Tíminn - 19.09.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.09.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Föstudagur 19. september 1975. Ingólfur Davíosson: Heyrt og séð í Danmörku — 1 dag skulum við skoða Jesperhus-Blomsterpark og „biblíugarð" Kristensens, sögðu þau dóttir min og tengda- sonur fagran sunnudagsmorg- un. Þú ert ekki búinn að sjá allt á Mors enn. Og það reyndist orð að sönnu. Garðurinn nær yfir stórt svæði og gróður i honum er ótrúlega fallegur og fjölskrúð- ugur. Þar eru brekkur og hólar vafin i blómum alls konar, en lim og lauf trjánna skýlir fyrir vestanvindinum. Þarna eru stór gróðurhús með suðrænum blómum og mikil vatnsbúr með dýrum og jurtum. Veitingar á borð bornar i bjálkahúsi, en smáhús i gömlum stil, tigul- steinshús með stráþaki auka fjölbreytnina. Krakkar geta brugðið sér á hestbak eða ekið um i dvergjárnbrautarlest. Já, það er margt að sjá og skoða i blómagarði Jespersens á Mors, enda er þangað sifelldur straumur ferðamanna. „Bibliugarður" Kristen- sens er af öðru tagí, en forvitni- legur eigi að siður. í honum standa margar likneskjur eða myndverk Kristensens og sýna ýmsa atburði úr ritningunni, á- samt orðskviðum og skýring- um. Er þetta mjög athyglisvert og sérkennilegt. Við hliðið var sjálfsala á jarðarberjum o.fl. aldinum, en enginn kaupmaður á verði. Menn taka bara skammt af berjunum og láta peningana niður um rifu á kassaloki. Kvað varla kcma fyrir að menn „svindluðu" á þessu. Slikir,sjálfsalar" eru við- ar og menn yfirleitt áreiðanleg- ir i þessum viðskiptum. Við komum lika á hrossa- markað.Þar var glaumur og gleði og annað andrúmsloft, svo mér flugu i hug visuorð Stefáns Ólafssonar: ,,Þá grannar vorir hittasthér, hver þá öðrum bjóða fer hestakaup og hrossa" o.s.frv. Tveir stútungskarlar hölluð- ust upp að bil, dreyptu á öli og röbbuðu saman. — Hefurðu les- ið klögumálin i „Ekstrablað- inu" nýlega, sagði annar, — ibú- ar i ferðamannabæjunum á vesturströndinni hafa ekki næt- urfrið lengur, siðan sum veit- ingahúsin fóru að hafa opið til kl. 2 eða 3 á nóttu. Þeir öskra á nóttunni, miga upp við dyr og æla úti fyrir. — O-jæja, segja veitingamennirnir, ferðamenn eru ferðamenn — og við þurfum lika að lifa. — Satt er það, sagði hinn karlinn, — Danir hafa stor- tekjur af ferðamönnum. Margir útlendingar, einkum Þjóðverj- ar, kaupa eða leigja sér sumar- hús á vesturströndinni. Þeir eru góðir viðskiptavinir og kaupa mikinn mat, einkum kjöt, brauð mjólk o.fl. Sviar kaupa meira vin. Mér er sagt að bezt sé að tala ensku i búðum, þá er keppzt um að afgreiða mann, ekki'sizt i Kaupmannahöfn. Mesta pen- inga virðast Amrikanar hafa. Þeir kaupa mikið af silfurgrip- um og alls konar skrautmunum og spyrja sjaldan um verð! — Meira heyrði ég ekki til hesta- mannanna á Mors, en þriflegir virtust sumir klárarnir. Hestar "erú orðnir sport i Danmórku eins og hér. Brátt skyldi haldið til Kaup- mannahafnar og fyrst i lang- ferðabil frá Nyköbing á Mors til Skive, þvi að engin járnbraut liggur þá leið. Það var mjög heitt i veðri. Tvær virðulegar frúr, Stine og Metta, roguðust með stórar töskur upp i vagninn og dæstu við. Raunar var vagn- stjórinn hjólliðugur að hjálpa þeim. Þær settust skuggamegin i vagninn, sem fljótlega rann af stað. Nei, þetta sæti er of mjúkt, andvarpaði Stine. Það er miklu betra fyrir bakið að sitja yfir hjólinu. — Ég skal skipta við þig, sagði Metta — en nú ætla ég að opna gluggann, það er drep- andi hiti hér inni. — Nei, gerðu það ekki, svaraði Stine, þvi að þá fæ ég kvef — og svo er loftið kæfandi mengað úti, sérðu ekki mökkinn frá verksmiðjunni? Um þetta jöguðust þær góða stund og hallaðist ekki á. — Ég er orðin þurr i hálsinum, sagði nú Stine, elsku náðu i eitthvað handa mér að drekka, þú ert grönn en ég er þung á mér og eldri. Jú, Metta sótti drykk handa þeim báðum á næstu stöð. Afram hélt vagninn, far- þegar lásu blöð og þurrkuðu af sér svitann, hálf dofnir af hitan- um. — Eitthvað verður maður að gera, sagði nú Stine og dró <í é fíí t JesperhusblómagarOi Við bæ Kristians á Mors . sukkulaðiöskju upp úr hand- tösku sinni. — En þetta er bráð- fitandi, umlaði i Mettu. — Jú, en holdin tálgast af manni i hita- svækjunni. Og báðar átu. — Maðurinn minn er farinn að vinna á nóttunni, mælti Metta, það var ólift i verksmiðjunni vegna hitans. Þeir byrja nú að vinna kl. 3 að nóttu og liður miklu betur. Og mörg skólabörn fá „hitafri", enda er það sjálf- sagt. Ég var i Frederiksberg- have nýlega, sagði Stine, þar lágu margir i grasinu og sóluðu sig, ein lá með ber brjóstin, þar sem engan skugga bar á af trjánum., „Bara að hún brenni nú ekki af sér allt skrautið", heyrði ég að myndarlegur karl- maður sagði. — 0, nei, hún virð- ist vera um þritugt og ætti að hafa vit fyrir sér, svaraði félagi hans brosandi. 1 þessum dúr röbbuðu þær stöllurnar alla leiðina. Sumir ræddu um útlendu verkamenn- ina i Danmörku, en margir lita þá hornauga, nú þegar margir ganga atvinnulausir. — Þetta viðhorf er engin ný bóla, sagði kennari einn, ég skal nefna dæmi. Fyrir nær 450 árum náði Kristján kóngur annár i allmarga hollenzka bændur og fékk þeim jarðnæði á Amager. Þeir áttu að kenna Dönum garð- yrkju og reyndust margir vel, en Hafnarbúar höfðu ýmugust á þeim og litu niður á þá. Enn búa allmargir afkomendur þeirra á Amager og þykja prýðisgarð- yrkjumenn. Um 1750 voru fengnir all- margir bændur sunnan úr Rin- arlöíidum og settir niður á józku heiðarnar. Þetta var i fyrstu um 1000 manns, en það var æði harðbýlt á lyngheiðunum, svo sufnir sneru heim aftur, en um 60 fjölskyldur þraukuðu og ræktuðu smám saman mikið land. Þeir kunnu m.a. betur til kartöfluræktar en Danir á þeim tima og voru kallaðir „kartöflu- Þjóðverjar" og heldur fyrirlitn- Framhald a bls. 19 i dýragarftinum i Odcnse (1*175) Við bæinn Lyngholm i Elsö á Mors

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.