Tíminn - 06.09.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.09.1975, Blaðsíða 3
Laugardagur 6. september 1975. TÍMINN 3 Þátttakendur á siðasta námskeiðinu, ásamt kennurum og nokkrum gestum, sem viðstaddir voru, þegar námskeiðinu var slitið i gær, sóla sig hér á tröppum Sjómannaskólans. Timamynd G.E. Nemendur Tækniskólans ræða deilu kennara og fjórmála- ráðuneytísins á fundi — kennarar neita enn að hefja kennslu BH—Reykjavik — „Fundur kenn- ara við Tækniskóla tslands hald- inn 5. sept. 1975 harmar þann seinagang, sem orðið hefur á við- ræðum við stjórnvöld um launa- kjör starfsmanna skólans. Fund- urinn leggur áherzlu á, að hér er ekki um að ræöa kröfur um launahækkun, heldur er aðeins farið fram á, að kennarar njóti þeirra launakjara, sem ráðning- arsamningar þeirra haustið 1974, kveða á um. Þá átclur fundurinn harðlega þau vinnubrögð, sem nú fyrst hafa verið upplýst, að launadeild fjármálaráðuneytisins hafi mis- túlkað siðustu kjarasamninga og skipað kennurum ranglega i lægri launafiokk en þeim bar. Þvi lýsir fundurinn yfir óbreyttri stefnu kennara Tækni- skóla fslands að hefja ekki kennslu fyrr en fjármálaráðu- neytið hefur leiðrétt mistúlkun sina.” Þannig hljóðar yfirlýsing frá •Tækniskólakennurum, sem Tim- anum barst i gærkvöldi, og lýsir viðhorfi kennara til deilu þeirrar, sepi valdið hefur þvi, að kennsla er enn ekki hafin f Tækniskólan- um, þótt vika sé liðin af kennslu- timanum. Nemendaráð Tækniskóla Islands kom einnig saman i gær til þess að fjalla um deilu kennara og fjármálaráðuneytisins. I fréttatilkynningu, sem Timinn fékk frá Nemendaráðinu segir, að fyrirhugaður sé fundur allra nemenda skólans á mánudags- morguninn næstkomandi, vegna væntanlegra aðgerða þeirra i málinu. Timinn ræddi i gærkvöldi við formann nemendaráðsins, Ásgeir Magnússon, en hann var ófáan- Iegur til að upplýsa, hverjar þess- arvæntanleguaðgerðir væru. Um þær yrði rætt og tekin ákvörðun á mánudagsmorguninn. Ráðuneytisstjórar og aðrir op- inberir fulltrúar, sem Timinn hafði samband við i gærkvöldi, höfðu ekki kynnt sér efni yfirlýs- ingar Tækniskólakennaranna svo, að þeir vildu geraathuga- semdir við málið. NÝIR STARFSHÆTTIR í Útbúnaði kyndiklefa mjög víða ábótavant HHJ-Rvik — Þátttakendur i nám- skeiðum i stillingu oliukynditækja hafa skoðað kynditæki i fjölda húsa i nágrenni Reykjavikur. í ljós hefur komið, að sögn Sigurð- ar Hreins Hilmarssonar, stjórn- anda námskeiðanna, að fleira er ábótavant en stillingu tækjanna. Frágangi kyndiklefa er við£* mjög ábótavant, eldfimt drasl af ýmsu tagi liggur viða i kyndiklef- um og sums staðar er rafmangs- búnaður i mjög laklegu ástandi. Þá er viða illa séð fyrir aðstreymi lofts að tækjunum, sem þurfa á miklu súrefni að halda, ef að- streymi er ekki nóg, safnast olia fyrir og það getur leitt til ikveikju eða jafnvel sprengingar, sagði Sigurður Hreinn. Samkvæmt upplýsingum Brunamálastofnun- ar rikisins eru gallar á kynditækj- um orsök 40% þeirra húsbruna, sem verða i þeim hlutum lands- ins, þar sem olia er notuð til upp- hitunar húsa. Þessir náttkjólar eru meðal þess, sem sýnt veröur á Kaupstefnunni, Þeir eru frá Artemis (Tfmamynd Róbert) ÍSLENZKRI SKIPASAAÍÐI Tólf fyrirtæki sýna íslenzkan fatnað — á kaupstefnu á Loftleiðahótelinu IGÆR var lagður kjölur að fyrsta skipinu, sem Stálvik smiðar eftir nýju kerfi og með breyttum starfsháttum, sem verið er að taka upp hér á landi. Er þetta skuttogari — hinn þriðji, sem Stálvik smiðar fyrir Súgfirðinga. Undanfarin ár hefur verið unn- ið að ýmis konar umbótum og hagræöingu með samstarfi Iðn- þróunarstofnunar Islands og Félags dráttarbrauta og skipa- smiðja. I sumar undirritaði Sveinn Björnsson forstjóri f.h. Iðnþróun- arstofnunar Islands samning við Svejsecentralen I Kaupmanna- höfn, um tækniaðstoð við Islenzk- an skipasmiðaiönaö. Skipaskoðun rikisins og Rannsóknarstofnun iðnaðarins eiga einnig