Tíminn - 22.08.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.08.1975, Blaðsíða 5
Föstudagur 22. ágúst 1975 TÍMINN 5 Heim í heiðardalinn Ólíklegt er, aö Samtökum frjálslyndra og vinstri manna verði langra lifdaga auðið. Mikill ágreiningur er innan Samtakanna og snýst hann um það, hvort þau eigi að starfa áfram sem sjálfstæður aðili eða sameinast Alþýðubanda- laginu. Ágreiningurinn er ekki af þeim toga spunninn, að hann snúist um hugsjónir, heldur er hér um að ræða framapot einstakra flokks- manna, sem telja sig borna til að gegna háum embættum, en sækist framinn seint. Lita þeir hýrum augum til Alþýðu- bandalagsins i von um feitari bita, en i herbúðum Alþýðu- bandalagsins gætir litillar hrifningar yfir væntanlegri scndingu sem vonlegt er. Einhverjir verða að standa upp Alþýðublaðið gerir þessi mál að umtalsefni i gær og segir: „Hugmyndirnar um að Samtök frjálslyndra og vinstri manna gangi i nýtt samstarf við Alþýðubandalagið hafa fcngið byr undir báða vængi um land allt og valdið ágrein- ingi i þeim leifum samtak- anna, sem enn talast við.... Ólafur Ragnar Grímsson sér ekki aðra leiö til að komast á þing en að troða sér inn á lista Alþýðubandalagsins á Austur- landi i þeirri von, að Lúðvik sé að þreytast... Erfiðara verður að koma þeim saman á Vest- fjörðum, Kjartan Ólafssyni, ritstjóra Þjóðviljans, og fram- bjóðanda Alþýðubandalagsins á Vestfjörðum, og Karvel Pálmasyni, formanni þing- flokks frjálslyndra... Og hváð á svo að gera viö Magnús Torfa, frambjóöanda i Reykjavik?.... Verður Svövu Jakobsdóttur fórnað, eða er verið að ráðstafa sæti Eðvarðs Sigurðssonar og þarmeð verkalýðshreyfingarinnar?” Samrurtinn boðaður Ef einhverjir halda, að Al- þýðublaðið fari með fleipur, þá er það á misskilningi byggt. I siðasta tölublaði Nýrra Þjóðmála er samruninn boðaður: „Bæði Alþýðubandalagið og Samtökin hafa skýra vinstri- stefnu, og starfa i samræmi við það t.d. á Alþingi. Þótt ágreiningur sé vafalaust um ýmis atriði á milli þeirra, eru báðir flokkarnir sammála um nauðsyn þess að efla svo mátt vinstrimanna, að hægt verði að koma á rikisstjórn vinstri- aflanna.” Það fer vart á milli mála, að nú styttist I samrunann, þ.e.a.s. ef Alþýðubandalagið kærir sig þá nokkuð um tætingsliðið. — a.þ. Leggja ber enn meiri áherzlu á menntun og sérþjálfun lög- fræðinga til málaflutnings ÞRIÐJUDAGINN 19. ágúst var haldinn á Hótel Loftleiðum sam- eiginlegur stjórnarfundur lög- mannafélaganna á Norðurlönd- unum 5, daginn áður en hið al- menna lögfræðingaþing hófst. Fulltrúar Lögmannafélags Is- lands voru lögmennirnir Páll S. Pálsson, Guðjón Steingrimsson, Jón Finnsson, Ragnar Aðal- steinsson, Brynjólfur Kjartans- son og Skúli Pálsson, sem sá um undirbúning fundarins. Formenn varaformenn og framkvæmdar- stjórar og nokkrir einstakir stjórnarmenn lögmannasamtaka hinna Norðurlandanna voru einn- ig mættir. Fundarstjóri var kosinn Páll S. Pálsson og fundarritari Brynjólf- ur Kjartansson. Formenn lög- Innheimtugjaldkeri Starf innheimtugjaldkera hjá Rafveitu Hafnarfjarðar er laust til umsóknar. Starfið er aðallega fólgið i mottöku peninga vegna greiðslu rafmagns- reikninga og við simaafgreiðslu Laun eru samkvæmt kjarasamningi Hafnarfjarðarkaupstaðar við Starfs- mannafélag Hafnarfjarðarkaupstaðar. