Tíminn - 03.09.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 03.09.1975, Blaðsíða 16
SÍMI 12234 UERRA EftRBURINN AflALSTWETl 8 G0DI fyrirgóéan mai ^ KJÖTIDNADARSTÖÐ SAMBANDSINS Ekvador: Herforingjar handteknir — eftir misheppnaða byltingartilraun Reuter Quito — Þrlr yfirmenn I her Ekvador sitja nú I fangelsi i höfuðborg Ekvador, Quito, eftir misheppnaða byltingartilraun gegn stjórn Guillermo Rodriguez Lara forseta. Að minnsta kosti Lara forseti Ekvador. tuttugu manns létust I byltingartil rauninni. Bylgingarmennirnir, en þeim stjórnaði Raul Gonzalez hefshöfðingi, gáfust upp á niáiiu- dag, eftir tlu klukkustunda grimmilegan bardaga, en þeim liaföi þá tekizt að ná forsetahöll- inni á sitt vald. Lara forseta tökst að flýja for- setahöllina þegar bardaginn hófst á miönætti, en hann sneri aftur til Quito I fararbroddi herafla frá borginni Rio Bamba, suður af höfuðborginni. — Byltingarmenn- irnir og þeir sem með þeim stóðu munu verða að svara til saka fyrir rétti fyrir þann geysilega skaða sem þeir hafa valdið, sagði forsetinn. — Þeir munu aldrei fá tækifæri til að gera aðra tilraun, sagði hann. Útgöngubann var þó fyrirskip- að I landinu I gær. Auk hershöfð- ingjanna þriggja sem stóðu að byltingunni, hafa sjö aðrir yfir- menn í hernum verið handteknir, ásamt óbreyttum borgurum, sem grunaðir voru um að hafa tekið þátt Ibyltingartilrauninni. Þá var s'agt I Quito i gær, að Solis hers- höfðingi, hefði leitað hælis I Kolumblska sendiráðinu I borg- inni, en hann var einn af leiðtog- um byltingarinnar. Talsmaður forsetans sagði I gær, að a.m.k. 20 manns hefðu látið Hfið I bardaganum við for- setahöllina og að mikill fjöldi hefði særzt. Þo liggur grunur á að tölur þessar séu miklu hærri, en ekki fékkst það staðfest. Baader-Meinhof: Óeirðir í réttarsal — slagsmál sak- borninga við fangaverði Reuter V-Þýzkaland— Óeirðir brutust út i Kaiserslautern i gær þegar réttarhöldin hófust yfir þrem meðlimum Baader- Meinhof flokksins. Slagsmál hófust milli sakborninganna og fangavarða, eftir að yfir- maður fangelsins hafði skipað að fara aftur með fangana i klefa sina. Rétturinn áleit hins vegar að yfirmaður þessi hefði engin réttindi við réttarhöldin og gæti þvi ekki skipað þar fyrir. Yfirmanninum, sem stjórnar öryggis-vörðunum i réttarsalnum, var skipað að flytja sig yfir á áheyrenda- bekkina og halda sig þar. Sakborningarnir eru Klaus Juenschke, sem er sakaður um að hafa tekið þátt i sprengjutilræði á bandarlska herstöð i Frankfurt 1972, þar sem einn lét lifið og 13 særð- ust. Hinir tveir, Manfred Grashof og Wolfgang Grund- mann eru ákærðir fyrir að hafa drepið lögreglumann þegar þeir frömdu bankarán i Kaiserslautern 1971, og þá særðu þeir einnig annan lög- reglumann hættulega þegar þeir v'oru handteknir 1972. Buizt er við að um 600 vitni verði kölluð fyrir réttinn i Kaiserslautern. I Stuttgart var réttarhöldunum yfir öðr- um flokksleiðtoganum, Andrea Baader, haldið áfram, en hann truflaði þau iðulega með ýmsum upphrópunum og öðrum ólátum. Líbanon: Loftárás