Tíminn - 19.09.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.09.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Föstudagur 19. september 1975. SfiQfl Hugmyndaríkir þjófar Ingrid Bergman kemur enn á óvart Eftir því sem fréttir herma, fjölgar sifellt þeim Itölum, sem stunda rán, og þrátt fyrir vax- andi tilraunir stjórnvalda vi6 ao spyrna á móti þessarri afbrota- öldu, viroist sem sifellt fleiri bætist við. Aðeins á þessu ári, hafa verið framin fimmtiu og sjö mannrán og um tvö hundruð þúsund rán af ýmsu ööru tagi. Þá eru ótalin þau sprengjutil- ræði, sem viröast njóta vaxandi vinsælda hjá þeim, sem halda sig öfugu megin við lögin. Það er furoulegt, hvaö glæpamönn- um dettur I hug ao gera til ao afla sér peninga á auðveldan hátt, og ekki skortir þá hug- myndaflugiö. Hafa lesendur t.d. heyrt getiö um manninn, sem borgaði svimandi f járupphæö til ræningjanna, sem rændu lfk- kistu fóður hans úr kirkjugaro- inum? Tildrög llkkisturánsins eru þau, aö maour nokkur fékk tilkynningu frá þjófum þess efnis, ~aö þeir hefou rænt kistu með liki fööur hans tir kirkju- garoinum, þar sem sá gamli var grafinn. Eftir aö sonurinn hafoi greitt stóra fjárupphæö, fannst likkistan grafin i nálægum akri. Þá er þaö sagan um verö- launahrossið, sem hvarf á dul- arfullan háttí slðasta mánuði úr hesthúsi I Montecatini. Hrossið var fimm vetra og metið á of- fjár. Ekki hafa þjófarnir neitt lótið I sér heyra enn og hrossiö er ennþá ófundiö, þrátt fyrir mikla leit. Fyrstu vikuna I september var 74 spólum af kvikmyndafilmum stolið frá aöalstöðvum Technicolor fyrir- tækisins rétt fyrir utan Róma- borg. Þar á meöal voru filmur, sem höfðu að geyma þriggja vikna vinnu á nýrri kvikmynd, sem hinn frægi leikstjóri Fe- derico Fellini er aö gera, en hún nefnist Casanova og fer Donald Sutherland meö aöalhlutverkið, en sumt af þessu verður mjög erfitt að taka upp aftur. Fellini var harmi lostinn og sagði við Sutherland: ,,Það er orðið úti- lokað að búa og vinna á ítallu". Mannránin, sem framin hafa veríð á ítaliu I ár, hafa mörg hver mistekizt, mannræn- ingjarnir verið handsamaðir, en ekki er svo I öllum tilfellunum. Foreldrar ungu stúlkunnar Christina Mazzotti, sem var að- eins 19 ára og var rænt frá heimili sinu, fóru I öllu aö ósk- um mannræningjanna og greiddu rúmlega 300 milljónir I lausnargjald fyrir hana. Biðu slðan foreldrarnir óþolinmóðir eftir að fá dóttur slna aftur. En hún kom aldrei. Llk hennar fannst á ruslahaugum og eftir krufningu kom I ljós, að hún hafði látizt vegna þess, að hún tók of mikið af deyfilyfjum, sem mannræningjarnir höföu látiö henni I té til að hafa hana ró- lega. Christina var fertugasta og fyrsta fórnardýr mannræn- ingjanna & Italiu I ár. Hin fræga leikkona, Ingrid Bergman, er þekkt fyrir það frá þvi fyrst að fór að bera á henni I heimspressunni, að halda sinu striki óhikað og fara sinu fram, hvað sem almenningur segir, eða fréttamenn skrifa umhana. Mörgum sinnum hefur verið hneykslazt á henni, en hiín held- ur alltaf reisn sinni og er virðu- leg og vinsamleg I framkomu. Lars Schmidt, eiginmaður hennar, og hún hafa i nokkur ár biiið sitt I hvoru lagi og allir tal- ið, að um friðsamlegan hjóna- skilnað væri aðræða, — en allt I einu i sumar sáust þau aftur saman I Paris, og sagt er að þau hafi biíið þar saman i bezta yfir- læti i húsi sinu, sem þau eiga rétt fyrir utan Paris. Vinir þeirra gleðjast yfir hjónasætt- inni, en blða spenntir eftir hvað verður nU i haust, en þá er Ing- rid ráöin til að leika I leikritum I Bandarlkjunum. Hjúkruna'rkona gerist fjárhirðir Hér á myndinni sjáið þið hina 36 ára gömlu Dagmar — Mariu Spindel sem til skamms tima vann sem skurðhjukrunarkona i Essen I Þýzkalandi. Fyrir einu ári lagði hún hjUkrunarstórfin á hilluna, og gerðist i þess stað fjárhirðir, eða réttara sagt fjár- bóndi, á Luneborgarheiði, i Neuenkirchen Lnánd við Soltau, sem er miðja vegu milli Ham- borgar og Bremen. Dagmar- Maria á 75 ær, en bændurnir I kringum hana eiga samtals um 13 þUsund fjár. Af þessum fjár- hóp fást árlega 10 þúsund kiló af ull, en verðið á ullarkilóinu er u.þ.b. 130 krónur um þessar mundir þar i landi. t mynda- textanum, sem fylgdi myndinni segir, að féð hafi annað og meira hlutverk en að sjá eig- endum sinum fyrir ull. Þvi er ætlað að halda flóru heiðaland- anna I skefjum, eða réttara sagt sjá til þess að hUn endurnýist og yngist upp. Með nagi sinu og narti kemur féð i veg fyrir a* plöntur nái þeim vexti, sem þær ella myndu ná, en sumar hverj- ar næðu 75 sm hæð á ári. Blómgun yrði að sama skapi minni, og allt hefði þetta þær af- leiðingar, að gróðurinn Urkynj- aðist og yrði lélegri, en sagt er, aö flóra Luneborgarheiðar sé mjög óvenjuleg. DENNI DÆMALÁUSI Égtökámigsökinaiþetta sinn, en ef þú gerir þetta aftur veröur þU að bera ábyrgðina sjálfur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.