Tíminn - 06.09.1975, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
Laugardagur 6. september 1975.
SEPTEMBERSÝNING
í NORRÆNA HÚSINU
Ýfirnefnd Verðlagsráös sjávar-
útvegsins ákvað á fundi i gær eft-
irfarandi lágmarksverð á sild
veiddri i reknet til söltunar frá
byrjun reknetaveiða til 15. sept-
ember 1975:
A) Stór sild
(34 cm og stærri)
hvert kg B) Millistærö . kr. 40.50
i32 cm til 34 cm), hvert kg . kr. 30.50
C) Smá sild
(undir 32 cm), hvert kg .kr. 14.00
Stærðarflokkun framkvæmist
af Framleiöslueftirliti urða. sjávaraf-
Verðið er miðað við sildina upp
til hópa komna á flutningstæki við
Kastaði séraf bíl
áferðogslasaðist
Gsal-Reykjavik — 1 fyrrakvöld
slasaðist 8 ára drengur i umferð-
arslysi i Reykjavik.
Tildrög þessa atburðar voru
þau, að drengurinn litli var við
gagnfræðaskólann á Réttarholts-
vegi er þangað ók að grænn
Volkswagen. Litli drengurinn
settist á stuðara bilsins — að öll-
um likindum i leikaraskap — og
þegar hann hafði setið þar um
stund, fór billinn allt i einu af
stað. Ók hann frá Réttarholts-
skólanum suður Réttarholtsveg-'
inn og með drenginn á stuðaran-
um. A hæð einni þar skammt frá
var litla drengnum nóg boðið, —
og kastaði hann sér af. Lenti hann
harkalega á götunni og slasaðist.
Rannsóknarlögreglan beinir
þeim tilmælum til ökumanns
áðurnefndrar þifreiðar að gefa
sig strax fram við rannsóknarlög-
reglu.
André Enard ér kvæntur islenzkri
konu, Valgerði Hafstað. Þá má og
geta þess, að hann vann með
Gerði Helgadóttur að nokkrum
stórum glermálverkum Gerðar.
Timinn hitti listamennina að
máli á fimmtudag, þar var glatt á
hjalla og margt að sjá, og er
óhætt að fullyrða, að hér er á
ferðinni mjög góð og kröftug sýn-
ing.
Það, sem einkum vekur athygli
er, að Kristján Daviðsson, Valtýr
Pétursson og Karl Kvaran hafa
breytzt mjög mikið frá siðustu
sýningum. Hinir tveir fyrrnefndu
mála nú i átt að hinu figúrativa og
sama er að segja um Jóhannes
Jóhannesson. Þá mun skúlptúr
Sigurjóns ólafssonar án efa vekja
athygli og stórt oliumálverk Þor-
valdar Skúlasonar mótar nýja
linu i listsköpun hans.
Sýningin verður opin daglega
frá kl. 14.00-22.00 og stendur eitt-
hvað fram eftir mánuðinum.
GEIR TIL
NOREGS
Svo sem kunnugt er bauð for-
sætisráðherra Noregs, Trygve
Bratteli, Geir Hallgrimssyni, for-
sætisráðherra, og konu hans frú
Ernu Finnsdóttur, að koma i
opinbera heimsókn til Noregs i
júni s.l.
Framangreindri heimsókn var
frestað vegna anna forsætisráð-
herra íslands.
Nú hefur boð þetta verið endur-
nýjað og ákveðið að heimsóknin
standi yfir dagana 17.-20. þ.m.
Guðmunda Andreádóttir, Þorvaldur Skúlason, Vaitýr Pétursson, Jóhannes Jóhannesson, Kristján
Daviðsson og Karl Kvaran. Hópurinn vann við upphengingu á verkunum. Höggmyndirnar eru eftir Sig-
urjón Óiafsson, myndhöggvara.
SÍLDARVERÐ
ÁKVEÐIÐ
hlið veiðiskips.
1 yfirnefndinni áttu sæti: Ólafur
Daviðsson, sem var oddamaður
nefndarinnar, Guðmundur Jör-
undsson og Ingólfur Ingólfsson af,
hálfu seljenda og Dagbjartur
Einarsson og Margeir Jónsson af
hálfu kaupenda.
Framangreind stærðarflokkun
var samþykkt með fjórum at-
kvæðum gegn atkvæði Margeirs
Jónssonar, en verðið var ákveðið
með atkvæðum oddamanns og
fulltrúa seljenda gegn atkvæðum
fulltrúa kaupenda.
