Tíminn - 22.08.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.08.1975, Blaðsíða 10
TÍMINN Föstudagur 22. ágúst 1975 Föstudagur 22. ágúst 1975 TÍMINN n Glerkonan, eitt merkilegasta atriði heilbrigðisýningarinnar, á stalii sínum. Hitunarstokkurinn i loftinu i skálanum. Háifri disilvél komið fyrir. Alþjóðlega vörusýningin í Laugardalshöll opnuð í dag: BH-Reykjavik — Alþjóðlega vörusýningin 1975 verður opnuð i Laugardalshöliinni i dag, föstu- daginn 22. ágúst ki. 4. Undan- farna daga hefur undirbúningur sýningarinnar, sem er hinn um- fangsmesti, staðið yfir, og hafa sýningaraðilarnir starfað að þvi að koma margvislegum sýn- ingarmunum sinum fyrir i deildunum, sem eru fjölbreytileg- ar og skrautlegar. Verða þær i salnum i Laugardalshöliinni, i geysimiklum skála, sem reistur hefur verið á svæðinu utan við höilina, og loks á sýningarsvæð- inu hjá höllinni. Þar hafa til dæmis verið reistir tveir sumar- bústaðir, annar norskur og hinn islenzkur, tuttugu metra hár turn, reistur með svokallaðri þrigrips- aðferð, og svo er þarna hvolfþak, sem reist er i tilefni komu banda- risks frömuðar á þvi sviði. A ann- að þúsund manns munu starfa við sýninguna, en hún skiptist i 122 deildir, og taka um 200 aðilar þátt i sýningunni. — Tilgangur þessarar sýningar er að gefa neytendum kost á að gera samanburð á sem allra flestum vörutegundum, sem fá- anlegar eru hér á landi, sagði Magnús Axelsson, blaðafulltrúi sýningarinnar, i viðtali við Tim- ann i gær, — og hér verður reynt að koma þeim sem allra flestum saman á einn stað. Um leið er verið að stuðla að bættum sam- skiptum og viðskiptum. Við spyrjum Magnús að þvi, hvort þetta sé sölusýning. — Sölumennska er leyfð i ein- staka tilfellum, ef um sérstakar nýjungar er að ræða, og þá fer salan fram á kostnaðarverði eða undir kostnaðarverði. Hversu mikið verður um þetta, er ekki vitað á þessu stigi málsins. t>að þarf naumast að spyrja að þvi, að á þessari sýningu verða margar nýjungar af ýmsu tagi, og við biðjum Magnús að segja okkur frá nokkrum þeirra. — Við verðum með lifandi minka á útisvæðinu. Þeir verða þar i sérstöku búri, og gætu orðið allt að þréttán talsins. Það er talsvert vafstur i kringum þetta. sérstakar öryggisráðstafanir, þreföld girðing og hvað eina. Með þessu erum við að kynna loðdýra- rækt á tslandi m.a., en svo verður framleiðslan i sérstakri deild rétt fyrir innan vegginn á sýningar- höllinni. Þar verða sýnd verð- launaskinn, handskjól, herðaslá og fleira, sem unnið er úr skinn- unum. — Svo er það nú skálinn(sem er stærsti sýningargripurinn — þessi feiknarlegi skáli, sem risinn er hérna fyrir utan. Hann er innfluttur af Herði Gunnarssyni frá dönsku fyrirtæki. Aldek Skálinn er 25 metra langur, 40 metra breiðurog 7 metrar á hæð. Hann rúmar fjórðung sýningar- innar, og ef við höldum áfram að sýna ykkur nýjungarnar, vil ég benda ykkur á hitastokkinn i lofti skálans. Hann er sýningargripur lika. Fyrirtækið Vogur sér um kyndinguna og setti stokkinn upp, en hann er fyrst og fremst sýningargripur. Við göngum út i skálann og finnst mikið til um stærð hans og rými. Þarna er verið að koma fyrir hluta úr disilvél, tröllstóru stykki frá Vélsmiðjunni Nonna, sem Magnús segir okkur að sé til húsa á ólafsfirði en hafi útibú i Reykjavik. Þarna inni