Tíminn - 19.09.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 19.09.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 19. september 1975. Kristján Benediktsson, borgarráðsmaður — Ekki nokkur vafi að beint sam- band er á milli greiöslu Armanns- fells h.f. i húsbyggingasjóðinn og úthlutunar á svæðinu, en þvl miöur er þetta ekki eina málið af þessu tagi, þau eru fleiri. BH-Reykjavik. Fá mál hafa i seinni tíð vakið eins mikla athygli, um- ræður og blaðaskrif og sú ákvörðun meirihluta borgarráðs á fundi 25. ágúst s.l. aðúthluta lóð á mótum Hæðargarðs og Grensásvegar til Ár- mannsfells hf. Borgar- ráðsmenn minnihlutans beittu sér hart á móti, einkum á þeim forsend- um, að þarna væri skv. aðalskipulagi grænt svæði, þessar lóðir hefðu ekki verið auglýstar, og Ármannsfell væri með verk i gangi fyrir borg- ina, sem ekki gengi of vel, og þvi væri varla bætandi stórverkefni á fyrirtækið. Strax kom fram, að borgarráðs- mönnum minnihlutans þótti margt furðulegt I sambandi við þessa Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri Gaf skrifstofustjóra borgarverk- fræðings fyrirmæli um, að gera tillögu til borgarráðs að Ár- mannsfelli hf. yröi úthlutað lóðinni, lóðaúthlutun, sem hlaut að vekja vissar grun- semdir, m.a. að ekki mátti auglýsa þessar lóðir. Mál þetta tók þó alveg nýja stefnu, þegar Alþýðublaðið flutti fréttir af fundi i borgarmálaráði Sjálfstæðisflokksins, þar sem fullyrt var, að Davíð Oddsson borgarfulltrúi hefði krafið Albert Guðmundsson, borgarráðsmann og formann byggingarnefndar Sjálfstæðishússins, skýrra svara um það, hvort sá orðrórnur væri réttur, sem gengi manna á meðal i borginni, að Armannsfell hf. hefði greitt eina milljón króna i byggingarsjóð Sjálfstæðisflokks- ins, gegn þvf að fá umrædda lóð. Albert á að hafa brugðizt ókvæða við þessum áburði og heimtað traustsyfirlýsingu fundarmanna, ella gengi hann Ut. Eitthvað mun Davið hafa orðið skelkaður við þessi viðbrögð Al- berts,oghamaðistnæstudaga við að mótmæla þvi, sem upp á hann var hermt, bótt hann á hinn bóg- inn viðurkenndi, að mál þetta hefði verið til umræðu á umrædd- um fundi. Málið var nú hins vegar kom- ið inn á nýtt umræðustig, þar sem farið var að ræða um beinar mút- ur I sambandi við lóðaúthlutun- ina. Alþýðublaðið átti viðtal við stjórnarformann byggingarfé- lagsins Einhamars. trt úr þvi við- tali kom, að Einhamar fær engar byggingarlóðir, enda ekkert greitt i byggingarsjóð Sjálf- stæðisflokksins, þótt eftir þvi hafi verið leitað af Albert Guðmunds- syni. Blaðaskrifin héldu nú áfram af Davíð öddsson, borgarfulltrúi Umræður um inálio komust á nýtt stig, þegar kvisaðist að á fundi I borgarmálaráði Sjálfstæöis- flokksins hefði hann krafið Albert sagna um það, hvaða samband væri á milli framlags Armanns- fells hf. I húsbyggingasjóðinn og úthlutunar lóðarinnar. Milljónahöllin við Espigerði Bygging þessa húss er án efa eitt mesta gróðafyrirtæki, sem hér hefur verið stofnað til.Þeir, sem þarna keýptu Ibuöir, hafa greitt milljónir til hluthafa Armannsfells hf. Borgarfulltrúar minnihlutans vildu, að það skilyrði yrði sett fyrir Idðaúthlutuninni, aö byggingareikningar yrðu birtir og þá mætti vænta að álagning yröi hófleg. A sllkt gátu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ekki fallizt. fullum krafti, og viðtöl við Davíð"; Albert og fleiri urðu daglegur við- burður. Fór þá ýmislegt nýtt að koma upp á yfirborðið. Þannig upplýsti skrifstofustjóri borgarverkfræðings að hánn