Tíminn - 02.10.1975, Síða 5

Tíminn - 02.10.1975, Síða 5
Fimmtudagur 2. október 1975 TÍMINN 5 Umræðurnar um landbúnaðinn t forustugrein Austra 24. f.m. er rætt um landbiinaðar- málin og umræður þær, sem hafa orðið um þau. t greininni segir m.a.: „Þvi hefur iöngum verið haldið á lofti i þessum umræð- um að landbdnaðurinn verði aö þola gagnrýni. Það er hverjuorði sannara. Hins veg- ar verður sú gagnrýni að vera málefnalegog á rökum reist ef eitthvert mark á að taka á henni. Þvi miður er hér ekki sú raunin á. Þessi land- búnaðarskrif sem nú eru orðin ærið langvinn, voru hafin með röngum fullyrðingum um þennan atvinnuveg, fullyrð- ingum sem margoft hafa verið hraktar, en hvorki Visir né hið „óháða” Dagblað hafa séð ástæðu til að leiðrétta þær, en haldið áfram að hamra á þeim I þvf augnamiði að ná til fólksins sem ekki hefur önnur kynni af þessum atvinnuvegi en þau að kaupa landbúnaðar- vörur á hækkandi verði eins og annað sem keypt er i þeirri verðbólgu sem nú rikir. Það er full ástæða til þess að benda á það einu sinni enn að niðurgreiðslur eru ekki styrk- ur til iandbúnaðarins, nema að því leyti aö þær örva sölu á framleiðsluvörum hans. Að halda þvi blákalt fram að niðurgreiðslurnar séu beinn styrkur til landbúnaðarins og beita þeirri reikningsaðferð að deiia þeim niður á hvern bónda i landinu er furðuleg rangfærsia, sem sæmir ekki heiöarlegum fjölmiðlum.” Uppbæturnar á útflutninginn Þá segir f grein Austra : „Það má vissulega með meiri rétti halda þvi fram að útflutningsuppbætur á land- búnaðarafurðir séu styrkur til iandbúnaðarins og þvi hefur oft verið haldið m jög á lofti að rétt væri að hverfa að þvi að framleiða aðeins til eigin þarfa, eða heldur minna en það til dæmis að flytja inn svo sem 10% af þeim land- búnaöarvörum sem við þurf- um að nota. A það má benda i þessu sambandi aö slikt skrúfstykki á þennan undirstöðuatvinnu- veg okkar mundi lama hann á skömmum tima með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Grundvellinum yrði kippt undan búskap i þeim byggðar- lögumsem verst liggja við inn- lenda markaðnum, og um leiö og þetta geröist mundi fótum veröa kippt undan iðnaðar- og þjónustugreinum sem byggja á iandbúnaðinum. Það vill oft gleymast i umræðum sem þessum, hvað hagsmunir bænda og þéttbýlisfólks eru samtvinnaðir, enda gert I þvi að einfalda hlutina til þess aö fá þær niðurstöður sem henta hverju sinni.” Óheiðarlegur mdlflutningur Að lokum segir I grein Austra : „Umræður um landbúnað eru að sjálfsögðu nauðsynleg- ar, enda hafa bændur sizt haft á móti þvi. Þeir sem hafa eitt- hvað til málanna að leggja um það hvernig þessi atvinnuveg- ur verður gerður hagkvæmari og betur fær um að tryggja þeim sem hann stunda sam- bærileg lifskjör við aðra, ættu að sjálfsögðu að koma þeirri vitneskju sinni á framfæri. En umræöa sem hafin er á fölsk- um forsendum og miðar að þvi einu að skaða atvinnuveginn og spilla fyrir áliti hans hjá þéttbýlisfóiki er óheiðarleg(en hefur verið stunduð af furðu miklum krafti nú undanfar- ið.” Þ.Þ. Ráðstefna Víet- namnefndarinnar um næstu helgi gébé-Rvik — Vietnamnefndin á islandi mun gangast fyrir ráð- stefnu, sem fram fer i Norræna húsinu dagana 3.-5. október nk. Þrjú efnisatriði verða á dagskrá, framhald stuðningsstarfsins við þjóðfrelsisbaráttuna i Indókina, skipulagning almennrar and- heimsvaldasinnaðrar baráttu á Islandi og baráttu fyrir afnámi bandariskra herstöðva á islandi og úrsögn Islands úr NATO. Vietnamnefndin telur mikil- vægt að halda stuðningsstarfinu við þjóðir Indókina áfram, og hefur þvi efnt til þessarar ráð- stefnu. Til ráðstefnunnar er boðið fulltrúum aðildarsamtaka nefnd- arinnar, og verður hún jafnframt opin áhugafólki. Þá hefur nefndin boðið hingað til lands sendifull- trúa Bráðabirgðabyltingarstjórn- arinnar, sem aðsetur hefur I Osló. Ráöstefnan verður sett kl. 20 á föstudagskvöldið 3. okt., og mun þá sendifulltrúinn ávarpa ráð- stefnuna og svara fyrirspumum þátttakenda. Þá mun hann einnig flytja erindi á opinberum fundi nefndarinnar, sem haldinn veröur f ráðstefnulok, sunnudag- inn 5. október kl. 