á skæruliða Reuter Tel Aviv — Israelskar herflugvélar gerðu sprengjuárás á stöðvar sem þeir álitu aðsetur arabiskra skæruliða í suð-austur Llbanon I gær. Þetta er i annað skipti á fimm dögum sem loftárás er þarna gerð. Árásin stóð aðeins I nokkrar minútur og engin vél- anna eyðilagðist. Búizt er við að árásin hafi verið gerð gegn ara- bískum skæruliðum, sem fyrir- huguðu verkföll, en þeir voru mótfallnir hinu nýja bráða- birgðasamkomulagi milli ísraela og Egypta, sem var undirritað á mánudag. Loftárásin var gerð á svonefnt Fatahland, norður af Rashayah Al-Foukhar. ísraelskar flugvélar gerðu einnig loftárás á skæruliða- stöðvar i Suður-Libanon siðast- liðinn fimmtudag. Mikill usli var gerður á ökrum i þessari síðustu loftárás, en ekki vitað til að neinn hafi látið lifið. Vilja útgöngubann — og heimta að hernaðarástandi veroi lýst yfir Reuter Belfast— Brezki ráðherr- ann fyrir Norður-lrland Merlyn Rees, sendi meira herlið til sveitahéraðsins i Suður-Armagh og miklu meiri öryggisreglur eru nti I gildi þar eftir eina af allra verstu óeirðum i héraðinu. Sex mótmælendur og einn kaþólikki létu lifið og ofsareiðir mótmæl- endur hafa farið fram á að hern- aðarástandi verði lýst yfir og að útgöngubann verði sett að nótt- unni. Spennan milli þessara tveggja hópa hefur aldrei verið eins mikil og hún er nú á þessu svæði. 1 Suður-Armagh, i borginni Newtown Hamilton, menn \ opn- aðir byssum brutust inn i fundar- sal mótmælenda og byrjuðu að skjóta af vélbyssum i allar áttir, og drápu fjóra mótmælendur og særðu aðra sjö. Merlyn Rees, sem hafði ákveð- ið að fækka herliði á svæðinu i gær, sendi nú þegar fleiri á vett- vang, ásamt sérstökum öryggis- vörðum og var vegum viða lokað fyrir umferð. 1 Belfast i gær, gengu tveir vopnaðir menn inn i hjólbarða- fyrirtæki og skutu til dauða eina mótmælendann sem þar vann, 37 ára gamlan skrifstofumann. Þá upplýsti lögreglan i gær, að þau tvö lik, sem fundust i gröf i Antrim-dæmi á mánudagskvöld væru Ur varnarsambandi Ulster og báðir mótmælendur. Sadat fullur grunsemda til ísra- Rabin býst við Ilflegum umræð- elsmanna. um I þinginu I dag. Söguleg tímamót segir Ford um bróoabirgðasamkomulagio Reuter Jerúsalem og Alexandria — Vinna hefur þegar hafizt við Israelsku varnarllnuna I Sinai eyðimörkinni og tsraelir hafa látlð I Ijós þá von um að nýundir- ritað bráðabirgðasamkomulag við Egypta verði varanlegt. 1 Alexandrfu sögðust egypzkir tals- menn I gær, að þeir hefðu sam- þykkt að halda friðinn næstu tvö árin I þeirri viðleitni að komast að endanlegu samkomulagi um vandamálin I Miðausturlöndun- um. israelar munu eftirláta Abu Rudeis ollulindirnar, sem þeir náðu I strlðinu 1967, ásamt stöðv- uiuiiii viö fjallaskörðin Mitla og Giddi og er búizt við að sam- komulag þar að lútandi verði undirritað formlega I Genf á fimmtudag. Stórvirkar vélar tsralesmanna hófu þegar vinnu við uppsetningu nýrra stöðva I Sinai eyðimörkinni I gær. Israelsmenn munu þegar f jarlægja þaö, sem þeir geta, frá eldri stöðvum, en samkvæmt bráðabirgðasamkomulaginu