Tíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.09.1975, Blaðsíða 6
6 líMINN Fimmtudagur 11. september 1975. Sænsk hljómsveit hingað d vegum Fíladelfíu Dagana 9.-14. september mun sænska hljómsveitin SAMUEL- SONS gista Island. Hljómsveit þessa skipa fjórir bræður, Rolf, Kjéll, Olle og Jard Samuelson, auk tveggja hljóðfæraleikara. SAMUELSONS flytja einkum „gospel” tónlist, það er fagnaðar- erindið sungið á liflegan hátt, og eru þeir vafalítið þekktastir slikra hljómsveita á Norðurlönd- um. Persónulegur tónlistarstill SAMUELSONS hefur haft mjög mótandi áhrif á aðrar kristnar hljómsveitir undanfarin ár. Hvar sem hljómsveitin hefur komið fram til þessa, hefur hún safnað fjölda áheyrenda við miklar vin- sældir SAMUELSONS hafa reglulega þætti í sænsku hljóðvarpi og sjón- varpi. Þeir hafa einnig gert sjón- varpsþætti i Þýzkalandi og i Bandarikjunum. Auk þessa hafa þeirleikið inn á sex stórar hljóm- plötur. Hljómsveitin ferðast mikið, þeir hafa tiu hljómleikaferðir að baki I Bandarikjunum og fjölda ferða um Evrópu. Aðgangur er ókeypis á allar samkomur SAMUELSONS, en á miðnæturhljómleikana i Austur- bæjarbiói gilda aðgöngumiðar, sem dreift verður ókeypis i miða- sölu Austurbæjarbiós, Rakara- stofunni við Veltusund (gegnt Steindóri), Virkni Armúla 38 og Fíladelfiu Hátúni 2. Verzlanir við Laugaveg opnar á laugardögum SJ-Reykjavik. Fjölmenn samtök kaupmanna við Laugaveg hafa ákveðið að hafa verzlanir sinar opnar á laugardögum eftir þvi sem reglugerð frekast leyfir. t frétt i blaðinu á miðvikudaginn var mishermt að þessi ráðstöfun væri til bráðabirgða. Svo er ekki heldur verða verzlanirnar opnar fyrirhádegi á laugardögum nema á sumrin. 1 desembermánuöi veröa þær opnar lengur en til há- degis svo sem venja hefur verið. Einn í.f kaupmönnunum, Hjörtur Jónsson, sagði Timanum, að mikil þörf virtist vera fyrir þessa þjónustu og ætlunin væri að veita hana eins og frekast er kostur. Hann sagði einnig að óheppilegt væri, að verzlanir við Laugaveg, Bankastræti og Austurstræti væru alveg lokaðar á laugar- dögum á sumrin, þegar straumur ferðamanna lægi um þessar götur i sifellt vaxandi mæli. Brenndist við skammhlaup ASK-Akureyri — Það slys vildi til i frystihúsinu á Kópaskeri i gær, að rafvirki, sem þar var við vinnu, skaðbrenndist i andliti og hálsi er skammhlaup varð i raf- magnstöflu. Svo heppilega vildi til, að læknir var staddur á Kópa- skeri og komst þvi hinn slasaði strax undir læknishendur. Maðurinn var fluttur á sjúkra- húsið á Húsavik, og þaðan til Reykjavikur, en meiðsli hans munu ekki talin alvarleg. Sjávarútvegsráðuneytið, 10. september 1975. Laus staða Sjávarútvegsráðuneytiö óskar aö ráöa ritara frá 1. október n.k. Vélritunarkunnátta nauösynleg. