Tíminn - 02.10.1975, Qupperneq 7

Tíminn - 02.10.1975, Qupperneq 7
Fimmtudagur 2. október 1975 TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Rit- stjórnarfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gisla- son. Ritstjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur I Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 40.00. Askriftargjald kr. 800.00 á mánuði. Blaðaprenth.f. Lækkar Kron milli- liðakostnaðinn? ForustugreinÞjóðviljans i gær er helguð árás á samtök bænda. Ádeiluefnið er það, að milliliðirn- ir hafi fengið alltof mikið I sinn hlut við siðustu ákvörðun um verðlag landbúnaðarafurða. Ástæð- an sé sú, að sömu menn skipi stjórnir stéttarsam- taka bænda og kaupfélaganna og láti þeir hags- muni kaupfélaganna sitja i fyrirrúmi við verð- ákvörðunina. Annað hvort stafa skrif eins og þessi af þekk- ingarleysi eða illgirni. Svonefndur milliliða- kostnaður er yfirleitt mun lægri hér en i nálægum löndum. Ástæðan er sú, að hér annast samvinnu- félög bænda að mestu leyti verzlunina með land- búnaðarafurðir og keppa að þvi að hafa milliliða- kostnaðinn sem minnstan. Það verður að vona, að ritstjórar Þjóðviljans hafi ekki kynnt sér þetta og umrædd árás þeirra stafi ekki af öðru verra. Hækkun svonefnds milliliðakostnaðar nú stafar hins vegar af ástæðum, sem ritstjórum Þjóðvilj- ans ættu að vera kunnar. Við svokölluð milliliða- störf, sem snerta sölu landbúnaðarafurða, starf- ar orðið fjöldi fólks eins og verzlunarfólk, bif- reiðastjórar, starfsfólk I mjólkurbúum og frysti- húsum og ýmsum vinnslustöðvum. Þetta fólk verður að sjálfsögðu að fá kaup i samræmi við annað vinnandi fólk. Eða álita ritstjórar Þjóðvilj- ans að þetta fólk eigi að setja skör neðar en annað fólk i landinu? Var Þjóðviljinn ef til vill andvigur þeim leiðréttingum á kaupi, sem starfsfólk við slátrunarstörf hefur beitt sér fyrir að undan- förnu? Almennt kaupgjald hefur hækkað veru- lega á þessu ári og umrætt starfsfólk hefur að sjálfsögðum ástæðum ekki verið haft útundan. Hækkanir á kaupi þess eru aðalorsök hins aukna milliliðakostnaðar. Þetta ættu ritstjórar Þjóð- viljans að hafa vitað. Þess vegna er erfitt að af- saka þá með þvi, að umrædd árás þeirra sé ein- göngu sprottin af þekkingarleysi. Annars á að vera auðvelt fyrir ritstjóra Þjóð- viljans að afla sér haldgóðra upplýsinga um milliliðakostnaðinn. Flokksmenn Alþýðubanda- lagsins brutust til valda i Kaupfélagi Reykjavik- ur og nágrennis fyrir nokkrum áratugum og hafa haldið þeim siðan. Þar hafa þeir fengið gott tæki- færi til að sýna i verki, að þeir eru ekki siður garpar á borði en I orði. í Reykjavik er stærsti markaður landsins og þar eru þvi bezt skilyrði til að ná góðum árangri á verzlunarsviðinu. Hvernig hefur Kron vegnað þar við þessi hagstæðu skil- yrði undir forustu þeirra Alþýðubandalags- manna? Þvi miður hefur árangurinn ekki orðið slikur sem skyldi. Kaupmannaverzlanirnar hafa haldið hlut sinum og vel það. Hvergi á landinu hafa kaupmenn stærri hluta verzlunarinnar en i Reykjavik. Það segir sina sögu um það, hvernig Kron hefur tekizt að lækka milliliðakostnaðinn og vinna sér þannig vaxandi viðskipti. Staðreyndin er sú, að samvinnufélögin i dreif- býlinu hafa leyst af hendi ómetanlega þjónustu fyrir bændastéttina og aðra ibúa þess, þrátt fyrir stórum örðugri verzlunaraðstöðu en i höfuðborg- inni. í dreifbýlinu hefur kaupmannaverzlunin lika viða verið á undanhaldi, öfugt við það, sem hefur gerzt i Reykjavik. Ritstjórar Þjóðviljans ættu að kynna sér vel alla þessa sögu áður en þeir kasta meira grjóti að samvinnufélögum bænda og ásaka þau fyrir of háan milliliðakostnað. Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Á að hefja kalda stríðið að nýju? Umræður um öryggismál eftir Helsinkifundinn Brézjnef og Kissinger ÞAÐ gerist iðulega eftir at- burði, sem hafa glætt vissar vonir, að vantrú og óþolin- mæði koma til sögu, ef árang- urinn kemur ekki nógu fljótt i ljós. Þessa gætir nú talsvert eftir lokafund ráðstefnunnar um öryggi og samvinnu i Evrópu, sem haldin var i lok júllmánaðar. Siðan eru að vísu ekki nema tveir mánuðir, en samt ber þegar orðið á nokk- urri óþolinmæði og vissum vonbrigðum. Hætt er við, að þetta eigi eftir að aukast næstu má'nuði, ef að likum læt- ur. Menn gera sér ekki nægi- lega ljóst, að allar slikar breytingar taka sinn tima, þvi að enn gætir tortryggni og varfærni á báða bóga. Af hálfu vissra aðila er lika unnið kappsamlega að þvi að auka vantrúna og óþolinmæðina. Þannig reka Kinverjar nú kröftuglega þann áróður með- al Vestur-Evrópuþjóða og Bandarikjamanna, að RUss- um sé ekki að treysta og þeir stefni enn sem fyrr að heims- yfirráðum. Undir þennan áróður er talsvert tekið af vissum stjórnarandstæðing- um f Bandarikjunum og Vest- ur-Þýzkalandi, sem hugsa sér að nota það i kosningunum næsta haust, ef litið hefur mið- aö áleiöis fyrir þann tima. Ihaldsöfl annars staðar taka svo undir þetta. ÞAÐ, sem einkum kemur fram hjá þeim, sem gera litið úr öryggisráðstefnunni og árangri hennar, virðist eftir- farandi: 1. Þótt Sovétrikin þykist nú vilja draga úr spennu og bæta sambúðina við vest- rænu rikin, stefna leiðtogar þeirra enn sem fyrr að heimsyfirráðum kommún- ismans. Tilgangur þeirra með þvi að draga Ur spennunni er fyrstog fremst sá, að auka andvaraleysi lýðræðisrikjanna. Þessu til sönnunar er vitnað i ýms nýleg ummæli forustu- manna Sovétrikjanna. 2. Það er von Sovétrikjanna, að þegar enn meira dregur Ur spennunni og sambUðin virðist fara sibatnandi, muni aukast sundrung i röðum vestrænu rikjanna. Sovétrikin muni þá ná tök- um á ýmsum vestrænu rikj- unum á þann hátt, að þar skapist eins konar finnskt ástand, þ.e. að þau verði álika háð Sovétrikjunum viöskiptalega og hernaðar- lega og Finnland er nú. 3. Sovétrikin þarfnast nú ákveðins biðtima vegna erfiðs efnahagsástands og lélegra lifskjara almenn- ings og þarfnast af þeim ástæðum minnkaðrar spennu og batnandi sambUðar um skeið. 4. Sovétrikin þurfa að treysta áhrif sin i fylgirlkjunum i Austur-Evrópu og það veit- ist þeim auðveldast á þann hátt, að spennan i alþjóða- málum minnki meðan þau eru að koma ár sinni betur fyrir borð i þessum löndum. 5. Sovétrikin hafa á öryggis- ráðstefnunni fengið vest- rænu rikin til að fallast á ýmsar óskir sinar, án þess að láta sjálf nokkuð i stað- inn. 6. Þrátt fyrir allt tal Sovét- manna um minnkandi spennu og bætta sambúð, hafa þeir stóraukið vigbún- að sinn að undanförnu. RÖK þeirra sem eru ósam- mála framangreindum fullyröingum, eru m.a. þessi: 1. Það er rétt, að leiðtogar Sovétrikjanna tala enn öðru hverju um.ab kommUnisminn muni eiga eftir að drottna i heiminum. Þetta hefur þó allt aðra merkingu en áður, þegar beinlinis var stefnt að heimsyfirráðum kommún- ista undir yfirstjórn Sovét- rikjanna. Rússar gera sér oröiðljóst, að kommúnistar eru nú orðnir svo marg- klofnir, að það myndi senni- lega ekki trygg ja neitt betur aðstöðu Sovétrikjanna, þótt svo færi að kommúnistar næðu alls staðar yfirráðum. Tali þeirra um heimsyfirráð kommúnismans er fyrst og fremst ætlað að sýna, að þeir séu ekki fallnir frá upp- haflegum hugsjónum, m.a. vegna samkeppninnar við Kinverja. Þetta er venja margra stjórnmálamanna, þótt stefnan sé i reynd breytt. 