Tíminn - 06.09.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.09.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 6. september 1975. TÍMINN 5 Greiddi Armannsfeil undir borðið? Alþýðublaðið birti eftirfar- andi frétt i gær frá fundi borgarfulltrúa Sjálfstæðis- fiokksins, sem var haldinn siðastl. miðvikudag: „Davið Oddsson sagði á fundinum, að honum væri kunnugt um, að fyrirtækið Ar- mannsfell hefði greitt 1 milljón króna i húsbygginga- sjóð Sjálfstæðisflokksins gegn loforði frá Albert Guðmunds- syni um, að fyrirtækið myndi fá byggingalóð i borginni i staðinn. Sagði Oavið, að fyrir- tækið hefði svo kallað eftir efndunum og heimtað lóð á þeim stað, sem það siðar fékk — en þar hafði verið gert ráð fyrir „grænu svæði” i borg- inni. — Albert baröi þetta i gegn, sagði Oavið, og gagnrýndi harðlega slik vinnubrögð sam- starfsmanna sinna i borgar- stjórnarmeirihlutanum. Mikið uppistand varð á fundinum vegna þessara upp- Ijóstrana Oavíðs Oddssonar. lilll Kom til harðra deilna milli hans og Alberts Guðmunds- sonar með þeim afleiðingum, að fundurinn flosnaði upp. Hafði Albert i heitingum við Oavið og mun m.a. hafa látiö þau orð falla, að hann ætti ekki erindi á fundi með sliku fifii og slefbera, sem Oavíð Oddsson væri. Alþýðublaðið reyndi i gær að ná tali af þeim Oavið Oddssyni og Albert Guðmundssyni til þess að fá nánari fregnir af þessu máli, en tókst ekki. Oavið var önnum kafinn við próflestur fram eftir kvöldi og heimasími Alberts Guð- mundssonar er ekki skráður i simaskrá.” Hafnbann Þjóðviljinn tekur I gær undir þá tillögu, sem kom fram i for- ustugrein Timans siðastl. sunnudag, að hafnbann verði sett hér á vestur-þýzku gæzlu- skipin. Þjóðviljinn ségír: „Þremur árum eftir út- færslu landhelginnar i 50 mil- ur eru það vestur-þjóðverjar einir útlendinga sem enn stunda veiðiþjófnað i islenskri lögsögu. A miðunum njóta 1 m þýsku togararnir halds og trausts „verndarskipa” eins og Meerkatze o.fl. sem fyrst og fremst gegna hlutverki njósnamiðstöðva gagnvart is- lensku landhelgisgæslunni. Þessum „verndarskipum” stýra menn sem beittu sér fyr- ir náinni samvinnu við yfir- menn bresku herskipanna á sinum tima og kröfðust þá ihlutunar vestur-þýska sjó- hersins. islendingar muna enn eftir sjóhernaði þjóðverja hér við land á striðsárunum. Þetta vildi foringinn á Meerkatze að endurtæki sig, en yfirvöld i Bonn treystu sér ekki i þau vopnaviðskipti. Þeim mun meiri áherslu leggja vestur- þýsk stjórnvöld nú á efna- hagslegar þvinganir gagnvart islendingum. En það hlýtur að vera svarið af hálfu islendinga að Meer- katze og öðrum vestur-þýsk- um „gæsluskipum” sé tafar- ' laust visað burt af yfirráða- svæði islcndinga og ekki komi til greina að hleypa slikum skipum i islenska höfn og af- greiða þau þar að vatni og vistum. Sá óvinafagnaöur hef- ur of lengi viðgengist.” Þ.Þ. Helgafell heldur upp á kvennaárið BÓKAÚTGAFAN Helgafell held- ur upp á kvennaárið með þvi að gefa út fjórar bækur eftir konur eða um konur, og eru þrjár þeirra þegar komnar út. Þær eru Fólk á förum eftir Ragnhildi ólafsdótt- ur, Fyrir börn og fullorðna, ljóða- bók eftir Ninu Björk Arnadóttur og Sagan af Þuriði formanni og Ka m bs rá n s m önnu m eftir Brynjólf Jónsson frá Minna-Núpi, En Guðni heitinn Jónsson ann- aðist útgáfuna. Kvæði eftir Höllu Loftsdóttur eru væntanleg i desember. Fólk á förum er skáldsga, og gerist á elliheimili, þar sem fólk biður dauða sins, eftir að starfs- kraftar þess eru þrotnir. — Okkur er tamt að lita á elliheimilin sem nokkurs konar tákn velferðar og menningar, — en er allt sem sýn- ist? Fremst i bókinni eru nokkur orð frá Halldóri Laxness. Þar segirhann meðal annars: „ísögu þinni hefur sá lesandi, sem telur sig búa f heimi heimum fegri, Halldór Laxness: „t túninu heima.” ekki minna uppúr krafsinu en hinn, sem ekki fær betur séð, en „velferðarsamfélagið” sé ó- skammfeilin nafngylling á helviti iðnrikisins.” Fólk á förum er 133 bls. þýdd af Elisabetu Jónasdóttur, en bókin er frumsamin á dönsku. Höfund- urinn, Ragnhildur ólafsdóttir, hefur um áratuga skeið verið