Tíminn - 06.09.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.09.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 6. september 1975. TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargöty, simar 18300 — 18306. Skrifstofur í AOalstræti 7, sfmi 36500 — afgreiOslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I lausasölu kr. 40.00. Áskriftargjald kr. 700.00 á mánuöi. Blaöaprent h.f. Þrjátíu ára starf ræktunarsambandanna I grein eftir Pál Þorsteinsson, fyrrv. alþingis- mann, sem nýlega birtist hér i blaðinu, var það rifjað upp að i ár eru þrjátiu ár liðin frá setningu laganna um jarðræktar- og húsagerðar- samþykktir i sveitum, en þau lögðu grundvöll að miklu stórfelldari félagslegri ræktun en búnaðar- félögin höfðu áður gert. í grein Páls sagði m.a. á þessa leið: „Framsóknarflokkurinn átti frumkvæði að þvi á Alþingi, að sett yrði löggjöf, er legði grundvöll að stórfelldri ræktun með félagsstarfi. Á þingi 1943 var af hálfu Framsóknarflokksins borið fram frumvarp um þetta efni. Flutningsmenn voru allir þingmenn flokksins, sem þá áttu sæti i efri deild. Aðalefni frumvarpsins var það, að hvert búnaðarsamband skuli setja sér ræktunar- samþykkt og að þar sé ákveðið, að sambandið hefji ræktunarframkvæmdir með þvi markmiði að koma þvi til leiðar á stuttum tima, i lengsta lagi á tiu árum, að öflun heyja á sambands- svæðinu geti að mestu eða öllu leyti farið fram á véltæku landi. Samkvæmt frumvarpinu átti að veita búnaðarsamböndum f járhagslega aðstoð til að eignast stórvirkar vélar. Jafnframt skyldi hækka til mikilla muna jarðræktarframlag rikis- ins vegna ræktunar, sem gerð yrði með þessum hætti. Flutningsmenn frumvarpsins gerðu þá grein fyrir þessu máli, að markmiðið, sem þeir vildu ná, væri útrýming þýfis á túnum og engjum, vél- tæk slægjubönd og hraðvirkar vinnuaðferðir við öflun heyja á hverju býli. Leiðin að markinu átti að vera sú að stórauka framlög til ræktunar, sem. gerð væri á vegum félagsheildar, og gefa öllum bændum kost á að eignast i félagi nýtizku jarð- vinnsluvélar og hafa þeirra not til jarðabóta. Þingnefnd.er um málið fjallaði, varð ekki sam- mála um afgreiðslu þess. Minnihluti nefndar- innar vildi, að frumvarpið yrði lögfest, en meiri- hlutinn lagði til, að þvi yrði visað frá með rökstuddri dagskrá. Réð það úrslitum við af- greiðslu málsins i þetta sinn. í nefndaráliti meiri- hluta nefndarinnar var þetta tekið fram: „Bráðabirgðaákvæði þau (um þúfnasléttun á gömlum túnum), sem nú eru i jarðræktarlögun- um eru að svo vöxnu máli nægileg tiu ára áætlun.” Páll rekur siðan, að frumvarp Framsóknar- manna hafi verið flutt aftur á næsta þingi, og jafnframt hafi þá verið flutt tvö frumvörp að tilhlutan BÚnaðarfélags íslands um sama efni. Annað fjallaði um jarðræktar- og húsagerðar- samþykktir i sveitum, þ.e. ræktunarsamböndin, en hitt um framlög til ræktunar upp að vissri túnstærð. Frumvarpið um ræktunarsamböndin fékkst samþykkt, en hitt frumvarpið var svæft. Páli Þorsteinssyni fórust þannig orð um árangur af 30 ára starfi ræktunarsambandanna: „Þau verk, sem unnin hafa verið á þrem ára- tugum á vegum ræktunarsambandanna og sam- kvæmt lögunum um jarðræktar og húsagerðar- samþykktir, blasa við augum hvers manns, sem ferðast um sveitir landsins. Og fólkið, sem land- búnað stundar, getur æ meir notað vélarafl til heyöflunar og annarra starfa á hverju býli.” Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Aukaþingið er frið- samara en spáð var Því veldur stórmerk ræða Kissingers AÐ UNDANFÖRNU hefur mikil athygli beinzt aö Kissinger utanrikisráöherra Bandarikjanna vegna árang- ursriks sáttastarfs hans i löndunum fyrir botni Mið- jaröarhafsins. Yfirleitt gera menn sér góðar vonir um þann áfanga, sem þar hefur náðst til aukins samkomulags milli Egypta og Israelsmanna. Sennilega hefur þó Kissinger unnið annað enn merkilegra starf á þessum tima og er þá átt við ræðu þá, sem hann lét flytja fyrir hönd sina á auka- þingi Sameinuðu þjóöanna, sem hófsti New York 1. þ.m. Sjálfur gat Kissinger ekki flutt ræðuna vegna stöðugra feröa- laga sinna I sambandi viö áðurnefnt sáttastarf. I umræddri ræðu Kissingers er tekin miklu jákvæðari af- staöa af hálfu Bandarikjanna en áður til efnahagslegra mál- efna þróunarlandanna. Þegar sleppir ísraelsmálinu og kyn- þáttamálinu i Suður-Afriku, hefuraðalágreiningurinn milli Bandarikjanna og þróunar- landanna á vettvangi S.