Tíminn - 24.09.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 24.09.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 24. september 1975 Vaka eða víma Áfengismálin í Svíþjóð 1 fyrri viku var hér i Reykja- vik námskpið i bindindisfræðum á vegum norrænna ungtempl- ara og raunar annað á vegum bindindisfélaga ökumanna á Norðurlöndum. Meðal þeirra gesta, sem hingað komu vegna þessara námskeiða var Olaf Burman frá Svíþjóð. Olaf Burman er fæddur árið 1915 og ævistarf hans hefur ver- ið á sviði félagsmála. Hann stundaði ungur háskólanám i Uppsölum, en að þvi loknu gerð- ist hann árið 1939 starfsmaður við ógæfumannastofnanir, fyrst sem aðstoðarmaður forstjóra en siðan sem forstöðumaður. Arið 1965 var skipuð i Sviþjóð 10 manna nefnd til að gera út- tekt á sænskum áfengismáium og gera tillögur um framtiðar- stefnu i þeim efnum. Olaf Bur- man var einn þeirra nefndar- manna. Nú hefur þessi nefnd skilað áliti sinu eftir nærri 10 ára starf og rannsóknir. Það er vitanlega mjög fróðleg bók, en eðlilega er ekki fullt samkomu- lag milli nefndarmanna allra um stefnu og aðgerðir. Þar sem Olaf Burman hefur unnið heilan mannsaldur að málum drykkjumanna og tekið þátt i umfangsmestu rannsókn- um sem gerðar hafa verið á Norðurlöndum — og þó viðar væri leitað — i sambandi við á- fengismál, er hann auðvitað sérfræðingur i þeim málum. Það var þvi ekki nema sjálfsagt að hann væri fenginn til að flytja erindi fyrir almenning meðan hann var hér. Það gerði hann i Templarahöllilli fimmtudags- kvöldið 18. september. Það var Norræna félagið, áfengisvarn- arráð og stórstúkan, sem boð- uðu til þess fundar. Olaf Burman var gagnorður og gekk beint að efninu. Erindi hans var um áfengismálin i Svi- þjóð. Nú væru 200 ár siðan menn fóru fyrst að tala um þjóðfélags- legar aðgerðir til að verjast á- fengisböli. Saga sænskrar bind- indishreyfingar byrjaði um miðja nitjándu öld. Sviþjóð varð aldrei bannland eins og Island, Noregur og Finnland, en þar var alllengi lögbundin áfengis- skömmtun. Sú löggjöf var kennd við Ivar Bratt. Sam- kvæmt skömmtunarreglunum mátti enginn kaupa meira en 3 flöskur af sterku vini á mánuði. Þegar fram i sótti fannst ýms- um að þetta Brattskerfi gæfist ekki nógu vel. Auðvitað reyndu vinhneigðir menn að ná viðbót við sinn skammt út á nöfn og rétt þeirra, sem ekki hirtu um að nota sinn skammt sjálfir. Svo var talað um að skömmtunin og takmörkunin yrði til þess að sveipa áfengið ljóma eftirsóttra gæða i hugum manna. Fór svo að horfið var frá þessari skömmtunárið 1955. En fram af þvi fóru menn þó fljótt að hafa vaxandi áhyggjur af þvi hve mikið var drukkið af sterku á- fengi og vildu finna ráð til varn- ar. Og svo kom milliölið 1965. Siðan hafa Sviar fjóra flokka öls. Létt öl, óáfengt. A sölu þess eru engar hömlur fremur en gosdrykkja. Svo hafa þeir sterkt öl, sem bundið er sömu hömlum um sölu og veitingar og áfengi almennt, en i Sviþjóð er rikis- einkasala með áfengi eins og hér. En svo eru tveir milliflokk- ar. Það er pilsner sem hefur á- fengismagn 2,8% og milliölið, sem byrjað var með 1965. Það er 3,6% að styrkleika. Talsmenn þess bundu við það miklar vonir og sögðu að auðvitað væri miklu betra að menn gleddu sig við þennan litla og ljúfa drykk, en helltu sig vitlausa með brenni- vini. Reynslan hefur orðið sú, að neyzla sterkari drykkja hefur ekki minnkað. Hins vegar hefur orðið verulegur samdráttur i neyzlu pilsners. En i hópi vand- ræðamanna, — þeirra, sem