Tíminn - 06.09.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.09.1975, Blaðsíða 16
 Æ SÍMI 12S34 SÍS-FÓWIJR IL ‘HERRA SUNDAHÖFN i r £ ■ Iearqurinn i I «L A-D AL5TRFETI 3 7.-, i G ~ Ðl fyrirgóöan nwt ^ KJÖTÍÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS ÆTLAÐI AÐ MYRÐA FORD FORSETA — ung kona beindi byssu að forsetanum en var yfirbuguð, áður en hún gat hleypt af Reuter Sacramento — Tilraun var gerð i gærdag að ráða Ford Bandarikjaforseta af dögum i borginni Sacramento i Kalforniu. Forsetinn slapp ómeiddur, cn virtist vera mjög brugðið, eftir þvi sem sjónarvottar sögðu. For- setinn var að heilsa fólki fyrir ut- an hótelið, sem hann bjó i, þegar kona ein kom allt i einu aðvifandi og beindi skamntbyssu að forset- anum. Áður en henni tókst að hleypa af, réðust nálægir menn á hana og yfirbuguðu. Einn sjónar- votta sagði, að konan hefði hróp- að upp, um leið og hiin beindi byssunni að forsetanum: Fólk fær ekki nóg fyrir vinnu sina! Gerald Ford forseti var á leið út úr hóteli sinu i Sacramento, sem er höfuðborg Kaliforniufylkis, til að halda ræðu um giæpi i Banda- rikjunum og var að koma að mannfjölda, sem safnazt hafði saman til að hylla hann, þegar konan skauzt fram og beinai silf- urlitaðri skammbyssu að honum. Eins og áður segir ókst að yfir- buga og afvopna konuna, áður en henni tókst að hleypa af skoti. Þegar i stað var farið með Ford, sem virtist mjög brugðið, inn á skrifstofu Edmund Brown jr. fylkisstjóra, i ráðhúsinu i borginni. Einn af sjónarvottun- um, William Perkins, sem var að- eins staddur i þriggja metra fjar- lægð, þegar konan stökk fram, sagöi að forsetinn hefði hrokkið mjög við, þegar hann sá konuna. öryggisverðirnir og forsetinn tóku þegar i stað til fótanna og mannfjöldinn, sem varð vitni að þessu hrópaði til hans að koma sér i skjól. Um leið og konan var yfirbug- uð, heyrðist hún hrópa upp yfir sig: Það hljóp ekki af, skotið hljóp ekki úr byssunni! Þetta er fyrsta beina árásin, sem gerð er á Ford forseta siðaji hann tók við embætti i ágúst á s.l. ári.Fyriraðeins viku siðan, sagði bandariska leyniþjónustan, sem sér um öryggi Fords og fjölskyldu hans, að þeim hefðu borizt hótan- ir um að ráða forsetann og vara- forsetann, Nelson Rockefeller af dögum. Talsmaður forsetans neitaði I gær að gefa upplýsingar um, hvort leyniþjónustan áliti, að um hóp manna væri að ræða eða aðeins einn mann. Einnig stað- festi Bandariska alrikislögfeglan (FBI) það I gær, að þeim hefði verið kunnugt um þessar hótanir. Eftir að lögreglan hafði hand- tekið konuna, kom i ljós, að hún var Lynne Alice Fromme, 26 ára og meðlimur hippa-hópsins, sem Charles Manson var leiðtogi fyr- ir. Manson afplánar nú lifstiðar- fangelsisdóm, eftir að hann og vinir hans höfðu myrt leikkonuna Sharon Tate og fjóra vini hennar. Lögreglan staðfesti siðan að Lynne Alice Fromme hefði verið með hlaðna 45 cal skammbyssu. Eins og kunnugt er, hafa fjórir bandariskir forsetar látið lifið fyrir morðingjum. John F. Kennedy var sá siðasti þeirra, en hann lézt eftir að hafa verið hæfð- ur þrem skotum i Dallas i Texas i nóvember 1963. Abraham Lincoln var fyrsti bandaríski forsetinn sem lét lifið Sprengja sprakk í London — tveir létu lífið og 43 særðust hættulega Reuter London — Uni hádegi I gærdag varð mikil sprenging I anddyri Hiltons hótelsins I Lond- on. Tvær nianncskjur létu lifið og yfir fjörtiu særðust, sumir mjög iiættulcga. Mikii skelfing greip um sig i hótelinu, en þar voru um eitt hundrað manns staddir I and- dyrinu, bæði ferðamenn og Lond- on-búar. Margir voru einnig staddir fyrir utan og unihverfis hótelið. Nokkrunt minútum áður en sprengingin varð, hringdi maður nokkur, sem sagöur var tala með irskum hreim, til skrif- stofu eins dagblaöanna og sagði frá sprengjunni. Enginn timi vannst til þess að koma hötelgest- unum i burtu. Annar þeirra sem