Tíminn - 22.08.1975, Síða 7

Tíminn - 22.08.1975, Síða 7
Föstudagur 22. ágúst 1975 TÍMINN 7 „GAMAN AÐ SJÁ HVAÐ VESTUR- ÍSLENZKU BÆND- URNIR BÚA VEL" Jónas Jónsson ritstjóri segir fró bændaförinni til Kanada — ÞAÐ eftirminnilegasta úr ferð- inni er hve islendingabyggðirnar eru öflugar og fólkið þar sam- hent. Þátttakendur voru sifellt að hitta frændur sfna. Einnig var ferðin lærdómsrík fyrir okkar bændur og þeir geta dregið af henni sínar ályktanir um ýmis- legt, þótt ekki séu sömu aðstæð- urnar hér og i Kanada. Þótti mönnum margt til fyrirmyndar I búskapnum vestra en annað ekki. T.d. er félagskerfi landbúnaðar- ins hér betra en þar, enda játuðu kanadisku bændurnir þvi, að þeir hefðu ekki með sér nægilega sterk samtök. Svo fórust Jónasi Jónssyni, rit- stjóra Freys, orð i viðtali við Timann, en hann var meðal þátt- takenda i bændaförinni héðan til Kanada i tilefni af 100 ára byggð Islendinga þar i landi. Ferðinni lauk þann 19. ágúst, en hún var farin á vegum Búnaðarfélags fs- lands og Stéttarsambands bænda. Aðalfararstjóri var Agnar Guðnason ráðunautur. En Helgi Austmann aðstoðarlandbúnaðar- ráðherra i Manitóbafylki annað- ist með miklum ágætum allan undirbúning og skipulagningu vestanhafs. Helgi átti fyrstur hugmyndina að þessari bænda- för, er hann var hér á ferð i fyrra með öðrum Vestur-Islendingum. ( Þátttakendur i bændaförinni voru 146 , meginhlutinn bændur og konur þeirra, en nokkuð af öðru fólki tengdu landbúnaðinum. Þann 5. ágúst var flogið til borgarinnar Calgary i Alberta- fylki, og farið þaðan til Olds, sem er stór búnaðarskóli, þar sem dvalizt var fyrstu vikuna. Fyrstu tvo dagana skoðuðu menn skól- ann, umhverfi hans og búskap i nálægum héruðum. Þar er ýmist mikil kornrækt, sem sumir bænd- ur stunda eingöngu og hafa þá mikið undir, allt upp i 500-600 hektara. Þá er þarna mikil holda- nautarækt og einnig mjólkur- framleiðsla. En sumir bændur stunda jöfnum höndum kornrækt og mjólkurframleiðslu. Klettafjöllin ógleymanleg — Einn daginn fórum við vestur i Klettafjöllin sjálf og kynntumst þá alveg nýrri hlið á landinu, sagði Jónas Jónsson, — Þangaö til höfðum við verið niðri á sléttunum, og aðeins séð til fjallanna i fjarska. Við fórum ákaflega fallega leið suður eftir Klettafjöllunum Albertamegin. Þarna var alveg stórkostlegt landslag, mikilfenglegra heldur en nokkurt okkar hafði séð, þótt við teljum islenzkt landslag mik- ilfenglegt. Laugardaginn 9. ágúst fórum við i heimsókn til islenzku bænd- anna i nágrenni Markerville, þorps Stephans G. Stephansson- ar. Komum við m.a. til þorpsins Innisfail, þar sem járnbrautar- stöðin er, og borgarinnar Red Deer. tslenzku bændunum var skipt niður á bæina og sýndur bú- skapurinn og leikið við okkur á allan hátt. Þennan dag, er vorum við gestir einstakra bænda, kynntumst við ákaflega vel bú- skapnum, og var gaman að sjá að þarna bjuggu islenzkættaðir menn yfirleitt mjög vel. Tókust þarna hin beztu kynni. A sunnudag 10. ágúst var siðan farið á minningarhátiðina við hús Stephans G. Þar hittust hóparnir að heiman, Þjóðleikhúshópurinn ásamt menntamálaráðherra og þjóðleikhússtjóra, hópurinn frá Þjóðræknisfélaginu, glimuhópur- inn og við. Þetta var fjölmenn samkoma og mátti ekki á milli sjá hverjir