Tíminn - 22.08.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.08.1975, Blaðsíða 13
Föstudagur 22. ágúst 1975 HMINN 13 Hús sem hægt er aö varðveita Siguröur Björnsson, Kvi- skerjum, skrifar: „í 184. tbl. Timans 1975 eru á 5. blaðsiðu þrjár myndir af Sand- felli i Oræfum, og eru sagðar þangað komnar af Húsa- friðunarsýningunni i Norræna húsinu. 1 texta undir myndunum er sagt, að sú efsta sé af bænum þegar i honum var búið, mið- myndin fárra ára, og sú neðsta sýni hvernig þar er umhorfs nú. Ekki verður annað séð i texta, en myndirnar af bænum séu af sömu húsum. Er þar góðum málstað gerður slæmur grikkur, þvi að slik ónákvæmni hlýtur að skaða málstað þeirra, sem að virkilegri húsafriðun vilja vinna. Efri myndin er af bæ, sem reistur var á seinni hluta 19. aldar, var a.m.k. endurbættur á árunum 1880-1887, og var góður fulltrúi sins tima. Þetta var vandaður bær á sinum tima, en var nokkuð farinn að hrörna þegar sr. Jón J. Noröfjörð kom að Sandfelli árið 1905, og lét hann rifa frambæinn og byggja þverhús upp úr honum, mjög af vanefnum gjört. Þegar sr. Eirikur Helgason kom að Sandfelli, var þetta hús varla talið hæft til ibúðar, og réðst hann þvi i að rifa þessi hús til grunna og koma upp nýju húsi árið 1921. Þetta var stórt rennuhús, ólikt að innréttingu þeim húsum, sem hér höfðu tiðkazt, og heldur óhaganlegt. í þessu húsi var búið alveg til árs- ins 1945, og að nokkru til 1947, og var þá fljótlega ljóst að enginn mundi fást til að set jast að i þvi framar. Húsið á miðmyndinni á þvi ekkert skylt húsinu á fyrstu myndinni. Það vita allir, sem nokkuð þekkja til slikra mála, að bæir, sem eins er ástatt um og þarna var, fúna og eyðileggj- ast fljótt, sérstaklega þar sem úrkoma er mikil, eins og hér um slóðir. Það var þvi orðið álitamál fyrir nokkuð mörgum árum, hvort ekki væri lögbrot að láta bæinn standa ásamt öðrum hús- um, sem þar voru, þvi að hann var orðinn hættulegur gripum - og jafnvel mönnum, en leyfi fékkst ekki til að rifa húsin fyrr en sum útihúsin voru fallin. Þessi bær var orðinn með öllu ónýtur, svo að varla var i hon- um ófúin spýta. Það er þó ánægjulegt, að til er af þessum bæ mjög nákvæm teikning, og væri þvi hægt, ef menn hafa nægan áhuga, að koma honum upp að nýju. (Hann yrði þá minnisvarði um virðingarverða en misheppnaða tilraun að nýjum húsastil frá 1921). Þvi miður höfum við ekki teikningar af bænum, sem sr. Ólafur Magnússon bjó i siðastur presta, svo hann verður ekki endurbyggður i Sandfelli, þó vilji og fé væri fyrir hendi. Ég hef ekki séð Húsafriðunar- sýninguna, en vona að þar sé eitthvað raunhæfara en þessar umræddu myndir, þvi að til eru enn hús, sem eru þess virði að vera varðveitt vegna útlits eða sögu og hægt er að varðveita.” Samvinnan: ÞRÓUN BYGGÐ- AR Á ÍSLANDI í ágústhefti Samvinnunnar er m.a. athyglisverð grein eftir Bjarna Einasson, bæjarstjóra á Akureyri, um þróun byggðar á íslandi allt frá landnámi tilvorra dag. Hér er um að ræða itarlegt og greinargott yfirlit yfir þetta mikilsverða mál, sem siður en svo hefur verið nægilegur gaumur gefinn hér á landi. Næsti áratugur ræður úrslitum um það, hvort Island verður borgriki i framtiðinni — eða hvort tekst að snúa við óheillaþróun siðustu ára- tuga, svo að allt landið verði áfram byggt og meira jafnrétti riki milli landshlutanna. Af öðru efni Samvinnunnar má nefna smásögu eftir Klaus Rifbjerg, kunnasta nútimahöfund Dana, frásögn af fyrsta framboði Asgeirs Asgeirssonar forseta eftir Gunnar M. Magnúss., grein i tilefni af hundrað ára afmæli Bólu-Hjálmars, og margt fleira. m Electrolux Frystikista 410 Itr. & 4 Electroiux Frystiklsta TC 14S 410 lítra Frystigeta 28 kg á dag. Sjálfvirkur hitastill- ir (Termostat). Öryggisljós meS aðvörunarblikki. Hraðfrystistill- ing. Plata með stjórntökkum. Lás á