Tíminn - 06.09.1975, Blaðsíða 1
SLONGUR
BARKAR
TENGI
ctiueiv
TARPAULIN
RISSKEMMUR
Landvélarhf
202. tbl. — Laugardagur 6. september — 59. árgangur
HF HÖRÐUR GUNNARSSON
SKULATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 I
Getum við flutt
vatn til húsa-
hitunar sjóleiðis
milli byggða?
Byggingaiðnað-
urinn úreltur?
Gsal-Reykjavík — Eftir að greint
var frá þvi i fréttum, að Sviar
hygðust kaupa allt að sautján
millj. tonn af heitu vatni frá ts-
landi til húsahitunár i Sviþjóð
virðast islenzkir ráðamenn hafa
komið auga á þann möguleika, að
flytja heitt vatn með skipum frá
höfnum nærri jarðhitasvæðum til
þéttbýlisstaða meðfram strönd-
um landsins, sem eigi hafa að-
gang að jarðvarma, svo vitað sé
— enda iiggur nánast i augum
uppi.að teiji Sviar það hagkvæmt
að flytja heitt vatn héðan til Svi-
þjóðar, hijóti hitavatnsflutningar
milli landsfjórðunga hér heima
að vera hagkvæm iausn á húshit-
unarvanda ýmissa byggðarlaga.
1 fréttatilkynningu frá Iðnaðar-
astur skortur á innlendum orku-
gjöfum til húsahitunar er á Aust-
fjörðum og Vestfjörðuni og þvi
hafa erlendir orkugjafar einkum
verið notaðir til húsahitunar.
Notkun innlendrar raforku til
húsahitunar hefur þó vaxið veru-
lega á siöustu árum, en allar
virkjunarframkvæmdir eru ærið
kostnaðarsamar, — og þvi er það
alláleitin spurning, hvort hita-
vatnsflutningar geti orðið hag-
kvæmari.
t nefnd þeirri, sem á að fá úr
þessu stforið, eru: Þóroddur Th.
Sigurðsson, vélaverkfræðingur,
sem er formaður, dr. Guðmundur
Magnússon, prófessor og Pétur
Stefánsson, byggingaverkfræð-
ingur.
Gsal-Reykjavik — Húsbygginga-
iðnaðurinn er einskorðaður við
gamlar venjur, sem mun valda
þvi, að hér er bæði cfnisnotkun og
þó sérstaklega vinnustundanotk-
un mikiu mun meiri á byggingar-
einingu, en hjá nágrannaþjóðum
okkar. Af þessum sökum hriktir
nú i meginstoðum byggingaiðn-
aðarins og ekki er ljóst, hvort
byggingaiðnaðurinn geti, við ó-
breyttar aðstæður, gegnt því hlut-
verki að framleiða ibúðir á þvi
verði sem samræmist kaupgetu
borgaranna, skrifar Haraldur Ás-
geirsson, forstjóri Rannsókna-
stofnunar byggingaiðnaðarins I
fréttabréfi stofnunarinnar.
— Já, hér munar mjög miklu,
sagði Haraldur, er Timinn hafði
tal af honum — enda gefur það
auga leið að svo sé, þvi fyrst
byggjum við timburhús, þ.e. mót-
in, slðan steypum við 1 þau, rifum
mótin þvi næst burtu, múrum að
utan, einangrum að innan og
byggjum svo innan á einangrun-
Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráð- herra, hafi 4. þessa mánaðar, skipað nefnd, i þvi skyni að at- huga hvort hitavatnsflutningar milli staða hérlendis þyki hag- kvæmir — og hvort slikir flutn- ingar geti leitt til lausnar á hús- hitunarvanda hinna ýmsu byggða. Geta skal þess, að tilfinnanleg- ■ » Wm* j i ; i K u ." v '
UMBÆTUR í SKIPASMÍÐA- wdljfc.
IÐNAÐINUM O 8 Jpp*
ina. Þetta er miklu margþættara
en hjá nágrannaþjóðunum.
Aðspurður um það, hvort is-
lenzk hús væru þá kannski betri
fyrir vikið, kvað hann svo ekki
vera. — Það er að visu erfitt að
bera það saman, en almennt séð,
eru t.d. hús okkar ekkert ódýrari i
rekstri og það er ekkert betra að
búa I þeim, sagði hann.
— Húsnæðiskostnað er hægt að
lækka, en verðvitund i bygginga-
iðnaði er sljó, eins og á öðrum
sviðum þjóðfélagsins, segir i
fréttabréfinu. — í sjálfum bygg-
ingaiðnaðinum mega menn ekki
vera aöþvf, að hugsa um nýjar og
betri aðferðir, sagði Haraldur. —
íverðbólguþjóðfélaginu, erum að
gera að koma sér af stað og ljúka
verkinu á sem styztum tima,
sagði hann.
1 fréttabréfinu er greint frá þvi,
að Rannsóknastofnun bygginga-
iðnaðarins hafi hannað kostnað-
arkerfi, sem muni -vera vel til
þess fallið að greina á milli kostn-
aðar við mismunandi þætti og að-
ferðir i byggingaiðnaðinum, — en
hins vegar vanti mannafla hjá
rannsóknastofnuninni til að beita
þessu kerfi. Haraldur sagði i við-
talinu við Timann, að kerfi þetta
hefði veriö i notkun i heilt ár, og
viðtekið hjá Qestum þeim, sem
byðu út stærri verk.
