Tíminn - 26.09.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN
Föstudagur 26. september 1975
Frosti
Starfsfólk útibús Kaupfélags tsfirðinga á Súoavik, Steinunn Gunnarsdóttir
Gunnarsson Utibússtjóri
Kjörbúðarsnið á verzlun kaupfé-
lagsins á Súðavík
gébé Rvlk —Útibú Kaupfélags Is-
firðinga á Suðavik hefur nú skipt
um útlit. Nýlega voru gerðar
verulegar endurbætur, og var
verzlunarrýmið aukið, komið fyr-
ir frysti- og kæliborðum, húsnæð-
ið málað og lýsing endurbætt. Er
nú verzlunin með kjörbúðarsniði,
sem auðveldar og hraðar af-
greiðslu að mun.
Kaupfélag Isfirðinga vill með
þessum endurbótum á titibúinu i
Súðavlk leitast við að veita við-
skiptavinum sínum aukna og
bætta þjónustu.
Auk útibúsins á Súðavlk, er
Kaupfélag ísfirðinga með útibú i
Hnífsdal og Bolungavlk. Kaup-
félagsstjóri er Einar Matthias-
son. Starfsfólk í útibúinu I Súða-
vik eru systkinin Steinunn
Gunnarsdóttir og Frosti
Gunnarsson, sem er útibusstjóri.
Kvenstúdentofélogio FlÓQ 1110 rkaður Ó
nefur vetrarstarf
sitt:
Hallveigarstöðum
KVENSTÚDENTAFÉLAG ts-
lands hefur nú um árabil beint
starfsemi sinni að fjáröflun til
styrktar námskonum og hefur all
rlflegum upphæðum verið úthlut-
að til einstakra námskvenna. Nú
hefur verið ákveðið að hverfa frá
þessari hefð, en I staðinn verður
stefnt að þvi' að festa kaup á ibúð,
sem leigð yrði stúdinu á vægu
verði.
Aðalfjáröflunarleið félagsins
hefur verið hin árlega tizkusýn-
ing. 1 ár ver'ður hún haldin sunnu-
daginn 19. okt. i Súlnasal Hótel
Sögu, kl. 3 e.h. Einnig hefur verið
efnt til „Flóamarkaðar" að Hall-
veigarstöðum. Einn slikur verður
þ. 4.októbern.k. kl. 2. Skorað er á
allar konur að bregðast skjótt við
aö kanna geymslur slnar og hver
þau husakynni, þar sem leynast
kynnu föt og munir, sem ekki er
lengur brúk fyrir. Allar frekari
upplýsingar um markaðinn má fá
hjá eftirtöldum: <
Heklu Pálsdóttur, simi 82587,
Guðrlði M. Thorarensen, simi
19961 og Bergljótu Halldórsdótt-
ur, simi 14982.
Félagið gengst fyrir opnu húsi
fyrsta miðvikudag hvers mánað-
araðHallveigarstöðum,kl.3 til 6.
Allar félagskonur eru eindregið
hvattar til að lita þar inn til skrafs
og ráðagerða.
Merkúr — ný
blómaverzlun við
Laugaveg
BH-Reykjavlk. — Þessa dagana
tekur til starfa ný.blómaverzlun i
Reykjavik. Nefnist hún Merkúr
Magnús Guðmundsson
— Timamynd: Gunnar.
og er til hiisa að Laugavegi 42, á
horni Frakkastigs og Laugaveg-
ar. Eigandi hennar er Magnús
Guðmundsson, blómaskreytir.
Þegar Timinn hitti Magnús að
máli vegna opnunar verzlunar-
innar, tjáði hann okkur, að i
Merkur yrði lögð rækt við blóma-
skreytingar við öll tækifæri, auk
þess sem þarna yrðu til sölu
vandaðar gjafavörur. Einnig
verður þarna lagt stund á blóma-
föndur, sem er námskeið fyrir al-
menning I blómaskreytingum og
meðhöndlun og ræktun blóma i
heimahúsum, og er þarna kennt
að njóta blóma og nota þau á hóf-
legan hátt.
Við spurðum Magnús Guð-
mundsson, hvar hann héfði lært
um þessi efni.