lézt, var kona, en sjónarvottur sagði, að hún hefði misst báða fætur i sprengingunni og látizt nær sam- stundist. — Ég var heppinn, sagði einn ferðamannanna, sem stadd- Retuer-Khartoum — Tilraun til stjórnarbyltingar var gerð i höfuðborg Súdan i gærmorgun. Nimeiry forseti Súdan sagöi I gær, að byltingarmennirnir heföu vcrið fáir og veriö illa stjórnað, en leiötogi þeirra er sagður hafa fallið i átökunuin, sem stóðu stutt, en voru mjög hörö. íbúar höfuð- borgarinnar söfnuðust saman I stórum hópum og heimtuðu hefnd yfir byltingarmönnum. Hópfund- ir voru haldnir um allt land og lýstu ibúarnir fullum stuðningi við forseta landsins, Nimeiry. Siðan Nimeiry forseti náði völdum eftir byltingu, sem fram fór árið 1969, án þess að nokkur léti lifið, hefur áður verið reynt aö steypa honum og stjórn hans af stóli. Það var I júli 1971, en auk ur var i anddyrinu, ég stóð aðeins i metra fjarlægð frá konunni, sem lézt, en fékk aðeins smáskrámur og meiddist litið eitt á fæti. Hann áleit, að sprengjan hefði verið úndir stól i anddyrinu. Sprengjan var svo öflug, að hún gerði gat á veggina á framhlið hótelsins, sem breyttist á svip- stundu I einn blóðvöll, slasað fólk út um allt og mikill reykur en það kvikngði i teppinu við sprenging- una. Þetta er fimmta sprengjan, sem springur i London á s.l. niu dögum og grunur leikur á, að þarna sé að verki hliðararmur Ur irska lýðveldishernum. A fimmtudagskvöld sendi lög- reglan út handtökuheimild og setti i gang umfangsmikla leit af rúmlega tvitugri irskri stúlku, Margaret McKearney, en þeir álita hana vera i vitorði með eða jafnvel valda að þessum sprengj- þess hefur oft verið mjög róstu- samt I Súdan. T.d. var hópur her- foringja handtekinn I júli 1973, eftir að upp komst um fyrirhug- aða byltingartilraun siðar á þessu sama ári. var hern- aðarástandi lýst yfir I landinu i tvær vikur eftir miklar óeirðir, sem brutust út, en þá létuzt tveir i átökunum. Siðustu fréttir i gær frá Súdan, hermdu, að stjórnarherinn hefði öll völd i landinu og byltingartil- raunin hefði algjörlega mistekizt. Sadat Egyptalandsforseti lýsti á- nægju sinni yfir, að tilraunin hefði mistekizt og hringdi i Nimeiry forseta og óskaði honum til ham- ingju með að hafa tekizt að bæla byltinguna niður, að sögn frétta- stofunnar i Khartoum I gær. um og er henni lýst sem lang- hættulegasta hermdarverka- manninum i Bretlandi I dag. Mynd var birt af stúlkunni i öllum brezkum blöðum i gær með beiðni um, að ef einhver yrði hennar var hringdi hann án tafar i Scotland Yard. Grunur leikur á, að þeir sömu standi að Hiltonsprengingunni i gær, eins og að þeim fyrri. Þó vekur það nokkra furðu, ef satt reynist, þvi á þessu vinsæla hóteli dvelja iðulega margir Banda- rikjamenn, en eins og kunnugt er, hefur þessi armur Irska lýð- veldishersins hlotið fjárhagsleg- an stuðning frá Bandarikjunum. Nokkru eftir aö sprengjan sprakk i gær, rak lögreglan augun i grunsamlega tösku, sem nokkrir virar látu út úr. Þeir óttuðust þegar, að hér væri um nýja sprengju að ræða, og komu öllu fólki i nágrenninu i burtu. Herinn var kallaður til og mætti hann meö sérstaka vél, sem notuð er i slikum tilfellum og er kölluð „Goliat”, en vél þessi var fundin upp, þegar sprengjutilræðin i Norður-írlandi voru hvað tiðust. 