Tíminn - 24.09.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.09.1975, Blaðsíða 5
Miövikudagur 24. september 1975 TÍMINN 5 Umdeildar undanþágur Nýlega urðu miklar umræð- ur um skattamál i sænskum blöðunt I tilefni af þvi, að fjár- málaráðherrann hafði notfært sér undanþágur i skattalögum i sambandi við húsakaup, tii þess að fá skatt sinn verulega lækkaðan. Um likt leyti birtu amerisk blöð upplýsingar um auðmenn og auðfélög i Banda- rikjunum, sem greiddu ótrú- lega lága skatta, vegna þess að þau höfðu notfært sér allar undanþágur út I yztu æsar. Bæði i Sviþjóð og Bandarikj- unum hefur þetta komið af stað umræðum um, hvort ekki sé rétt að draga verulega úr undanþágum, en lækka i stað- inn skattprósentuna. Undan- þágurnar stuðla nú augljós- lega að alls kyns misrétti og ranglæti. t islenzkum skattalögum er að finna ýmsar umdeilanlegar undanþágur, sem sumar hverjar auka á ýmiss konar brask, t.d. með húseignir. Það væri þvi þarft verk, ef fjár- málaráðherra léti taka þessi ákvæði skattalaganna til vandlegrar athugunar. Skattsvikin t Sviþjóð hefur ekki aðeins verið rætt um skattaundan- þágur að undanförnu, heldur einnig skattsvikin. Þekktur sænskur lögfræðingur hefur nýlega gert könnun á skatt- svikum i Sviþjóð, og telur sig hafa komizt að þeirri niður- stöðu, að rikiö myndi árlega fá tólf milljörðum sænskra króna meira I skatttekjur, ef öll kurl kæmu til grafar. Þetta nemur um 47 milljörðum islenzkra króna. En það er viðar pottur brot- inn i þessum efnum en i Svi- þjóð. Nýlega hafa norsk skattayfirvöld gert athuganir á allmörgum framtölum með aðstoð bankanna, og i fram- haldi af þvi hækkað skatta á nokkrum þúsundum framtelj- enda um upphæð, sem nemur samtals 410 milljónum norskra króna i eignaskatt og 68 milljónum norskra króna í tekjuskatt. Þessari könnun i Noregi er enn hvergi nærri lokið, og eiga þvi framan- greindar upphæðir eftir að hækka mikið. Vitnisburður skattskránna Það hefur lengi verið opin- bert leyndannál hér á landi, að tslendingar eru ekki synd- lausir i sambandi við skatt- framtöl, fremur en frændur þeirra á Norðurlöndum eða aðrar þjóðir, þar sem per- sónuskattar eru innheimtir. Það þarf ekki annað en lesa skattskrárnar til að sannfær- ast um þetta. Stóreignamenn og stórgróðamenn greiða margir hverjir sáralitla skatta. Sama máli gegnir um ýmsa þá, sem lifa hinu mesta óhófslifi. Að öllu leyti er hér ekki um syndir framteljend- anna að ræða, heldur koma til viðbótar ýmsar undanþágur I skattalögunum, sem Ivilna stórum hluta skattgreiðenda á kostnað annarra. Þá er innheimta söluskatts- ins kapituli út af fyrir sig. Þar eru margvislegir möguleikar til að komast undan skatti, nema eftirlitið sé þvi traust- ara. Alkunna er, að kaupfélög greiða á ýmsum stöðum ótrú- lcga mikið i söluskatt I saman- burði við ýmsa keppinauta þeirra, sem virðast hafa sizt minni veltu. Skattaeftirlitið hefur veriö aukið talsvert að undanförnu, en meira þarf til, ef duga skal. Auknir fjárhagserfiðleikar ríkissjóðs ættu að hvetja til meiri aðgerða i þessum efn- um. Þ.Þ. Járniðnaðarmenn við Sigöldu mótmæla dauðadómum á Spáni Hópur járniðnaðarmanna við Sig- öldu hefur látið frá sér fara álykt- un, sem beint er til rikisstjómar Spánar, þar sem mótmælt er dauðadómum þeim, sem kveðnir hafa verið upp á Spáni. Mótmæla- ályktun járniðnaðarmannanna er svolátandi: „1 fréttum að undanförnu hefur verið greint frá dauðadómum á Spáni yfir frelsishetjum og and- fasiskum baráttumönnum. Fimm hafið þið þegar dæmt til dauða og nú biða átta manns eftir dómi ykkar. Sökin sem þið hafið gefið þessu frelsisunnandi fólki er að hafa deytt lögregluþjóna. Þið eruð alræmdir fyrir mis- þyrmingar ykkar og handtökur á pólitiskum andstæðingum ykkar. Þessir dauðadómar lýsa vel við- bjóðslegu réttarfari ykkar, sér- staklega þegar þess er gætt, að dauðadómur var felldur yfir tveim frelsishetjum Baska á þeirri einni sönnun, að annar þeirra hafði gert skriflega „játn- ingu.” Undirskrift hans fenguð þið eftir að hafa sært hann nær til ólífis, svo skera þurfti burt hluta úr heila hans. Dómgreindarskyn hans eftir það og eftir þær pyndingar, sem hann gekk i gegn- um áður en hann gerði „játning- una” var á við 3ja ára barn. Þessar aðferðir ykkar lýsa vel fasismanum á Spáni. Við jámiðnaðarmenn við Sig- öldu mótmælum harðlega þessum dauðadómum og krefjumst þess að þið ógildið þá þegar i stað! Við kref jumst þess að þið slepp- ið lausum öllum pólitiskum föng- um ykkar tafarlaust! Við lýsum yfir stuðningi við öll öfl er berjast fyrir þvi að útrýma fasismanum á Spáni!” Ármúli 18. Sími 81760. Pósth. 5035. P-eykjavík Skipstjóra- og stýri- mannafélagið Aldan Reykjavik, boðar til félagsfundar, föstu- daginn 26. sept. kl. 17, i sjómannaskólan- um i Reykjavik. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa á þing F.F.S.Í. 5. nóv. 1975. 2. Önnur mál. Stjórnin. Fjármálaráðuneytið 22. sept. 1975. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir ágúst- mánuð 1975, hafi hann ekki verið greiddur i siðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum sölu- skatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga unz þau eru orðin 10% en siðan eru viðurlögin 11/2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. wm aUSTiURSTiRTEiri Tréklossar Teg. 124. Litur Rautt No. 25—33. Verð kr. 2540 Teg. 134. Litur Rautt. No. 34—42. Verð kr. 3390 Teg. 135 Litur: Ryðbrúnt, gulbrúnt No. 34—42. Verð 3090 Teg. 138. Litur Beige/Brúnt No 25—33 Verð 2980 Teg. 146. Litur Ryðbrúnt. No 34—42. Verð kr. 3490.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.