— Ég stundaði framhaldsnám i
Instut fú'r Blumenkunst, sem er
deild við landbúnaðarháskólann I
Weihenstephan I Bæjaralandi I
Þýzkalandi. Aður hafði ég verið I
3 ár 1 Danmörku við nám og auk
þess farið kynnisferðir til hinna
ýmsu Evrópulanda. Mig langar
til þess að geta þess, að það er af-
skaplega mismunandi háttur
hafður á skreytingum, eftir þvl,
um hvaða land er að ræða. Mig
langar til þess að leggja áherzlu á
túlkandi skreytingar, þ.e.a.s., að
viðkomandi skreyting sé I sam-
ræmi við það tilefni, sem við á I
hvert skipti. Þá vil ég lika undir-
strika það, að mér finnst islenzk
blóm fyllilega sambærileg við er-
lend blóm, ekki hvað sizt I
skreytingum.
AAerkja- og Diaosoiu-
dagur Sgálfsbjargar
á sunnudaginn
— Æfingastöð samtakanna tekur bráðum
til starfa
A SUNNUDAGINN er hinn árlegi
meriqa- og blaðsöludagur Sjálfs-
bjargar, landssambands fatl-
aðra. Þá verða seld merki Sjálfs-
bjargar og blaðið „Sjálfsbjörg
1975". Verð blaðsinserkr. 200.- og
á merki kr. 100.00. Sjálfsbjargar-
félögin ásamt trúnaðarmönnum
og velunnurum samtakanna, sjá
um sóluuti á landi. Sjálfsbjargar-
félagið I Reykjavik sér um sölu á
höfuðborgarsvæðinu og verða
merki og blöð afhent I barnaskdl-
unum I Reykjavik, Kópavogi,
Garðahreppi, Hafnarfirði, Sel-
tjarnarnesi og i Varmárskóla,
Mosfellssveit. Einnig verða af-
greidd merki og blöð I anddyri
Vinnu- og dvalarheimilis Sjálfs-
bjargar, Hátúni 12, R.
Af efni blaðsins, sem nú kemur
út I 17. sinn, má m.a. nefna: A-
varp, sem formaður landssam-
bandsins, Theodór A. Jónsson,
skrifar, grein eftir Unni Gutt-
ormsdóttur, sjúkraþjálfa, sem
hiín nefnir,,Félagslegt mikilvægi
hreyfigetunnar". Jón Björnsson
sálfræðingur, skrifar um könnun
á vegum Reykjavikurborgar á at-
vinnumöguleikum aldraðra og
öryrkja. Þá er i blaðinu grein um
tryggingamál, eftir Jón Þór
Buck, fyrrverandi formann
Sjálfsbjargar á Husavík, sagt frá
17. þingi samtakanna, og sta í-
semi Endurhæfingarráðs rikisins
og fleira efni er i blaðinu til fróð-
leiks og skemmtunar. Ritnefnd á
vegum landssambandsins sá um
efnissöfnun i blaðið, en skrifstof-
an um prentun. I nefndinni voru
Ólöf Rlkarðsdóttir, sem er
ábyrgðarmaður, Pálina Snorra-
dóttir og Dagur Brynjúlfsson.
Rekstur skrifstofu i Reykjavik
á vegum landssambandsins hófst
I október 1960. I júni s.l. fluttu
skrifstofurnar i riimgott eigið
húsnæði á 1. hæð i Vinnu- og
dvalarheimili Sjálfsbjargar, Há-
túni 12.
Eitt af aðalverkefnum skrif-
stofunnar er að veita fötluðu fólki
fyrirgreiðslu og veita Sjálfs-
bjargarfélögunum aðstoð við þau
verkefni, sem þau vinna að
hverju sinni. Fjöldi einstaklinga
leitar til skrifstofunnar á hverju
ári og fær margs konar fyrir-
greiðslu. I nokkur ár hefur skrif-
stofan flutt inn hjálpartæki fyrir
mikið fatlað fólk, s.s. hjðlastóla,
bæði rafdirfna og venjulega,
sjúkralyftur, göngugrindur, stafi,
lesgrindur og fleira. Þá vinnur
skrifstofan að framgangi hinna
ýmsu hagsmunamála samtak-
anna, sér m.a. um 2 happdrætti a
ári.