JG RVK. í dag verður opn-
uð SEPTEMBER-sýning í
Norræna húsinu. Er hér
um samsýningu að ræða
undir þessu kunna heitz
sem dregur nafn sitt frá
umdeildri sýningu, þar
sem abstraktlistin var
kynnt. September-sýning-
ar hóf ust árið 1947, og tóku
þátt í þeim margir af
þekktustu listamönnum
þjóðarinnar.
Að þessu sinni taka þátt i
September-sýningunni þeir Þor-
valdur Skúlason, Valtýr Péturs-
son, Kristján Daviðsson, Karl
Kvaran, Jóhannes Jóhannesson
og Guðmunda Andrésdóttir, en
þau sýna málverk. Sigurjón
Ólafsson sýnir höggmyndir, en
gestur sýningarinnar er franskur
listmálari, André Enard, sem er
mörgum tslendingum að góðu
kunnur, en hann er tæplega
fimmtugur að aldri og hefur verið
i vinfengi við islenzka listamenn,
sem stunduðu nám i Paris á árun-
um eftir fyrri heimsstyrjöldina.
L
if
tÍIi
m
mu
t BLESSAÐRI bliðunni, sem
hellist yfir okkur þessa dagana,
skulum við sleppa veiðiskapn-
um um stund, og segja nokkrar
veiðisögur. Sannleikurinn er
nefnilega sá, að þeim blátt
áfram rignir yfir Veiðihornið,
eiginlega úr öllum áttum.
Svo vilja allir leiðrétta sög-
una, sem við birtum i gær, og
fyrir bragðið erum við búnir að
fá tvær stórgóðar til • viðbótar,
fyrir utan söguna, sem okkur er
sagt að Hjalti Þórarinsson hafi
skráð i Veiðimanninum, en
hana höfum við þvi miður ekki
lesið.
Við skulum byrja á einni i
svipuðum dúr og sagan i gær.
Hún heitir
Sagan af laxveiði-
manninum, sem veiddi
á þurru landi
Nánari staðhættir og kring-
umstæður skipta i rauninni af-
skaplega litlu máli, en sögu-
hetja vor hafði skilið stöng sina,
sem var forláta gripur, eftir i
grasinu á árbakkanum og gekk
öma sinna, en hefur auga á
stönginni.
Sér hann þá, að stöngin liggur
ekki kyrr, en rykkist til á bakk-
anum, og er athæfi hennar hið
. kynlegasta. Herðir hann sig
hvað hann má, lýkur erindinu
og hleypur að stönginni, en hún
tekur þá rykk upp i loftið.
Verður söguhetja vor ókvæða
við, en kennir ekkium göldrum
og gjörningum, og þrifur störig
sina. Sér hann þá, að linan
liggur úti, og má ljóst vera,
hvað hér er á seyði.
Þegar söguhetja vor lagði
stöngina frá sér i grasið lá öng-
ullinn beittur maðki i grasinu
spölkorn frá stönginni.
Griöungur á beit þarna skammt
frá hafði ekki kunnað að vara
sig á maðkinum en gleypt hann
og öngulinn og sat nú fastur á
færinu.
Ekki vildi graddi samt horfast
i augu við vandræðaástandið og
skila önglinum — maðkinn
mátti hann svosem eiga —
heldur tók á rás um leið og hann
gerði sér ljóst, að hann var
fanginn. Sperrti hann sig nú
hvað mest hann mátti yfir móa,
mela, þúfur og börð, — og
söguhetja vor á eftir honum,
með stöngina i höndunum, þvi
að af slikum stólpagrip mátti
ekki missa með neinu móti.
Gekk svo um hrið, að ekki
losnaði graddi, og gerðist nú
trylltur. Hugkvæmdist sögu-
hetju vorri um siðir að gripa til
hnifs sins og skéra á linuna, og
varhann þá aðniðurlotum kom-
inn af mæði, en leikurinn hafði
borizt langan veg.
Graddanum varð að lóga, þvi
að ekki fékkst hann til að skila
önglinum með eðlilegum hætti.
Næsta saga gæti heitið
Laxinn, sem heilsaði
upp á veiðimanninn.
Þessi saga er að norðan, en
þar geta allir mögulegir hlutir
gerzt, eins og allir vita.
Þannig var, að bóndi nokkur
var i bát sinum úti i á og var að
veiða. Hann var vanur veiði-
maður og einn i bátnum. Ekki
vitum við, hversu lengi hann
hafði fengizt við veiðiskapinn,
þegar allt i einu tekur á hjá hon-
um.