komast i opinberar skýrslur vegna einhvers konar misnotk- unar áfengis — á milliölið sinn þátt, einkum unglinga. Burman lagði sérstaka á- herzlu á þessa neikvæðu reynslu af milliölinu, en hún er óvé- fengjanleg. Henni mótmælir nú enginn. Hann fór lika nokkrum orðum um reynslu Finna af svipuðu öli, en þeir voru þremur árum á eftir Svium með þá lög- gjöf, sem átti að laga og bæta drykkjarvenjurnar, með þvi að veita mönnum auðveldan að- gang að áfengu léttu öli. Reynsl- an er óskapleg. Olaf Burman nefndi margar tölur i sambandi við áfengis- mál. Hreyfingin siðustu árin er almennari neyzla, einkum með- al unglinga og vöxtur margs konar ógæfu og óhæfu i hlutfalli við það. Þetta hefur verið svo um öll nálæg lönd. Þegar þessar athuganir og niðurstöður þeirra eru bornar saman liggur það ljóst fyrir að bölið og tjónið stendur I föstu hlutfalli við heildarneyzlu á- fengis og það virðist engu breyta hvaða tegundir hver þjóð notar helzt. í öðru lagi liggur það ljóst fyrir að frjálsleg á- fengislöggjöf hefur hvergi orðið til bóta þannnig, að saklausari og siðlegri drykkja fylgdi henni. Olaf Burman lagði ennfremur mikla áherzlu á það^að ekki sæ- . ist neinn árangur af þvi mikla umtali að þjóðir ættu að læra að umgangast áfengi svo að neyzla þess og á'hrif öll væru með sið- menningarblæ. Vonir um betri tima eru bundnar við það, að minna og sjaldnar verði drukkið. Þrátt fyrir allt sem gert verður til aft- urhvarfs og viðreisnar drykkju- mönnum eru vonirnar einkum og aðallega bundnar við það að takast megi að fyrirbyggja og þá fyrst og fremst við það að þeim sem ekki neyta áfengis fari fjölgandi. Það er það eina, sem treyst- andi er á. H.Kr. Villandi skoðanamyndun skaðleg er 1 lok ágústmánaðar var eins og kunnugt er haldinn hinn ár- legi aðalfundur Stéttarsam- bands bænda. Fundurinn var haldinn á Laugarvatni með sér- stöku tilliti til þess, að Stéttar- sambandið var stofnað þar fyrir frumkvæði Búnaðarsambands Suðurlands og nú voru 30 ár sið- an sá merki atburður gerðist. Þarna fór einnig fram hátiðleg samkoma, þar sem voru við- staddir ýmsir forystumenn landbúnaðarmála, svo sem landbúnaðarráðherra, búnaðar- ÐEE VINRUDE TIAAINN líður dfram og það gerir Evinrude líka D ÞORf SÍMI B1500ÁRMÚLA11 Góð skólaritvél óskast til kaups. Upplýsingar í síma 40137. málastjóri og formaður Búnað- arfélags tslands. Margs var og er auðvitað að minnast eftir 30 ára starf. Stétt- arsambandið hefur á þessum áratugum fest sig betur og betur i sessi og orðið að sterku afli til sóknar og varnar fyrir bænda- stéttina, og um leið að þýðingar- miklum aðila i skipulagskerfi þjóðfélagsins, sem ekki verður framhjá gengið, þegar teknar eru ákvarðanir um ýmsar mikilvægar ráðstafanir i at- vinnu- og efnahagslifi þjóðar- innar, en eins og allir vita er bændastétt hverrar þjóðar höfuðkjarni I tilveru og lifsbar- áttu hennar á hverjum tima, svo hefur allt verið og mun verða. Fáar þjóðir hafa verið svo al- gerar bændaþjóðir sem Islend- ingar voru allt frá landnámi og fram á þessa öld. Hvert heimili var eins og smáriki, og i þvi litla riki unnu allir saman, húsráð- endur og hjú, en ekki hver á móti öðrum. Fjöldi starfa knúði menn einnig til skipulegs sam- starfs utan heimilanna, eins og t.d. ferðalög til aðdrátta um langar og torsóttar leiðir, fjár- skil og smalamennskur um fjöll og heiðar og fiskiróðrar frá út- verum fjarri heimilum. Bónd- inn var oftast einnig sjómaður og fór á vertíðum til útróðra I fiskiverum. Hin