loki. Tvær körfur. Skilrúm. Útbúnaður, sem fjarlægir vatn úr frystihólfinu. Segullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. j Vörumarkaðurinn hf. 1 ARMÚLA IA. SIMI B6112, HCVKJAVÍK 1 s—■ / Sementssalan fyrstu sjö mánuði 1975 var 13% minni á almenn um markaði en 1974 Sementsverksmiðja rikisins seldi alls 80449 tonn af sementi frá árs- byrjun til júliloka 1975, en 78783 tonn á sama tima i fyrra. Mörg undanfarin ár hefur sala á sementi fyrstu sjö mánuöi ársins verið mjög svipuö og sala siöustu fimm mánuöi ársins. Ætla mætti skv. þessu að heildarsala ársins yrði um 160.000 tonn. Yrði salan þá svipuö og i fyrra, en þá var hún 158.597 tonn. Þetta gefur þó ekki rétta mynd af þessu máli. Réttara er að draga frá sölu á sementi til Sigölduvirkjunar og til hafnargerðar I Þorláks- höfn bæöi árin. Er hér og um aö ræða aðrar sementstegundir, en þær, sem seldar eru á almennum markaði. Samanburöur á sementssölu milli áranna þannig: 1974 Sala alls 1/1-311/7 ’74 -7- sala til Sigöldu á sama tima 1975 og 1974 verður þá tonn 78.783 419 sala alls á alm. markaði 78.364 1975 Sala alls 1/1-31/7 ’75 4- sala til Sigöldu og Þor- lákshafnar á sama tfma tonn 80.449 11.720 sala alls á alm. markaði 68.729 Þegar þessar tölur eru bornar saman, má segja, aö sementssala fyrstu sjö mánuöi ársins 1975 sé 13% minni á almennum markaöi en var á-ama tima i fyrra, Sement á almennum markaði er selt laust og ósekkjað til Steypustöðva I Reykjavik á Selfossi, og I Ytri-Njarðvik, en sekkjað til allra annarra. Skipting ofangreinds magns I sekkjað og ósekkjað er sem hér segir fyrstu sjö mánuöi áranna 1974 og 1975. 1974 Seltlaust Seltsekkjað 40.770 tonn 52% 37.594 tonn 48% 78.364 tonn 100% 1975 Seltlaust Selt sekkjað 31.747 tonn 46% 36.982 tonn 54% 68.729 tonn 100% Sala á sekkjuöu sementi, sem að lang mestu leyti fer út á land, er þvi aðeins um 2% minni I ár en var á sama tlma i fyrra. Hins vegar er sala á lausu sementi til Steypustöðva I Reykjavlk og nágrenni 22% minni I ár, en var á sama tima I fyrra. Frá Sementsverksmiðju rikisins. Hænuungar til sölu italir. Asgeir Eiriksson, Sandlækjarholti, Gnúpverjahreppi. — Simi um Ása. ALÞJÓÐLEG VÖRUSÝNING1975 INTERNATIONAL FAIR =F= REYKJAVÍK- ICELAND Landsmenn, lítið inn hjá Jórunni I dag klukkan 6 opnum við Alþjóðlegu vöru- sýninguna Reykjavik '75 í Laugardalshöll. Þessi sýning er sú stærsta og f jölbreyttasta sem haldin hefur verið á Islandi frá upp- hafi vega. 610 framleiðendur sýna fram- leiðsluvörur 24 þjóða i 124 sýningardeildum á 8000 ferm. sýningarsvæði, i höllinni sjálfri, i tjaldskála og á útisvæði. Segir þetta ekki nokkuð um umfang sýningarinn- ar? Við treystum okkur ekki út í nánari upptalningu eða sundurgreiningu á vöru- flokkum hér, en vekjum athygli á því að sjón er sögu rlkari. NOKKUR ATRIOI TIL ATHUGUNAR! Vinningurinn i dag er 5 manna ævintýra- ferð um Breiðafjörð með Flugfélaginu Vængjum. Flogiðtil Stykkishólms, snæddur hádegisverður á veitingahúsinu Nonna og siðan4tima sigling um Breiðafjörð. Flogið til baka um kvöldið. Tískusýningar: Tiskusýningar með nýju sniði verða tvisvar á dag alla daga vikunnar (nema á sunnu- dögum). I kvöld sýna sýrtingarsamtökin Karon og Modelsamtökin kl. 8.45. Opnunartími: Sýningin verður opin virka daga f rá kl. 3 til lOogfrá 1.30 til 10 um helgar. Svæðinu lok- að kl. 11. Gestahappdrætti: Frumlegt gestahappdrætti, þar sem ferða- vinningur verður dreginn út daglega, og aðalvinningurinn, 14 daga ferð fyrir tvo til Bangkok með Útsýn, verður dreginn út! lok sýningar. Verð aðgöngumiða: Verð aðgöngumiða á sýninguna er 350 krón- ur fyrir fullorðna og 100 krónur fyrir börn. Foreldrar athugið, að börnum innan 12 ára aldurs er óheimill aðgangur að sýningunni nema í fylgd með fullorðnum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.