Tíminn - 24.09.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 24.09.1975, Blaðsíða 11
TÍMINN Miðvikudagur 24. september 1975 11 MJST :TINU af hvaða tegund tækin eru, sem þii ert með. Umræðuefnið er ef til vill einhæft, en takmarkið er fyrir marga að ná i sem flest lönd, þvi eftir vissan fjölda af löndum fæst heiðursskjal. Þórhallurá lika svo sannarlega heiðursskjöl. Uppi á vegg má lita skjal frá Þjóðverjum, þar sem' þeirheiðra hannfyrir sérstaklega hratt morse — þá er þar skjal frá Bandarikjunum, og siðast en ekki sizt skjal frá Landssambandi is- lenzkra amatöra, þar sem Þór- halli er tilkynnt, að hann sé kos- inn heiðursfélagi. Hins vegar var Þórhallur þar kallaður Þórarinn, en á þvi hefði hann skýringu: — Þeir hafa örugglega skrifað þetta á mánudegi. — Viltu lýsa örlitið þeim tækj- um, sem þú hefur hérna? — Ég er með nýlegan HEATKIT-sendi, sem er um leið móttakari. Þá er hérna gamalt RCA-tæki, sem gegndi áður sama hlutverki, en magnarann smiðaði ég sjálfur. HEATKIT-tækið er 180 wött, en magnarinn kemur styrknum upp i 400 wött. Þetta er vægast sagt mikill munur frá þvi sem áður var, þvi að fyrsta tækið mitt var aðeins 5-10 wött. Þá var hins vegar ekki likt þvi eins mikið i loftinu og nú, þvi að i gamla daga var hægt að leita timunum saman eftir stöð, en nú er orðið erfitt að greina á milli þeirra. Hérna við húsið er svo tveggja elimenta quad-stefnuloftnet. Loftnetið skiptir mjög miklu máli, þvf eftir þvi sem það er betra, þeim mun minni áherzlu þarf að leggja á magnarann. Til dæmis veit ég um konu eina i Frakklandi, sem ekki er með neinn magnara, enmjöggott loft- net, og hún getur náð um allan heim. Svona i tilefni af kvennár- inu má geta þess, að þetta er húsmóðir, sem virðist hafa ótak- markaðan tima, þvi hún getur kjaftað linnulaust timunum saman. — Er ekki vinsælt af hálfu út- lendinga að ná sambandi við Is- land? — Jú, það er mjög vinsælt að geta náð hingað og fengið kort. Það er oft svo. eftir að ég er orð- inn uppgefinn og ætla að hætta, að þá er allt vitlaust i loftinu og þeir halda áfram að kalla, löngu eftir að ég er farinn. A tækjunum eru fimm stuttbylgjusvið á 10 upp i 80 metra.ogeinsog kom fram áðan, þá verðum við að senda kort eftir að hafa náð sambandi á einni bylgjunni.en sumireru svo æstir, að þeir vilja fá kort fyrir hverja bylgju.En það er ekki nóg að senda kortin, við þurfum lika að halda dagbók yfir samböndin — það eru reglur Landssimans. Þessa dagbók sendi ég svo til Þýzkalands, og þar tekur maður nokkur við henni og sér um aö ALLT senda fyrir mig kort til allra, sem ég hef náð sambandi við. Sá hinn sami tekur lika á móti kortunum, sem ég á að fá, hirðir af þeim frimerkin og sendir kortin svo til min. Þetta er mjög hagkvæmt fyrir mig, ég næ allt að 4000 sam- böndum á ári, og islenzka póst- þjónustan er vist ekkert gefin fyrir að veita afslátt. Nú var komið eitthvert suð i tækin og Þórhallur átti við nokkra takka og fyrr en varði var hann farinn að tala við einhvern Hans i Berlin. Þeir skiptustá upplýsing- um um stöðvarnar og veðrið. Sá þýzki tilkynnti sól og heiðrikju, en á Akureyri. var þennan septem- berdag dumbungur og skúrir öðru hverju. Hvernig er veðrið hjá þér, Hans? Þórhallui' hugar að loftnetsbúnaðinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.