Tíminn - 24.09.1975, Blaðsíða 13

Tíminn - 24.09.1975, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 24. september 1975 TÍMINN 13 Skattamál söngstjórans I fréttum rikisútvarpsins um helgina mátti heyra frásögn af þvi, að Pólyfónkórinn hafi ýmis- legt á prjónunum, og ætli að gera landsmönnum lifið léttara i vetur eins og endranær. Kór þessi er af fagmönnum talinn góður,og á hann án efa allt það bezta skilið, en heldur finnst manni furðulegt, þegar frétta- menn láta frásagnir af skatta- málum kórstjórans, Ingólfs Guðbrandssonar fléttast inn i frásagnir um kórinn og kór- starfið. í fréttatilkynningu, sem send var Ut á vegum kórs.ins og lesin var upp i útvarpinu, stóð m.a.: „Þrátt fyrir gifurlegt annriki mun Ingólfur Guðbrandsson forstjóri Útsýnar, sem jafn- framt er einn hæsti skattgreið- andi landsins, enn gefa kost á sér að starfa áfram sem söng- stjóri Pólýfónkórsins, án endur- gjalds og vera um leið fjárhags- legur bakhjarl kórstarfseminn- ar, þvi að enn liggja engin á- kveðin loforð fyrir um fjárveit- ingar til kórsins.” Hvað kemur það málinu við, hvort söngstjórinn er einn hæsti skattgreiðandi landsins, gerir það hann hæfari sem söng- stjóra? Þykir fréttamönnum út- varpsins, að þessar upplýsingar komi landslýð við i þessu sam- bandi, eða er aðeins verið að auglýsa ágæti og fórnfýsi söng- stjorans? Væri ekki rétt að strika klausur sem þessar út úr aðsendum fréttatilkynningum, jafnvel þótt það yrði til þess að fréttatiminn styttist um örfáar sekúndur? Hlustandi. Kökubasar til styrktar blindum og sjónskertum gébé—Rvik— Málefni blindra eru miklu styttra á veg komin hér á landi en i nágrannalöndum okkar. Mikið miðar þó i rétta átt hér, þótt við getum enn lært mikið af nágrannaþjóðunum. Daniel Jón- asson, formaður Foreldra- og styrktarfélags blindra og sjón- skertra, fer til Noregs i næsta mánuði á námskeið, semtilsvar- andi félög þar halda, til að kynna sér meðferð tækja, sem notuð eru til náms og starfa blindra og sjón- skertra. Þá munu félagsmenn halda kökubasar n.k. laugardag i blindraheimilinu að Hamrahlið 17, og eru þeir, sem áhuga hafa á að styrkja félagið og vilja gefa kökur, beðnir að koma með þær I blindraheimilið á föstudagskvöld frá kl. 19-21. Foreldra- og styrktarfélag blindra og sjónskertra telur nú tæplega hundrað meðlimi. Á stefnuskrá félagsins er m.a. að efla skólanám blindra eða sjón- skertra barna og unglinga, veita þeim félagslegan stuðning, og út- vega þeim atvinnu. Félagið var stofnað I mal s.l. en hefur aðstöðu sina i Hamrahlið 17. Daniel Jónasson, kennari og formaður félagsins, sagði að aðaltilgangurinn með ferð sinni á námskeiðið I Noregi væri að kynnast þvi, sem er að gerast i málefnum blindra ytra, og sagði að þar yrði m.a. sýning á ýmsum tækjum, sem hjálpa sjónskertum til að lesa og fleira. Þá yrði einnig kennd meðferð þessara tækja. — Það er fyrsta atriðið að kynnast þvi sem þeir eru að gera, sagði Daniel, þvi að Norðmenn eru komnir miklu lengra á veg I málefnum blindra heldur en við. Þá sagði Daniel, að nýlega væru komin I blindraheimilið i Hamra- hlið tvo mjög vönduð tæki, sem hjálpa sjónskertum börnum að lesa. Daniel heldur utan um miðj- an október. Leiðréfting I SAMTALI við Ingvar Gislason alþingismann vegna Kröflu, slæddust inn meinlegar villur, þar sem rætt var um virkjunar- möguleika á Norðurlandi. Ýmsar þekktar ár ferðuðust m.a. til Norðurlands. Orðrétt sagði þingmaðurinn þetta: „Virkjunarmöguleikar hér á Norðurlandi eru gifurlega miklir. Við höfum Jökulsá með öllum þeim ósköpum sem þar eru, Blöndu, Jökulsárnar i Skagafirði, Skjálfandafljót, svo möguleik- arnir eru margir til virkjunar fallvatna.” Eru hlutaðeigendur beðnir vel- virðingar á þessum mistökum — JG. BIL býður fram aðstoð sína á Listahátíð Stjórn Bandalags Islenzkra listamanna samþykkti eftirfar- andi ályktun á fundi sinum föstu- daginn 19. september siðastlið- inn: Stjórn Bandalags Islenzkra lista- manna fagnar þeirri ákvörðun, að fresta ekki Listahátið heldur halda hana á sumri komanda, og býður aðstoð sina til að vel megi takast. " AL-STIGAR 3og4mtr* ALTRÖPPUR 3-4 5og6 Norska og sænska til prófs í stað dönsku Athugið, að kennslan er einungis ætluð þeim, sem kunna eitthvað fyrir i tungu- málunum Nemendur i norsku mæti i stofu 6 i Lindar- götuskóla sem hér segir: Framhaldsdeild (5. og 6. bekkur) mánud. 29. sept. kl. 18. Stúdentsnemendur sama dag kl. 19. Barnaskólanemar og 1. og 2. bekkur gagn- fræðaskóla mæti þriðjudaginn 30. sept. kl. 18, 3. og 4. bekkur kl. 19. Nemendur i sænsku mæti i stofu 17 i Hlíðaskóla Barnaskólanemar kl. 18.30, fimmtudaginn 25. sept. Gagnfræðaskóla- nemar kl. 18.30, föstudag 26. sept. Nemar i sænsku á framhaldssk. og menntaskólastigi mæti 1. okt. kl. 19 i Laugalækjarskóla. Rafsuðu TÆKI fyrir SUÐUVÍR nýkomin.— Innbyggt öryggi fyrir yfirhitun. Rafsuðu- hjálmar og tangir nýkomið. handhæg og ódýr 77 ARAAULA 7 - SIMI 84450 Þyngd 1 8 kg T35TÍ GEFJUN AKUREYRI Hére það a It- prjónarnir, karfan og Gefiunar DRALON-BABY DRALON-SPORT GRETTIS-GARN (1007.ull) GRILON-GARN GRILON-MERINO Vetrarmaður og róðskona óskast á sveitaheimili i Húnavatnssýslu. Mega hafa börn. Upplýsingar i sima 5-30-73. skólaFÓLK Við höfum úrval af SkóláVORUM VERÐIÐ ER HAGSTÆTT Ókeypis nafn-ágröftur fylgir pennum — sem keyptir eru hjá okkur PÓSTSENDUM jAT-f K Vý* ,r+.; -i p HAFNARSTR. 9t-—95 akureyri •;••-; sInm (9*) 21400

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.