Vinnu- og dvalarheimili Sjálfs-
bjargar tók til starfa 7. júli 1973.
Heimilið er skipulagt fyrir mikið
fatlað fólk og á fólk i hjólastólum
þvl auðvelt með að komast um
húsið. 1 heimilinu búa 45 manns.
Reglur heimilisins eru miðaðar
við, að heimilisfólk geti lifað þvi
Hfi, sem það hefur áhuga á og
getu til. Nokkur starfsemi fer
fram á heimilinu, þó mikið vanti
á að öll aðstaða sé eins og gert er
ráð fyrir. A vegum Námsflokka
Reykjavikur fer fram kennsla I
nokkrum námsgreinum og nota
IbUar heimilisins það nokkuð.
Föndurvinna hefur verið fyrir
Ibúana og einnig hefur verið tekin
létt frágangsvinna frá nokkrum
fyrirtækjum oghefur það skapað
nokkra vinnu. Um næstu áramót
mun væntanlega hefjast rekstur
vinnustofu i heimilinu, bæði fyrir
ibtiana og aðra öryrkja. Léttur
iðnaður verður aðalframleiðslu-
greinin, en til greina kemur að
taka ýmis verkefni t.d. frágangs-
vinnu, pökkun og fleira.
Standsetning æfingastöðvar er
nú að hef jast og mun sjúkraþjálfi
hefja störf við heimilið fyrir ára-
mót.
Starfsemi samtakanna hefur á
undanförnum árum mætt vax-
andi skilningi og notið stuðnings
allra landsmanna.
Ónæmisaogerðir
gegn mænusótt
ÓNÆMISAÐGERDIR gegn
mænusdtt hefjast að nýju i
Heilsuverndarstöð Reykjavfkur
mánudaginn 6. október og verða I
vetur á manudögum kl.
16.30—17.30.
Til að halda við ónæmi gegn
mænusótt, þarf að endurtaka ó-
næmisaðgerðina á þvi sem næst 5
ára fresti, allt að 50 ára aldri.
Heilsuverndarstöðin vill þvi
leggja áherzlu á, að þeir sem eru
fæddir 1956, 1951, 1946 o.s.frv.
(þ.e. verða 20, 25, 30 ára o.s.frv.
áriö 1976) fái þessa ónæmisað-
gerð nú I vetur. Verða þær þá I
beinu framhaldi af þeim ónæmis-
aðgerðum sem börn fá á barna-
deild og i skóla.
Fólk er því hvatt til að taka
þetta til greina og stuðla að betri
ónæmisvörnum gegn mænuveiki
og auðvelda skipulag. Jafnframt
er bent á að ónæmisaðgerð þessa
er ekki hægt aðfá yfir sumar-
mánuðina, þ.e. frá júni til októ-
ber.
Ónæmisaðgerðin er ætluð
Reykvikingum 20 ára og eldri, og
er ökeypis.
Vinsamlega hafið með ónæmis-
skirteini.
Ljósmyndasýning
Þann 27. sept. verður opnuð
ljósmyndasýning I franska bóka-
safninu að Laufásvegi 12. Þeir
sem sýna eru tveir ungir Frakk-
ar, Philippe Patsy og Christian
Roger.
Christian Roger er 27 ára gam-
all atvinnuljósmyndari, sem á
siðastliðnu ári hlaut fyrstu verð-
laun fyrir myndir sínar I hinum
fræga ljósmyndaklúbbi Parisar
„Le Club Photographique de
Paris". Christian sýnir um 50
svarthvltar ljósmyndir teknar
bæði á íslandi og i Frakklandi.
Viðfangsefni hans er aðallega
mannlifið.
Philippe Patay,-24 ára gamall,
hefur verið með annan fótinn á ís-
landi undanfarin fjögur ár.
Philippe er mikill náttúruskoðari
og sýnir hann 15 litmyndir af fugl-
um og islenzku landslagi. 1
Frakklandi hefur Philippe haldið
sýningar á myndum frá íslandi
sem hlutu mikið lof gagnrýnenda.
Sýningin stendur yfir frá 27.
sept. til 19. okt. og er opin daglega
frá kl. 15 til 22.
Philíppe Patay
Christian Roger.