fámenna stétt embættismanna, klerkar og sýslumenn, voru einnig bændur og unnu oft með fólki sinu. Prestar ýmsir reru til fiskjar og voru stundum formenn fyrir út- róðraskipum. Þess er getið um ögmund Pálsson biskup, að hann stýrði sjálfur hafskipi Skálholtsstaðar i förum milli landa. Hin fámenna dreifbýl- is bændaþjóð, sem bjó við torsótt náttúrugæði og ein- angrun, fann ýmsar leiðir til samhjálpar hinna dreifðu ein- staklinga, er alltaf áttu rika frelsisþrá, sem einangrunin mun ekki hvað sizt hafa ræktað i brjóstum þeirra. Á timum visinda og tækni og alls konar félagslegra framfara hafa bændur hér notfært sér samtakamátt á mörgum svið- um. Auk þess að hafa búnaðar- félögin og búnaðarþing, ræktun- arsambönd og stéttarsamband- ið, þá eru þeir einnig aðal- merkisberar samvinnuhreyf- ingarinnar, sem hefur leyst marga þætti vandasamra við- fangsefna, eins og t.d. á sviði viðskipta, fullvinnslu afurða, vörudreifingar til neytenda og margt fleira, sem hér verður ekki talið. Við það að leysa flest hin stærri verkefni á félagsleg- um grundvelli, hefur styrkur hvers einstaks bónda og sjálfs- traust vaxið, en um leið hefur þjóðmenningin og þjóðlifið allt notið góðs af þeirri heilbrigðu þróun, sem bændastéttin mót- aði. An þeirrar þróunar, sem bændur völdu, hefði þjóðin ekki svo fljótt náð þeirri menningu og velmegun, sem hún býr nú við. Stéttarsamband bænda hefur átt rikan þátt I þvi, síðan það var stofnað, að bændur hafa betur en áður getað látið margt til sln taka og áhrif þeirra, þrátt fyrir hlutfallslega fækkun mið- að við fjölda landsmanna, hald- izt á ýmsum sviðum, og i kjara- málum hefur Stéttarsambandið verið þeirra brjóstvörn. Undarlegt er það, að I landi þar sem næstum hver maður er afkomandi bænda I annan eða þriðja lið, skuli vera til menn, sem álita það vænlegan stökk- pall til valda og metorða á sviði stjórnmála að flytja áróður gegn bændum, og að það skuli jafnvel vera talinn gróðavegur fyrir blöð að flytja svívirðingar um landbúnað og þá stétt, sem hann stundar. 1 hinni tiltölulega stóru höfuðborg okkar, sem að talsverðum hæuta er byggð talsverðum hluta er býggð fyrir arð af viðskiptum viö ís- lenzkan landbúnað og reist á arfleifð fornar og nýrrar bændamenningar, eru gefin út blöð, sem iðka æsiskrif og áróð- ur gegn þeim 10 prósentum þjóðarinnar, sem enn lifa af bú- skap og leggja fram til þess fleiri vinnustundir og meira erf- iði fyrir minni laun en aðrar starfsstéttir. Sem betur fer eiga bændur enn mjög marga vini i höfuðborginni, og i þorpum og þéttbýli landsins, sem skilja, að lifshagsmunir þjóðarinnar eru að stórum hluta háðir þvi, að hér sé rekinn landbúnaður af frjálsum bændum á þeim grundvelli, sem náttúrufar og landkostir leyfa, enda eiga lika þúsundir manna þar atvinnu sina og afkomu háða bæði bein- um og óbeinum tengslum við landbúnaðarframleiðsluna. Nýafstaðinn Stéttarsam- bandsfundur gerði margar á- lyktanir og tók fyrir mörg mál- efni, sem varða bændur sér- staxlega. Meðal þess, sem fund- urinn gat ekki komizt hjá að fjalla um, voru hin illvigu skrif dagblaðsins Visis nú sl. heilt ár. Vítti fundurinn harðlega þann atvinnuróg gegn landbúnaðin- um, sem Visir hefur aðallega staðið fyrir, en ýmsir aðrir fjöl- miðlar hafa einnig látið sér sæma að hafa uppi. Vegna þess- arar samþykktar varð fyrrver- andi ritstjóri Visis mjög reiður og kom þeirri flugu I munn nokkrum auðtrúa sálum, að með slikri samþykkt væri for- maður Stéttarsambandsins