1 ljós kom þó, að engin sprengja var i töskunni. Lögreglunni bár- ust margar tilkynningar um sprengjur viða um London i gær, t.d. við Waterloo brúna og i Fleet Street, en til allrar hamingju reyndust þær ekki hafa við rök að styðjast. Sprengjan i Hilton hótelinu var svo öflug, að vegfarendur i ná- lægum götum urðu skelfingu lostnir og tóku til fótanna allt hvað af tók. Sprengjan bergmál- aði i öllu hverfinu og gerði marga hrædda, þar á meðal Bunny- stúlkurnar i Playboy-klúbbnum, sem er ekki langt frá hótelinu, en þær voru i mestu rólegheitum að fá sér hádegisdrykkinn sinn. Lögreglan hélt áfram i eftir- miðdaginn i gær að leita að sprengjum i nágrenninu. Allir hótelgestirnir flúðu Hilton-hótel- ið, og flúðu sumir niður bruna- stigana, en hótelið er 28 hæðir. Talsmaður lögreglunnar sagði, að hann efaðist um, að hótelið myndi opna aftur i gærkvöldi. Byltingartil- raun í Súdan fyrir morðingjahendi I Ford leik- húsinu i Washington 1865. James Garfield var myrtur aðeins tutt- ugu árum síðar, eða 1881, og William McKinley forseti var skotinn, þegar hann var i heim- sókn i Buffalo, New York. Aðrir forsetar, svo sem Frank- lin D. Roosevelt, Harry Truman 'og svo i gærdag, Gerald Ford, sluppu allir naumlega, þegar til- raun var gerð til að myrða þá. Færri Gydingar vilja flytja til ísrael frá Sovét- ríkjunum nú en fyrr Reuter-Moskvu — Sovézka fréttastofan Tass neitaði ný- lega, að orsökin fyrir þvi, að færri Gyðingar flyttu úr landi til tsrael, væri takmörkun útflutn- ingsleyfa frá stjórninni. Tass hafði eftir opinbera fréttablað- inu Novosti, að síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk, hafi að- eins 1.973 Gyðingum veriö neit- að um fararleyfi, eða aðeins 1,6% af ölium umsóknum. Eftir upplýsingum frá Tass fréttastofunni aö dæma, fluttu um 35.000 Gyðingar til Israel 1973, en sú tala féll niður i 21.000 árið 1974. Búizt er við, að enn færri sæki um útflutningsleyfi á þessu ári, jafnvel helmingi færri en I fyrra. Ruvim Groyer, sá sem skrif- aði greinina I Novo.sti, en hann er sennilega Gyðingur sjálfur, sagði að ástæðan fyrir þvi, að umsóknum hefði fækkað svo mikið undanfarin ár, væri án efa sú, að fólk hefði hreinlega engan áhuga á þvi lengur að flytjast til Israel. Nefndi hann i þvi sambandi, að sérstaklega hefði áhuginn dofnað til muna eftir októberstriðið 1973. Umsóknir til útflutnings voru um 2.200 til 2.300 á mánuði árið 1973, en hafa aðeins verið um 850 á mánuöi i ár. Hann sagði þó, að I júli hefðu yfirvöld veriö að athuga um 1.400 umsóknir. Gyðingasamtök á Vesturlönd- um halda þó allt öðru fram, og segja, að meira en eitt hundrað þúsund manns vilji fá útflutn- ingsleyfi, en yfirvöld I Sovét- rikjunum vildu annað hvort ekki gefa leyfin eða fældu fólk á ann- an hátt frá þvi aö sækja um. Þá sagði einnig i greininni i Novosti, að tala Gyðinga, sem flutt höfðu til Israel frá Sovét- rikjunum, en vildu snúa aftur, hefði aukizt úr 200 manns árið 1972 i 808 manns árið 1974. — Þessir Gyöingar vilja snúa aftur til Sovétrikjanna aðeins vegna eínnar ástæðu, sagði greinar- höfundur, þ.e. vegna hinna miklu hagsmuna, sem stjórn- skipulagið I Sovétrikjunum veitti þeim. Sá Sovét-Gyðingur, sem vill sækja um útflutningsleyfi til Israel veröur að hafa i höndum skriflegt boö frá ættingjum I ísrael, en yfirvöld i Sovétrikjun- um hafa hingaö tii ekki gert mikið til aö grenslast fyrir um áreiðanleika þessara boða, sagði I greininni. Greinarhöf- undur sakar einnig suma Zion- istahópa um að senda fölsuð boð frá tsrael og sagði: Þessi mann- úðlega hugmynd um að sameina fjölskyldur I tsrael er eyðilögð af Zionistum með svikum og prettum. 50 LÁTNIR ÚR KÓLERU Retuer-Indland — Flóðin af vöidum monsúnrigninganna I Biharfylki I Indiandi eru talin vera þau verstu, sem þarna hafa komið. Ganges-fljöt fiæddi yfir bakka sina I rign- ingunum, en fréttir herma, að flóðin séu nú að minnka. t höfuðborg fyikisins, Patna, hafa mörg þúsund kólerutil- felli komið upp, og er talið, að alit að fimmtiu manns hafi þegar látizt af völdum veik- innar. Þá hafa fleiri pcstir herjað á Ibúana, sem eru ein milljón talsins og er ástandið vægast sagt uggvænlegt. Matar- og drykkjarskortur er geigvænlegur, en fjöldi manns hefur þegar verið flutt- ur burt frá flóðasvæðinu. Fiugher landsins hefur þegar flutt hundruð tonna af mat- vælum og drykkjarföngum til nauðstaddra ibúanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.