann og mætti óvini sinum einsöml- um við dyrnar á litla herberginu. Þarna á litla stein- þrepinu hófst nú ná- vigi milli þessara tveggja manna. Það var hörð viðureign, en skammvinn. Margeir greifi féll fyrir heljar- miklu axarhöggi af hálfu andstæðings sins, og siðan berg- málaði kastalinn af sigurópum fylgis- manna sigurvegar- ans. Greifinn af Brent hafði skilið Alan eftir úti fyrir kastalanum. Konungurinn beið þar lika meðal riddara sinna og hermanna. Þeir heyrðu óp og vopnabrak innan úr kastalagarðinum. Brátt sáu þeir, að menn Margeirs greifa voru lagðir á flótta. Þeir klifruðu yfir virkisveggina og stukku út á flekana, sem þeir höfðu fleytt sér á yfir vigisgröf- ina. En flótti þeirra var stöðvaður. Bakki vigisgrafarinnar var þéttskipaður mönnum konungs sem tóku alla flóttamennina til fanga. ísafjörður Framsóknarfélag ísafjarðar heldur héraðsmót kl. 20,30 í félags- heimilinu Hnifsdal 23. ágúst. Eirikur Sigurðsson setur mótið. Ræður flytja Steingrimur Hermannsson og Ólafur Jóhannesson. Óperusöngvararnir Svala Nielsen og Guðmundur Jónsson syngja við undirleik Carl Billich. Villi, Gunnar og Haukur leika fyrir dansi. Allir velkomn- ir. Stjórnin. Strandasýsla Héraðsmót framsóknarmanna i Strandasýslu verður haldið laugardaginn 16. ágúst i Arnesi. Ræður flytja Gunnlaugur Finns- son, alþingismaður og Pétur Einarsson. Karl Einarsson skemmtir. Þyrlar leika fyrir dansi. Árnessýsla Sumarhátið Framsóknarmanna i Árnessýslu verður haldin að Arnesi 30. ágústog hefst kl. 9. Nánar auglýst siðar. Fundur framkvæmdastjórnar Fundur verðurhaldinn i framkvæmdastjórn Framsóknarflokks- ins á I dag,. föstudag kl. 4, á skrifstofu flokksins að Rauðarár- stig 18. O Fjallkona I lok januármánaðar 1878, fæddist fimmta barn þeirra, Páll. Þegar hann var tveggja vikna gamall, tóku þau sig upp með nokkrum nágrönnum sinum, og lögðu upp i vetrarhörkunni til að nema land á ný i Cavilier i Norður Dakota. — Konur og börn fengu að sitja i farartækjúm sem uxar drógu, en karlar löbbuðu alla leiðina. Margir sneru aftur heim að vötnunum i Manitoba, en Gott- skálkur og Hólmfriður bjuggu fjögur ár i grennd við Cavilier, fluttu svo aftur til Nýja Islands og námu land á Willow Point. Þar stundaði Gottskálkur fiskiveiðar og landbúnað i 14 ár. Ung fór Guðrún móðir Violet til Winnipeg og fékk vinnu i herbúð- unum, Fort Osborne Barracks. — Þar kynntist hún William Brist- ow, sem lék á „coronet” i lúðra- sveit hersins. Unglingarnir fellu hugi saman, giftust á Fort Osb. Barracks og bjuggu þar um skeið, en þegar fyrsta barn þeirra var fjögurra ára gamalt, fluttu þau á æskustöðvar Guðrúnar á Viðir- nesi. William var prestssonur og móðir hans af prestaættum. — Hann kunni illa hinum stranga aga, sem unglingar urðu að lúta i Christ Church prestakalli og Balliol College i Oxford,þoldi ekki aðhaldiðog flutti 15 ára gamall til Kanada. Þau Guðrún og William Bristow eignuðust 13 börn og er Violet hin ellefta i röðinni. — Tveir eldri bræður hennar fórust i ofviðri á Winnipegvatni i ágúst 1916, annar 21 árs að aldri