og aðalfundurinn að reyna að koma I veg fyrir frjálsa skoð- anamyndun I landinu. Þennan sleggjudóm hafa svo ýmsir étið hver eftir öðrum, meðal annars I umræðuþætti i Rikisútvarpinu og erindi um daginn og veginn. Vandlætarar þessir hafa barið sér á brjóst og sagt þjóðinni að vera á verði gegn afturhaldsseggjum eins og Gunnari á Hjarðarfelli og öðr- um fulltrúm bænda, sem vilji og ætli sér að hefta frjálsa skoð- anamyndun á íslandi. Það er að vísu ekki nýtt hér, að menn sem hafa vondan málstað taki I deil- um sinum til fullyrðinga, sem túlka svo mikla fjarstæðu, að fullyrðingarnar falla strax dauðar og ómerkar, en söm er þeirra gerð. í öllum menn- ingarlöndum eru ósannar stað- hæfingar um menn og málefni bannfærðar og reynt að koma i veg fyrir, að skoðanir manna skapist af röngum upplýsing- um. Þess vegna hefur rógur og lýgi hvergi frjálsan aðgang i opinberum fjölmiðlum, enda eiga slik tæki ekki að hjálpa til við að mynda rangar skoðanir. Einu sinni var uppi mikill mannkynsfræðari, sem brýndi fyrir mönnum að leita sannleik- ans, og hann sagði: „Sannleik- urinn mun gera yður frjálsa”. Islenzk bændastétt metur skoð- anafrelsi sem eitt mesta hnoss lifsins, og þvi hefur hún alltaf stutt málfrelsi og ritfrelsi. Bændur hafa heldur aldrei haft á móti umræðum um landbún- aðarmál, sem voru á viti byggð- ar og ekki til þess fram settar að skaða , lifshagsmuni þeirra. Sú skoðanamyndun, sem byggð er á villandi og ósönnum frásögn- um, er hverjum manni og hverri þjóð hættuleg, og þvi fullkom- lega réttmætt, og raunar skylt öllum, sem meta sannleikann meira en lýgina, að þeir reyni að vara fólk við að byggja skoð- anir sinar á sjúklega illvigum á- róðri og villandi upplýsingum, eins og þeim sem Visir flutti um landbúnaðarmál undir ritstjórn Jónasar Kristjánssonar. Bændur hafa ekkert að fela um sin stéttarmálefni, sem eru rekin fyrir opnum tjöldum. For- maður Stéttarsambands bænda, Gunnar Guðbjartsson, er þjóð- kunnur maður fyrir forystustörf sin, góðar gáfur og hófsaman og rökfastan málflutning. Gunnar hefur á annan tug ára staðið i fylkingarbrjósti bændastéttar- innar með opinberar skýrslur og staðreyndir að vopni. Sann- leikurinn um störf, lifskjör og þjóðhagslegt gildi bændastétt- arinnar hefur i höndum Gunn- ars á Hjarðarfelli og samstarfs- manna hans aukið frelsi og sjálfstæði bænda og eflt hag is- lenzku þjóðarinnar. Svo gæfusöm verður islenzka þjóðin væntanlega, að hún vill hafa hér frjálsa og dugandi bændastétt, enda mun það þjóð- inni bezt gegna. I bændastétt- inni eru margir vel menntaðir og dugandi menn. Er þess að vænta, ekki sizt af hinum yngri bændum, sem eiga fyrir sér langa framtið, að þeir hafi stöð- ugar gætur á þvi, að samvizku- litlir og framgjarnir ævintýra- menn I islenzkum þjóðmálum fái það aðhald af hálfu þjóð- hollra manna, sem stilli ofstopa þeirra i garð hinnar fámennu bændastéttar. Það er persónul. og þjóðfé- lagsleg skylda bænda, og ann- arra þjóðhollra manna, að vara við öfgafullum og ósönnum mál- flutningi, hver sem i hlut á. Bændur munu hins vegar ávallt fagna þvi, sem fram kemur til að bæta úr ágöllum, og þvl sem hvetur til framfara og nýrra framkvæmda I landbúnaðar- málum, þvi þeir vita, að ekkert má til lengdar standa I stað og viðurkenna sannleiksgildi orða Jónasar Hallgrimssonar, að „mönnunum munar annaðhvort afturábak ellegar nokkuð á leið”. Agúst Þorvaldsson. ullllillllll

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.