Tíminn - 19.09.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.09.1975, Blaðsíða 5
Föstudagur 19. september 1975. TÍMINN AVIÐA llllllllllllllll IMIIIIIIIIII rít Gjaldeyris. sparnaour A siðasta þingi flutti .lón Skaftason þingsályktun- artillögu þess efnis, að rikis- stjórnin kann- aði i samráöi við islenzku flugfélögin á hvern hátt væri hagkvæmast að koma upp aðstöðu til við- gerða og viðhalds á flugvélum á Keflavikurflugvelli. Benti þingmaðurinn á I greinargerð með tillögunni, að spara mætti hundruð milljóna króna I er- lendum gjaldeyri, ef takast mætti að flytja þessa starf- semi að mestu inn i landið, en sem kunnugt er, fara viðgerð- ir á ísl. flugvélum að miklu leyti fram erlendis. Á silfurfati Ekki varð tillaga Jóns Skaftasonar útrædd, áður en þingið lauk störfum, en vakti töluverða athygli. Svo virðist sem einhverra efasemda gæti hjá forráðamönnum Flugleiða um möguleika á viðgerðar- þjónustu hér á landi. Af þvi til- efni birtist nýlega harðorð grein I fréttabréfi Flugvirkja- félags islands, en þar segir: ,,Ekki alls fyrir löngu var I fjölmiðlum haft eftir einum af forráðamönnum Flugleiða hf., að ekki væri grundvöllur fyrir viðhaldi á DC-8 flugvélum hér heima. Þessi ummæli breyta á engan hátt þeirri skoðun og trú okkar Islenzkra flugvirkja, að ef raunverulegur áhugi væri fyrir hendi hjá yfirvöld- um og flugfélögum að byggja upp myndarlega aðstöðu hér heima til viðhalds og eftirlits millilandavéla, myndi það, þrátt fyrir mikinn stofnkostn- að, spara hundruð milljóna Is- lenzkra króna i erlendum gjaldeyri, fyrir utan hið veiga- mikla atriði, að tryggja fjölda manns góða atvinnu. En af einhverjum lftt skiljanlegum ástæðum er og hefur útiend- ingum verið fært viðhald Is- lenzkra flugvéla i gegnum ár- in á silfurfati. Aumingjaskap- urinn á þessu sviði virðist al- gjör, og glöggt dæmi um það er, að flugvirkjar sem brann ofan af hjá Fi, búa nú við hin frumstæðustu skilyrði á öllum sviðum, þvi ekki er enn hafin bygging margumtalaðs flug- skýlis. Til þess að kóróna þetta ástand hefur heyrzt á skotspónum, að verið sé að kanna erlendis tilboð i skoðan- ir á Fokkervélum Ft. Auðvit- að munu flugvirkjar aldrei leyfa slikt, þvi i kjölfar þess myndu fylgja fjöldauppságn- ir." —a.þ. Styrkir til framhaldsnáms veittir úr Menningar- og minningarsjóoi kvenna — merkjasöludagurinn á morgun Þróstur Magnússon gébé Rvik — A morgun, laugar- daginn 20. september, er árlegur merkjasöludagur Menningar- og minningarsjóðs kvenna. Það er Kvenréttindafélag Islands, sem sér um merkjasöluna, eins og áð- ur hefur verið. Styrkir hafa verið veittir úr sjóðnum á hverju ári siðan 1947, og fleiri en einni konu i hvert sinn. Ætlazt er til að styrkirnir séu til framhaldsnáms ýmisskonar, há- skólanáms, listnáms, hjúkrunar- náms o.s.frv. Konur þær, sem hlotið hafa styrk úr sjóðnum, skipta'nú hundruðum. Hingað til hafa aðeins konur fengið styrk úr sjóðnum, en skv. upplýsingum frá Kvenréttindafélaginu segir, að þegar algjört jafnrétti sé komið á hér á landi, sé ekkert þvi að fyrir- stöðu, að karlmenn fái einnig styrki. Sölubörn eru beðin að koma i barnaskóla sina, þar sem þeim verða afhent merki til sölu á laugardagsmorgun, og einnig að Hallveigarstöðum, Túngötu 14. <------------------------------\ Texas Instruments ^l RAFREIKNAR SR-51 VEROLÆKKUN Kostar nú aðeins kr. 46.000 D ÞORÍá slivii bisooárivililaii V. Nei,þettaernú íþaðgrófasta..! Golf garn er ný tegund garns frá Gefjun, grófari en aðrar gerðir handprjóna- garns, sem framleiddar hafa verið. Golf garn er vinsælt efni í jakkapeysur, hekluð teppi og mottur. Mjúkt og þægilegt viðkomu og sérlega fljótlegt aö prjóna úr því. Úrval lita. Golf garn, það grófasta frá Gefjun. ULLARVERKSMIÐJAN GEFJUN AKUREYRI Almennur lífeyris- sjóður iðnaðarmanna Aðalfundur Almenns lifeyrissjóðs iðnað- armanna verður haldinn miðvikudaginn 1. október n.k. kl. 17.00 i fundarsal Lands- sambands iðnaðarmanna, Hallveigarstig 1. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. önnur mál. Stjórnin. CREDA-tauþurrkarinn er nauðsynlegt hjálpartæki á nútlmaheimili og ódýrasti þurrkarinn i slnum gæðaflokki. Fjórar gerðir fáanlegar. Ennfremur útblástursbarkar f/Creda, o.fl. þurrkara. Veggfestingar f/Creda T.D. 275 þurrkara. SMYRILL Armúla 7. - Simi 84450. Sendiherra Ungverjalands NÝSKIPAÐUR sendiherra Ung- verjalands, hr, János Lörencz- Nagy, og nýskipaður sendiherra Indlands, dr. K.S. Shelvankar, af- hentu á miðvikudag forseta Is- lands trúnaðarbréf sin að við- stöddum utanrikisráðherra, Ein- ari Ágústssyni. Siðdegis þágu sendiherrarnir boð forsetahjónanna að Bessa- stöðum ásamt nokkrum fleiri gestum. Sendiherra Indlands Mercedes-Benz MONUSTA-UM LANDhD! Þjónustubifreið frá MERCEDES BENZ fer um landið dagana 22. sept. — 9. okt. Staðsetning bifreiðarinnar, hverju sinni, auglýst nánar í útvarpi. ® Auönustjarnan á öllum vegum. RÆSIR H¥. Skúlagötu 59 sími 19550_______

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.