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, aldur og fyrri störf sendist ráðuneytinu, Lindargötu 9, Reykja- vik, fyrir 20. september n.k. Menntamálaráðuneytið, 8. september 1975. Kynning ó æskulýðs- og félagsmólastarfi i Vestur-Þýzkalandi mai — júlí 1976 Vestur-þýzk stjórnvöld og Victor Gollancz mennta- stofnunin bjóöa starfsfólki og sérfræöingum I æsku- lýös-og félagsmáiastarfi til þriggja mánaöa náms- og kynnisferða i Sambandslýöveidinu Þýzkalandi næsta sumar (mai — júli 1976). Þátttakendur þurfa að hafa gott vald á þýzkri tungu, vera starfandi við æskulýðs- eða félagsmálastarf og vera yngri en 35 ára. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást I menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, og þurfa umsóknir um þátttöku aö hafa borist ráðuneyt- inu fyrir 5. október n.k. 3. leikvika — leikir 6. sept. 1975 Vinningsröð: XXX —111 —111 —112 1. VINNINGUR: 12 réttir — kr. 260.000.00 36676 2. VINNINGUR: 11 réttir — kr. 5.000.00 144 4455+ 8772+ 35124 35754 36422 37227 1362 4510 8959 35489+ 36097+ 36599 37503 3978 4517 35078 35543 36286+ 37012 37579 4020+ +nafnlaus Kærufrestur er til 29. sept. kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöö fást hjá umboösmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæöir geta lækkað, ef kærur veröa teknar til greina. Vinningar fyrir 3. Ieikviku veröa póstlagðir eftir 30. sept. Handhafar nafnlausra seðla verða aö framvlsa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilis- fang til Getrauna fyrir greiösludag vinninga. GETRAUNIR — tþróttamiöstööin — REYKJAVÍK 22. ágúst/ föstudagur. ÆVINTÝ RAFERÐ UM BREIÐA- FJORÐ. Vinningshafi býður með sér f jórum gestum í flugferð með Vængjum til Stykkishólms. Þaðan er svo siglt um eyjasund Breiðaf jarðar. Hádegisverður á Veitingahúsinu Nonna innifalinn. Kom- ið aftur að kvöldi. VINNINGSNÚAAER: 5387. 23. ágúst/ laugardagur. Haustfegurðá Þingvöllum. Vinningshafi og gestur hans dvelja að Valhöll á Þing- völlum frá föstudegi til sunnudags, þar sem þeir njóta þjónustu hótelsins í hús- næði/ mat og drykk. VINNINGSNÚMER: 7942. 24. ágúst/ sunnudagur. FJOLSKYLDUFERÐ AÐ HÚSA- FELLI. Gerð er ferð að Húsafelli 12.-14. september þegar sérkennilegt umhverf ið skrýðist haustlitum. Vinningshafi fær sumarhús til ráðstöfunar, hentugt fyrir 4ra manna f jölskyldu, með sundlaug og gufubaði í næsta nágrenni. VINNINGSNUMER: 15921. 25 ágúst, mánudagur: SKEMMTISIGLING UM VIÐEYJAR- SUND. Vinningshafi býður með sér 15 vinum og kunningjum i skemmtisiglingu með Akraborginni á sunnudagseftirmið- degi kl. 3. Siglt er um Viðeyjarsund og staldrað við á Akranesi, og innifalið er kaffi og með þvi á Hótel Akranes. VINNINGSNÚMER: 18686. 26. ágúst, þriðjudagur. VETRARFEGURD VIÐ SKJÁLF- ANDA. Ferðfyrirtvo með Flugleiðum til Húsavikur, þar sem dvalið er á Hótel Húsavik frá föstudegi til sunnudags. Or- stutt i fagurt skiðaland. VINNINGSNÚMER: 21481. 27. ágúst, miðvikudagur. MED 18 GESTI „HVERT A LAND SEM ER". Vinningshafi fær til umráða 18 manna langferðabif reið með bilstjóra, i 3 daga. Þannig getur hann boðið með sér f jölskyldu og vinum i skemmtiferð. VINNINGSNÚMER: 24756. 