2. Leiðtogar Sovétrikjanna hafa viðurkennt við mörg tækifæri, að útilokað sé fyrir eitt riki að stjórna heimin- um, enda hafa þeir öðrum meirireynslu i þeim efnum. Þeir hafa átt i basli við að halda hlut sinum i rikjum Austur-Evrópu og hafa sifellt meiri áhyggjur af hinum mörgu þjóðernishóp- um i Sovétrikjunum sjálf- um. 3. Áhugi leiðtoga Sovétrikj- anna á minnkaðri spennu stafar ekki sizt af þvi, að þeir þurfa á henni að halda til að koma efnahagsmálum sinum i viðhlitandi horf og þeir hafa gert sér ljóst, að þvi marki verður ekki náð i náinni framtið nema með auknu efnahagslegu og tæknilegu samstarfi við vestræn riki. Þeir hafa þvi raunverulegan áhuga á minnkaðri spennu. Þá fari ótti þeirra við Kinverja vax- andi og þvi telji þeir nauð- synlegt að bæta sambúðina við Vestur-E vrópu og Bandarikin svo að þeir hafi ekki neitt að óttast Ur þeirri átt. Sovétrikin vilji komast hjá þeirri aðstöðu, að géta verið sótt heim úr tveimur áttum. 4. Fyrir vesturveldin sé sjálf- sagt að nota sér þann áhuga, sem Sovétrikin hafa nú á minnkaðri spennu. til að vinna að bættri sambúð og auknum viðskiptum. Um aðra leið sé ekki heldur að ræða til að draga úr vig- búnaðarkapphlaupinu. Hinn valkosturinn sé að endur- nýja kalda striðið, en óneitanlega fylgi þvi miklu meiri áhætta fyrir friðinn i heiminum. Engin leið sé til, sem ekki fylgi nein áhætta, og þvf megi menn ekki hætta að vera á verði, þótt heldur miði i áttina til minnkaðrar spennu og bættrar sambúðar. 5. Minnkaðri spennu fylgi það, að auðveldara sé að vinna að framgangi ýmissa mannréttinda i rikjum Austur-Evrópu. Þannig hafi sá árangur náðst með öryggisráðstefnunni, að nú sé hægt að ganga eftir þvi, að ýmis samskipti verði frjálsari en áður. Þaðsé þvi rangt að halda þvi fram, að Rússar hafi fengið sitt fram á ráðstefnunni, en vestrænu rikin ekkert. Þvert á móti hafi Rússarekki fengið neitt fram, sem ekki var þegar orðið veruleiki, eins og t.d. viðurkenninguna á landa- mærunum, sem ýmsir nefna sem dæmi um ávinning Rússa. Vestrænu rikin hafa t.d. fengib fram ýmsar yfir- lýsingar á sviði mannrétt- inda, sem erfitt sé fyrir riki Austur-Evrópu að standa ekki við. 6. Sú hætta, að minnkandi spenna geti leitt af sér finnskt ástand i Vestur- Evrópu, sé að sjálfsögðu ekki útilokuð. Þó geti sú hætta verið meiri fyrir Rússa, að vegna minnkaðr- ar spennu verði þeir að leyfa aukið frjálsræði i rikj- um Austur-Evrópu og þann- ig gæti hæglega skapazt finnskt ástand þar. ÞANNIG má skeggræða um þessi efni fram og aftur. Það verður hins vegar jafnan niðurstaðan, að ekki er nema um tvo valkosti að ræða. Ann- ar er sá, að reyna að draga úr spennu og bæta sambúðina, eins og nú er gert. Hinn er sá að hefja aftur kalda striðið. eins og Solsinitsyn leggur til. Þrátt fyrir ýmsa annmarka. er fyrri leiðin óneitanlega væniegri til árangurs, en þvi má hins vegar ekki gleyma. að henni fylgir lika, að menn haldi vöku sinni. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.