Tíminn - 06.09.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 06.09.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 6. september 1975. LÖGREGLUHA TARINN eftir 10 Ed McBaÍn Þýðandi Haraldur Blöndal sem hann var einkennisklæddur eða óeinkennisklæddur, nákvæmar upplýsingar um tilhögun yfirheyrslu á mönn- um, sem grunaðir voru um eitt eða annað. Flestir ein- kennisklæddir lögregluþjónar umdæmisins gengu með þennan miða i veski sínu til að geta flett upp sér til leið- beiningar, ef á reyndi. Leynilögreglumennirnir yfir- heyrðu þó oftast fleira fólk en hinir einkennisklæddu starfsbræður þeirra. Þeir voru því búnir að læra þessar reglur utan að. Þeir beittu þeim af lipurð, en litu þær þó enn sem fyrr mjög óhýru auga. — Samkvæmt hæstaréttarúrskurði Miranda gegn Ari- zona, sagði Hal Willis, er okkur skylt að gera þér Ijósan allan rétt þinn. Ég ætla nú að gera það. Þér er f rjálst að segja ekki neitt, ef þú óskar þess. Skilur þú það? — Já. Ég skil það. — Er þér einnig Ijóst, að þú þarft alls ekki að svara neinum spurningum lögreglunnar? — Mér er það líka Ijóst. — Er þér einnig Ijóst, að EF þú svarar spurningum, getur svo f arið, að svörin verði notuð sem sönnunargögn gegn þér. — Já. Ég skil það. — Mér er líka skylt að segja þér, að þú átt rétt á að bera þig upp við lögfræðing, meðan á lögregluyfir- heyrslu stendur, eða þá áður. Skilur þú það? — Ég skil. — Ef þú vilt lögf ræðilegan ráðunaut, en hef ur ekki efni á því, þá áttu rétt á að fá lögmann þér að kostnaðar- lausu. Þú mátt þá ræða við hann fyrir yfirheyrslu eða meðan á henni stendur. Er þetta líka Ijóst? — Já. — Skilur þú þá öll þessi réttindi þín, eins og ég var að skýra þau? — Já. — Viltu þá svara spurningum, án þess að hafa lög- fræðing viðstaddan? — Ja, ég veit svei mér ekki, sagði sá grunaði. Finnst ykkur það? Willis og Brown litu hvor á annan. Þeir höfðu enn sem komið var fylgt Miranda Escobedo nákvæmlega. Þeir höfðu varað vitnið við því að vitna gegn sjálfu sér, svo sem réttur þess var að vita. Þeir höfðu einnig minnt hann á rétt sinn til að hafa lögmann sér við hlið. Þeir höfðu orðað þetta skýrt og tæpitungulaust, án þess að vitna aðeins í fimmtu breytingu stjórnarskrárinnar. Þeir höfðu einnig gengið úr skugga um, að vitnið skildi þá, áður en þeir spurðu, hvort það óskaði að svara spurn- ingum þeirra. Á græna flugumiðanum, sem Frisk yfir- foringi dreifði var aðvörun, þar sem stóð, að ekki væri nóg, að lögreglumaðurinn upplýsti grunaða um rétt sinn og tæki svo til við yfirheyrsluna. Fanginn varð að SEGJA, að hann skildi hver réttur hans var. Hann varð einnig að SEGJA, að hann væri f ús til að svara spurning- um, án þess að lögmaður væri viðstaddur. Þá fyrst viðurkenndi stjórnarskráin, að maðurinn hefði afsalað sér þessum rétti. En flugumiðinn varaði einnig alla lögreglumenn við þvf að beita tungutaki, sem einstakir lögfræðingar gætu síðar heimfært sem ógnandi, blekkjandi eða tvíræðar að- ferðir til að fá þann grunaða til að afsala sér rétti sín- um. Lögreglumenn voru þó sérstaklega varaðir við því að ráðleggja þeim grunaða að spara sér það ómak að kalla til lögfræðing, hvað þá heldur að gefa í skyn að grunaði væri betur kominn án lögmanns. Lögreglumann inum var því uppálagt að tilkynna þeim grunaða rétt sinn og vara hann við því að vitna gegn sjálf um sér. Enn- fremur að kynna honum réttsinn til að kalla til lögmann. Það var allt og sumt. Willis og Brown vissu báðir, að þeir gátu ekki svarað spurningu þess grunaða. Ef annar hvor þeirra hefði ráðlagt honum að svara spurningum án þess að hafa viðstaddan lögmann, hefði sérhver játning, sem fengizt hefði eftir það, verið