aðild að þessu máli. Iönaðarráðuneytið og Norræni iönþróunarsjóðurinn greiða 2/3 hluta af kostnaðinum, en skipasmlðastöðvarnar 1/3. Aöalatriöin i nýja kerfinu eru þau, að skipinu er skipt niður I ákveöna byggingarhluta, hver hluti er teiknaður út af fyrir sig, eins og hann snýr, að smiðnum, meðan á smiðinni stendur, á hverri teikningu er vinnulýs- ing, suðumálsetning og suðu- röð, hverjum hluta fylgir netmynd fyrir samsetningarröð hlutans, nákvæmur efnislisti fylgir hverjum hluta, vissir hlutar eru byggðir á nálaplani (sveigfelldir). Þá er verið að æfa. einhliða rafsuðu með keramik- skifu-undirlagi og útbúin er ákveðin netmynd yfir samsetningu i 'nraut. Unnið hefur veriö að bættum undirbúningi að smiðinni, og með aðstoö ráðgjafa frá Svejsecent- raleh hefur verið metið, hverju rétt væri aö breyta I stálhlutum til aukinnar hagkvæmni. Aukið hef- ur verið við fjölda stálteikninga, sem gerðar eru eftir nýju kerfi frá Svejsecentralen I Kaup- mannahöfn, teikningakerfi, sem þar hefur verið þróað undanfarin 3-4 ár, á grundvelli langrar reynslu og rannsókna. Með hinu nýja teikningakerfi veröur auðveldara aö fram- kvæma smlðina samtimis á fleiri vinnusvæðum óháðum hvert öðru. Þetta kallar á mikla ná- kvæmni I stjórn og framkvæmd verksins og gefur lika fleiri ein- staklingum möguleika á að spreyta sig, og hægt er, aö koma fleiri mönnum að smiöinni, við betri aðstæður. Teikningar eru geröar af skips- hlutunum I þeirri stööu, sem þeir liggja á meðan smiðin fer fram og eins og smiðurinn horfir á þ á við smlöina. Strax hefir sýnt sig I verki, að þessi nýju vinnubrögð skila sér vel fjárhagslega. Skipasmiðastöðvarnar hafa þvi leitaö til iðnaðarráðherra, Gunn- ars Thoroddsen, og Norræna Iðnþróunarsjóðsins um fjárhags- legan stuðning á næsta ári. Hinn nýi togari Súgfirðinga verður 51,2 m á lengd, 9 m breiöur og 6,8 m djúpur. 1 honum veröur 1780 ha aðalvél með skiptiskrúfu og vindukerfi með 375 ha tog- vindu. I skipinu veröa andveltu- geymar, sem draga mikið úr velt- ingi skipsins. I framstefni veröur sett hliðarskrúfa 150 hö til að auð- velda skipinu að athafna sig við erfiðar aðstæður I þröngum höfn- um eins og mun vera I heimahöfn þess á Súgandafiröi. Aö sjálfsögðu verður skipiö, út- búið eftir nýjustu tækni og reynslu, með öllum fullkomnustu tækjum, sem völ er á. FB—Reykjavik — Tólf íslenzkir framleiðendur sýna að þessu sinni á Haustkaupstefnunni — is- lenzkur fatnaður, en hiin hefst að Hótel Loftleiðum á sunnudaginn. Kaupstefnan er sölusýning fyrir kaupmenn og innkaupastjóra og er hifn opin fyrir þá á mánudag og þriðjudag frá klukkan lOtil 18 auk opnunardagsins. Fyrirtækin, sem sýna fram- leiðslu sina að þessu sinni eru Alafoss, Prjónastofa Onnu Þórö- ardóttur, NærfatagerðinArtemis, Fataverksmiðjan Gefjun, Fata- verksmiöjan Hekla. Lexa-háls- bindagerð, Nærfatagerðin Ceres, Prjónastofan Iðunn, Sjóklæða- gerðin, Verksmiðjan Max, Skó- gerðin Iðunn, Verksmiðjan Dúkur og Vinnufatagerð Islands. Nokkru fleiri framleiðendur sýndu á kaupstefnunni i vor en þeir,er sýna að þessu sinni. Kaup- stefnan þá var ekki eins vel sótt og oft áður, en stafaöi þaö m.a. af þvi, að mikil ófærð var, einmitt á meðan á sýningunni stöð, svo kaupmenn og innkaupastjórar ut- an af landi komust ekki á sýning- una I þeim mæli sem oft áður. Hvað við kemur sölu á þeirri sýn- ingu sögðu forráðamenn hennar, að sýningin væri ekki einungis' hugsuö sem sölusýning, heldur allt eins til þess að kynna mönn- um, hvað á boðstólum væri, og gerðu kaupmenn þá oft pantanir slðar, en ekki á meðan á sýning- unni sjálfri stæöi. Nánar verður sagt frá Kaupstefnunni i sunnu- dagsblaðinu. Stjórn Stálvikur, yfirverkfræöingur, verkstjórar og trúnaöarmaöur standa hér á nokkrum þeirra hluta, sem eiga eftir aö fara inýja skip- iö. Tfmamyndir: G.E. Kjölur lagöur aö hinum nýja skuttogara.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.