Tíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 11. september 1975. Ekki lengur vinir Nú mun vinátta Peter Sellers og Titti Wachtmeister vera liöin undir lok. Fólk hefur ekki getaö um annað talaö i London undan- farna mánuði, enda vill þaö gjarnan vera svo, ef slitnar upp úr vinskap frægra leikkvenna og leikara. Titti hefur nú lýst þvi yfir, að hún vilji ekki sjá Peter aftur, og ein af ástæöunum er klukka, sem kostaöi hvorki meira né minna en 600 þúsund, og Peter gaf henni, en vildi svo fá aftur. Titti neitar að láta hann fá klukkuna aftur, meðal annars vegna þess, að hún segir Peter Sellers hafa hjá sér ættar- skartgripi, sem hún eigi, og séu mjög dýrmætir auk þess sem hann er meö uppstoppaöan hund, sem hún á, og hann vill ekki skila heiiii. Þetta fræga par getur allslekki komiö sér saman um, hJer eigi aö skila hverju, og hvenær afhendingin eigi aö fara/ fram. — Þessi klukka er n/jög sérstök, segir Peter. — Titti fær ekki aftur einn einasta hlut, sem hún á hjá mér, fyrr en hún er búin að skila mér klukkunni. Hvers vegna skyldi svo hafa slitnaö upp úr þessum ánægjulegu kynnum. Það mun hafa verið afbrýði- semi, og þaö af hálfu Peters. En nú segir fólk, að hvorugt þeirra virðist i raun sakna hins svo sérstaklega mikið, þegar þau eru loksins hætt að vera saman, og þar við bætist, að þau séu þegar búin að finna sér nýja vini. ★ r Ovenjulegt leikfang Stúlkan hér á myndinni hefur notið sólar á Miami Beach i Florida i Bandarikjunum. Hún er með i fanginu heldur óvenju- legt leikfang, tigrisdýrsunga, sem einhver gæti kannski öfundað hana af. Það er senni- lega allt i lagi að gæla við þennan litla ,,kisa” svona enn um sinn, en þegar frá liður er hann trúlega betur geymdur bak við lás og slá. Stúlkan virðist hin ánægðasta með leikfangið sitt. •’Ýi-i-SíSiírí iSiSSs 5 mmmt DENNI DÆMALAUSI Hvað meinar þú, mal?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.