bú- sett i Danmörku, en er stödd hér á landi um þessar mundir. Ljóðabók Ninu Bjarkar Arna- dóttur, Fyrir börn og fullorðna er 30 bls. að lengd og skiptist i tvo hluta. Yrkisefnið er Jesús Krist- ur, en bókin er helguð fóstra skáldkonunnar, Gisla Sæmunds- syni. Sagan af Þuriði formanni og Kambsránsmönnumbirtist hér i visindalegri og vandaðri útgáfu Guðna Jónssonaj;. Fyrst ,er for:- máli eftir Gu&na Jónsson, þá é‘r' ýtarleg grein um Þuriði formann, einnig skrifuðaf Guðna Jónssyni. Næst kemur svo meginefni bók- arinnar, ásamt nokkrum viðauk- um og athugasemdum, en aftast eru fylgiskjöl varðandi Kambs- rán, svo og nafnaskrá. Af öðrum útgáfubókum Helga- fells má til dæmis nefna nýtt skáldverk eftir Halldór Laxness, nefnist það t túninu heima, og mun þar vera byggt á æskuminn- ingum skáldsins frá Reykjavik og nærsveitum hennar. Þá er og von á bók, sem mörgum mun leika mikill hugur á að eignast. Það er bók dr. Kristjáns Eldjárns um Bólu-Hjálmar, og nefnist hún Hagleiksverk Hjálmars i Bólu. Bókin er prýdd fjölda mynda af hagleiksverkum þessa löngu látna snillings, sem einkum hefur orðið frægur fyrir ljóð sin, þótt margt fleira væri honum til lista lagt. Þórarinn Helgason bóndi i Þykkvabæ i Landbroti hefur skrifað skáldsögu um Una danska, en Þórarinn er löngu þjóðkunnur maðUr. Dr. Kristján Eldjárn: „Hagleiks- verk Hjálmars i Bólu.” Frú Anna Guðmundsdóttir, ekkja Magnúsar heitins Asgeirs- sonar og Kristján Karlsson bók- menntafræðingur hafa safnað saman öllum ljóðum Magnúsar, þýddum og frumsömdum, og er þaðsafn væntanlegt i tveim stór- um bindum, nærri þúsund blað- siður alls. Kristján Karlsson skrifar ýtarlega ritgerð um Magnús, en með þeim var náin persónuleg vinátta um langt skeið. Þá mun Helgafell senda frá sér tvær viðhafnarútgáfur fallega myndskreyttar. Það eru Maður og kona, með myndum eftir Gunnlaug Schevíng og Timinn og vatnið, eftir Stein Steinarr, mvndskreytt af Einari Hákonar- syni. Enn fremur er von á þrem skáldsögum, eftir þá Þorvarð Helgason, Guðberg Bergsson og Þráin Bertelsson. —vs Hringur í Bogasalnum — sýnir 43 olíukrítarmyndir gerðar á síðustu 14 árum JG-RVK. Hringur Jóhannesson, listmálari opnar í dag kl. 14.00 málverkasýningu í Boga- sal Þjóöminjasafnsins en þar sýnir hann 41 oliupastelmyndir, sem málaðar eru á seinustu 14 árum. Hringur er einn af okkar efni- legustu ungu málurum og er þetta 10. sjálfstæða sýningin sem hann heldur, en auk þess hefur hann tekið þátt i fjölda samsýninga bæði heima og erlendis. Verður sýningin opin daglega frá kl. 16.-22.00. Timinn hitti Hring Jóhannesson að máli á blaðamannafundi siðastliðinn fimmtudag, er hann hafði lokið við að hengja upp myndirnar. Hann hafði þetta að segja: — Þetta eru myndir sem ég hef gert á undanförnum 14 árum. Sumar eru frumdrög að stærri verkum, en ég beiti gjarnan þeirri aðferð að vinna myndirnar fyrst i oliukrit og siðan i oliu, ef mér sýnist svo. Myndirnar hafa ekki verið sýndar opinberiega fyrr, enda eru þær ekki beinlinis hugsaðar sem slikar, þegar þær eru gerðar. — Ég hefi ferðazt mikið um landið og mála þá og teikna á þennan hátt. Oliupastel er hentugt efni til þeirra hluta og hentugri farangur en oliulitir og annað, er málverkinu fylgir. — Myndi.rnar eru úrtak úr mikl- um fjölda slikra mynda, er ég hefi gert, þvi auðvitað henta ekki allar skyndimyndir til sýninga. Sumt er aðeins riss. — Oliupastel er skemmtilegt efni, ef menn ná einhverjum tök- um á þvi. Sýningin verður opin til 14. þessa mánaðar. Kirkjuvörður Starf kirkjuvarðar við Laugarneskirkju er laust til umsóknar. Umsóknir sendist formanni sóknarnefnd- ar, Þorsteini Ólafssyni, Bugðulæk 12, sem veitir nánari upplýsingar. Sóknarnefnd Laugarneskirkju. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 9. september kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 15. Sala varnarliðseigna. Auglýsing til félags- manna F.Í.B. í A-Skaftafellssýslu F.l.B. verður með Ijósastillingu á verk- stæði Jóns Ágústssonar, Höfn Hornafirði frá 8/9-12/9 kl. 20-22. AugfýsicT í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.