Hann finnur fljótlega, að þetta
er fjörugur lax, sem ekki ætlár
að láta ná sér fyrirhafnarlaust.
Bóndi treystir sér ekki til að
eiga við laxinn og stjórna bátn-
um um leið, svo að hann skorðar
stöngina á milli fóta sér og tek-
ur að róa í land.
Hann er ekki kominn langt,
þegar allt. i einu slaknar á fær-
inu,og veit hann ekki fyrri til en
laxinn stekkur upp i miðjan bát-
inn til hans!
Bóndi mænir stundarkorn
furðu lostinn á fyrirbrigðið, en
áttar sig vonum bráðar og rotar
laxinn snarlega. Laxinn reynd-
ist vera fjórtán pund.
Sá, sem sagöi okkur þessa
sögu, kvaðst aldrei myndu hafa
trúað þessu, ef hann, ásamt
öðrum manni, hefði ekki horft á
þetta sjálfur. Þetta gerðist I
Laxá i Aðaldal, og áhorfandinn
var enginn annar en veiðivörð-
urinn, hann Þórður Pétursson.
Að lokum kemur svo sagan um
manninn, sem beitti einni frum-
stæðustu veiðiaðferðinni. HUn
gæti heitið
Veiðiaðferðin dular-
fulla
Þetta er bara litil veiðisaga,
og þar sem veiðiaðferðin er ekki
lögleg, spörum við að geta þess,
hvar þetta gerðist, eða hver var
að verki.
Það var einn góðviðrisdaginn,
að maður nokkur brá sér út i
sveit til að njóta bliðunnar. Hon-
um datt I hug að verið gæti, að
hann sæi gæs eða svartbak, tóíu
eða mink, svo að byssan fékk að
fljóta með:
En konan hans varð ekki litið
hissa, þegar hann kom heim um
kvöldið og snaraði upp i eldhús-
vaskinn myndarlegum laxi með
skotgati á hausnum!
Fræðslustjórar
skipaðir fyrir
sunnan,
austan og á
Vesturlandi
Stöður fræðslustjóra I Austur-
lands-, Suðurlands- og Vestur-
landsumdæmum samkvæmt
grunnskólalögum voru fyrir
nokkru auglýstar lausar til um-
sóknar. Að fengnum tillögum
þeirra fræðsluráða, sem hlut eiga
að máli hefur menntamálaráðu-
neytið sett I stöðurnar sem hér
segir:
1) Jón R. Hjálmarsson, skóla-
stjóri Héraðsskólans að Skógum
undir Eyjafjöllum, hefur verið
settur fræðslustjóri i Suðurlands-
umdæmi, en það umdæmi nær
yfir Vestur-Skaftafellssýslu,
Vestmannaeyjar, Rangárvalla-
sýslu og Árnessýslu.
2) Kristján Ingólfsson, náms-
stjóri, hefur verið settur fræöslu-
stjóri i Austurlandsumdæmi, en
það nær yfir Norður-Múlasýslu,
Seyðisfjarðarkaupstaö, Suö-
ur-Múlasýslu, Neskaupstað,
Eskifjarðarkaupstað og Aust-
ur-Skaftafellssýlu.
3) Snorri Þorsteinsson, kennari,
hefur verið settur fræðslustjóri i
Vesturlandsumdæmi, en það nær
yfir Borgarfjarðarsýslu, Akra-
neskaupstað, Mýrasýslu, Snæ-
fellsnes- og Hnappadalssýslu og
Dalasýslu.
Fræðslustjórarnir eru settir i
stöðurnar um eins árs skeið frá 1.
þ.m. að telja.
Fræðslustjórarnir munu hafa
aðsetur á Selfossi, Reyðarfirði og
I Borgarnesi.
Samkvæmt grunnskólalögum
er fræðslustjóri fulltrúi mennta-
málaráöuneytisins og sveitar-
félaga, sem hlut eiga að máli um
fræðslumál i umdæminu og fram-
kvæmdastióri fræðsluráðs.
„Listiðia
í dagsins
M f r r
onn i
Færeyjum
NORRÆNA farandsýningin
„Listiðja f dagsins önn”, sem
komið var á fót I tilefni kvenna-
árs, hefur farið víða um land,
verið mjög vel sótt og vakið mikla
athygli. Sýningin var sett upp I
Reykjavik, Neskaupstað, Akur-
eyri, tsafirði og Patreksfiröi.
t lok júlimánaðar fór sýningin
til Grænlands og var hún þar sett
upp i Godtháb og Julianeháb. Nú
er búið að senda hana til Færeyja
og verið er að undirbúa opnun