þ. ver- ið um þessi mál. Þróunarlönd- in hafa gert viðtækar kröfur um efnahagslega aöstoð til iðnvæddu rlkjanna I Evrópu, Norður-Ameriku og Japan. Jafnframt hafa þau lýst van- þóknun á starfsemi öflugra fjölþjóðafyrirtækja og ský- lausum rétti viðkomandi rlkis til að þjóðnýta eignir þeirra. Þetta siðara hefur Banda- rlkjamönnum sérstaklega fallið illa, og auk þess hafa þau virzi verða stöðugt van- trUaöri á efnahagslega aðstoð við þróunarlöndin innan ramma Sameinuöu þjóðanna. Ef til sllkrar samvinnu kæmi, ætti hún frekar að gerast á grundvelli tvihliöa samninga, þ.e. milli þess rikis, sem veitti aöstoðina og hins, sem nyti hennar. Þá hafa Bandarikin verið treg til að fallast á tillög- ur þróunarlandanna um hærra og stöðugra verö á hráefnum og lækkun tolla á þeim. Yfir- leitt hafa rikin I Vestur- Evrópu tekið svipaða afstöðu til þessara mála og Bandarik- in, en rikin i Austur-Evrópu talið sig fylgjandi þróunar- rikjunum, en bersýnilega gert þaö með hangandi hendi. Með þessum hætti hefur skapazt gjá milli iðnaðarlandanna annars vegar og þróunarlanda hins vegar og Bandarikin iðu- lega lent I minnihluta þar I staö þess, að þau máttu heita einvöld þar fyrstu tvo áratug- ina. Þetta hefur leitt til þess, að þeim röddum hefur farið fjölgandi i Bandarlkjunum, hvort þau ættu nokkuð aö taka þátt I starfi Sameinuðu þjóð- anna, þarsem vafasamt væri, að þær þjónuðu tilgangi sinum lengur. t Vestur-Evrópu hefur verið talsvert tekið undir þetta, og það jafnvel á Norðurlöndum. ÞVÍ aukaþingi Sameinuöu þjóðanna, sem hófst 1. þ.m. og mun standa I tvær vikur eða þangað til aðalþingið hefst, er ætlað að ræða um efnahags- legt samstarf á alþjóðlegum grundvelli. Ekki hefur verið búizt við neinum teljandi árangri af störfum þingsins á svo stuttum tlma. Aukaþingiö yröi þvl fyrst og fremst vett- vangur, þar sem ríkin gætu Kissinger lýst ákveðnar afstöðu sinni og jafnvel gert það á meira áber- andi hátt en á allsherjarþing- inu, þar sem samtimis er ver- ið að ræöa fjölmörg mál. Þá haföi þvl veriö spáð, að þetta yrði nýtt rifrildisþing milli iðnvæddu landanna og þróunarrlkjanna. Þess vegna vakti ræða Kissingers óvenju- lega athygli, en hUn var flutt á öðrum degi aukaþingsins, og hefurverið helzta umtalsefnið slöan. HUn var flutt I alveg nýjum tón, enda lýsti hún stór- lega jákvæðari afstöðu Bandarikjanna til umræddra mála en afstaða þeirra hefur veriðum alllangt skeiö. I ræöu Kissingers komu fram marg- ar nýjar tillögur og hugmynd- ir um aukiö efnahagslegt sam- starf og nýjar alþjóðlegar stofnanir, sem ynnu aö sér- stökum verkefnum á sviði matvælaframleiöslu, hráefna- verzlunar, orkumála, fjár- mála o.s.frv. Jafnframt lofaði Kissinger, að Bandarikin myndu strax á næsta ári lækka tolla á vörum frá þróunarlöndunum. Jafnframt væru þau reiöubúin til áö stuöla að stöðugu verölagi á hráefnum og eins konar verð- tryggingu á þeim en skyndi- legt verðfall þeirra hefur oft valdið þróunarlöndunum miklum erfiðleikum. Ekki er aðstaöa til þess hér að rekja tillögur og hugmyndir Kissingers, enda voru þær margarog sumar aðeins laus- legar. Ræðan er löng og stóð flutningur hennar á aðra klukkustund. Eigi að siður var hlustað mikið á hana og miklu meira en algengt er, þegar sllk mál eru á dagskrá. Það virðistllka mega segja, að hún hafi oröiö til þess að gera þetta þing sögulegt og eftirminni- legt. Vafalaust verður oft vitn- að til hennar. ÞESS er ekki að vænta, að allar hugmyndir Kissingers verði að veruleika. Mikilvægi ræðunnar er sennilega ekki taliö fólgið i þeim, heldur þvi, að hún leggur grundvöll að miklu vinsamlegri viðræðum milli rikra og fátækra þjóða en áður. Tónninn I ræðum utan- rikisráðherra þróunarland- anna hefur llka verið mun vin- samlegri en búizt hafði verið við. Aö visu gagnrýna þau vissa þætti I ræðu Kissingers, eins og vörn hans fyrir fjöl- þjóðafyrirtæki, en viðurkenna mörg önnur atriði. Ollufram- leiðslulöndin eru ekki talin ánægð með það, sem hann sagði um þau. En I heild hefur ræðan sett nýjan blæ á um- ræðurnar og skapað mildara andrUmsloft, ef svo mætti segja. Eina stóra ádeiluræð- an, sem hefur verið flutt, var ræða Kinverjans, sem deildi hart á Bandarikin og Sovétrik- in og meintan yfirgang þeirra. Einkum deildi hann þó hart á Sovétrikin. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.