hefði fengið fyrirmæli frá borgar- stjóra um að gera tillögu um ut- hlutun lóðarinnar til Ármanns- fells hf. Þetta varö til þess, að rifjað var upp, að borgarstjóri, Birgir Isleifur Gunnarsson, hefði áður verið lögfræðingur Ar- mannsfells hf., og Alþýðublaðið spurði, á hvers nafni hlutabréf borgarstjórans I fyrirtækinu væru nUna. Albert Guðmundsson hafði gert bdkun á borgarráðsfundinum. þegar úthlutunin fór fram. Þar ságði hann, að vegna frumkvæðis Ármannsfells hf. um tillögur að skipulagi á lóðinni teldi hann eðli- legt, að henni yrði úthlutað til Ar- mannsfells hf. Aðalsteinn Richter segir hins vegar I bréfi, sem birt var i Þjóð- viljanum, að borgarstjóri og borgarverkfræðingur hafi beitt sér fyrir skipulagningu lóðarinn- ar. Framkvæmdastjóri Ármanns- fells hf. segir i blaðaviðtali, að hannhafi fengið Vifil MagnUsson arkitekt til að skipuleggja ibúðabyggð á þessu svæði upp á von og óvon um það, hvort fyrir- tækið fengi lóðina. Skipulagsstjóri, Aðalsteinn Richter, segir hins vegar, að Vifill Magnússon hafi unnið að þessu verkefni undir sinni stjórn og á vegum borgarinnar og fái greiðslu samkvæmt þvi. Albert Guðmundsson hefur við- urkennt opinberlega, að Ar- mannsfell hf. hafi greitt fé i hús- byggingarsjóð Sjálfstæðisflokks- ins. Hann hefur óskað rannsóknar formanns Sjálfstæðisflokksins og yfirstjórnar flokksins á þeim að- dróttunum, sem að honum hafa beinzt i sambandi vi ð þetta mál. A.m.k. þrjú af dagblöðunum hafa talið þetta mál þannig, að opinber rannsókn ætti að fara fram, og að Albert hefði átt að biðja um slika rannsókn, en ekki að rannsóknaréttur sé settur á lagginnar innan Sjálfstæðis- flokksins til að Urskurða um sekt hans eða sýknu. Þar sem ætla má að borgar- fulltrUar hafi fylgzt betur með þessu máli, aðdraganda þess og framvindu heldur en aðrir, sneri Tlminn sér til borgarráðsmanns Framsóknarflokksins, Kristjáns Benediktssonar, og spurði um álit hans á þessu máli. ¦ — Mér finnst ákaflega sterkar lfkur fyrir þvi, að beint samband sé á milli lóðauthlutunarinnar til Armannsfells hf. og þeirrar greiðslu, sem Albert Guðmunds- son hefur upplýst að fyrirtækið hafi lagt af mörkum i hUsbygg- ingarsjóð Sjálfstæðisflokksins. Slíkt er vitanlega erfitt að sanna. En verulegu máli hlýtur að skipta, hversu há upphæðin var, hvort hUn var t.d. fimm þusund krónur eða fimm milljónir. Mjög há upphæð hlýtur að vekja grunsemdir. Mér finnst, að forráðamenn hUsbyggingarinnar ættu að upp- lýsa, hver fjárhæðin er, fyrst þeir á annað borð hafa viðurkennt, að um greiðslu hafi verið að ræða. — Telur þU mikil brögð að þvi hjá ráðamönnum Reykjávikur, að þeir hygli flokksmönnum sin- um á kostnað borgarinnar? — Augljóst er, að þeir aðilar, sem styðja Sjálfstæðisflokkinn vel og dyggilega, njóta þess með ýmsu móti i viðskiptum sinum við Reykjavikurborg. Byggingarfé- lagið Armannsfell hf. hefur þó að minum dómi notið alveg óvenju- legrar fyrirgreiðslu borgaryfir- valda. ¦ — Geturðu nefnt einhver dæmi um það? — Það er mjög auðvelt. 1 ársbyrjun 1972 var gerður verktakasamningur við Ar- mannsfell hf. um byggingu Fella- skóla i Breiðholti III. Unglinga- álmu skólans átti að ljUka fyrir 1. október 1973. Við þetta var ekki staðið af hálfu verktakans, og kostaði sú vanefnd borgina stórfé á þeitn tima.'En á sama tima og borgin varð að leggja Ut milli 10 og 20 millj. kr. vegna vanefnda Armannsfells hf. á samningum, var gerður viðbótarsamningur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.