■ — Það vantar hins vegar
mannafla á Rannsóknastofnunina
til að vega og meta ýmsa þætti.
Við lögðum nokkurt fé og fyrir-
höfn i það fyrir nokkrum árum,
að kanna byggingakostnað.
Árangur varð ekki nægilega mik-
ill, en ég tel, að nú höfum við tæki
til,sem geta skilað betri árangri,
— en við getum ekki beitt þeim
sakir þess hve liðfáir við erum.
1 fréttabréfinu segir, að ástæða
sé til að óttast, að þjóðin fari á
mis við hagræna þróun i bygg-
ingamálum vegna allt of þróttlit-
illa byggingarannsókna, og að
vandinn verði ekki leystur, nema
með auknum framlögum til rann-
sókna og breyttum möguleikum
til mannaráðninga.
Um þetta atriði sagði Haraldur,
að enginn vandi væri að fylla
Rannsóknastofnunina með starfs-
liöi, sem ekki skilaði árangri.
Vandinn væri að ná i það sér-
menntaða fólk, sem gæti leyst
vandamálin. Sagði Haraldur, að
allt of fáir gæfu sig að rannsókn-
um, og — launakjörin eru svo
hræðilega úr takt við allt, sem
eðlilegt getur talizt, sagði hann.
• — Ég tel, að það myndi borga
sig fyrir þjóðfélagið að tifalda
framlagið til byggingarannsókna,
sagði Haraldur, og i fréttabréfi er
sagt frá þvi, að verkefni i bygg-
ingarannsóknum séu nú vægast
sagt hrikaleg miðað við afkasta-
getu Rannsóknastofnunarinnar.
Með betri einangrun húsa,
betri nýtingu hita og
bættum gluggabúnaði má
spara 2-300 milljónir kr.
ff
Sjálfsagt að kanna
málið til hlítar"
,,Niðurstöðurnar hljóta að móta viðhorfið
gagnvart V-Þjóðverjum í fiskveiðideil*
unni", segir forsætisráðherra
um fréttirnar um að v.-þýzka stjórnin
styrki landhelgisbrjóta
SJ—Reykjavik — Mér hefur ekki
verið kunnugt um þaö, sagði Geir
Hallgrimsson forsætisráöherra i
gærkvöldi er við spuröum hann á-
lits á fréttum Þjóðviljans um að
vestur-þýzka stjórnin styrkti
landhelgisbrjóta hér við land og
hvort islenzku rikisstjórninni
væri kunnugt um aö þær væru
réttar.
— Mér finnst sjálfsagt að kanna
þaö mál til hlitar og auðvitað
hljóta niðurstöðurnar að móta
viðhorfið gagnvart Vestur-Þjóö-
verjum i fiskveiðideilu þeirri,
sem yfir stendur, bætti forsætis-
ráöherra viö.
— Verður sett hafnbann á
vesturþýzk gæzluskip?
— Það hlýtur auðvitað að vera
til athugunar.
— tll viðbótar þeim 2-300 milljónum sem spara mó með réttri
stillingu kynditækja
Læknar vilja styttri
vinnutíma
HHJ-Rvik — Ég þykist þess viss,
að með betri einangrun húsa,
betri nýtingu hitans og bættum
giuggabúnaði megi spara önnur
tiu prösent i kyndingarkostnaði til
viðbótar þeim tiu prósentum, sem
spara má meö betri stillingu
kynditækja, sagði Sigurður
Hreinn Hilmarsson vélskólakenn-
ari i viðtali við Tfmann I gær.
Þarna væri þvi hægt að spara alls
400—500 milljónir króna árlega i
oliukaupum.
Sigúrður Hreinn hefur stjórnað
þeim námskeiðum i stillingu oliu-
kynditækja, sem viðskiptaráðu-
neytið og Samband islenzkra
sveitarfélaga beittu sér fyrir,
eftir að vélskólanemar höfðu sýnt
fram á að spara mætti mikið fé
með bættri stillingu tækjanna.
Þessum námskeiðum er nú lokið
að sinni og var hinu siðasta slitið i
gær.
Alls sóttu námskeiðin 64 menn
úr nær öllum byggðarlögum
• landsins, að Dalasýslu, Austur-
Barðastrandarsýslu og Vopna-
firði undanskildum. Nú á þvi fólk
um nær allt land þess kost að láta
stilla kynditæki sin og spara sér
þannig stórfé, en áætlað er, aö
oliukyndingarkostnaður i 140 fer-
metra einbýlishúsi sé nú 100—200
þús. kr. á ári.
Þátttakendur á námskeiðunum
hafa farið i hús i nágrenni
Reykjavikur, þar sem i' eru oliu-
kynditæki og skoðað kynditækin,
og að sögn Sigurðar Hreins var
stillingu viðast hvar ábótavant.
SJ—Reykjavik— Meðal þess sem
fjallaðhefur verið um á aðalfundi
Læknafélags Islands að þessu
sinni er þaö óhóflega vinnuálag,
sem mikill hluti islenzku lækna-
stéttarinnar býr við, og hlýtur að
draga úr möguleikum til nauð-
synlegrar endur- og viðhalds-
menntunar og leiða með timanum
til lakari læknisþjónustu, Var
þeim tilmælum beint til samn-
inga- og kjaranefnda læknasam-
takanna, að i næstu kjarasamn-
ingum verði áherzla lögð á stytt-
ingu vinnutima.