Tíminn - 24.09.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 24.09.1975, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 24. september 1975 TÍMINN 17 SKOTARNIR... sækja hér að Keflavíkurmarkinu, þar sem þeir Ililmar, Einar, Gisli og Þorsteinn eru til varnar. Narey, sem skoraði bæði mörkin i gærkvöldi, er annar frá vinstri. (Timamyndir Róbert). x • rv aoinum — urðu Keflvíkingum að falli í fyrsta Evrópuleik þeirra á heimavelli meira i siðari hálfleik, þegarþeir léku undan vindi. Beztu menn Keflavikur-liðsins voru þeir Gisli Torfason og Einar Gunnarsson, ásamt Hilmari Hjálmarssyni, ungum leikmanni, sem er i stöðugri framför. Hjá Dundee United voru þeir Narey, sem skoraði mörkin og Hegarty (9) skemmtilegastir. Annars voru leikmenn United-liðsins ákveðnir og fljótir — þeir gáfu ekkert eftir, enda sterkir og stæltir. 4026 áhorfendur lögðu leið sína til að sjá leikinn, og má það telj- ast mjög góð aðsókn. Þess má geta, að bæjarstjórn Keflavikur gaf eftir leigu af vellinum, þannig að þegar það er tekið með i reikninginn, þá samsvarar áhorf- endafjöldinn i Keflavik um 6 þús. áhorfendum á Laugardalsvellin- um, en þar er ávallt tekin full leiga. „Strákarnir voru ekki nógu grimmir" — sagði Guðni Kjartansson, þjálfari Kef lavíkurliðsins SOS-Keflavik. — Þeir voru miklu sterkari Skotarnir, en ég bjóst við. Já, mjög góðir — a 111 léttleikandi menn, sem var vont að hamra gegn, sagði Guðni Kjartansson, þjálfari Keflavikur— iiðsins. — Annars var ég ekki ánægður með strákana, og þá mörkin, sem voru mjög ódýr — það var slæmt að fá mark á sig i byrjun. — Strákarnir voru ekki nógu grimmir i leiknum, þeir voru of hræddir— sérstaklega i byrjun. Það var anndð uppi á teningnum i siðari hálfleik en þá vantaði endahnútinn. Þeir voru ekki nógu ákveðnir i sókninni og það vant- aði skot frá þeim, sagði Guðni. OSKAR FOR MEÐ DUNDEE-LIÐINU TIL SKOTLANDS SOS-Keflavik. — Forráða- menn Dúndee United eru núá höttum eftir islenzkum leik- mönnum, til að fá i herbúðir sinar. Þeir hafa nú þegar klófest Vikinginn Óskar Tómasson, sem fór með Pundee-Iiðinu tii Skotiands i morgun. — Ég hef mikinn hug á að spreyta mig i at- vinnumennskunni, sagði Óskar, þegar Timinn náði tali af honum á Keflavikur-vellin- um i gærkvöldi, eftir leik Kefl- vfkinga og Dundee United. — Ég mun strax byrja að æfa með liðinu, og vonandi hefur United-Iiðið not fyrir mig. — Ég stefni að sjálfsögðu að þvi að komast sem fyrst i aðal- liðiö. Eftir að hafa séð leikinn hér, þá sé ég, að það, þýðir ekkert að gcfa eftir, ef maður á að geta tryggt sér sæti i Pundee-liðið, sagði Óskar. ..Þeir óttast kuldann" — segir Matthías Hallgrímsson, um mótherja Akranessliðsins fró Kýpur SOS— Keflavík.— Ég skil ekki, hvernig þeir ætla sér aö leika hér á landi — í kulda og roki, sagði Matthías Hallgrímsson, landsliðsmaðurinn snjalli frá Akranesi, um mót- herja Akraness í Evrópu- keppni meistaraliða — frá Kýpur. — Þeir sögðu okkur, að þeir væru kvíðnir fyrir leikinn á Laugardalsvellinum, þar sem þeir ættu vont með að leika undir 22ja stiga - Við erum ákveönir að komast áfram i Evrópukeppn- inni og ætlum okkur að leggja Kýpur-búana að velli á Laugar- dalsvellinum á sunnudaginn. — Þá erum við komnir aftur i hatt- inn og eigum möguleika að dragast gegn Evrópumeistur- um Bayern Múnchen eða Eng- landsmeisturum Derby i ann- arri umferðinni, sagði Matthias.og það var greinilegt, að það hlakkaði i honum að fá að glíma við Kýpur-búana i kuldanum hér á landi. MATTHÍAS HALLGRÍMSSON. HILMAR HJALMARSSON...sækir að marki Skotanna, en McAlpien tókst að góma knöttinn. .Baráttuna vantaði' r — sagði Hafsteinn Guðmundsson, formaður IBK SOS-Keflavik. — Ég er ekki nógu ánægður með strákana, þeir náðu aldrei að sýna sfnar ..réttu hliðar. Það var ekki nógu mikill kraflur i þeim — baráttuna vantaði, sagði Haf- stcinn Guðmundsson, for- maður ÍBK. Annars voru Skotarnir mikiu sterkari en ég reiknaði með. Þeir léku vel — hraða og skemmtilega knatt- spyrnu, sem Keflavíkur- strákarnir réðu ekki við. — Jú, ég er mjög ánægður með hina fjölmörgu áhorfend- ur, sem komu til að sjá leikinn. Þeir hafa lyft geysi- lega undir með okkur, hvað fjárhagshliðina snertir, sagði Hafsteinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.