i skálanum er lika sýnishorn af einingahúsi frá Verki hf., haganleg smiði, sem vafalaust á eftir að vekja athygli sýningargesta. Og úr þvi að við segjum frá þessum deildum, verðum við að minna á erlendu sýningarnar tvær, sem verða þarna sem sjálf- stæðar heildir. önnur er heil- brigðissýningin frá Dresden, sem áður hefur verið sagt frá hér i blaðinu, en hér er um að ræða kennslulikön, sem sett hafa verið upp i 70 löndum. Hin er vörusýn- ing frá Póllandi, þar sem fjórir aðilar sýna. Það eru Agros, sem er matvælahringur, Texti- ljmplex, sem sýnir fataefni, Centromor, sem er togara- sölufyrirtæki, og loks Polexpo, sem skipuleggur pólskar sýningar erlendis. Annars eru á sýningunni vörur frá 23 þjóðlönd- um. Tilgangurinn að gefa neytendum kost á að gera samanburð á flestum fáanlegum vörutegundum Sýningartæki i liffærafræði, ótrúlega margbrotið. Mjúkum höndum farið um myndprýði sýningardeildarinnar. Pólska sýningardeildin i undirbúningi. Yfirlitsmynd yfir sýningardeildirnar I salnum I Laugardalshöll. > í sambandi við þessa heil- brigðissýningu, sem er hin gagn- merkasta i alla staði, og á vafa- laust eftir að koma mörgum á óvart, er sérstök ástæða til að minnast á „Glerkonuna”, sem þar gefur að lita. Hún gerir gest- um mögulegt að kynnast á ljósan hátt innri byggingu likamans. Uppbygging beinagrindarinnar er gerð úr aluminium og liffærin úr gegnsæju plasti, og er hægt að lýsa upp sérstaklega hvern þátt, einstök liffæri, æðar, taugar o.s.frv. Glerkonan flytur sjálf skýring- ar af tónböndum um hvern þátt. Texti hennar hefur nú þegar verið þýddur á yfir 30 tungumál, meðal annars islenzku. Flutningur text- ans tekur 20 minútur. Glermaður var fyrst sýndur ár- ið 1930, en siðan hefur stöðugt verið unnið að tæknilegri full- komnun, og hafa verið framleidd- ar 57 konur og 22 menn, sem eru til sýnis i heilbrigðissöfnum, lif- fræðistofnunum, skólum og viðar. Að auki eru til ýmis dýr, s.s. kýr, hestar og fleira. Glerkonan og fleiri samskonar fyrirbrigði hafa verið sýnd sérstaklega á sýning- um um allan heim og vakið geysi- lega athygli. „Frúin” er 3,20 sm á hæð og snýst á sökkli. Hún er metin á rúmlega 3.000.000.00 kr. Eins og áður segir, eru tveir sumarbústaðir risnir á svæðinu utan við Laugardalshöllina. Ann- ar þeirra er norskur, af Trybo- gerð, á vegum Astúns sf., hinn er islenzkur, byggður af Þaki hf. Form sér um uppsetningu turns- ins mikla hjá sumarbústöðunum, en þrigripið er sænskt patent og furðulegt. Það er Útgarður sem sér um veitingarnar, og nýjungar i sam- bandi við veitingarnar að þessu sinni eru þær, að hingað hefur verið fenginn sérfræðingur i Pizza-gerð, og verður þvi hin eina og sanna Pizza á borðum þarna. Þá verður hugað að þvi að búa til fjölskyldu-matarpakka, og svo verða tizkusýningar i veitinga- salnum tvisvar á dag. Opnun sýningarinnar fer fram með mikilli viðhöfn i dag, en verndari sýningarinnar er Ólafur Jóhannesson viðskiptaráðherra. Myndirnar tók G.E. Myndavélin blöffar. Maöur gæti haldiö, aö stúlkan heföi gengiö út I grænan skóg, og Guöjón ljósmynd arihitthana þar, en svo er ekki. Bakgrunnurinn er betrekk. Einingahúsiö aö risa inni I skálanum mikla. Sumarbústaöirnir komnir upp. Sá norski er nær, sá islenzki fjær.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.