eiga þeir að vera búnir að flytja sig I febrúar nk. Jarðsprengjur verða færðar að nýju varnarllnunni á- samt öllum öðrum tækjum. Varnarmálaráðherrann, Shimon Peres, ræddi I gær við Ensio Siilasvuo, yfirmann SÞ-sveitanna I Miðausturlöndum, um ýmis atriði samkomulagsins, sérstaklega um að fsraelsmenn dragi herlið sitt til baka og flutn- ing SÞ-hermanna á yfirgefnu svæðin. Rabin forsætisráðherra undirbýr nú þingumræður sem fara fram i dag um samkomulag- ið. Hann hélt fund I gær I þinginu til að skýra nákvæmlega frá sam- komulaginu og svaraði spurning- um. Búizt er við að umræðurnar I dag verði heitar en samt fast- legavænzt að það verði samþykkt með miklum meirihluta. tsraelsk dagblöð sögðu I gær, að tsraelsmenn væru vongóðir um varanlegan frið og sögðust aðeins vonast til að Arabar vildu hið saraa. teinu þeirra sagði m.a. að áhætta ísraels væri talsverð, en bætti við að áhættan væri sann- gjörn þegar tekinn væri með stuðningur bandarlska hersins og afskipti Bandarikjanna I sátta- samningunum. Ford Bandarlkjaforseti átti slmtal við Sadat Egyptalandsfor- seta, lagði áherzlu á hina mikil- vægu sögulegu þýðingu sam- komulagsins. Sadat sagði að að vlsu markaði þetta viss tímamót, en að hann væri enn fullur grun- semda I garð tsraela. A fundi með fréttamönnum á mánudagskvöld- ið sagði Sadat, að hann hefði lofað Bandarlkjamönnum að Egyptar myndu leyfa SÞ-herliði setu I Sinai a.m.k. þar til seint á árinu 1977. Þó að tsraelsmenn dragi nú herlið sitt til baka frá Mitla og Giddiskörðunum, ásamt hinum mikilvægu ollusvæðum Abu Rudeis, mun egypzki herinn ekki flytja sig I skörðin, heldur munu þar verða stöðvar SÞ, þar sem ó- breyttir bandarlskir borgarar munu manna og stýra elektrón- isku varnarkerfi til að tryggja að báðir aðilar haldi samninginn. OLIU- FUNDUR í NORD- URSJÓ Reuter London — Bandarlska oliufyrirtækið Continental til- kynnti i gær um oliufund I Norðursjónum um 90 milur norð- austur af Shetlandseyjum. t bor- holu á 156 metra dýpi, um 1,2 milu frá norsk-brezku miðlinunni feng- ust um 8,700 tunnur á dag, á fullu álagi. t tilkynningunni sagði ennfrem- ur að það þurf ti að bora fleiri hol- ur til að akvarða frekar um stærð oliulindarinnar. Á þessum slóð- um, eða aðeins i um 25 mílna f jar- lægð. hafa áður nokkrar fleiri oliulindir verið uppgötvaðar. Barinn í hel Reuter—Lissabon — Maður nokkur, sem grunaður var um að hafa valdið skógareldum, var laminn til dauða, að eigin- konu sinni ásjáandi, nærri Pedro Do Sul, sem er norður af Lissabon. Það voru um tuttugu manns sem lömdu manninn I hel. Maðurinn, sem hét Amadeu de Almeida Lourenco, fertugur að aldri, var dreginn út úr áætl- unarvagni nokkrum og siðan barinn i hel með steinum og prikum. Lögregla'n hefur enn ekki handtekið neinn og segist ekkert vita um árásarlýðinn sem drap manninn. Maðurinn sem var frá nálægu þorpi, var fórnardýr þeirrar miklu ólgu sem verið hefur með fólki i þessum héruðum, en þar hafa geisað miklir skógareldar und- anfarið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.