óf rambærileg fyrir rétti. Ef þeir ráðlegðu manninum hins vegar að svara EKKI spurningum og teldu hann á að bera sig upp við lög- fræðing, þá minnkuðu vonir þeirra og möguieikar á því að fá játningu. — Ég er búinn að útskýra lagalegan rétt þinn. Það er ekki við hæf i, að ég ráðleggi þér eitt eða neitt. Þú verður að gera þetta upp við þig, svaraði Willis að lokum. — Ég veit það svei mér ekki, sagði maðurinn. — Hugsaðu málið, sagði Willis. Ungi maðurinn velti þessu fyrir sér um stund. Hvorki Willis né Brown sögðu eitt aukatekið orð. Þeir vissu sem , var, að ef sá grunaði neitaði að svara spurningum þeirra, náði það ekki lengra. Við svo búið hlaut yfir- heyrslan að enda. Þeir vissu einnig, að ef maðurinn byrjaði aðsvara spurningum og vildi svoskyndilega ekki Af smá 'Afhverju heldur þú| að Haddi sé mest hrifinn? kökum mömmu þinnar. Ég hef augu m.ömmu og munn pabba. WP me II-8 mmmh Laugardagur 6. september 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunbæn kl. 7.55. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morg- unstund barnanna kl. 8.45: Arnhildur Jónsdóttir les söguna „Sveitin heillar” eftir Enid Blyton (12). Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða Kl. 10.25: „Mig hendir aldrei neitt”, um- f e r ð a r þ. Kára Jónasson- ar (endurtekinn). óskalög sjúklinga kl. 10.30: Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 14.00 Á þriöja timanum Páll Heiðar Jónsson sér um þátt- inn. 15.00 Miðdegistónleikar Leo Litwin og Boston Pops- hljómsveitin leika „Var- sjárkonsertinn” eftir Ric- hard Addinsell: Arthur Fiedler stj. Earl Wild og Boston Pops-hljómsveitin leika „Phapsody in Blue” eftir George Gershwin: Arthur Fiedler stj. Mormónakórinn i Utah syngur lög eftir Stephen Foster: Richard Condie stj. 15.45 í umferðinni Árni Þór Eymundsson stjórnar þætt- inum. (16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir). 16.30 Hálf fimm Jökull Jakobsson sér um þáttinn. 17.20 Popp á laugardegi Hulda Jósefsdóttir kynnir. 18.10 Siðdegissöngvar. Til- kynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Hálftfminn Ingólfur Margeirsson og Lárus Óskarsson sjá um þáttinn, semfjallarum ungmenni og vimugjafa. 20.10 Evrópukeppni landsliða i knattspyrnu : Belgia—Is- land Jón Ásgeirsson lýsir frá Liege. 20.45 Hljómplöturabb Þor- steinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 21.30 Hornsteinn heimilisins. Fyrri þáttur Guðrúnar Guð- laugsdóttur um húsmæðra- stéttina. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Danslög 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 6. september 18.00 tþróttir Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. HJé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Dagskrá og auglýsingar 20.30 Læknir I vanda breskur gamanmyndaflokkur. Laumuspil Þýðandi Stefán Jökulsson. 20.55 Spilverk þjóðanna Félagarnúr Valgeir Guö- jónsson, Egill Ólafsson og Sigurður Bjóla fremja eigin tónsmið með aðstoð ýmissa vina og vandamanna. Tón- list þessa kalla þeir há- fjallatónlist. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 21.15 Myrkrið á stigapallinum (Dark at the Top of the Stairs) Bandarisk biómynd frá árinu 1960, byggð á leik- riti eftir William Inge. Aðal- hlutverk Robert Preston, Dorothy McGuire og Eve Arden. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Myndin lýsir lifi bandariskrar fjölskyldu. Húsbóndinn er sölumaður, en hefur misst atvinnuna. Þeim hjónum kemur mis- jafnlega saman, og þegar dóttir þeirra kemst i kynni við pilt af gyðingaættum verður það sist til að bæta samkomulagið á heimilinu. 23.20 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.