en hinn 19 ára. „Mér þykir vænt um fólk og það er min lifsgæfa,” segir, Violet, ég ann Gimli og umhverfinu þar og vil helzt ekki þaðan vikja.” Hún fer heldur ekki i langferðir nema hún bregðii sér til Óttawa i embættiserindum, og aldrei hefur hún tekið sér hvild frá opinberum störfum, að undanskildum sex ár- um frá þvi einkadóttir hennar, Donna Mae.fæddist og þar til hún náði aldri til að fara i skóla. Donna Mae skaraði fram úr við námið, hlaut „Governor-Gene- ral’s Medal” þegar hún lauk menntaskólanámi. Siðan lauk hún námi i hjúkrunarfræði við Winnipeg General Hospital. Hún er gift Wilfred Leonard Arnason , frá Gimli, menntaskólakennara, sem kennir hagfræði i efsta bekk i St. John’s High School i Winnipeg. — Hann hefur meistaragráðu i hagfræði, er Bachelor of Educati- on, Bachelor og Pedagogy og Bachelor of Science i landbúnað- arfræði (agriculture). Þau Wilfred og Donna Mae Arnason eiga einn son og fjórar dætur. Tvær dæturnar, Tracy og Christie, vikja ekki frá ömmu sinni á Islendingadaginn, verða hirðmeyjar Fjallkonunnar. „Báðar bjarthærðar,” segir Vio- let.” GENGISSKRÁNING NR. 148 - 14. ágúst 1975. Kaup 1 Banda ríkjadolla r 159, 80 1 Sterlingspund 336, 75 1 Kanadadollar 154, 10 100 Danskar krónur 2680, 50 100 Norskar krónur 2924, 45 100 Sænskar krónur 3706, 50 100 Finnsk mörk 4219, 50 100 Franskir frankar 3644, 75 100 Belg. frankar 416, 70 100 Svissn. frankar 5962, 45 100 Gyllini 6042, 00 100 V.- Þýzk mörk 6191, 25 100 Lírur 23, 88 100 Austurr. Sch. 877, 95 100 Escudos 602, 40 100 Pesetar 274, 00 100 Yen 53, 62 100 Reikningskrónur Vöruskiptalönd 99, 86 1 Reikningsdollar - Vöruskiptalönd 159, 80 Vestur-Skaftafellssýsla Vegna samgönguerfiðleika neyðumst við tii að fresta héraðsmóti framsóknarmanna i Vestur-Skaftafellssýslu, sem halda átti i Vik I Mýrdal föstudaginn 15. ágúst. Vestfirðir Kjördæmisþing framsóknarmanna i Vestfjarðakjördæmi verður haldið I sjómannastofunni, Alþýðuhúsinu Isafirði og hefst kl. 3 e.h. föstudaginn 22. ágúst. Meðal annars verður rætt um laga- breytingar. Þeir fulltrúar, sem þarfnast fyrirgreiðslu vegna gistingar og fæðis, eru beðnir að hafa samband við Fylki Ágústs- son ísafirði i sima 3745. Framsóknarfélaganna í Reykjavík Sumarferð Framsóknarfélaganna i Reykjavfk, sunnudaginn 17. ágúst. Ekið um Þingvelli, Laugarvatn, Gullfoss, Geysi, Brúar- hlöð, Hreppa, Búrfellsvirkjun að Sigöldu og Hrauneyjarfossum. Framkvæmdir við Sigöldu skoðaðar undir leiðsögn verk- fræðings. Ekið um Galtalækjarskóg og um Landssveit á heim- leið. Vekið athygli vina ykkar á þessari ágætu ferð og bezt að gera það strax. Farmiðar verða seldir í dag til kl. 18 á skrifstofu Framsóknar- flokksins að Rauðardrstíg 18. Sími 2-44-80 UTANLANDSFERÐIR Ferð til Vínarborgar 4. til 13. sept. Þeir sem áhuga hafa á þessari ferð, hafi samband við flokksskrifstofuna. Síðustu forvöð Kaupmanna- hafnarferð 17.-24. ógúst Sérstakt tækifæri — síðustu forvöð Nánari upplýsingar um ferðirnar á flokksákrifstofunni Si'mi- 24480.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.