voru fleiri Austur- eða Vestur-tslendingar. Minningarat- höfnin fór skemmtilega fram og var ekki sizt áhrifarikt þegar dóttir skáldsins Rósa ávarpaði viðstadda. Henni mæltist vel og skörulega, og virtist hún vera hin mesta rauðsokka. Flutti kvæði um Stephan G. Guðmundur Ingi Kristjánsson, bóndi á Kirkjubóli, flutti þarna kvæði, sem hann hefur ort um Stephan G. Stephansson. Og vesturislenzk kona fór með það á ensku i þýðingu Páls Sigurðsson- ar. Við þetta tækifæri afhenti for- maður Stéttarsambands bænda, Gunnar Guðbjartsson, 10.000 doll- ara gjöf til viðhalds húsi skálds- ins. A mánudag var siðan haldið frá skólanum Olds áleiðis austur til Winnipeg um óhemju viðar slétt- ur, en það er um 1600 km vega- lengd, allt endalausar sléttur. Við gistum i byggðum íslendinga, sem kallaðar eru Vatnabyggðir, i Saskatschewan. Vorum við i tveim byggðum, Wineyard og Elfros. Stór hópur tók á móti okk- ur með veizlu og allir gistu hjá Vestur-lslendingum, sem kvört- uðu yfir að hafa okkur ekki nema eina nótt. Þá var haldið áfram til Winnipeg og þar verið i eina nótt, en siðan farið til íslendinga- byggðanna i Nýja Islandi, á milli vatnanna fyrir norðan Winnipeg. Dreifðist hópurinn til byggðanna að Gimli, Árborgarbyggðar og Lundarbyggðar. Á þessum stöðum var gist i þrjár nætur og urðu mikil og góð kynni með heimamönnum og íslendingum að heiman. Á Mikley eru fjórar fjöl- skyldur Margir komu til Mikleyjar, sem oft hefur verið ranglega nefnd Hekla að undanförnu. Eyjan heit- ir réttilega Mikley, en þar var þorp, sem hét Hekla. Ibúar eyjar- innar voru hálfvegis flæmdir burtu þegar þeim var bannað að veiða i vatninu nema hálft árið tvo og tvo mánuði i senn. Þarna eru enn f jórar islenzkar fjölskyld- ur mestmegnis af þráa. Áhrifa- mikið var að sjá þetta eyðilega þorp, kirkjuna þar og önnur mannvirki. Margir komu einnig til Gimli, sem er fallegt þorp og hálfgerð höfuðborg Islendingabyggðanna þarna. Elliheimilið i Bethel heimsóttu margir. Það var ekki sizt áhrifa- rikt, hve margir hittu þar ætt- ingja sina. Sunnudaginn 17. ágúst fór hóp- urinn til Suður-Manitóba i tvær byggðir. Fyrst komum við til Brown, sem stofnuð var um 1890. Þar er orðið fátt um íslendinga. Kvenfélagið tók á móti okkur, en i þvi eru aðeins 18 konur, sem gáfu öllum hópnum að borða. Auðséð var að þarna var samankomið hvert mannsbarn úr byggðinni. Við komum lika til byggðarinnar Baldur, en þar eru tvær elztu kirkjur Vestur-lslendinga, sem enn standa, Kirkjan á Brú, sem er frá 1889, og Grundarkirkja, nokkru yngri. Fleiri islenzkar kirkjur eru á þessum slóðum. Þarna kynntumst við ekki svo mjög landbúnaði heldur fremur ýmsu öðru i lifi Vestur-Islending- anna. Okkur var einnig haldin veizla i þorpinu Baldur. Sterk samfélagskennd ein- kennir V-islendingana Fengum við góða yfirsýn yfir hve sterk samfélagskennd Vest- ur-Islendinganna hefur verið. Fólkið hefur einnig verið það margt, sem myndaði byggðirnar, að þær urðu heillegar en hurfu ekki i mannhafið. Margir tala Framhald á bls. 19. búskapinn hjá Óla Narfasyni, mjólkurbónda I Nýja tslandi Þátttakendur skoða Holdanaut á sléttum Manitoba Frá fjárræktartilraunabúi á Nýja islandi Stórvirkt herfi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.