17 i gamla Tjarnarbiói við Tjörnina i Reykjavik. Þar mun einnig fara fram formleg afhending söfnun- arfjárins, sem Víetnamnefndin aflaði á liðnu sumri. ít skrofa Þegar menn úr Kirkjubæ i Færeyjum fóru nú siðsumars til fuglatekju I svonefndan Tröllhöfða, fengu þeir þrjú hundruð skrofuunga, sem ekki væri i frásögur færandi, ef ekki hefði einn þeirra ver- ið snjóhvitur. Vita menn i Færeyjum ekki dæmi þess að . slikt hafi fyrr gerzt. ( Aftur á móti hefur ör- / sjaldan brugðið fyrir hvitum Áður fyrr var mikið um skrofu i Færeyjum, en rotta, sem tekið hefur sér bólfestu i færeyskum fuglabyggðum, hefur viðast útrýmt henni. Nú er hún helzt I Tröilhöfða, Koltri, vestan til á Sandey og á Skúfey. lundum og langvium, og vitað er um einn stará með hvitt stél. FLESTAR STÆRÐIR Á FÓLKSBÍLA. BARÐBNN ARMULA 7«30501 &84844 SólaÖir HJÓLBARÐAR TIL SÖLU Sigurþór Jakobsson: Vinnustofusýning í loftvarnabyrgi Sigurþór Jakobsson heldur sýningu á verk- um sinum i gömlu loft- varnarbyrgi frá striðs- árunum, sem hann hef- ur breytt i vistlega vinnustofu, sem ilmar af fernis og limi. Nú er úti sú tið er málarar voru háðir norðanbirtu sagga og kölkuðum veggjum. Men mála nú hvar sem er, hvernig sem þeim sýnist og hvað sem þeim sýnist. Sigurþór Jakobsson er ungur, fæddur 1942 og varð góður i fót- bolta, þekktur sem slikur, en ár- ið 1960 hóf hann nám i Mynd- listarskóla Reykjavikur, þar sem hann stundaði stopult nám i fjögur ár, jafnframt lærði hann prentiðn hjá rikisprentsmiðj- unni Gutenberg. Svo lærði hann auglýsingateiknun erlendis, i London. Hannhefur þvi verið hálfvolg- ur i málverkinu lengst af. Þetta mun vera þriðja einka- sýning Sigurþórs Jakobssonar, hinar fyrri voru á Mokka árið 1971 og árið 1972 og þá tók hann þátt i tveim haustsýningum FIM að Kjarválsstöðum árið 1973 og 1974. Þetta er þvi þriðja einkasýning Sigurþórs. Sigurþór Jakobsson hefur veriö hálfur í málverkinu, stað- ið þar öðrum fæti, en með hinn fótinn stendur hann i atvinnulif- inu. Nú hefur hann fært þung- ann yfir á myndlistina og viröist mála af fullum krafti. Við hin getum samglaðzt honum með þennan góða árangur, þvi þetta er traustvekjandi sýning. Sýning Sigurþórs Jakobsson- ar er I Mjólkurfélagshúsinu. Hafnarstærti 5, en gengið er inn frá Tryggvagötu og hún verður opin til 5. október, að þeim degi meðtöldum. Jónas Guðmundsson. Sú hugmynd að sýna I vinnu- stofu sinni er mjög góð. Þótt þessi vistarvera sé gluggalaus og muni hafa verið loftvarnar- byrgi áður og siðan notuð undir kaöla og Viktoriupeysur hjá Verðanda, þá er þar nú bjart og þokkalegt og ef til vill hafa fleiri málarar möguleika á svona sýningum, þar sem gott er að koma til tilbreytingar frá hefð- bundnum húsakynnum mynd- listarsýninga i borginni. Fyrir' komulag segir okkur lika tals- vert um málarann, hann getur gert mikið af litlu. Sigurþór sýnir aðallega oliu- málverk, en fáeinar vatnslita- myndir eru samt á sýningunni frammi á gangi þar sem púströr hússins stingst þvert yfir á leið sinni til sjávar, en líklega er gólfið I salnum langt undir yfir- borði hafsins. Sá sem þetta ritar sá ekki fyrstu sýningu Steinþórs, en sýningin á Mokka árið 1972 var eftirminnileg, þvi hún fór fram úr flestu þvi, sem þar hefur ver- iö hengt upp á seinustu árum, þótt auðvitað væri sumt dálftið hjálparvana þá. Yfir þessari sýningu er hinsvegar reisn og öryggi og það vekur athygli hversu vel að öllu er staðið. Sigurþór Jakobsson er ekki upphafsmaður þessarar lista- stefnuer hann fylgir, en það eru þeir ekki heldur þeir Karl Kvaran, né allir þeir sem átt hafa langa samleið með frönsk- um og þýzkum málurum, hann er svosum ekki ver að þessu kominn en hver annar. Auövitað draga málarar dám hver af öðr- um, annars hefðum við ekki list oglistasögu, heldur kaos, einsog hann Baldur óskarsson rithöf- undur orðar það, en hann var einu sinni forstjóri fyrir mynd- listarskóla. Ef til vill voru myndirnar á Mokka dálitið persónulegri en þessar, sem nú eru sýndar, en litameðferð er mun þroskaðri núna og jafnvægi, eða öryggi er meira.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.