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila fyrir 1. september n.k. til rafveitustjóra, sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar. • mannafélaga hvers lands fluttu skýrslu um starfsemi félaganna siðastliðin 2 ár. Að þvi loknu voru flutt 4 erindi um efnið: „Sérstaða lögmanna meöal lögfræðimennt- aðra manna.” Framsöguerindi fluttu sænski lögmaðurinn Gotthard Calissen- dorff og islenzku lögmennirnir Ragnar Aðalsteinsson, Skúli Pálsson og Guðjón Steingrims- son. Miklar umræður urðu um málefnið. Fundarmenn töldu m.a. að leggja bæri enn meiri áherzlu á menntun og sérþjálfun þeirra lögfræðinga, sem ætli að gera málflutningsstörf að ævi- starfi. Það kom fram, að vart verður tilhneigingar hjá lögfræðingum, sem gegna öðrum störfum en málflutningsstörfum að aðal- starfi, svo sem stjórnarráðs- starfsmönnum, lögfræðingum i þjónustu atvinnufyrirtækja og jafnvel hjá dómurum, til þess að gripa til málflutningsstarfa til aukatekjuöflunar i hjáverkum. Lögmannasamtökin hafa vegna hagsmuna lögmanna og almenn- ings eindregið barizt gegn þessu, og er nú viða svo komið að slikt er bannað með lögum. Einnig kom fram að æskilegt væri að þeir, sem fengið hefðu leyfi til málflutnings, felldu niður titilinn lögmaður eða advokat, þegar þeir stunduðu ekki mál- flutningsstörf. Að fundi loknum bauð stjórn Lögmannafélags Islands erlendu fulltrúunum og mökum þeirra til kvöldverðar að Þingholti. Akveð- ið var að næsti fundur yrði i Finn- landi að 2 árum liðnum. KRON VERD: Hámarks- verð KRON- VERÐ Svið 9 • 227.00 Kaffi 1 18.00 1 10.00 Strósykur 1 kg 9 • 198.00 Molasykur 1 kg 9 9 235.00 Hveiti 5 Ibs. 241.00 218.00 10 Ibs 482.00 436.00 Vex þvottal. 3,8 1. 51 1.00 460.00 KRON MATVÖRUBÚÐIR CRED A-ta uþurrkarinn er nauðsynlegt hjálpartæki á nútimaheimili og ódýrasti þurrkarinn i sinum gæðaflokki. Fjórar gerðir fáanlegar. Ennfremur útblástursbarkar f/Creda ,o.fl. þurrkara. Veggfestingar f/Creda T.D. 275 þurrkara SMYRILL Armúla 7. — Simi 84450. Til sölu 20. velkynjuð hross, þar af 2 stóðhestar annar út af Herði en hinn Nökkva, mjög fallegir Einnig ný blokk i Austin-Gipsy og 7 tonna vörubifreiö, árg. ’66 með nýuppgerðum mótor. Upplýsingar gefur Magnús Guönason, Kirkjulækjarkoti, simi um Hvolsvöll. Tilkynning frá Stofnlánadeild landbúnaðarins Umsóknir um lán vegna framkvæmda á árinu 1976 skulu hafa borist Stofnlánadeild landbúnaðarins fyrir 15. september næst- komandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðs- ráðunautar, skýrsla um búrekstur og framkvæmdaþörf svo og veðbókarvott- orð. Eldri umsóknir faiia úr gildi 15. september næstkomandi, hafi deildinni eigi borist skrifleg beiðni um endurnýjun. Reykjavik 20. ágúst 1975 BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS Stofnlánadeild landbúnaðarins. UMBQÐIÐ hf. Hefur til sölumeðferðar skuttogara frá einni þekktustu skipasmiðastöð i Noregi — til afhendingar 1976 Útgerðarmenn - skipstjórar Skuttogari SÖLUMÖGULEIKAR Á ELDRA SKIPI í ÞESSU SAMBANDI Upplýsingar á skrifstofunni Kiapparstíg 29, 3. hæð, Sími 28450. Skipasmíðastöðin hefur kaupanda að fiskiskipi ca. 80-1 10 feta, ekki eldra en 7 óra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.