28. ágúst, fimmtudagur. A NORÐURHEIMSKAUTI. Að þessu sinni ferðast vinningshaf i og gestur hans með Flugleiðum til Akureyrar, þar sem gist er í 2 nætur á Hótel Varðborg. Þaðan er gerður „heimskautaleiðangur" og Grímseyingar sóttir heim. VINNINGSNÚMER: 27036. 29. ágúst, föstudagur. Á ESKIMOASLÖDUM. Ferð næsta sumar fyrir tvo á eskimóaslóðir á Græn- landi. Flogið vérður með Flugleiðum til Kulusuk og eskimóaþorpið Kap-Dan sótt ar. Komið aftur að kvöldi. VINNINGSNÚMER: 33914. 30. ágúst, laugardagur. LEIKHÚSFERD TIL AKUREYRAR. Vinningshafi og gestir hans fljúga með Flugleiðum til Akureyrar á laugardegi, þar sem búið verður á Hótel KEA. Um kvöldið eru vinningshafar gestir leik- félagsins. Komið aftur á sunnudags- kvöldi. VINNINGSNÚMER: 41473. 31. ágúst, sunnudagur. HRIKALEIKI HORNSTRANDA. Ferð með Flugleiðum fyrir tvo til Isaf jarðar. A Isafirði er búið á Hótel Mánakaff i, og gerður leiðangur með Flugfélaginu Ern- ir i útsýnisflug yfir Hornstrandir. VINNINGSNÚMER: 54258. 1. september, mánudagur. FÆREYJAFERD. Flug með Flugleið- um fyrir tvo til Þórshafnar og dvöl á Hótel Hafnia föstudag til þriðjudags. Skipulagðar skoðunarferðir biða gest- anna í Þórshöfn. VINNINGSNÚMER: 31597. 2. september, þriðjudagur. TIZKA I FARARBRODDI. Við bjóðum vinningshafa og gesti hans til Kaup- mannahafnar á kynningu á skandina- viskum tizkufatnaði, „Scandinavian Fashion Show". Farið verður með Útsýn og staldrað við frá föstudegi til mánu- dags. Hótel og morgunverður innifalinn. VINNINGSNÚMER: 63005. 3. september, miðvikudagur. ÚTSÝNI YFIR LANDIÐ. Utsýnisflug i einn dag með nýrri Cessna 310 frá Flug- þjónustu Sverris Þóroddssonar. Innifald- ir eru 4 f lugtimar og vinningurinn gildir fyrlr vinningshafa og 3 gesti. VINNINGSNÚMER: 43459. 4. september, fimmtudagur. Skoðunarferð fyrir tvo til Vestmanna- eyja með Flugfélagi Isiands. Farið að morgni, máltið á Hótel Vestmannaeyj- ar. Komið aftur að kvöldi. VINNINGSNUMER: 68217. 5. september, föstudagur. VIKA I VATNSFIRÐI. Vikudvöl fyrir tvo i landnámi Hrafna-Flóka. Dvalið verður á hinu glæsilega hóteli þeirra Vatnsfirðinga, Hótel Flókalundi. Fæði er innifalið. VINNINGSNÚMER: 47589. 6. september, laugardagur. VIKA I LUNDÚNUM. Vinningshafi fer i ferð með Útsýn til Lundúna, þar sem dvalið verður I viku á Hótel Cumberland, rétt við Hyde Park Corner. Morgunverð- ur innifalinn. VINNINGSNÚMER: 72015. 7. september, sunnudagur. Ferð til Luxemborgar með Flugleið- um. Þaðan verður flogiðtil Bahamaeyja og svo aftur til Luxemborgar -og siðan heim. VINNINGSNÚMER: 58433. AÐALVINNINGUR Tveggja vikna ferð til Bangkok i Thai- landi fyrir tvo með Útsýn. Ævintýraslóð- ir, sem fáir Islendingar hafa lagt leið sina um. VINNINGSNÚMER: 60421. Ö ALÞIÚÐLEG VðRUSÝNING REYKJAVÍK 1975

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.